Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 VEÐUR Hinn konungborni maður, Andrew Bretaprins, hjálpar ljósmyndara Þjóðviljans í sérstakan búning, áður en lagt var upp í flugferðina í gærmorgan. Prínsinn flaug með blaðamenn Átta herskip úr fastáflota Atlantshafsbandalagsins komu til Reykjavíkur í gærmorgun. Blaðamönnum var boðið að fljúga með þyrlu út í eitt skipanna snemma í gærmorgun. Þegar blaðamennirnir mættu á Reykjavíkurfiugvöll ráku þeir upp stór augu, því annar tveggja flugmanna þyrlunnar reyndist vera Andrew Bretaprins. Hann er þyrluflugmaður á flaggskipi flotadeildarinnar, freigátunni HMS Cambel Town. Skipin verða hér til þriðjudags og verða til sýnis almenningi kl. 14-17 á laugardag og sunnudag. VBÐURHOBFUR I DAG, 1. SEPTEMBER YFIRLIT f GÆR: Milli íslands og Noregs er 996 mb lægöasvæði sem þokdst norðaustur, en minnkandi hæðarhryggur við vestur- strönd íslands. Á suðvestanverðu Grænlandshafi er 99S mb lægð sem hreyfist austnorðaustur. SPÁ: Fremur hæg austan- og norðaustanátt. Dálítíl rigning sunnan- lands og einnig víð norðausturströndina en þurrt í öðrum landshlut- um. Hiti 7-13 stig. htýjast sunnanlands og vestan. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytileg eða áústlæg átt með skúr- um vfða um land, sfst á norðausturlandi. Hiti 8-14 stig. HORFUR Á MÁNUÐAG: Norðanátt um allt land og kólnandi veð- ur. Rigning á Norður- og Austurlandi en að mestu þurrt sunnan- lands og vestan. TÁKN: Heiðskírt Láttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. f r r r r r r Rigning r r r * r * f * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO° Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður kl. 12:00 igærað isl. tima hf« veður Akurevri 8 afskýjað Reykjavfk 12 léttskýjað fiergen 1S skýjað Helsínki 17 skýjeð Kaupmannahofn 13 alskýjað 8 rigning 7 rigntng Osfó 15 rigning Stokkhólmur 17 skýjað 12 alskýðjað Amsterdam 8a cefona Ðerlín Chicago Fenesgar Frankfurt Glasgow Hamborg Laa Palmas London Los Angeles Luxemborg Madrid Mataga Mallorca real NewYork Orlando Parfs Róm Vín Washíngton Winnipeg 28 léttskýjað 1S .... 21 23 místur vantar 27 Þokumóða 17 rlgning 14 skúr vantar vantar vantar vantar váhtar vantar vantar 25 skýjað 17 léttskýjað 20 léttskýjað 24 þokumóða 18 skýjað 26 heiðskirt 30 iéttskýjeð vantar 20 Urkoma Ritstjóm Pressunn- ar sagt upp og nýir ritstjórar ráðnir „Upphaf kosningabaráttu krata,“ seg- ir annar fráfarandi ritstjóra BÁÐUM ritstjórum og öllum þremur blaðamönnum vikublaðsins Pressunnar var sagt upp störfum í gær. Jafnframt var frá því greint að frá 1. október tækju til starfa nýir ritstjórar, Gunnar Smári Egilsson og Kristján Þorvaldsson, og hefðu þeir frjálsar hendur um hvaða blaðamenn þeir réðu til starfa. Stefán Friðfinns- son formaður sljórnar útgáfufélags Alþýðublaðsins og Pressunn- ar vildi ekkert tjá sig um mál þetta í gær en Geir Gunnlaugsson, sem sæti á í útgáfustjórninni, sagði að talið hefði verið nauðsyn- legt að gera miklar breytingar á ritsljórn blaðsins og ritstjórnar- stefnu þar sem ljóst væri að fréttamennska blaðsins hefði ekki náð að höfða til nægilega stórs hóps lesenda. Geir vildi hins vegar á engan hátt skilgreina hvers konar rit- stjórnarstefnu væri vænst af nýj- um ritstjórum en sagði þess vænst að með nýrri fréttamennsku ykist sala blaðsins og afkoma þess batn- aði. Útgáfan hefði gengið erfið- lega undanfarna, mánuði og ekki hefði tekist, svo sem að var stefnt, að Pressan legði með sér í sam- starfinu við Alþýðublaðið. Ómar Friðriksson, annar tveggja fráfarandi ritstjóra, sagði að uppsagnirnar hefðu komið rit- stjórn Pressunnar í opna skjöldu þegar þær hafi verið tilkynntar í gær. Hann sagði ritstjórnina hafna þeim skýringum sem stjórnin hefði gefið á uppsögnunum. Ómar sagði að talsverðra sveiflna hefði ávallt gætt í sölu Pressunnar og þótt fyfstu tveir mánuðir þessa árs hefðu verið erfiðir hefði salan auk- ist í átt