Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 47 Þjónar gnðsríkis snúi sér að Himnaríkissjóði Til Velvakanda. Þó mun önnur þyngri raun þjaka vora bræður allir heimta hærri laun heldur færri ræður. Þannig kemst Davíð frá Fagra- skógi að orði í seinustu ljóðabók sinni um héraðsmót klerka og enn er söngurinn sami og við hljótum að skilja að það er hart að þjónar kirkjunnar þurfi að ganga kröfu- göngur sér og kirkjunni til brýnustu þarfa. Menn sjá að auralaus kirkja og blankir boðberar hennar eiga fullt í fangi með að boða fagnaðar- erindið, um krók og kima lands vors. Og ekki er blessaður ríkissjóð- urinn útausandi, ef hann ætlar prestum og próföstum aðeins 280 milljónir á ári til þeirra þarfa og biskupsskrifstofunni aðeins 34 milljónir. Um aukaverk ætla ég ekki að ræða, enda eru þau smott- erí. Og það er hreinasta kraftaverk að skuli fást þjónar í öll prestaköll hér á landi og einkennilegt hvað margir sækjast eftir þessu. Og meðan svona horfir við á hinum andlega akri, fara þeir konungarnir Mammon og Bakkus eins og hvítur stormsveipur um landið, hönd í hönd spúandi eitri og ólyfjan í allar áttir. Þurfa hvorki að hringja til tíða, né bjóða upp á kaffi og annað eftir messu, því kirkja þeirra er troðfull og margir á biðlista eins og hjá ferðaskrifstofunum. Þetta verður þjóðfélagið að átta sig á. Hið andlega ástand í voru landi er eftir þessu. Þvi miður alvarlegt ástand. Öllum hugsandi mönnum hlýtur að vera þetta umhugsunar- efni og mér líka, og hefi ég mjög velt þessu auma ástandi fyrir mér, því eitthvað verður að gera. Mér datt í hug málshátturinn: Margur leitar langt að því sem liggur hendi nærri. Og í biblíunni minni standa orð sem mér hafa orðið til blessun- ar, þessi: Leitið fyrst guðsríkis og hans réttlætis og þá mun allt annað veitast yður að auki. Er þetta ekki stórkostlegt? Vissulega. Það liggur því í augum uppi að þjónar guðsrík- is hér á landi voru, eiga bókstaflega að hætta að slíta sínum hnúum við að berja á dyr ríkissjóðs, en snúa sér í þess stað að Himnaríkissjóði sem er svo auðugur og hefir nægi- legt ijármagn sem dugar um aldur og æfi og inn fyrir gröf og dauða. Má vera að þetta sé erfitt, en hvað fæst án fyrirhafnar? Þá fæst kraft- ur til að boða landslýðnum hreint og ómengað guðsorð sem bæði var- ar við hættum hins daglega lífs og fyllir sálirnar þeirri gleði sem eng- inn peningur getur veitt. Þetta er kannski erfitt, _ en mikið skal til mikils vinna. Áfram að markinu. Með baráttukveðju. Arni Helgason. Víkveiji skrifar Franskur kunningi Víkveija hef- ur undanfamar vikur ferðast um landið á reiðhjóli. Þegar hann kom til Reykjavíkur aftur sagði hann sínar farir ekki sléttar. Hann kvaðst hafa orðið var við það, áður en ferð hans hófst, að mörgum ís- lendingnum fannst hún óðs manns æði og að hann hlyti að vera meira en lítið skrítinn að ætla sér að hjóla á holóttum þjóðvegunum. „Ég átti þess vegna von á því að vegirnir yrðu helsti farartálminn, en svo reyndist alls ekki vera. Vegirnir voru þolanlegir, en það voru öku- mennirnir alls ekki. Það var sem þeir tryðu ekki eigin augum, þegar þeir sáu mig á veginum og kysu að láta sem ég væri þar alls ekki! Oftar en einu sinni mátti ég hafa mig allan við að halda hjólinu á veginum, þegar ökumenn hröktu mig út í kant. Ég lenti meira segja > því, að á þröngum vegum drógu menn ekkert úr hraða þó að þeir væru að mætast og ég væri við hlið þeirra,“ sagði Frakkinn, sem taldi sig greinilega lánsaman að hafa sloppið lifandi úr þessari hættuför til íslands. Víkveiji gat ekki dregið orð mannsins í efa, en reyndi þó að malda í móinn og benda á'að Islend- ingar væru ekki vanir því að þurfa að taka tillit til hjólreiðamanna á vegum úti, en þessi afsökun var auðvitað heldur vandræðaleg. Ekki var þó hægt að taka undir það að íslendingar væru allir óalandi og ófeijandi. „Nei, það er heldur alls ekki skoðun mín,“ sagði Frakkinn. „Það furðulega var, að þegar ég áði á leiðinni, til dæmis í veitinga- búðum, þá voru allir mjög elskuleg- ir og vildu allt fyrir mig gera. Svo settist þetta sama fólk undir stýri og jós yfir mig mölinni þegar bensíngjöfin var stigin í botn. Það er eins og íslendingar umturnist undir stýri." Víkveiji verður að taka undir það, að margir aka mjög óvarlega. Það er þó illt til þess að vita að hjólreiðamenn séu í h'fshættu, þegar þeir vilja skoða landið. xxx Fyrir nokkru var frá því skýrt í dagblöðum, að hesthús, sem Landsvirkjun reisti fyrir starfsmenn Búrfellsvirkjunar, sæist frá Hjálp- arfossi og væru lýti að því í annars ósnortinni náttúrunni. Náttúru- vemdarráð gerði athugasemdir vegna þessa og var gripið til þess ráðs að ryðja upp moldarhólum, til að fela hesthúsið. Af fréttum að dæma virtust menn ánægðir með þessi málalok og kölluðu moldarhól- ana Hjálparfell. Víkveija finnst þessi málalok dálítið skondin. Getur rétta lausnin virkilega verið sú að breyta landslaginu, þó í smáu sé, svo ekki sjáist lítillega í byggingar? Hefði húsið ekki fremur átt að víkja, fyrst það þótti til lýta? xxx Víkveiji fór fyrir skömmu niður að Tjörn með lítinn frænda, sem hefur yndi af því að gefa fugl- um Tjamarinnar brauð. Það er auð- vitað ekki í fraáögur færandi, enda voru fjölmargir þar sömu erinda. Það kom hins vegar illilega við Víkveija þegar hann sá, að foreldr- ar létu það átölulaust þegar börnin köstuðu plastumbúðum brauðanna út f Tjörnina, eða létu þær Iiggja eftir á Tjarnarbakkanum. Slíkur sóðaskapur er til lítillar fyrirmyndar og dregur mjög úr ánægjunni við Tjarnarferðir. i#' Annarykkar tueggjci' verður r&esti SÖUistjórinn, minn." Hve lengi ertu búinn að vera Veit ekki. — Kann bara á á flótta undan vandanum? litla og stóra vísinn. x. HÖGNI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.