Morgunblaðið - 23.08.1990, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990
Tekur viðskiptaráð-
herra sér löggjafarvald?
eftir Kristínu
Einarsdóttur
Þann 27. júlí sl. gaf viðskipta-
ráðuneytið út regiugerð um skipan
gjaldeyris- og viðskiptamála. I 49.
grein reglugerðarinnar er sagt að
hún sé sett samkvæmt heimildum
í gildandi lögum. Er þar átt við lög
um skipan gjaldeyris- og viðskipta-
mála sem hafa verið í gildi síðan
1979. Það er furðulegt að viðskipta-
ráðherra ákveði að gjörbreyta skip-
an þessara mála án þess að það sé
borið undir Alþingi og án þess að
ljóst sé hvort reglugerðin hafi stoð
í lögum.
Hver á að taka ákvörðun?
Það geta eflaust flestir verið
sammála um að kominn er tími til
að endurskoða lög um skipan gjald-
eyrismála, sem eru orðin 11 ára
gömul. Margt hefur breyst bæði hér
á landi og annars staðar sem kallað
getur á breytingar. En hver á að
ákveða hvernig þessum málum
skuli fyrir komið? Er það Alþingi
eða er eðlilegt að viðskiptaráðherra
geti með útgáfu reglugerðar breytt
um stefnu án samráðs við löggjafar-
valdið? Ég tel að hér hafí viðskipta-
ráðherra gengið of langt.
Gildandi lög
Greinilegt er samkvæmt gildandi
lögum um skipan gjaldeyris- og við-
skiptamála, að löggjafínn hefur á
þeim tíma er þau voru sett talið
nauðsynlegt að setja reglur sem
takmarka rétt fólks til að flytja fé
á milli landa og fjrafesta og kaupa
verðbréf erlendis. í lögunum segir
m.a. að gjaldeyriseftirlit Seðla-
banka íslands geti leyft tilteknum
aðilum að eiga reikning í erlendum
gjaldeyri utanlands. Þetta er undan-
þáguheimild frá því ákvæði laganna
um að „Allur erlendur gjaldeyrir
sem innlendir aðilar eiga eða eign-
ast fyrir seldar vörur, þjónustu eða
„Viðskiptaráðherra
hefur mistnotað stór-
lega það vald sem lög-
gjafínn fól honum með
lögum um skipan gjald-
eyris- og viðskipta-
mála.“
á annan hátt, skal seldur eða honum
skilað til gjaldeyrisviðskipta-
banka ...“ Jafnframt segir í lögun-
um: „Innlendum aðilum er óheimilt
að kaupa fasteignir erlendis eða
erlend verðbréf, nema að fenginni
heimild Seðlabankans." Það er því
greinilegt að löggjafinn reiknaði
með að meginreglan væri sú að
innlendir aðilar þyrftu sérstakt leyfi
til að fjárfesta í útiöndum eða taka
þar lán. Óheftir fjármagnsflutning-
ar voru því löggjafanum síst í huga
þegar lögin voru sett.
Húsavík:
Miklar byggingaframkvæmdir
Húsavík.
Byggingaframkvæmdir eru
með meira móti á Húsavik og í
Þingeyjarsýslum og fleiri ein-
staklingar hafa hafið byggingar
íbúða en undanfarin ár.
í smíðum eru 6 einbýlishús, 8
íbúðir í 2 raðhúsum, 4 búseturéttar-
íbúðir fyrir aldraða og að þeim með-
töldum hafa verið reist 15 slíkar
íbúðir við Hvamm, dvalarheimili
aldraðra. Verið er að bjóða út bygg-
ingu 12 íbúða sem byggðar verða á
félagslegum grunni, eins og kallað
er, svo alls eru þetta 30 íbúðir í
byggingu. Einnig er í byggingu sjó-
minjasafnshús, viðbygging við
grunnskólann, um 4300 rúmmetrar,
og fleira er í byggingu.
Kunnugur tjáði fréttaritara að
„ótrúlega miklar byggingafram-
kvæmdir ættu sér stað til sveita
víðsvegar um sýsluna".
- Fréttaritari.
Fjórar búseturéttaríbúðir aldraðra í byggingu.
Morgunblaðið/Suli
Fyrsta reglugerðin sem sett var
af viðskiptaráðuneytinu með nánari
ákvæðum um framkvæmd laganna
styður þá skoðun að ekki hafi verið
ætlun löggjafans að veita leyfi til
óheftra fjármagsflutninga með lög-
unum. Einungis gert ráð fyrir því
að ráðuneytið veiti í undantekning-
artilvikum undanþágur, en ekki sé
veitt almennt leyfi til óheftra fjár-
greiðslna milli landa.
