Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
39
„Heiðarleiki - hvað er nú það?“
eftirÁsgerði
Jónsdóttur
22. júlí 1986 reit ég í Morgun-
blaðið grein um Hafskipsmál undir
sömu fyrirsögn og þessari hér og
mun ég til hennar vitna. Þar gerði
ég því skóna, að vegna sifjölgandi
frétta um margvíslega fjármála-
óreiðu og brigð meðal landsmanna,
kæmi senn sá dagur er nemendur
mínir spyrðu mig þeirrar spurning-
ar, er ég hef gert að fyrirsögn þess-
ara greina beggja.
Eftir nýbirta dóma Sakadóms
Reykjavíkur í Hafskipsmáli eða
málum þarf hvorki ég né aðrir kenn-
arar og uppalendur að velkjast í
vafa um svör við þessari spurningu:
Það er: — að fara svo frjálslega
og leikandi létt með fjármuni, að
þeir rýrni um litlar þrjú hundruð
milljónir til tjóns fyrir þjóðina, bæði
banka og einstaklinga. Sumir nefna
margfalt hærri upphæðir, ég held
mig við lágmarkið. Það er: — að
gerast gjaldþrotamenn á kostnað
annarra. Það er: — að sitja í sérlega
hálaunuðum embættum vegna fjár-
málaábyrgðar (hún er hæst metin
allra þátta tii launa) og horfa
óskyggnum augum á spilamennsku
„ungra athafnamanna" eins og há-
spilamenn fjármagns eru stundum
nefndir í stærsta blaði landsins.
Með dómum sínum hefur Sakadóm-
ur Reykjavíkur sem sagt leitt lands-
menn í allan sannleik um heiðar-
leik, sýknu og sekt. í eftirmælum
dómanna í dagblöðum er hafin leit
að þeim seku. Fróðlegt verður að
vita hvernig gengur að láta mönn-
um skiljast að þeir einir séu í raun-
inni sekir, sem vekja athygli á
óreiðu í þjóðfélaginu svo og þeir,
sem leitast við að halda uppi lögum
og regiu í landinu.
í grein minni þ. 22. júlí 1986
bendi ég á þau hugsanlegu mála-
lok, að sakarefni útvatnist svo á
ferli rannsókna og dóma að þau
„verði að saklausu hismi á skósólum
sakborninga“. Sú hefur og orðið
raunin á.
Þó að hismi sé léttvægt loðir það
við og verður ekki að engu fremur
en annað. Það þykja nefnilega ekki
trúverðugar fréttir, að af rúmlega
tvö hundruð sakargiftum fái aðeins
fimm þeirra staðist. (Og það bara
smásyndir eins og ijárdráttur og
skjalafals, varla dóms verðar!!) Ef
svo er bendir það til, að um alvar-
legan misbrest sé að ræða í öllu
réttarkerfi landsins, þar með talin
sjálf lögin, lagadeild Háskólans og
Ilæstir'éttur, alvarlegri misbrest en
nokkurt ríki þolir til lengdar.
Ég vitna aftur í grein mína frá
22. júlí 1986 og í beinu framhaldi
af síðustu tilvitnun: „Ef handhafar
laga og réttar missa Hafskipsmál
niður í slíka lægð verður hún íjölda-
gi'öf þeirra verðmæta, er siðmennt-
uð þjóð þarf mest á að halda.“ Mér
er kunnugt um, af viðbrögðum
gagnvart þessari grein á sínuin
tíma, að margir voru henni sam-
mála og eru trúlega enn. Við hljót-
um að spyija: Ilefur ekki einruitt
þetta gerst nú? Ekki verða gæslu-
menn réttvísinnar öfundsverðari
hér eftir en hingað til af því að
henda reiður á gerðum bragðvísra
Ijármálamanna eða annarra yfir-
sjónarmanna. Þeir gætu m.a.s. séð
sér hag í því að stofna til samvinnu
við lögmenn um málaferli á kostnað
ríkisins. Þá mundu öll óvelkomin
afskipti réttvísinna-r falla niður af
sjálfu sér, því að þau væru of kostn-
aðarsöm fyrir ríkið.
