Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. AGUST 1990 Veðurfræðingar hafa samið við sjónvarpið VEÐURFRÆÐINGAR, sem sinnt hafa spákynningnm i fréttatímum sjónvarps, hafa ísaQörður: Töf á fram- kvæmdum við flugvöll LAGNING bundins slitlags á Isa- fjarðarflugvöll hefur reynst tímafrekari en við var búist, en Guðbjörn Hjörleifsson, umdæm- issljóri Flugmálastjórnar á Isafirði, segir að verkinu Ijúki fyrir helgi, verði veður skaplegt. Guðbjörn sagði, að tímaáætlanir fyrir verkið hefðu verið mjög strangar, en einkum hafi jarðvegs- skipti reynst tímafrekari en búist var við. Þá hafi veðurfar sett strik í reikninginn. „Þetta er heilmikil framkvæmd, skipt hefur verið um 30 þúsund rúmm'etra af jarðvegi á tíu til tólf dögum,“ sagði Guðbjörn í samtali við Morgunblaðið. náð samningum við sjónvarpið um framhald þessarar þjónustu. Að sögn Boga Ágústssonar fréttastjóra sjónvarpsins eiga fulltrúar veðurfræðinganna að- eins eftir að bera samkomulagið undir félaga sína, og staðfesti þeir það er von á þeim á skjáinn að nýju þann 1. september næst- komandi. Bogi sagði, að samkomulagið fælist í auknum greiðslum til veð- urfræðinganna, gegn auknu starfi þeirra fyrir sjónvarpið. Hann sagði ennfremur að sá útgjaldaauki sem sjónvarpið yrði fyrir vegna samn- ingsins væri svo lítill að honum mætti mæta með minniháttar til- færslum. Áframhald mun verða á langtímaspákynningu á fimmtu- dögum og sunnudögum, auk þess sem horfur á öðrum og þriðja degi verða kynntar daglega. „Þá munu verða teknar upp veðurkynningar í ellefu fréttum,“ sagði Bogi. „Við munum nota tímann fram til 1. september til að koma veðurfregn- unum í fastari skorður. Þannig munu áhorfendur eiga von á ein- hveijum breytingum á framsetn- ingu spánna." Alþýðuflokkurinn er mótfallinn gerð nýs búvörusamnings SIGHVATUR Björgvinsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í samstarfsnefnd ríkisstjórnarinnar um gerð búvörusamnings, segir Alþýðuflokkinn vera mótfallinn því að gerður verði nýr búvörusamningur við Stéttar- samband bænda, ef hann eigi að byggja á sömu forsendum og sá samningur sem nú er í gildi. „Við viljum afnema þetta kerfi sem meðal annars hefur orðið til þess að byggja upp eitt dýrasta milliliðabákn í landbúnaði um allan heim. Þó að búið sé að borga tugi milljarða á undanförnum árum inn í þetta kerfi, hefur það því miður ekki skilað tiiætluðum árangri, hvorki fyrir bændur né neytendur. Menn hljóta því að vera tilbúnir til að hugsa dæmið upp á nýtt,“ sagði Sighvatur. Hann sagði fyrirgreiðslukerfið í landbúnaðinum vera þannig byggt upp, að tekin væri ábyrgð á afkomu svo til allra aðila í í kerfinu nema einna helst bændanna sjálfra. „Þeg- ar niðurstaðan er orðin sú að dýr- ara er orðið að slátra lambinu en að ala það þá er auðvitað eitthvað meira en lítið að, og íslenskir skatt- borgarar eiga ekki lengur að taka þátt í svona vitleysu. Það þarf því að skera þetta kerfi upp eins og það ieggur sig og koma á sam- hengi milli þess hvað fólkið er til- búið að borga fyrir þessar vörur og á hvaða verði þær verða seldar. Framleiðslan verður að taka mið af þörfum íslensks markaðar fyrir þessar afurðir, og við getum auk þess ekki gert kröfur um að fá að flytja okkar matvæli hindrunarlaust til annarra landa, en ætlast síðan til þess að aðrir fái ekki sambærileg kjör á okkar litla markaði." Nýtt skipulag Gullfosssvæð isins hlýtur staðfestingu GULLFOSSSVÆÐIÐ er einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu, en áætlað er að þangað komi um 200 þúsund ferðamenn á ári. Það hefur oft verið talað um að þar þurfi betri aðstöðu fyrir ferðamenn, snyrtingar vanti, bæta þurfi göngustíga og bílastæði sé of lítið. Nú hefur verið staðfest skipu- lag fyrir svæðið og mun aðkoman að því vera um efri gljúfurbarm- inn. Kjalvegur verður færður til vesturs, fjær Gullfossi. Þar verð- ur gert rúmgott bílastæði, settar upp snyrtingar og gerðir göngustígar fram á brún gljúf- ursins og niður að Gullfossi. Fyrsta verkefni varðandi bætta aðstöðu við Gullfoss