Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 Dýrafjörður brúaður: Brúarsmíðinni verð- ur lokið nú í vikunni SMÍÐI brúar yfir Dýrafjörð miðar samkvæmt áætlun og lýkur brú- arsmíðinni í þessari viku. Brúin Skákþing ís- lands á Höfn SKÁKÞING íslands, landsliðs- flokkur, hefst á Höfn í Horna- firði, þriðjudaginn 28. ágúst og stendur til 8. september. Þátttakendur eru 12 að þessu sinni: Jón L. Ámason, Margeir Pét- ursson, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson, Björgvin Jóns- son. Halldór Grétar Einarsson, Þröstur Árnason, Sigurður Dagði Sigfússon, Tómas Björnsson, Snorri Bergsson, Héðinn Steingrímsson og Ámi Ármann Ámason. Skákstjóri verður Ólafur Ásgríms- son. Framkvæmdaaðili mótsins er Taflfélagið Höfn Homafirði með stuðningi bæjarstjómar og fyrir- tækja á staðnum. Telft verður á Hótel Höfn. VEÐUR sjálf, sem er 120 metra löng, er aðeins brot af þeim framkvæmd- um sem þarf til að brúa fjörðinn. Unnið verður að uppfyllingu í fjörðinn fram á haust en ráðgert er að uppfyllingu verði lokið haustið 1991 og brúin þá opnuð fyrir umferð. Það er Vegagerð ríkisins sem annast brúarsmíðina og sagði Kristj- án Kristjánsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna hljóðað upp á 300 milljónir króna og sýndist honum að kostnaður yrði innan þeirra marka þegar upp væri staðið. 7-14 menn hafa unnið að sjálfri brú- arsmíðinni og 7-8 manns hafa verið á vegum verktakanna. Verktakafyrirtækin Klæðning hf. og Suðurverk hf. annast uppfyllingu í fjörðinn og frágang verksins en heildarkostnaðaráætlun vegna þeirra þátta hljóðaði upp á 166 millj- ónir kr. á kostnaðaráætlun en tilboð verktakanna nam 139 milljónum kr. Endanleg verklok, frágangur og lagning bundins slitlags, eru áætluð haustið 1992. Morgunblaðið/Einar Falur Norræna lögfræðingaþingið var sett í Háskólabíói í gær að viðstöddu fjölmenni. 1050 þátttakendur á norrænu lögfræðingaþingi: Norrænu lögfræðingaverð- launin féllu Svíum í skaut NORRÆN ráðstefna lögfræð- inga var sett í gær í Háskólabíói að viðstöddum forseta íslands, VEÐURHORFUR I DAG, 23. AGUST YFIRLIT I GÆR: Skammt norður af Melrakkasléttu er 989 mb djúp lægð sem þokast austnorðaustur og frá henni lægðardrag suðvest- ur á Grænlandshaf. SPÁ: Vestanátt, víða stínningskaldi eða allhvasst sunnantil á landinu en annars hægari, norðaustaniands er gert ráð fyrir að vindur verði nórðvestlægari í kvöld og nótt. Smámsaman iéttir til á Suðausturlandi og í fyrramálið einnig á Austfjörðum. i öðrum landshlutum má búast við skúraveðri. Fremur svalt verður áfram um vestan- og norðanvert landið, en sæmilega hlýtt að deginum sunnanlands og austan. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðlæg átt og fremur milt veður. Rtgning eða súld um sunnan- og vestanvert landið en þurrt og surr\9 stað- ar bjart veður norðanlands og austan. HORFUR ÁIAUGARDAG: Austan- og suðaustanstrekkingur. Rign- ing víða um land, en þó líklega þurrt í innsveitum norðanlands. Hiti á bilinu 9 til 16 stig, hlýjast norðvestan- og vestanlands. TAKN: Heiðskfrt y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vin / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 10° 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 Akureyri Reykiavik hltf 111 10 ísl. tíma vedur úrkomaígr. skúr Bergen 12 Helsinki 16 Kaupmannahöfn 19 Narsserssuaq 6 Nuuk 4 Ósló 17 Stokkhólmur 21 Þórshöfn 13 súld skúr skýjað skýjað féttskýjað rlgning skýjað skýjað Algarve Amsterdam Barcefona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Hsmborg Laa Pafmas London Los Angetes Lúxemborg Madrfd Mallorca Montreal New York Orlando Paris Róm Vín Washington Wlnnlpeg 24 21 Hfö 19 20 25 17 18 17 26 23 18 19 29 27 30 16 19 26 23 28 18 19 19 helðskírt mfstur mistur skýjafi þokumóða heiðskírt skýjað skýjað skýjað féttskýjað hálfskýjað