Eftir dómsuppkvaðningu Saka-
dóms Reykjavíkur tóku fjölmiðlar
fjörkipp og sum dagblöðin birtu,
hjartnæmar yfirlýsingar um þá
sýknu, greinar og fjölskyldumyndir.
Sérhver heilbrigð manneskja skilur
vanlíðan meintra sakborninga og
aðstandenda þeirra og finnur til
samúðar. Eigi að síður minni ég
á, að sé mönnum annt um nafn
sitt og æru þá leggja þeir hvorugt
nærri sakarefni. Ríkisútvarpið
fylgdist vel með að venju og eftir
að Sakadómur Reykjavíkur kvað
upp sína dóma, þar sem hnekkt var
a.m.k. einum áður upp kveðnum
Hæstaréttardómi, flutti ríkisútvarp-
ið fréttir af viðtali við Jón Magnús-
Ásgerður Jónsdóttir
„Það þykja nefnilega
ekki trúverðugar frétt-
ir, að af rúmlega tvö
liundruð sakargiftum
fái aðeins fímm þeirra
staðist.“
son, lögmann veijanda Ragnars
Kjartanssonar, nánar tiltekið í há-
degisfréttum þ. 7. júlí síðastl. Þar
sagði Jón Magnússon, að ekki megi
bera saman dóm Sakadóms
Reykjavíkur og Hæstaréttar. Dóm-
ur Sakadóms Reykjavíkur byggist
á öðrum gögnum, sem ekki voru
til þegar Hæstaréttardómur féll.
Ég játa, að mig skortir vitsmuni til
þess að skilja þessa lögfræðilegu
orðræðu og spyr áf fávísi:
Uppsetningii raf-
girðinga ábótavant
Geta gögn í sakarmáli orðið til á
fimmta ári frá því rannsókn málsins
hófst og Hæstiréttur kveðið upp
dóm samkvæmt öðrum framlögðum
gögnum? Ef dómar Sakadóms og
Hæstaréttar eru ósambærilegir
vegna ósambærilegra málgagna,
eru þeir þá kannski báðir í gildi?
Og væru þá meintir sakborningar
e.t.v. bæði sýknir og sekir? Slík
réttarfarsfígúra gæti óneitanlega
verið skilgetið afkvæmi þess mál-
þófs og þeirrar lögfræðilegu form-
streitu, er einkennt hefur þessi
málaferli frá upphafi. Áðurnefndur
hnekkir Hæstaréttar gagnvart
Sakadómi Reykjavíkur verður mér
spurnarefni: Er Sakadómui'
Reykjavíkut' vaxinn Hæstarétti yfir
höfuð? Mér virðast sumir lögfræð-
ingar gerast nokkuð áreitnir við
virði'ngu Hæstaréttar og „anda lag-
anna“ og láta sér tíðara um form
þeirra, er að sjálfsögðu einnig er
ómissandi.
Jón Magnússon bregður á það
ráð í DV þ. 12. júlí síðastliðnum
að kenna Hafskipsmál við pólitík
frá upphafi. Þetta eru ódýr en ekki
ókunn viðbrögð þegar „valinkunnir"
menn eiga í hlut. Hafi einhver
pólitík orkað á þetta títt nefnda
mál þá er það fyrirgreiðslu- og fjár-
málapólitík Alberts Guðmundsson-
ar, íjármálaráðherra um þessar
mundir. Hún hefur ekki bragðbætt
fjármálasiðgæði þjóðarinnar.
