Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 23 Reutcr Fljótandi sjúkrahús Egypsk börn svamla í Súez-skurðinum meðan bandaríska sjúkraskipið Comfort siglir framhjá á leið til Rauðahafs. íértu með! UPPLÝSINGAR : SÍMSVARI 681511 - lukkulIna 991002 Versnandi lífskjör í Sovétríkjunum: Hruni verður aðeins afstýrt með stórfelldum breytingiun - segir Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéskra kommúnista, sagði í ræðu er hann flutti á fimmtudag að gera þyrfti hið fyrsta stórkost- legar breytingar á hagkerfi Sovétríkjanna ella blasti efnahagslegt hrun við þar eystra. Gorbatsjov lét þessi orð falla í ávarpi sem hann flutti á fundi forsetaráðsins og sambandsráðsins en nefndir þessar vinna nú að gerð róttækrar umbótaáætlunar, sem m.a. kveður á um að markaðshagkefi verði komið á í Sovétríkjunum. Þessi orð Gorbatsjovs þóttu til skipuðu. Þá var ennfremur kynnt marks um að hann gerði sér ljósa grein fyrir því að stuðningur al- mennings við umbótastefnu hans, perestrojku, færi þverrandi. Hann vék að því að Sovétborgarar væru teknir að velta því fyrir sér hvort ráðamenn hefðu ekki kallað enn meiri þrengingar en áður yfír þjóð- ina með tilraunum sínum á vett- vangi efnahags- og félagsmála. Gorbatsjov lýsti umbótastefnu sinni sem friðsamlegri byltingu en lagði jafnframt áherslu á að slík umskipti yrðu að fara fram innan ramma laganna. Hann lýsti yfír því að virðingarleysi fyrir lögum færi vaxandi í sovésku samfélagi. „Bregðumst við ekki af fullri ákveðni við þessari tilhneigingu kann þetta viðhorf að leiða til efna- hagslegs hruns auk þess sem það kann að veikja innviði ríkisins." Sovétleiðtoginn kvað enn mögulegt að snúa þessari óheillaþróun við og sagði það kalla á umtalsverða stefnubreytingu á hinum ýmsu sviðum þjóðmála. Mikilvægt væri hins vegar að menn gerðu sér ljóst að tíminn væri naumur þar sem síversnandi lífskjör gerðu það að verkum að þolinmæði almennings væri senn á þrotum. Á fundinum kynntu hagfræð- ingar niðurstöður sérfræðinga- nefndar sem þeir Gorbatsjov og Borís Jeltsín, leiðtogi róttækra umbótasinna og forseti Rússlands, álit nefndar undir forustu Nikolajs Ryzhkovs forsætsráðherra. Ryzh- kov lagði efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar fyrir þingheim í maí- mánuði en tillögur hans fengu lítinn hljómgrunn. Var honum falið að leggja nýjar tillögur fyrir þingið og fékk frest til þessa fram í sept- ember. í millitíðinni kynnti Borís Jeltsín hins vegar sérstaka áætlun Rússa um grundvallarbreytingar á efna- hagssviðinu. í tillögum hans er m.a. gert ráð fyrir því að ríkisfyrir- tæki verði seld og að dregið verði stórlega úr niðurgreiðslum. í vikunni var frá því skýrt að þeir Gorbatsjov og Jeltsín væru sammála um nauðsyn þess að grip- ið yrði hið fyrsta til róttækra efna- hagsaðgerða og að þeir hefðu af- ráðið að skipa í sameiningu nefnd sérfræðinga til að vinna að tillög- um til úrbóta. Segja Sovétfræðing- ar greinilegt að Gorbatsjov hafi færst nær umbótasinnum að und- anförnu og hann sé nú tekinn að hallast að hugmyndum þeirra um stórfellda einkavæðingu og mark- aðsbúskap. Fílabeinsströndin: Sundra mótmæla- göngu með táragasi Reuter Abidjan. Reuter. ÖRYGGISLÖGREGLA og herlið í Afríkuríkinu Fílabeinsströnd- inni notuðu kylfúr og táragas til að sundra mótmælagöngu fjög- urra stjómarandstöðuflokka í gær. Fólkið krafðist þess að stjórn hins 84 ára gamla Felix Houphouet-Boignys segði af sér Einsflokksstjórn er í landinu sem eitt sinn var frönsk nýlenda og er nú stærsti framleiðandi á kakó í heiminum. Nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni í höfuðborg- inni, Abidjan, og var þetta í fyrsta sinn sem fjórir helstu flokkar stjórn- arandstæðinga stóðu saman að mótmælum á götum úti. Þúsundir manna fylgdust með mótmælunum án þess að slást í hópinn en lög- regla kom fljótlega á vettvang. „Þeir réðust á okkur með táragasi þegar við vorum að leggja af stað,“ sagði Laurent Gbago, leiðtogi stærsta stjómarandstöðuflokksins, FPI. Ariane flytur íjarskiptahnetti á braut Vestur-evrópsku eldflauginni Ariane var skotið á loft frá Courou í frönsku Guiana í gær og tókst skotið vel. Flaugin flutti tvo íjarskipta- hnetti á braut. Annar þeirra, Skynet 4C, er á vegum breskra heryfir- valda og sagði talsmaður þeirra að hnötturinn myndi gagnast breska herliðinu við Persaflóa. Hinn hnötturinn nefnist Eutelsat II-Fl og verður notaður til sjónvarps-og útvarpssendinga til a.m.k. 600 millj- óna manna í Evrópu. Rúmenía og Pólland eru nú meðal landa sem kaupa þjónustu Eutelsat-kerfisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.