Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 Um þjóðarsátt og BHMR eftir Hansínu Á. Stefánsdóttur Tilefni þessa greinarkorns er sú umfjöllun sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum vegna samninga BHMR og aðgerða ríkisvaldsins annars vegar og samninga ASÍ og BSRB hins vegar. Þessi umræða hefur að mörgu leyti verið mjög einhliða og hjá mörgum snúist um það eitt að veija BHMR samninginn án tilits til álls annars. Meginmarkmiðin hafa gleymst Kjarasamningar ASÍ og vinnu- veitenda frá því í febrúar hafa eðli- lega blandast inn í þessa umfjöllun. Hún hefur þó að iitlu leyti snúist um samningana og áhrif þeirra á afkomu launþega. Meginmarkmið samninga ASÍ og BSRB, sem var að draga úr óða- verðbólgu, koma á stöðugleika og tryggja kaupmátt hafa að mestu gleymst. Víðtækt samráð I aðdraganda samninganna var haft víðtækt samráð við forystu verkalýðsfélaga um allt land. Marg- ir voru vantrúaðir á að leiðin sem til umræðu var væri fær. Viðbrögð flestra voru þó á þá leið að svo oft væri búið að fara aðrar leiðir að það mætti svo sem reyna þessa. Svipað viðhorf kom fram á fund- um margra verkalýðsfélaga þegar samningarnir komu þar til af- greiðslu. Félagsmenn voru tor- tryggnir - þeir treystu í raun eng- um og kannski allra síst stjórnvöld- um. Það kom einnig fram hjá hinum almenna félagsmanni að forsenda þess að samþykkja þessa samninga var að ekki kæmu aðrir hópar og færu fram með mun meiri launa- hækkanir. Það hefur nefnilega ver- ið reynsla fólks á undanförnum árum að fyrst var samið fyrir lág- launafólkið og svo komu þeir sem betur máttu sín og náðu mun stærri hlut af kökunni. Það var öllum ljóst að í þessum samningum var um það samið að launþegar færðu fómir. Meðal ann- ars þess vegna var krafa ASI og BSRB sú að allir færu sömu Ieið, að öðram kosti myndi ASÍ fyrir hönd sinna umbjóðenda krefjast þess sama og aðrir fengju. Stöðvun kaupmáttarhrapsins Eins og fyrr segir var aðal mark- mið samninganna að stöðva kaup- máttarhrapið og treysta þann kaup- mátt sem um samdist. Til þess að það gæti orðið varð m.a. að semja við ríkisvaldið um aðhald í verðlagi á opinberri þjónustu, það varð að semja við viðskiptabankana um lækkun vaxta og það var samið við bændur um búvöraverðið. Allt þetta varð til þess að samningamir vora samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í svo til öllum félögunum. Og hver er svo reynslan, hafa þessir samningar skilað því sem til var ætlast? Þessari spumingu svara ég hiklaust játandi. Verðlag á vöra og þjónustu hefur það sem af er þessu ári verið stöð- ugra en mörg undanfarin ár. Þó er full ástæða til þess að vera vel á verði. Nýlegt dæmi er 2,5% hækkun hjá ferðaskrifstofum og samtaka viðbrögð ASÍ og Verðlagsstofnunar sem hrundu þeirri hækkun. Verð á landbúnaðarvörum til bænda hefur ekki hækkað frá því Söngdagar í Skálholti HINIR árlegu „Söngdagar" eru nú um helgina í Skálholts- kirkju. Fyrirkomulag þeirra er þannig að söngfólk víða af landinu kemur saman á föstu- dagskvöldið og dvelur í Skál- holti yfir helgina við söngæf- ingu og syngur síðan við messu í kirkjunni sunnudaginn 2. sept- ember kl. 17.00. Á „Söngdögum“ í Skálholti er alltaf eitt verk í öndvegi og hafa á undanförnum árum verið æfð og flutt verk margra höfunda frá mismunandi tímabilum, svo sem Bach, Hándel, Kodaly, Schubert, Haydn, John Speight og Gunnar Reyni Sveinsson svo eitthvað sé nefnt. Fyrsta árið var flutt Requi- em eftir G. Fauré. „Söngdagar" í Skálholti eru nú í 12. sinn og verður flutt Messa í G-dúr, verk sem Mozart samdi 13 ára. Auk þess verður eins og allt- af áður tekist á við ýmis smærri Hansína Á. Stefánsdóttir „Það er alveg ljóst að láglaunafólkið í þessu landi er búið að fá nóg af því að greiða niður verðbólgu fyrir aðra hópa.