Að lokum: Menn hafa látið ýmis
orð falla um afsögn prófessors Jón-
atans Þórmundssonar. Sumir telja
hana vísbendingu um vanmátt,
jafnvel vanhæfni og ósigur, aðrir
telja hana til dáða. — Óhjákvæmi-
lega rifjast upp löngu liðin mála-
ferli Olíufélagsins Esso, þar sem
fleiri en einn saksóknari lét af störf-
um vegna erfiðleika við að komast
yfir þögiu múrana í því máli. Ég
undrast ekki ákvörðun próf. Jónat-
ans Þórmundssonar.
Höfundur er kennari.
Notkun rafgirðinga fer vaxandi
í landinu. Helstu eigendur rafgirð-
inga eru Vegagerð ríkisins, Skóg-
rækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins,
sveitarfélög, félagasamtök, bændur
og einstaklingar. Fæstir þessara
aðila ráða fagmenn til að setja upp
rafgirðingar. Útkoman er sú, að
girðingar leka víðast hvar spenn-
unni til jarðar og þjóna ekki til-
gangi sínum. Þessi spennuleki veld-
ur víða símatruflunum. Rafgirðing-
ar eru víða settar inn í gamlar og
úr sér gengnar gaddavírsgirðingar
og skapa hættu fyrir menn og
skepnur. Merkingum er ábótavant.
Eigandi rafgirðingar, sem veldur
truflunum á símakerfinu, getur orð-
ið skaðabótaskyldur gagnvart Pósti
og síma.
Undanfarin ár hefur Rafmagns-
eftirlit ríkisins haft talsverð af-
skipti af rafgirðingum, minnt á
reglur um uppsetningu þeirra og
leiðbeint um frágang á vettvangi.
Á sl. ári fór fram athugun á síma-
truflunum í V-Skaftafellssýslu af
völdum rafgirðinga. Hálfur tugur
tæknimanna frá RER og Pósti og
síma vörðu hartnær viku í þessar
rannsóknir á girðingu eins sveita-
býlis. Ekki var bónda gert að greiða
kostnað í þetta sinn. En lög kveða
skýrt á um það, að símann megi
ekki trufla, og að „raforkuvirki
skuli vera þannig gerð, notuð og
haldið við og eftir þeim litið að
Peninga-
skáp stolið
BROTIST var inn í hús við
Aflagranda, þar sem ýmis
þjónustufyrirtæki aldraðra
eru til húsa aðfaranótt laug-
ardags og stolið meðalstór-
um peningaskáp með
100-200 þúsund krónum í.
Ekki er vitað hveijir voru að
verki en Rannsóknarlögregla
ríkisins vinnur að málinu.
hætta eða truflanir af þeim verði
svo litlar sem við verði komið“.
Fyrir skömmu fór eftirlitsmaður
frá RER á vettvang og mældi einar
20 rafgirðingar á svæðinu frá
Hrútafirði austur í Öxaríjörð. Er
skemmst frá því að segja að engin
þessara girðinga stóðst fyllilega
þær kröfur sem gerðar eru um frá-
gang og uppsetningu. Víða var
spenna það lág, að girðingin var í
raun gagnslaus. Merkingum var
víðast hvar ábótavant, jafnvel á
ferðamannaslóðum, þar sem mikið
er um mannaferðir. Rafgirðing get-
ur verið hættuleg viðkomu, sérstak-
lega þeim sem eru með einhveijar
hjartatruflanir. Slitnir spennuvírar
námu við jörðu. Úttaki á spennuvír
frá spenni að girðingu var víða
ábótavant. Gamlar gaddavírsgirð-
ingar meðfram vegi eða götuslóða
voru sums staðar notaðar til að
bera óeinangraðan spennuvírinn út
á hina eiginlegu rafgirðingu, víðast
hvar án nokkurrar auðkenningar.
Þetta er vítavert og ólöglegt. Víða
vex jarðargróður upp í girðingu
með þeim afleiðingum að spenna
glatast til jarðar og girðingin miss-
ir gildi sitt af þeim sökum.
