Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. AGUST 1990
13
ÞAKRENNUR -NIÐURFALLSRÖR-
ÞAKKANTAR-STOKKAR-TÚÐUR- OFL.
Snúib ykkurtil blikksmiöjanna
FELAG BLIKKSMIÐJUEIGENDA
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík, s: 91-621755
FAGMENN AÐ VERKI-UNDIR ÞESSU MERKJ.
Borgarnes:
Galína - frábær bók
allt frá upphafi ferils síns til enda,
knúði hann fólk til að beijast gegn
kúgun einstaklingsins.“
Margar fleiri persónur koma við
sögu sem of langt mál er hér upp
að telja. Fróðlegt er t.d. að lesa um
samskipti Galínu við Fúrtsevu, sem
lengi var menningarmálaráðherra í
Sovét. Það er ófögur lýsing og
stingur nokkuð í stúf við þá ímynd
sem menningarvitamir í Alþýðu-
bandalaginu drógu upp þegar
Fúrtseva kom hingað í heimsókn á
sínum tíma, en þá máttu þeir vart
vatni halda af hrifningu yfír þessum
mikla menningarfrömuði.
Á undanförnum árum hefur fólk
smám saman öðlast betri sýn yfir
hið ómanneskjulega stjórnkerfi
kommúnismans í Sovétríkjunum.
Þessi bók opnar fleiri víddir í þá
mynd. I raun er ótrúlegt að lesa
hvernlg reynt var að hemja tónlist-
armenn og verk þeirra í þágu ein-
hverra ímyndaðra hagsmuna þessa
kúgunarkerfis.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins íReykjavík.
Norrænt knatt-
spyrnumót
samvinnu-
starfsmanna
NORRÆNT knattspyrnumót sam-
vinnustarfsmanna verður haldið í
Borgarnesi 25. og 26. ágúst. Mótið
var síðast haldið í Svíþjóð 1987
og lentu íslendingar þá í öðru
sæti. Á mótið mæta karla- og
kvennalið og verður keppt á mal-
arvelli og grasvelli bæjarins.
Mótið hefst klukkan 10 á laugar-
dag og verða leiknir 6 leikir í knatt-
spyrnu karla á malarvellinum og 6
leikir í knattspymu kvenna á gras-
vellinum. Sunnudaginn 26. ágúst
fara fram úrslit og verða þau leikin
á grasvellinum og hefst sú viðureign
klukkan 11. Að loknum úrslitaleikj-
um fer fram verðlaunaafhending.
Gert er ráð fyrir að um 150 manns
taki þátt í þessu móti og gista kepp-
endur í orlofshúsum samvinnustarfs-
manna og hótel Bifröst. Mótið er
haldið í samvinnu við íþróttaráð Bor-
garnesbæjar og ungmennafélagsins
Skallagríms. Mótshaldarar vilja
hvetja bæjarbúa, nærsveitarmenn og
aðra að koma á íþróttaleikvangi
bæjarins og fylgjast með spennandi
keppni.
Mót þetta er styrkt af Sambandi
íslenskra samvinnufélaga, Jötunn og
Verslunardeild, og Olíufélaginu hf.
(Fréttatilkynning)
Nordísk Industrifond
Norræni iðnþróunarsjóðurinn heyrir undir Norrænu rúð-
herranefndina. Hlutverk stofnunarinnar er að stuðla að
tækniþróun og nýsköpun i atvinnulífi. Sjóðurinn leggur
fram fé til samvinnuverkefna fyrirtækja og norrænna rann-
sóknarstofnana. Tíu fulltrúar sitja í stjórn sjóðsins, tveir
frd hverju landi. 18 Norðurlandabúar starfa við sjóðinn
en skrifstofan er i Osló. Sjóðurinn óskar eftir aö rúða:
UPPLÝSINGA- OG SKIPULAGSSTJÓRA
Viðkomandi mun stjórna upplýsingamiðlun og áætlanagerð á vegum stofnunarinnar. Aukin áhersla
verður lögð á þennan þátt starfseminnar á næstu árum.