og fyrsta skrefið í átt að þessu skipulagi var nýlega tekið í notk- un. Það er stigi frá núverandi bílastæði upp á gljúfurbarminn, en flestir vilja komast þangað Morgunblaðið/Einar Falur Stiginn sem reistur var við Gullfoss í sumar er aðeins fyrsti áfangi þeirra miklu umbóta, sem gerðar verða við fossinn. Stig- inn liggur frá núverandi bílastæði og er skyggður á kortinu, sem birtist með fréttinni. upp. Stiginn leysir af hólmi margar illfærar slóðir sem mynd- ast hafa í brekkunni ofan við bílastæðið. Með tilkomu stigans verður hægt að loka þessum slóð- um og græða upp brekkunna. Viðræður um búvörusamning: Staða sauð fj árbænda er orðin allt að því vonlaus segir formaður Landssamtaka sauð fj árbænda JÓHANNES Kristjánsson, for- maður Landssamtaka sauðfjár- bænda, segir að staða sauðfjár- bænda í viðræðum um nýjan búvörusamning sé allt að því orðin vonlaus, og þeir verði af íslenzkar fegurðar- dísir á faraldsfæti ÍSLENZKAR fegurðardrottn- ingar fara innan skamms til keppni erlendis. Fyrsta keppnin verður Ungfrú Skandinavía, sem fram fer í Hels- inki 22. september. Tvær íslenzk- ar stúlkur taka þar þátt, Ásta Sigríður Einarsdóttir, fegurðar- drottning íslands, og Linda Björk Bergsveinsdóttir. Þórdís Steins- dóttir tekur þátt í Miss Internati- onal-keppninni, sem fram fer í Japan 23. september. Sigríður Stefánsdóttir tekur þátt í keppn- inni Ungfrú Evrópa, sem fram fer í Aþenu 4. október. Loks mun Ásta Sigríður taka þátt í keppn- inni Ungfrú heimur, en dagsetn- ing hennar hefur ekki verið ákveðin. þeim sökum að taka því sem að þeim verði rétt. Hann sagðist ekki geta séð að hægd; verði að leggja drög að nýjum búvöru- samningi fyrir aðalfund Stéttar- sambands bænda sem hefst næstkomandi miðvikudag, en að því hefur verið stefnt. „Ef ráðherra gerir það þá splundr- ast allt, en á þessu stigi er ég ekki tilbúinn til að segja hvers vegna,“ sagði hann. Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda hefst á Hrafnagili í Eyjafirði næstkomandi sunnudag, og sagði Jóhannes að þessi mál yrðu þar til umræðu. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur orðið veru- legur samdráttur í sölu kindakjöts á innanlandsmarkaði á því verð- lagsári sem nú er að ljúka miðað við verðlagsárið á undan, og kem- ur samdrátturinn samkvæmt spá til með að nema rúmlega 600 tonn- um. Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðarins hefur sala kindakjöts innanlands undanfarin fimm verðlagsár dreg- ist saman úr 9.200 tonnum verð- lagsárið 1985/1986 í 7.950 tonn samkvæmt spá fyrir það verðlags- ár sem nú er að ljúka, eða um 1.250 tonn. Samkvæmt tölum um innvegið magn til meðferðar í slát- urhúsi hefur kindakjötsframleiðsl- an dregist saman um 3.360 tonn frá verðlagsárinu 1986/1987 sam- kvæmt spá um framleiðsluna í haust, eða úr 12.680 tonnum í 9.340 tonn. Heildarfullvirðisréttur í sauðfé, þ.e. það magn sem bænd- um er nú tryggt fullt verð fyrir, er hinsvegar 12.300 tonn. Jóhannes sagði að vegna mikils samdráttar í sölu kindakjöts væri staða sauðfjárbænda orðin mjög erfið, og því væru þeir ekki í jafn sterkri stöðu og kúabændur að setja fram ákveðnar kröfur í við- ræðum við ríkisvaldið um nýjan búvörusamning. „Það verður að segjast eins og er að staða okkar er nánast von- laus, og reyndar má segja að við séum í þeirri stöðu að taka bara því sem að okkur er rétt. Það er alveg ljóst að það getur ekki orðið annað en gífurleg uppstokkun á núverandi verðlagningarkerfi i landbúnaði vegna þess að það beinlínis veldur sölusamdrætti, en það er síðan spurning hvort menn eru tilbúnir að skipta á þeirri tryggingu sem nú er við iýði og miklu meira fijálsræði hvers bónda. Mín skoðun er sú að við þurfum að leita eftir miklu sveigj- anlegra kerfi, þar sem ég tel að núverandi dæmi geti aldrei gengið upp, auk þess sem sú trygging sem búskapurinn hefur búið við hefur gert bæði bændur og sláturleyfis- hafa of rólega og sinnulausa gagn- vart því sem er að gerast,“ sagði Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.