Spenna glatast víða til jarðar af
öðrum og alvarlegri orsökum, nefni-
lega þeim, að ekki er farið eftir
faglegum leiðbeiningum um upp-
setningu spennugjafans, einangrun
á spennuvírum út á girðinguna og
á girðingunni sjáll'rí, svo og l'rá-
gangi jarðskauta.
Inn eru fluttir staurar úr svo-
nefndu „Insul“-timbri, sérstaklega
ætlaðir í rafgirðingar, enda mikið
notaðir erlendis. Það hefur verið
álit manna, að staurar þessir væru
það einangrandi, að ekki þyrfti að
nota sérstaka einangrara fyrir
vírana, til að varna leiðni til jarðar,
enda felur nafnið það i sér. Þetta
er ekki svo. Þessir staurar, sem og
aðrit' tréstaurar, blotna í votviðrum,
drekka í sig vatn í rökum jarðvegi
og leiða rafmagn til jarðar. Sjávar-
selta gerir þá enn leiðnari. Ef tré-
staurar eru notaðir í rafgirðingar,
verður að nota einangrara fyrir
vírana.
Innflytjendur hafa dreift leið-
beiningum til kaupenda um upp-
setningu girðinganna, en svo virðist
sem ekki sé hirt um að fara eftir
þeim. En eigendur eru ábyrgir. Það
er þeirra hagur að fara eftir settum
regium um uppsetningu og frágang
girðinganna:
1. Hafið samráð við rafveitu svæð-
is þess sem girða á og fáið upp-
lýsingar um legu jarðskauta
húsveitna og legu spennistöðv-
arskauta, svo og legu rafmagns-
og símastrengja. Fjarlægð raf-
girðingar frá slíkum lögnum
skiptir meginmáli.
2. Fáið löggiltan rafverktaka til að
sjá um uppsetningu spennu-
gjafa, lagningu aðtauga að girð-
ingunni og tilkynnið uppsetning-
una til viðkomandi rartieitu.
3. Merking rafgirðinga meðfram
götuslóða eða vegi á að vera
þannig, að vel sjást milli viðvör-
unarskiltanna. RER getur út-
vegað þessi skilti. Skilti sem inn-
flytjendur nota jafnframt sem
auglýsingu fyrir sjálfa sig eru
ekki í samræmi við lög og reglur.
4. Orðsendingar RER nr. 1/83 og
nr. 3/89 taka af öll tvímæli um
tæknilega útfærslu rafgirðinga,
en eftirlitsmenn RER og raf-
veitna um land allt veita allar
nánari upplýsingar.
(Frá Rafmagnseftirlili
ríkisins.)
Þakstál með stíl
Plannja úh þakstál
Aðrir helstu sölu- og
þjónustuaðilar:
Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi,
sími 78733.
' Blikkrás hf, Akureyri,
sími 96-26524.
Vélaverkstæði Bjömsog Kristjáns,
Reyðarfirði, sími 97-41271.
Vélaverkstæðið Þór,
Vestmannaeyjum, sími 98-12111
Hjáokkurfærðuallar
nýjustu gerðir hins vinsæla
og vandaða þakstáls
frá Plannja. Urval lita
og mynstra, m.a. Plannja
þakstál með mattri litaáferð,
svartri eða tígulrauðri.
ÍSX/ÖFA HF.
Smiðjuveg 4e, 200 Kópavogur.
Póstbox: 435,202 Kópavogur.
S: 91-67 04 55, Fax: 67 04 67
ANITECHóooo
HQ myndbandstæki
14daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð-
laus fjarstýring, 21 pinna , ,Euro Scart"
samtengi „Long play" 6 tíma upptaka
á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit-
ari, klukka + teljari, ísl. lciðarvísir,
Sumartilboð 29.950 •“ stgr.
Rétt verd 36.950.- stgr.
S2 Aíborgunarskilmálar £§[]
nuinn
FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005