Nýja reglugerðin
í nýju reglugerðinni og auglýs-
ingum Seðlabankans frá 30. júlí er
fjallað um fjölmörg veigamikil at-
riði sem eru nýmæli frá því sem
hefur verið í gildi hér á landi á
undanförnum árum. Ekki síst eru
breytingar í V. kafla reglugerðar-
innar, sem ber heitið fjármagns-
flutningar. Þar er fjallað m.a. um
beinar fjárfestingar innlendra aðila
í útlöndum og erlendra aðila hér á
landi, um fasteignaviðskipti inn-
lendra aðila erlendis og erlendra
hérlendis og um viðskipti með
markaðsbréf milli landa. í VI. kafla
eru 25 greinar um fjármagnsflutn-
inga. Þegar ákvæðin eru lesin verð-
ur ekki betur séð en verið sé að
gerbreyta gjaldeyris- og viðskipta-
málum þjóðarinnar og Ieyfa með
reglugerðinni óhefta fjármagns-
flutninga þann 1. janúar 1993. Er
reglugerð viðskiptaráðherra meira
að segja svo ítarleg að í 10. gr.
hennar er Seðlabankanum veitt
heimild til að setja nánari ákvæði
um framkvæmd hennar. Reglugerð-
in er því ekki um framkvæmd gild-
andi laga heldur plagg sem fjallar
um algjörlega nýtt fyrirkomulag
þessara mála.
Misnotkun valds
Ég tel að hér sé um svo veiga-
miklar breytingar að ræða að ráð-
herrann sé með reglugerðinni að
fara inn á verksvið löggjafans. Lög-
um verður ekki breytt með reglu-
gerð né við þau aukið svo stórlega1
að reglugerðin gerbreyti því skipu-
lagi sem heimildarlögin gera ráð
fyrir.
Viðskiptaráðherra hefur mistnot-
að stórlega það vald sem löggjafinn
fól honum með lögum um skipan
Kristín Einarsdóttir
gjaldeyris- og viðskiptamála með
því að setja reglugerð sem gerbreyt-
ir gjaldeyris- og viðskiptakerfi þjóð-
arinnar við útlönd. Auðvitað á ráð-
herrann að beyta sér fyrir að leggja
fyrir Alþingi tillögur um breytta
skipan laga um gjaldeyris- og við-
skiptamál, sem eru orðin 11 ára
gömul, en ekki leysa þau af hólmi
með bústinni reglugerð og auglýs-
ingum frá Seðlabankanum.
Hvers vegna er ekki lagt til
að lögum sé breytt?
Það sem vekur furðu í þessu
máli er fyrst og fremst það, að við-
skiptaráðherrann skuli gefa út
reglugerð án þess að hafa fyrir
henni ótvíræða Iagastoð. Hvers
vegna bíður hann ekki í nokkra
mánuði og leggur fram lagafrum-
varp á Alþingi um breytingu á lög-
um um skipan gjaldeyris- og við-
skiptamála?
Éf viðskiptaráðherra telur að
breyta eigi lögum um skipan gjald-
eyris- og viðskiptamála, á hann að
leggja fyrir Alþingi frumvarp til
laga, þar sem tekið er efnislega á
þeim nýmælum sem hann vill inn-
leiða. Þannig gefst þjóðinni kostur
á að fylgjast með umræðum um
þessi mál og eiga innlegg í þá
umræðu.
Vinnubrögð ráðherrans eru í
hæsta máta ólýðræðisleg. Hann á
að sjá sóma sinn í að nema reglu-
gerð nr. 312/1990 úr gildi. Það er
Alþingis að setja lög í landinu. Til
þess hefur þjóðin Alþingi.
Höfundur er þingkona
Kvennalistans.
Nýir stóðhestar í
ættbók Gunnars
GUNNAR Bjarnason fyrrum hrossaræktarráðunautur og höfundur
ritverksins Ættbók og saga íslenska hestsins á 20 öld, hefur nú
gefið öllum þeim stóðhestum ættbókarnúmer, sem að undanförnu
hafa náð lágmarkseinkunn til ættbókarfærslu. í fimmta bindi Ættbók-
arinnar, sem út kom í fyrra, var endað á hestinum Dökkva 1140 frá
Fagranesi, en nú hafa bæst við hestar upp að númer 1172, og hafa
því 32 stóðhestar bæst í Ættbókina síðan. Hér á eftir fer upptalning
á hestunum ásamt ættbókarnúmerum þeirra, upplýsingum um fæð-
ingarstað, fæðingarár, lit, eiganda og ætterni.
Roði 1156 frá Kolkuósi. Knapi Matthias Eiðsson.
Dropi 1141 frá Miðsitju. Rauð-
stjörnóttur með leist á v. afturf, f.