hálfskýjað mistur léftskýjað léttskýjað afskýjað alskýjað léttskýjað léttskýjað skýjað þokumóða Vigdísi Finnbogadóttur, Óla Þ. Guðbjartssyni dómsmálaráð- herra og fjölda ráðstefnugesta. Svíinn Bertil Bengtson hlaut að þessu sinni norrænu lögfræð- ingaverðlaunin, sem veitt eru á þriggja ára fresti. Ármann Snævarr, fyrrverandi hæstaréttardómari, setti ráðstefn- una, sem haldin ér hér á landi í þriðja sinn. í máli Ármanns kom fram að alls hefðu 1.350 norrænir lögfræðingar sótt um þátttöku á ráðstefnunni en vegna skorts á hótelrými og öðrum tæknilegum annmörkum hefði orðið að tak- marka fjölda þátttakenda við 1.085, þar af 800 lögfræðinga. Ármann minntist þeirra norrænu lögfræð- inga sem hafa látist frá því að síðasta ráðstefna var haldin í Hels- inki 1987. Verðlaun norrænu lögfræðinga- samtakanna eru veitt á þriggja ára fresti norrænum lögfræðingi, helst í tengslum við norræna lögfræð- ingaþingið, en verðlaunin eru 100 þúsund sænskar krónur. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Svíinn Bertil Bengtson og afhenti forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, honum verð- launin við opnunarathöfnina í Há- skólabíói í gær. Stofnun nýs dagblaðs áformuð á næsta ári HÓPUR fólks undirbýr nú stofnun nýs dagblaðs og er áformað að fyrsta eintak þess líti dagsins ljós í mars eða apríl á næsta ári. Segir Ágúst Árnason, einn þeirra sem standa að þessu nýja blaöi, að ætlun- in sé að reka gagnrýna frétta- og upplýsingastefnu og að blaðið verði fyrst og fremst í samkeppni við Morgunblaðið. „Þetta hefur verið til umræðu síðan fyrir jól í fyrra,“ sagði Ágúst Árnason, en hann hefur starfað töluvert fyrir Ríkisútvarpið að und- anförnu og áður verið fréttaritari þess í Þýskalandi. Hann segir að um morgunblað verði að ræða, 16 og 24 síður að stærð til skiptis, og reiknuðu menn með að vera í sam- keppni við Morgunblaðið en ekki önnur blöð á markaðinum. „Þetta verður flokkslega óháð blað, ólíkt öðrum blöðum, og setjum við smá- blöðin þrjú og Morgunblaðið og DV undir sama hatt í þeim efnum.“ Ágúst sagði að menn vildu ekki láta flokka blaðið fyrir fram sem „hægri" eða „vinstri" en myndu taka sér það bessaleyfi, þegar þar að kæmi, að gagnrýna þá sem væru við völd. Rekin yrði hörð fréttastefna en gagnrýni yrði á fag- legum grundvelli. Þetta yrði fyrst og fremst fréttablað en einnig yrði reynt að sinna menningarmálum og öðrum sviðum. Ágúst vildi ekki gefa það upp hverjir það væru sem ætluðu að standa að útgáfu blaðsins en sagði að vonandi yrði hægt að greina nánar frá því í næstu viku. Heimsókn San Giorgio: HringingTim linnir ekki í ítalska konsúlatið HRINGINGUM hefur ekki linnt í ítalska konsúlatiö frá því að ítalska herskipið San Giorgio lét úr Reykjavíkurhöfn. Eru það ungar stúlkur sem fýsir að vita utanáskrift og ferðaáætlun skips- ins sem standa fyrir þessum hringingum og biðja konsúlatið að veita sér þessar upplýsingar. Ragnar Borg, konsúll Ítalíu á íslandi, sagði að mest hefði verið um hringingar rétt eftir að skip- ið lét úr höfn og væri þeim að- eins farið að fækka núna. I síðustu viku hefðu hátt í tuttugu stúlkur hringt. Hann sagði að af hálfu konsúlatsins hefðu menn ekki verið að hnýsast í ástæðurn- ar fyrir hringingunum en auðvit- að gætu menn látið sér detta í hug að þarna væru á ferð yngis- meyjar sem hefðu fallið fyrir ungu sjóliðunum. Ragnar sagði að þess mætti geta að San Giorgio hefði komið til hafnar í Halifax í Kanada í gærmorgun og yrði þar til 29. ágúst en færi þá til Boston í Bandaríkjunum. Þaðan færi skip- ið til bandarísku borganna Balti- more og Jacksonville áður en það héldi til Hamilton á Bermúdaeyj- um og Santa Cruz á Kanaríeyj- um. Það kæmi svo loks til heima- hafnar sinnar Livorno á Ítalíu 13. október nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.