Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 47
FRJALSAR IÞROTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 Guðmundur bælti metið í sleggjukasti Geriratlögu að metinu í Laugardalnum í dag GUÐMUNDUR Karlsson FH setti nýtt íslandsmet í sleggjukasti á innanfé- lagsmóti FH í Laugardal í fyrrakvöld. Kastaði hann 63,60 metra og bætti metið um einn meter. Guðmundur átti sjálfur eldra metið og hefur hann nú sett þrjú sleggjukasts- met í sumar og fjögur frá því hann sló met Erlends Valdimarssonar í fyrra. Það var 60,74 metrar og hafði staðið í 15 ár, eða frá því árið 1974. Guðmundur kastaði fyrst 61,74 í fyrra- sumar en síðan tvíbætti hann metið á móti í í byijun júní í sumar og kastaði þá 62,54. Mánuði síðar sló hann það met og kastaði 62,60. Fjórða metið setti hann svo í fyira- kvöld, 63,60 í fyrrakvöld. í keppninni í fyrrakvöld var næstlengsta kast Guðmundar 61,94. Hann hyggst gera enn betur og ætlar að reyna að slá hið nýsetta met á móti í dag á Laugardalsvellin- um. r Evrópumeistaramótið í Split: Vésteinn tólfti maður í úrslit í kringlukastinu VÉSTEINN Hafsteinsson var ánægður með að komast í úr- slit kringlukastsins á Evrópu- meistaramótinu í Split en úrsli- takeppnin fer fram f dag. „Þetta er það lengsta sem ég hef kastað á stórmóti," sagði hann eftir undankeppnina. Vésteinn varð sjötti af 11 kepp- endum í fyrri riðli undankeppn- innar, 6 sentimetrum á undan Norð- manninum Svein-Inge Valvik og varð að bíða of lifa Frá Bill í voninni meðan Melville seinni 11 keppend- ' sPli! unir köstuðu. „Ég var of spenntur í fyrsta kasti,“ sagði Vé- steinn en það mældist 59,18 metr- ar. „Tæknin var góð í öðru kasti en krafturinn hefði mátt vera meiri,“ bætti hann við. Það var lengst kastið, 60,40 metrar. Tíma- setningin var ekki góð í þriðja kast- inu og lenti það 58,58 metra frá hringnum. Lengst kastaði Wolfgang Schmidt í undankeppninni eða 64,84, en það gerði hann í fyrstu tilraun og reyndi ekki meir. Hann varð Evrópumeistari 1978 og keppti þá í nafni Austur-Þýskalands. Heimsmethafinn Jurgen Schult A- Þýskalandi kastaði 62,50 m í gær og var það 7. lengsta kastið í undan- keppninni. Litháinn Vaclavas Kídik- as sem náð hefur næstbesta ár- angri ío Evrópu í ár er ekki meðal keppenda, en Vésteinn tapaði fyrir honum. á móti í Svíþjóð í síðustu viku. Hann neitar að keppa undir merkjum Sovétríkjanna af þjóðem- isástæðum og vildi því fremur sitja heima meðan á EM stendur. Guðmundur Karlsson í methugleiðingum. Morgunblaðið/Einar Falur „Lengsta kast mitt á stórmóti Einar ekkií uppskurð Einár Vilhjálmsson fór í iæknisskoðun í gær. Þá kom í ljós að meiðsli hans á hné væri ekki þess eðlis að hann yrði að fara uppskurð. „Það var mikill léttir fyrir mig,“ sagði Einar, sem á að taka sér hvíld frá æfingum í tvær vikur, jafn- framt því að fara í bólgueyðandi hljóðbyljumeðferð. Meiðsli Ein- ars mögnuðust upp við álag og mynduðust bólgur utanverðu á hægra hné. „Ef ég verð orðinn góður fyr- ir 14. september mun ég fara til Tókýó í Japan og taka þar þátt í sterku boðsmóti, en flest- ir bestu spjótkastarar heims taka þátt í mótinu,“ sagði Ein- ar, sem heldur til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína á mánudag- inn. 10 km kvenna: Martha í Martha Emstdóttir varð í 22. sæti í 10 km hlaupinu á Evr- ópumeistaramótinu í ftjálsíþróttum í gærkvöldi. Martha hljóp á 34:17,27 mínútum og var því um 16 sekúndum frá sínum bestatíma. Sigurvegari varð sovéska stúlkan Jelena Romanova á 31:46,83, önnur Katrin Ullrich frá A-Þýskalandi á 31:47,70 og þriðja Annette Sergent Frakklandi á 31:51,68. ÍÞRÓWR FOLK H BJARKI Sigurðsson, lands- liðsmaður í handknattleik úr