Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 19 - , _ Morgunblaðið/Sverrir Pau bera veg og vanda af tonleikum Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg: Halldór Haraldsson píanóleikari, Ronald Neal fíðluleikari, Unnur Sveinbjarnardóttir lágfíðluleikari, Guðný Guðmundsdóttir fíðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Gayane Manasjan sellóleikari, Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld og Pétrún Pétursdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar. áherslum." Unnur Sveinbjarnardóttir er bú- sett í Þýskalandi þar sem hún star- far í lausamennsku, hefur leikið tölu- vert af kammertónlist auk þess sem hún kemur fram sem einleikari. „Ég hef aldrei leikið í kvintett Schuberts áður en hefur lengi iangað til þess, þar sem þetta er ákaflega fallegt verk. Tíminn sem við höfum til að æfa saman er að vísu mjög stuttur. sem gerir vinnuna erfíðari en jafn- framt ánægjulegri." Guðný og Gunnar hafa áður leikið með gestunum þremur. Síðast hittu þau Neal og Manasjan á tónlistarhát- íðinni í Vermont í sumar. í sömu ferð léku Guðný og Gunnar léku með Ronaid Levy píanóleikara en hann verður einmitt gestur þeirra á þriðju tónleikunum í tónleikaröðinni. Hafa dómar um þá tónleika verið lofsam- legir og tríóið sagt leika sem einn maður. Aðrir tónleikar í röðinni verða 11. nóvember, þar sem flutt verða verk eftir Ravel og Brahms auk þess sem frumflutt verður tríó eftir Pál Pampichhler Pálsson. Þriðju tónleik- amir verða 24. mars. Gestur tríósins verður Ronald Levy. Á efnisskránni verður rússnesk tónlist og verða flutt verk eftir Rachmaninoff, Mússorgskí og Tsjaíkovskí. Fjórðu tónleikamir verða svo í byijun júní á Listahátíð Hafnarborgar. Meðal annars verða flutt verk eftir Mozart, Beethoven og Sjostakóvíts en gestur tríósins verður Margrét Bóasdóttir ljóðasöng- kona. Auk þessa stefnir tríóið að því að leika utan höfuðborgarsvæðisins. Efnisskrá fyrstu tónleikanna verður endurtekin þriðjudaginn 4. septem- ber í Borgarneskirkju og miðviku- daginn 5. september í safnaðarheim- ilinu Vinaminni á Akranesi og hefj- ast báðir tónleikar kl. 20.30, ólíkt því sem gerist í Hafnarfirði en þar hefjast. allir tónleikarnir kl. 20. Fyrir- huguð ferð um Austfirði í byrjun nóvember og ferð til Norðurlandanna í lok sama mánaðar. Þá mun tríóið koma fram á tónleikum Kammer- músíkklúbbsins síðar í vetur. Safnaði 650 þúsundum í áheitahlaupi JAMES Martin, 31 árs gamall Englendingur frá Liverpool, og aðrir starfsmenn Sólningar höfðu um það forgöngu að safna áheitum til styrktar rannsókna- starfsemi Krabbameinsfélags Is- lands í tengslum við Reykjavík- urmaraþon 19. ágúst sl. Fólk hét á James ákveðinni upp- hæð á hvern hlaupinn kílómetra. Alls söfnuðust með áheitum 650 þúsund krónur. Þar af er framlag Sólningar 50 þúsund. Áheitahlaupið fór fram með þeim hætti að James Martin velti á und- an sér vörubílshjólbarða hálft mara- þon eða 21 km. Hann lauk hlaupinu á liðlega tveimur klukkustundum. James Martin afhendir Almari Grímssyni, formanni Krabba- meinsfélags Islands, afrakstur áheitahlaupsins, 650 þúsund krónur. Helgarsýning í Nýlistasafninu MITTERRAND Frakklandsfor- seti var í opinberri heimsókn hér