Auk þess að vinna að gerð ársskýrslu og miðlun upplýsinga mun viðkomandi vinna að gerð fjár-
hagsáætlunar og annarri áætlanagerð. Þá er honum einnig ætlað að fella starfsemi sjóðsins að rann-
sóknarverkefnum á vegum Evrópubandalagsins og verkefnum er heyra undir EUREKA-áætlunina.
Krafíst er tæknimenntunar eða menntunar á sviði hagfræði og stjórnunar. Viðeigandi starfsreynslu
er einnig krafist.
Viðkomandi þarf að vera lipur í samstarfí og þess er einnig krafist að hann geti tjáð sig jafnt í ræðu
sem riti á dönsku, norsku eða sænsku auk ensku.
Ráðning er til fjögurra ára en til greina kemur að framlengja samninginn um önnur fjögur ár. Ríkis-
starfsmenn á Norðurlöndum eiga rétt á allt að átta ára leyfí frá núverandi starfi, taki þeir að starfa
við norrænar stofnanir.
Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Per Gjelsvik, framkvæmdastjóri, í síma: 947-2-41 64 80.
Umsóknir skal senda fyrir 10. september.
Heimilisfangið er Nordisk Industrifond, Nedre Vollgate 8, N-0158, Oslo 1.
eftir Birgi ísleif
Gunnarsson
tíin af merkustu bókum sem eru á
bókamarkaðnum um þessar mundir
er án efa rússneska sagan Galína
í frábáerri þýðingu Guðrúnar Egil-
son, útgefin af AB nú í vor. Hér
er um að ræða sjálfsævisögu óperu-
söngkonunnar Galínu Vishnevsk-
aja, en hún er gift hinum þekkta
sellóleikara Rostropovitsj. Þau hjón
máttu um langt árabil þola linnu-
lausar árásir sovéskra stjórnvalda
og árið 1978 voru þau svipt sovésk-
um ríkisborgararétti og var meinað
að snúa heim.
Frábært listaverk
Bókin er merkileg fyrir margra
hluta sakir. Þar er lýst óvenju við-
burðaríku lífi sem er samofið sov-
éskri sögu á því tímabili sem bókin
nær yfir. Lýst er samskiptum við
ýmsa forystumenn í sovésku samfé-
lagi og hvernig kerfinu hefur verið
miskunnarlaust beitt í þágu ímynd-
aðra hagsmuna Kommúnistaflokks-
ins. Sambandi höfundar við ýmsa
sovéska listamenn er lýst af nær-
færni og innsæi, og má þar nefna
menn eins og rithöfundinn Solzhen-
itsyn og tónskáldið Shostakovitsj.
En umfram allt er þessi bók frá-
bært listaverk mikillar listakonu
sem skrifar af ótrúlegu fjöri, hrein-
skilni og næmi um viðburðaríkt líf
sitt.
Bókin spannar tímabilið frá erf-
iðri bamæsku höfundar til þess tíma
er þau hjón yfirgáfu Sovétríkin að
eigin ósk árið 1974 eftir linnulausar
ofsóknir Sovétstjórnarinnar. Sá
þáttur bókarinnar sem lýsir undan-
fara þess að þau yfirgáfu Sovétrík-
in er einkar athyglisverður. Bæði
lýsir hann vel hinu ómanneskjulega
stjórnkerfi kommúnismans og einn-
ig tilfinningaríku sambandi á milli
þeirra hjóna sem leiddi til þess að
Galína tók af skarið og fór að beij-
ast fyrir brottför þeirra.
Solzhenitsyn
Aðdragandinn var sá að þau hjón
tóku Solzhenitsyn upp á arma sína
þegar öll sund virtust lokuð fyrir
honum í Sovétríkjunum. Létu þau
hann búa á sveitasetri sínu þar sem
hann gat helgað sig ritstörfum. „Án
verndar ykkar og stuðnings hefði
ég hreinlega ekki getað lifað af
þessi ár,“ ritaði Solzhenitsyn í bréfi
til þeirra árið 1984. En Rostrop-
ovitsj lét ekki þar.við sitja. Eftir
að Solzhenitsyn hafði fengið Nób-
elsverðlaunin og sovéskir fjölmiðlar
hófu ofsafengna rógherferð gegn
honum ákvað Rostropovitsj að taka
opinberlega afstöðu með honum.