Víkingi, varð fyrir því óhappi að meiðast í æfingaleik gegn Ystad í Svíþjóð. Bjarki meiddist á hné og er talið að liðpoki hafí rifnað. KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ Lokabaráttan Har barist í öllum deildum. Víðir þarf eitt stig til að tryggja sér sæti í 1. deild Morunblaðið/Skapti Erwln Lanc. Lancí heimsókn Erwin Lanc, forseti alþjóða handknattleikssambands- ins, IHF, kemur í heimsókn til íslands í sambandi við alþjóðlegt handknattleiksmót, Flugleiða- mótið, sem hefst í næstu viku. Tvö erlend lið taka þátt í mótinu — Asnieres, Frakklandi og WAT Margareten frá Austurríki, en með því liði lék Lanc á yngri árum. MARGIR þýðingarmiklir leikir verða leiknir i öllum deildum í dag. Víðir í Garði þarf aðeins eitt stig til að endurheimta sæti sitt í 1. deild, en Víðsmenn fá Leiftur frá Ólafsfirði í heim- sókn í Garðinn. að yrði kaldhæðni örlaganna ef það yrði hlutverk Leifturs að fá farseðilinn niður í 3. deild í Garðinum. Óskar Ingimundarson þjálfar Víði og með liðinu leikur bróðir hans Steinar Ingimundars- son, en þeir léku með Leiftri fyrir nokkrum árum. Óskar var þjálfari Leifturs þegar félagið vann sig upp úr 3. deild og einnig þegar félagið vann sér sæti í 1. deild, en eftir að Óskar fór frá Ólafsfirði fór að halla undan fæti hjá Leiftri. Fylkir, Breiðablik og Selfoss eiga möguleika að fara upp með Víði. Fylkir, sem er í öðru sæti, leikur gegn Tindastól á Sauðárkróki, en Breiðablik fær Selfoss í heimsókn. Tveir aðrir leikir verða í 2. deild, en leikirnir í deildinni hefjast kl. 14. Grindavík og Siglufjörður, sem eru í fallbaráttu, mætast í Grindavik og ÍR-ingar fá Keflvík- inga í heimsókn. Hart barist á toppi ogbotnií l.deild Það verður einnig hart barist í 1. deildarkeppninni. Liðin sem eru í alvarlegri fallhættu, Þór og Akra- nes, leika á Akureyri kl. 14. KA leikur í Vestmannaeyjum á sama tíma og ef Islandsmeistararnir ná að leggja Eyjamenn að velli eru bæði Þór og Akranes fallin. Ef KA tapar í Eyjum þýðir það að það lið sem tapar á Akureyri er fallið. Bæði liðin falla ef þau gera jafntefli. Toppslagurinn heldur áfram. Fram, sem er í efsta sæti í deild- inni, fær FH í heimsókn í Laugar- dal kl. 14. Valur og KR, sem eru rétt á eftir Fram, eigast við á KR- vellinum kl. 16. Á sama tíma leikur Stjarnan og Víkingur í Garðabæ. Úrslitakeppni 4. deildar Urslitakeppni 4. deildar er hafín og beijast sex lið um tvö sæti í 3. deild. Sex leikir hafa farið fram og hafa úrslit orðið þessi: Magni - Grótta................4:3 Hvöt - Víkveiji...............4:1 Sindri - Skallagrímur.........1:2 Víkveiji - Sindri.............3:1 Magni - Hvöt..................3:2 Grótta - Skallagrímur.........1:4 Þrír Ieikir fara fram í dag kl. 14. Sindri - Magni, Skallagrímur - Víkveiji og Hvöt - Grótta. Staðan fyrir þessa leiki er þessi: Skallagrímur......2 2 0 0 6:2 6 Magni.............2 2 0 0 7:5 6 Hvöt..............2 1 0 1 6:4 3 Víkveiji.............2 1 0 1 4:5 3 Sindri...............2 0 0 2 2:5 0 Grótta...............2 0 0 2 4:8 0 Hver fer upp meö Þrótti? Þróttur úr Reykjavík hefur tryggt sér sæti í 2. deild, en Hauk- ar og ÍK beijast um að fylgja Þrótt- urum. Haukar eru með 37 stig eft- ir sextán leiki, en ÍK er með 34 stig og mun lakari markatölu. Haukar leika gegn Reyni á Ár- skógsströnd í dag, en ÍK leikur á næstu slóðum - gegnm TBA á Akureyri. Þróttur R. leikur á ísafirði. Völsungur leikur gegn Þrótti N. og Einherji fær Dalvík í heimskón. Allir leikirnir í 3. deild hefjastkl. 14,nemaTBR-ÍKkl. 17. Þess má geta að Haukar leika gegn BÍ í síðustu umferð í Hafnar- firði og ÍK gegn Einheija í Kópa- vogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.