Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 38
88
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. AGUST 1990
Óþekktur Rússi sigr-
aði á World open
___________Skák
Margeir Pétursson
LÍTT þekktur Sovétmaður,
Igor Glek, alþjóðlegur meist-
ari, sigraði óvænt á hinu ár-
lega World open-skákmóti í
Philadelphia í Bandaríkjunum.
Fyrir síðustu umferð voru all-
margir skákmenn efstir og
jafnir í fyrsta sæti, en Glek var
sá eini sem náði lokasigri, and-
stæðingur hans var landi hans
Vitaly Tseshkovsky, fyrrum
Sovétmeistari. Á mótinu tefldu
17 stórmeistarar, sem er
óvenju fátt, en það fór fram á
sama tíma og millisvæðamótið
í Manila.
Þátttakendur voru 1.160 tals-
ins og tefldu níu umferðir á að-
eins fímm dögum. Það er mikið
álag á keppendur, ekki sízt þar
sem töluverð verðlaun eru í húfi,
þótt mótið standi reyndar ekki
fyllilega undir nafni.
Það er samt vinsælt á meðal
bandarískra skákmanna, enda
má segja að á því sé hinn frægi
ameríski draumur í fullu gildi.
Hver sem er getur verið með og
allir eiga möguleika á sigri.
Fyrsta sætið á World open hljóm-
ar líka býsna vel, sérstaklega
fyrir þá sem ekki þekkja mikið
til skákmóta. í sumar var þó
raunhæfara að taia um sovézka
drauminn í sambandi við World
open. Lítt þjálfaðir bandarískir
áhugamenn hafa venjulega ekki
roð við atvinnumönnunum, en frá
Sovétríkjunum geta komið hart-
nær óþekktir menn og sigrað,
eins og Glek sýndi fram á. Og
gjaldeyrir er gulls ígildi fyrir
austan. Þar má lifa góðu lífi í
heilt ár fyrir ein vestræn mánað-
arlaun, jafnvel þó aðeins sé miðað
við strípaðan taxta.
Röð efstu manna varð þessi:
1. Igor Glek, Sovétr. 7'A v. af 9
mögulegum.
2. -10. Benjamin, Christiansen og
Browne, Bandaríkjunum, Hell-
ers, Svíþjóð, Hodgson, Englandi
og Sovétmennirnir Ermolinsky,
Rashkovsky, Smirin og Shabalov
7 v.
Það er gallinn við opin mót í
Bandaríkjunum að mótshaldarar
hirða oft lítt um að halda skákun-
um til haga, en ég hef þó fengið
tvær mjög athyglisverðar í hend-
ur. Sú fyrri fellur örugglega vel
í kramið hjá þeim sem hafa yndi
af fræðilegri baráttu. Þar eigast
við tveir skákmenn sem líklega
eru mestu sérfræðingar í viðkom-
andi grein af Richter-Rauzer-
árásinni gegn Sikileyjarvörn.
Shabalov, sá sem hefur hvítt, er
reyndar einn lesnasti skákmaður
sem ég hef fylgzt með undanfar-
in ár, svo virðist sem hann sé
reiðubúinn til að tefla öll tízkuaf-
brigði. Árangurinn er hins vegar
ekki í samræmi við það, hann
missir oft niður góðar stöður, þó
ekki í þetta sinn.
Hvítt: Shabalov
Svart: Dlugy
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. d4
- cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3
- d6 6. Bg5 - e6 7. Dd2 - a6
8. 0-0-0 - h6 9. Be3 - Rxd4
10. Bxd4
Short lék 10. Dxd4 gegn
Dlugy í Wijk aan Zee í janúar,
en eftir 10. — Dc7 11. f4 — b5
12. Be2 - Bb7 13. Bf3 - Hc8
14. Kbl - Be7 15. e5 - Bxf3
16. gxf3 — dxe5 17. fxe5 — Rd7
18. Hhel? - b4 19. Re4 - 0-0!
hrundi hvíta staðan í nokkrum
leikjum. Á New York open í vor
reyndi Christiansen að endur-
bæta taflmennsku hvíts með því
að leika 18. Dg4, en eftir 18. —
g6 19. Dg2 — b4 20. Re4 —
Rxe5 fékk hann ekki nægar
bætur fyrir peð og Dlugy vann
þá skák líka.
Shabalov hefur hins vegar
margsinnis drepið með biskup á
d4 með góðum árangri, svo nú
mætast stálin stinn:
10. - b5 11. De3 - Bd7 12.
e5 — dxe5 13. Dxe5 — Hc8!?
Hér hefur áður verið leikið 13.
- Db8, en eftir 14. Dxb8 —
Hxb8 15. Bxf6 - gxf6 16. Re4
- Bg7 17. Hd6! fékk Shabalov
mun betra endatafl gegn landa
sínum Ruban í undanrásum
sovézka meistaramótsins í vetur.
Á New York open var reynt að
endurbæta þetta, í skákinni Jud-
asin-Christiansen lék svartur 16.