Hann sýndi Galínu bréf sem hann
hafði samið og hugðist senda aðal-
ritstjórum helstu blaða í Sovétríkj-
unum. Galína varaði hann við en
Rostropovitsj lét ekki segjast og
hún ákvað að standa með honum.
Þar með hófust ofsóknirnar sem
leiddu til brottfarar þeirra.
Smám saman var snaran látin
herpast að þeim. Galína hélt að vísu
stöðu sinni hjá Bolshoi-leikhúsinu
og fór í tónleikaferðir til útlanda
en reynt var að þegja hana í hel í
fjölmiðlum. Verr var þó farið með
með Rostropovitsj. Hann fékk ekki
lengur að stjórna hljómsveitum í
Moskvu og Leníngrad en var sendur
út um land til að stjórna þriðja
flokks hljómsveitum, oft við ömur-
legar aðstæður. Stundum voru
verkefni tekin frá honum í miðju
kafi og fengin öðrum. Galína sá
hann koðna niður sem listamann
og manneskju og fékk loks
Rostropovitsj til að skrifa Brézhnev
beiðni um að fjölskyldan fengi að
fara úr landi til tveggja ára dvalar.
Það varð niðurstaðan, en dvölin
erlendis stendur enn yfir.
Sjostakovitsj
Eftir lestur bókarinnar er manni
ofarlega í huga lýsingar Galínu af
kynnum sínum af hinu mikla sov-
éska tónskáldi Sjostakovitsj og
hvernig sovésk stjórnvöld léku
hann. Hann var náinn vinur og
Birgir ísleifur Gunnarsson
„En umfram allt er
þessi bók frábært lista-
verk mikillar listakonu
sem skrifar af ótrúlegu
Qöri, hreinskilni og
næmi um viðburðaríkt
líf sitt.“
samstarfsmaður þeirra hjóna í tvo
áratugi. Sjostakovitsj var efnilegt,
ungt tónskáld sem m.a. hafði samið
sinfóníur og óperur og fengið góðar
viðtökur almennings. Þá létu yfir-
völdin höggið ríða og hófu ofsóknir
á hendur honum árið 1936. Sjost-
akovitsj fékk mikið högg, fór inn í
skel sína og ekkert heyrðist frá
honum í tvö ár fyrr en 5. sinfónían
var frumflutt. Um það segir Galína:
„Áður en leyfi fékkst til að flytja
5. sinfóníuna þurfti nefnd á vegum
flokksins að hlýða á hana. Nokkrir
tugir fábjána komu saman til að
kveða upp dóm yfir snillingi, að
andmæla honum og leiðbeina; í
stuttu máli að kenna honum, hvern-
ig ætti að semja tónlist. Hann varð
að bjarga afkvæmi sínu úr klóm
þeirra. En hvernig? Hann reyndi
að blekkja þá með einföldum að-
ferðum og það tókst! Hann þurfti
bara að nota önnur orð til að lýsa
hinu tröllaukna flæði mannlegra
ástríðna og þjáninga, sem streymir
fram í bijósti hans — hann sagði
fulltrúum Flokksins að tónlistin
væri glaðvær og full bjartsýni —
og allur söfnuðurinn snáfaði burt
hinn ánægðasti. Honum hafði tekist
að bjarga 5. sinfóníunni úr greipum
þeirra og nú hljómaði hún um allan
heim og vitnaði um þjáningar hins
mikla Rússlands, sem skrifaðar
höfðu verið með blóði samtíðar-
manna.“
Fúrtseva
Allt gerðist þetta reyndar áður
en leiðir Galínu og Shostakovitsj
lágu saman og þetta atvik var raun-
ar ekki endirinn á ofsóknum Sovét-
stjórnarinnar gegn honum. Því lýsir
Galína einnig í bók sinni, ásamt
fjölda atvika úr persónulegum sam-
skiptum þremenninganna. Um þrot-
lausa baráttu Shostakovitsj segir
Galína meðal annars: „Ef mannleg
vitund hefur smám saman öðlast
meira frelsi í Rússlandi hlýtur Dim-
itri Shostakovitsj að eiga mesta
heiðurinn af því, en í tónlist sinni