“ í desember á sl. ári og verður óbreytt til 1. des. nk. á óbreyttum forsendum. Skv. nýlegum upplýsingum hafa kaupmenn þó ekki getað stillt sig og hafa hækkað smásöluverð kjöt- vara um að meðaltali 2,1%. Á slíkum hækkunum verður að taka af fullri hörku. Vextir hafa lækkað og verð- tryggingarþáttur lánanna hefur ekki rokið upp eins og á undanförn- um áram. Fyrir það launafólk sem hefur verið að basla við að koma þaki yfír höfuðið hefur minni greiðslubyrði haft afgerandi áhrif. Það er alveg ljóst að ef forsendur samninganna hefðu breyst og allt farið úr böndunum væri sá hópur illa staddur. Margir eiga erfitt með að sjá þá kjarabót sem felst í þessu. Þess era þó mörg dæmi að minnkun á greiðslubyrði sem nemur 4-6 þús. á mánuði eða þaðan af meira eykur ráðstöfunarfé viðkomandi sem því nemur. Ef það er ekki kjarabót þá veit ég ekki hvað kjarabætur eru. í umfjöllun BHMR-manna hafa þessi atriði ekki verið rædd, það eru ekki eingöngu félagsmenn ASÍ og BSRB sem hafa notið ávinnings þess sem orðinn er af febrúarsamn- Skalholtskirkja verkefni eftir íslenska og erlenda höfunda. Reiknað er með um 80-90 manna kór að þessu sinni og ,10-13 manna strengjasveití Á sunnudaginn messar sóknar- ingunum. Þess ávinnings hafa allir notið. Þeir sem ekki tóku þátt í þjóðarsáttinni sk., þeir hafa greitt sama verð fyrir landbún aðarvörur og aðrir. Þeir hafa einnig notið vaxtalækkana og þeir hafa notið þess að verðlag er tiltölulega stöð- ugt. Við hljótum að vona að BHMR-fólk sjái þetta og leggi okk- ur lið í baráttunni við að veija þann árangur sem náðst hefur. Þeim sem stóðu að gerð febrúar- samninganna var einnig ljóst að ef kaupmáttur ætti að aukast varð atvinna að haldast stöðug. Fyrir- tæki sem ramba á barmi gjaldþrots era ekki í stakk búin til að greiða hærri laun. Lækkun fjármagns- kostnaðar kemur þessum aðilum til góða eins og öðram. Hins vegar er auðsætt að mörg fyrirtækjanna þurfa að líta í eigin barm. Víða við- gengst bruðl og óráðsía í rekstri. Þar þurfa stjórnendur að taka sig á. Verðtrygging og láglaunafólk Samningar BHMR hafa orðið mörgum sem þá hafa skoðað undr- unarefni og þá fyrst og fremst að skv. þeim skuli öðrum launþega- samtökum ætlað að sjá um samn- inga BHMR í fímm ár. Sannleikur- inn er nefnilega sá að í samningum BHMR er ekki að finna aðrar dag- setningar, eftir 1. maí 1990, um launabreytingar en 1. júlí 1990, og þar er um refsiákvæði á hendur ríkinu að ræða. Samkvæmt samn- ingi BHMR skulu háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn fá sambærileg laun þeim sem kollegar þeirra á hinum almenna vinnumarkaði hafa. Verðtryggingarákvæði samn- ingsins felast í því að þeir skuli síðan fá sömu hækkanir og um kann að semjast hjá öðrum; fái af- greiðslustúlkan í stórmarkaðnum, iðnverkamaðurinn á færibandinu eða fískverkunarkonan hækkun, þá skal BHMR fá þá hækkun líka. Allar hækkanir sem aðrir fá næstu 5 árin skuli þeir einnig fá. Krafa um réttlæti Það er alveg ljóst að láglauna- fólkið í þessu landi er búið að fá nóg af því að greiða niður verð- bólgu fyrir aðra hópa. Láglauna- fólkið fær ekki lengur við það unað að þeir sem við betri kjör búa, ekki bara í launum, heldur einnig varð- andi lífeyrisréttindi og ýmis önnur réttindi (hvað með orlofs- og des- emberappbætur?) skuli ævinlega fleyta rjómann ofan af. Láglaunafókið krefst réttlætis, það er í fyrsta sinn farið að sjá að fómir þess skili árangri í stöðugra verðlagi, lægri vöxtum og stöðvun kaupmáttarhraps. Það krefst þess því að febrúar- samningarnir standi. Höfundur er formaður Verslunarmannafélags Arnessýslu. presturinn, séra Guðmundur Óli Ólafsson. Organisti er kantorinn Hilmar Örn Agnarsson og stjórn- andi „Söngdaga11 er Jónas Ingi- mundarson. LOKAÐÍDAG VEGNA BREYTINGA EN KLUKKAN... MÁNUDAGSMORGUNINN 3. SEPTEMBER OPNUM VIÐ NÝfA OG BREYTTA VERSLUN AÐ LAUGAVEG113 OG SMIÐJUSTÍGSMEGIN! Húsgagnadeildin tekur á sig nýja og breytta mynd, og gjafavöru- og búsáhaldadeildin mun auka hlutdeild sína í versluninni. í kjallara versl- unarinnar Laugavegi 13 opnum við einnig mark- að með húsgögn á sérstöku tilboðsverði. Verið velkomin. habitat LAUGAVEGI 13 - REYKJAVÍK - SÍMI 625870 (INNGANGUR f HÚSGAGNADEILD SMIÐJUST(GSMEGIN) —fofffpUkíveréUpfr mefí jti/í Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.