— Bc6!? og eftir 17. Rxf6+ —
Ke7 18. Rh5 - Hg8 19. f3 -
Hg5 20: Rf4 — h5 dugðu bætur
hans fyrir peðið til jafnteflis.
Það er engum blöðum um það
að fletta að Dlugy hlýtur að hafa
rannsakað leikinn 13. — Hc8
gaumgæfilega heima hjá sér, en
eitthvað hefur honum yfirsézt
eins og framhaldið leiðir í ljós.
14. Re4 — Rxe4 15. Dxe4 —
Bc6 16. De3 - Da5 17. Kbl -
Bd5 18. b3
18. - Hxc2!?
Mig grunar að Dlugy hafí haft
þessa hróksfóm í huga er hann
ákvað að velja 13. — Hc8, því
það er augljóst að án róttækra
meðala er svarta staðan mjög
erfið.
19. Kxc2 - Dxa2+ 20. Bb2 -
Ba3 21. Hxd5!
Svartur hefur rífandi spil eftir
21. Hbl? — 0-0, en eftir þetta
virðist allt ganga upp hjá hvíti.
21. - Bxb2
21. - Dxb2+ 22. Kdl - Dbl+
23. Ke2 myndi leiða til sömu
stöðu og í skákinni eftir 23. —
Bcl
22. Kdl - Dbl+ 23. Ke2 -
Bcl 24. De5 - Dc2+ 25. Kf3
- Dc6
Svartur virðist nú vinna hrók-
inn til baka, en hvítur lumar á
glæsilegri og þvingaðri vinnings-
leið:
26. Db8+ - Ke7 27. Da7+ -
Ke8
28. Bxb5!! - axb5 29. Hxcl -
Dxd5+ 30. Ke2 og svartur gafst
upp, því kóngur hans er varnar-
laus gegn hvíta stórskotaliðinu.
Ef svartur hefði hins vegar ekki
verið búinn að missa hrókunar-
réttinn, þá væri hann á grænni
grein.
Sigurvegarinn fékk 1,1 milljón
ísl. króna í verðlaun, en þeir sem
deildu 2. sætinu aðeins u.þ.b. 170
þús. krónur. Sá orðrómur komst
strax á kreik að ekki hefði verið
allt með felldu í síðustu umferð
og Sovétmennirnir Tseshkovsky
og Glek hefðu samið um úrslit.
Kvað svo rammt að þessum sögu-
sögnum að þær bárust alla leið
til Manila og frétti ég um þær
frá bandarísku keppendunum.
Sannanir hafa þeir sem töldu sig
hlunnfarna þó engar, nema ef
vera kynni að skákin sjálf talaði
sínu máli. Ég ætla ekki að leggja
neinn dóm á þessar gróusögur,
sem oft hafa komizt á kreik áð-
ur, þegar sigur í síðustu umferð
hefur þýtt margfalt hærri verð-
laun en jafntefli. Margir banda-
rískir skákmenn sjá ofsjónum
yfir velgengni Sovétmanna, sem
hafa streymt vestur um haf eftir
að þeir fengu ferðafrelsi með
glasnostinu.
En hér kemur skákin, svo les-
endur geti dæmt um þetta sjálfir:
Hvítt: Tseshkovsky
Svart: Glek
Frönsk vörn
1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rd2
— c5 4. exd5 — Dxd5 5. Rgf3
- cxd4 6. Bc4 - Dd6 7. 0-0 -
Rf6 8. Rb3 - Rc6 9. Rbxd4 -
Rxd4 10. Rxd4
Þetta afbrigði hefur komið vel
út á svart upp á síðkastið, nema
hvað í Manila náði Búlgarinn
Spasov, heimsmeistari unglinga,
að snúa á Mikhail Tal í endatafl-
inu eftir hið meinlausa framhald
10. Dxd4 - Dxd4 11. Rxd4.
Varla getur Tal þó kennt byijun-
inni um.
í þessari stöðu lék Speelman
nú 10. — a6 gegn Psakhis í
Moskvu um daginn og sigraði
glæsilega, eins og lesendum
skákþáttarins er líklega í fersku
minni. Glek hefur annað í huga:
10. - Bd7 11. b3
Langhrókunarafbrigði það
sem svartur fer nú út í hefur
verið þekkt um nokkurra ára
skeið og hefur reynzt mjög vel á
svart. Upp á síðkastið hefur því
11. c3 notið meiri vinsælda í stöð-
unni.
11. - 0-0-0! 12. Bb2 - Dc7 13.
De2 - h5 14. Rf3 - Rg4 15.