á landi sl. miðvikudag. í fylgdarliði hans var Jack Lang, menningarmálaráðherra Frakka. Lang óskaði m.a. eftir því að heimsækja Nýlistasafnið og af því tilefni var sett upp fyrir hann sýning á verkum í eigu safnsins í húsakynnum þess við Vatnsstíg 3b. Á sýningunni eru verk eftir 15 íslenska og erlenda listamenn. Þar eru bæði eldri verk sem hafa verið sýnd áður og ný verk sem aldrei hafa sést opinberlega fyrr en nú. Fólki gefst kostur á að skoða þessa sýningu Nýlistasafnsins nú um helgina. Safnið verður opið bæði laugardag og sunnudag kl. 14-18. (Fréttatilkynning) Vetrarstarf Nýhafnar- klúbbsins að hefjast VETRARSTARF Nýhafnar- klúbbsins hefst mánudaginn 3. september. Júlíana Gottskálks- dóttir listfræðingur flytur fyrsta fyrirlesturinn á haustönn og fjallar hann um list Svavars Guðnasonar. Þetta er fjórða önnin í starfsemi klúbbsins sem starfar í tengslum við Listasalinn Nýhöfn, Hafnar- stræti 18. Starfsemi klúbbsins byggist á fyrirlestrahaldi um myndlist, auk þess sem farið hefur verið í tvær utanlandsferðir í þeim tilgangi að skoða merkar sýningar og söfn. Stefnt er að þriðju ferð- inni á vori komanda. Fyrirlesturinn hefst í Nýhöfn kl. 20.30 og er opinn félögum Nýhafnarklúbbsins. Breyttur skóli í nýju húsnæði Listdansskóli Þjóðleikhússins tekur til starfa nú í byrjun sept- ember í nýju húsnæði við Engja- teig 1. Miklar breytingar hafa verið gerðar á starfseminni og verður nú hægt að taka mun fleiri nýja nemendur inn skólann enn áður. Þá hafa þrír nýir kennarar verið ráðnir til skólans þær Hlíf Svavarsdóttir, María Gísladóttir og Nanna Ólafsdóttir. Skólastjóri er Ingibjörg Björnsdóttir. Inntökupróf fyrir nýja nemendur fer fram dagana 5. og 6. septem- ber. Lágmarksaldur er 9 ár og er ekki nauðsynlegt að hafa stundað listdansnám áður. Skráning í inn- tökuprófíð verður 3. og 4. september frá kl. 16.00 til 19.00. Í vetur verð- ur í fyrsta skipti boðið upp á opna tíma tvisvar í viku fyrir framhalds- nemendur og dansara. María Gísladóttir ballettdansari er ein þeirra nýju kennara sem komið hafa til iiðs við Listdans- skóla Þjóðleikhússins og mun kenna þar í vetur. Hér er hún í hlutverki Svanadrottningar í Svanavatninu. POTT APLÖNTU 20-50% A f S LÁIT u r Afsláttur á fallegum jukkum og burknum: JUKKUR 50% BURKNAR 50% KAKTUSAR 30% Okkar árlega pottaplöntuútsala stendur nú yfir. Aldrei fyrr höfum við boðið jafn góðar plöntur á jafn góðu verði! Ótrúlegt útval af fyrsta flokks plöntum með 20-50% afslætti! Dæmi um verð: Áður Nú Áður Jukkur 35 sm VTT,- 3%,- Pálmar (Areka) 350!- Jukkur 45 sm LW2,- 5%,- Pálmar (Areka) L029,- Jukkur 60 sm L9T7,- 988,- Stofnaskur Í25,- urknar, minni >4T,- 270,- Gúmmítré 370,- Burknar, stætri A49",- 324,- Kaktusar, minni J98",- Fíkusar 3921- 475,- Kaktusar, stærri 380,- Nú 245,- 720,- 437,- 539,- 139,- 199,- Sérstök tilboð í tilefni útsölunnar: KERAMIKPOTTAR 20-40% AFSLÁTTUR. SfeRLAGAÐUR BLÓMAÁBURÐUR - KYNHINGARVERO. Landsbyggðarþjónusta - sendum hvert á land sem er. Nú er kjörið að fegra umhverfi sitt með fallegum þlöntum - og ódýrum! Ibllémwd Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími 689070. > 4 *r 'rfr! V \ w MÚSIO / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.