1985. Faðir: Hervar 963 frá Sauð-
árkróki. Móðir: Perla 4663 frá Kú-
skerpi. Eigandi: Gunnar Arnarson,
Reykjavík.
Eðall 1142 frá Hólum. Rauð-
blesóttur, glófextur, fæddur 1985.
Faðir: Feykir 962 frá Hafsteins-
stöðum. Móðir: Eldey 5477 frá
Hólum. Eigandi: Hólabúið, Hjalta-
dal.
Mozart 1143 frá Hellishólum.
Svartur, fæddur 1985. Faðir: Óður
937 frá Torfastöðum. MÓðir: Hrafn-
hetta frá Reykjavík. Eigandi: Lárus
Sigfússon, Hellishólum.
Orri 1144 frá Þúfu. Brúnn,
fæddur 1986. Faðin Otur 1050 frá
Sauðárkróki. Móðir: Dama frá
Þúfu. Eigandi: Indriði Ólafsson,
Þúfu.
Mímir 1145 frá Ytra-Skörðu-
gili. Brúnn, fæddur 1986. Faðir:
hervar 963 frá Sauðárkróki. Móðir:
Skerpa 5430 frá Ytra-Skörðugili.
Eigandi: Sæmundur Á. Hermanns-
son, Sauðárkróki.
Krummi 1146 frá Kálfholti.
Brúnn, fæddur 1986. Faðir: Byr frá
Skollagróf. Móðir: Hrefna frá Kálf-
holti. Eigandi: Jonas Jónsson, Kálf-
holti.
Hósías 1147 frá Kvíabekk.
Dökkjarpur, fæddur 1986. Faðir:
Gustur 923 frá Sauðárkróki. Móðir:
Skerpa 5485 frá Kvíabekk. Eig-
andi: Kristín Andrésdóttir, Kvía-
bekk.
Dagur 1148 frá Mosfellsbæ.
Leirljós, fæddur 1986. faðir: Blakk-
ur 977 frá Reykjum. Móðir: Drottn-
ing 5391 frá Stykkishólmi. Eig-
andi: Leifur Kr. Jóhannesson, Mos-
fellsbæ.
Börkur 1149 frá Laugarvatni.
Jarpur, fæddur 1986. Faðir: Hrafn
802 frá Holtsmúla. móðri: Sjöfn
4036 frá Laugarvatni. Eigandi:
Þorkell Þorkelsson, Laugarvatni.
Gammur 1150 frá Tóftum.
Jarpur, fæddur 1986. Faðir: Otur
1050 frá Sauðárkróki. Móðir: Gáta
frá Tóftum. Eigandi: Ásgeir Her-
bertsson, Reykjavík.
Bragi 1151 frá Reykjavík.
Rauðblesóttur, fæddur 1985. Faðir:
Snældu-Blesi 985 frá Árgerði. Móð-
ir: Frigg 5094 frá Kirkjubæ. Eig-
andi: Hörður G. Albertsson, Kópa-
vogi.
Mökkur 1152 frá Varmalæk.
Brúnn, fæddur 1986. Faðir: Borg-
fjörð 909 frá Hvanneyri. Móðir:
Kolbrún 4970 frá Sauðárkróki. Eig-
andi: Björn Sveinsson, Varmalæk.
Blær 1153 frá Höfða. Brúnn,
fæddur 1985. Faðir: Gustur 923 frá
Sauðárkróki. Móðir: Ösp frá Kolku-
ósi. Eigandi: Hjörleifur Jónsson,
Akranesi.
Silfurítoppur 1154 frá Sig-
mundarstöðum. Bleikálóttur,
fæddur 1986. Faðir: Hamar 1081
frá Litla-Bergi. Móðir: Blika frá
Sigmundarstöðum. Eigandi: Reynir
Aðalsteinsson, Sigmunarstöðum.
Sólon 1155 frá Hóli. Brúnn,
fæddur 1984. Faðir: Náttfari 776
frá Ytra-Dalsgerði. Móðir: Blesa
4823 frá Möðrufelli. Eigendur:
Systkinin Hóli.
Roði 1156 frá Kolkuósi. Rauð-
tvístjörnóttur, fæddur 1979. Faðir:
Funi frá Kolkuósi. Móðir: Dögg frá
Kolkuósi. Eigendur: Anders og Lars
Hansen, Árbakka.
Safír 1157 frá Viðvík. Brúnn,
fæddur 1985. Faðir: Hrafn 802 frá
Holtsmúla. Móðir: Gloría 4233 frá
Hjaltastöðum. Eigandi: Jóhannes
Viðarsson, Akureyri.
Trostan 1158 frá Kjartansstöð-
um. Rauðblesóttur, fæddur 1986.