Hadl
Að Glek skuli hafa beitt þessu
afbrigði hefði ekki átt að koma
Tseshkovsky í opna skjöldu, því
á meistaramóti Moskvuborgar í
fyrra fékk hann góða stöðu gegn
alþjóðameistaranum Lanka eftir
15. h3 - Bc6 16. Hfdl - Bc5
17. Hxd8 — Dxd8 og vann.
15. - Bd6 16. h3 - Bc6
17. Hxd6
Svartur er kominn með stór-
hættulega sóknarstöðu. Hér
þurfti hvítur að mæta hótuninni
17. - Bxf3 18. Dxf3 - Rh2. í
skýringum við síðastnefnda skák
sína við Lanka gefur Glek upp
17. Hfel — Bc5 og segir stöðuna
óljósa. Eftir 18. hxg4 — hxg4
virðist hvorki 19. Re5 — g3 né
19. Be5 — De7 vera beinlínis
gæfulegt á hvítt.
17. — Dxd6 18. hxg4 — hxg4
19. Re5 - Hh4! 20. Rxg4 -
Hdh8 21. f3 - Dg3 22. Bxe6+
- fxe6 23. Dxe6+ - Bd7 24.
Dc4+ Kd8 og hvítur gafst upp.
Nú geta lesendur dæmt um það
sjálfir hvort brögð hafi verið í
tafli.
Að velja saman liti
Heimilishorn
Bergljót ingólfsdóttir
Það er margt sem gleður augað
í næsta umhverfi okkar, þegar að
er gáð, en smekkur manna er að
sjálfsögðu misjafn ogþví ekki sömu
hlutir sem vekja athygli og aðdáun
allra.
Flestir kunna þó að meta fagurt
landslag og dást að gróðri og litum
sem þar eru í samspili. Enginn
mannlegur máttur tekur því litavali
fram sem náttúran sjálf hefur gert
svo iistilega upp á sitt einsdæmi.
Menn taka sig stundum til og vilja
betrumbæta náttúrulegt umhverfi,
og ekki alltaf til prýði, hæðótt land
er gert marflatt, stórgrýti flutt það-
an sem það á heima samofið um-
hverfinu og fleira í þeim dúr. En
það er önnur saga.
Við ráðum flest ríkjum í og við
híbýli okkar, og getum látið þar
eigin smekk I litavali og öðru ráða.
Innan dyra veljum við liti á loft,
veggi og gólf, förum þar eftir til-
finningu og fyrri reynslu í litasam-
setningu. Vanda þarf val þegar
ákvarðanir eru teknar til langs
tíma, vísir menn telja að litir í vist-
arverum geti haft áhrif á andlega
líðan manna, sumir litir geti jafnvel
verkað róandi á íbúana.
Margir éiga sér uppáhaldsliti sem
þeir halda sig við í fatnaði sem
öðru, það má ef til vill gera því
skóna að þar ráði ekki einasta feg-
urðarskyn heldur fylgi því meiri
vellíðan að klæðast fatnaði í einum
lit en öðrum.
Handklæði á snúru
Eins og þeir vita sem haft hafa
með höndum „verkstjórn" á barn-
mörgum heimilum eru þvottadagar
flesta daga vikunnar. Þegar svo
börnin stálpast og við taka dagleg-
ar sundferðir og íþróttaæfmgar
eykst handklæðaþvottur til muna,
sá fjöldi sem til fellur er með ólík-
indum.
Sú er þetta ritar þvoði feikn af
handklæðum um árabil. Mislit
handklæði, hengd til þerris afsíðis
í bakgarði, hefðu sem best getað
verið kennimerki heimilisins. Það
var ekki svo lítils vírði að hafa góð-
ar þvottasnúrur utan dyra við fyrr-
greindar aðstæður. Nú er svo kom-
ið að það þykir ekki alltaf fara vel
að setja upp snúrur utan húss, það
er þá talið eyðileggja heildarsvip
húss og lóðar. Hver maður hefur
sinn smekk er óhætt að segja.
En það var hér eitt sinn um árið,
á meðan handklæðaþvottur var í
hámarki, að ég bað eina heimasæt-
una um að hengja út slatta af mis-
litum handlæðum. Tók hún því ljúf-
lega eins og hennar var von og vísa.
Um leið og hún snaraðist út bak-
dyramegin kallaði ég til hennar og
bað hana um að velja saman fallega
liti á snúrurnar. Unglingurinn tók
bakföll I dyragættinni og hrópaði
upp yfir sig af undrun. Þarna var
þá komin sönnun á ótrúlegri sér-
visku móðurinnar ef ekki mátti
hengja handklæðin af handahófí á
snúrurnar, sagði hún. En þegar ég
benti henni á að ég myndi sjálf
taka handklæðin inn, og mér þætti
svo miklu skemmtilegra að sjá hlið
við hlið liti sem færu vel saman.
Já - þá skyldi hún hvað ég átti við
og varð fúslega við bón minni.
Þvottadögum hefur fækkað á
heimilinu en mér finnst enn
skemmtilegra að hengja saman á
snúru liti sem fara vel saman.
Það er svo margt í næsta um-
hverfi okkar sem glatt getur aug-
að, því ekki að njóta þess til fulln-
ustu meðan völ er á?