til fyrra horfs í júlí og ágúst og mikill einhugur hefði ríkt á ritstjórninni um að auka enn hlut blaðsins. Ómar kvaðst telja sennilegt að ætlunin með breyting- um á Pressunni væri að gera blað- ið háð Alþýðuflokknum, og ef til vill mörkuðu breytingarnar upphaf kosningabaráttu Alþýðuflokksins. Hingað til hefði Pressan rekið rit- stjórnarstefnu óháða flokknum en annar nýju ritstjóranna, Kristján Þorvaldsson, væri hins vegar virk- ur Alþýðuflokksmaður. Þá sagði Ómar ýmislegt einnig benda til að nokkur átök hefðu verið um þetta innan flokksins og kvaðst hafa orðið var við að nokkrir þeirra manna, sem áberandi hefðu verið í stjórnmálum og taldir hefðu ver- ið vinstra megin við Alþýðuflokk- inn, hefðu haft pata af uppsögnun- um áður en þær voru lagðar fram en á hinn bóginn hefðu tjölmargir áhrifamiklir alþýðuflokksmenn ekki haft hugmynd um að þær stæðu fyrir dyrum. Geir Gunnlaugsson kvaðst hafna þv,í algjörlega að breyting- arnar stæðu í nokkru sambandi við Alþýðuflokkinn og sagði að eftir sem áður yrði ritstjórnar- stefna Pressunnar alls óháð flokknum. í máli Ómars og Geirs kom fram að þess hefði verið farið á leit við hina fráfarandi ritstjóm að hún ynni áfram að útgáfu blaðsins til 1. október en jafnframt yrði geng- ið til samninga um hvenær starfs- lok yrðu. Allir þeir sem sagt var upp hafa minnst þriggja mánaða uppsagnarfrest, að sögn Ómars. Hann sagðist ekki vita hvort þeir sem sagt vár upp vildu áfram eiga aðild að útgáfu blaðsips aifengnu slíku vantrausti en Á&gei það mundu skýrast fljótléga. Boð Landsbankans um lán til Sovétmanna: Abyrg'ð sovésks ríkisbanka tryggir endurgreiðslu - segir Brynjólfur Helgason aðstoð- arbankasljóri LANDSBANKI íslands kannar nú að beiðni íslenskra útflytjenda til Sovétríkjanna möguleika á að sovéskur ríkisbanki veiti ábyrgð á lánveitingu Landsbankans til Sovrybflot, fyrirtækisins sem kaup- ir afurðir af íslensku útflytjendunum. Sovrybflot hefur ekki getað staðið í skilum með greiðslur fyrir útflutning héðan og er lánveit- ingin hugsuð til þess að greiða útflyljendunum um 550 milljónir króna, eins og fram kom í Morgunblaðinu síðastliðinn miðviku- dag. Brynjólfur Helgason aðstoðarbankasljóri Landsbankans segir að fáist ríkisábyrgðin, séu endurgreiðslur mjög tryggar, hann segist ekki vita dæmi þess að sovéskur ríkisbanki hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Brynjólfur segir að ekki sé búið að bjóða lánið ennþá, verið sé að Jeita leiða til að leysa þann vanda sem útflytjendur eru í vegna van- skila Sovrybflot. „Það sem við höfum gert er að stinga upp á því að kanna mögu- leikana á því að gefin verði út bankaábyrgð í rússneskum ríkis- banka í 6 mánuði. Það er ábyrgð sem við teljum eftir traustustu leið- um að muni duga ef hún fæst. Við vitum ekki til að neinir greiðsluerf- iðleikar hafi verið þar sem ábyrgð rússneskra banka hefur verið á bak við, en miklir greiðsluerfiðleikar hafa verið hjá alls kyns aðilum sem hafa átt að borga útflutninginn. Það er engin spurning,“ segir Brynjólfur. Hann segir að Landsbankinn hafi leitað álits sérfræðinga Barcl- ay’s Bank í London í Rússlandsvið- skiptum, og þeir telji þetta vera nánast áhættulaust, ef ábyrgðin fæst með þessum hætti. „Við höf- um fordæmi fyrir svona frá árunum 1983 til ’87, þá fengu Pólverjar fyrirgreiðslu með þessum hætti, þegar vandræði komu upp vegna útflutnings þangað. Þá fékkst ábyrgð ríkisbankans þeirra fyrir þeim greiðslum. Það var á tímabili þegar enginn lánaði þeim, og það lenti aldrei í vanskilum,“ segir Brynjólfur. Svar hefur ekki borist enn frá Sovétmönnum, en rúm vika er síðan Landsbankinn sendi erindi um ábyrgð ríkisbanka þeirra til að leysa úr þessum vanda. Brynjólfur segir Landsbankann ekki hafa skuldbundið sig á neinn hátt vegna þessa. „Þetta er hugmynd sem búið er að setja á flot og gæti leyst þennan vanda, en er ekki víst,“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.