Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 17 Misskilningur í blaðagreinum leiðréttur Á síðustu vikum hafa birst á síðum Morgunblaðsins greinar um gjaldeyrismál þar sem nokkurs misskilnings virðist gæta sem ég tel nauðsynlegt að leiðrétta. Eyjólfur Konráð Jónsson, al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins bendir réttilega á í grein sem birt- ist 8. ágúst að okkur íslendingum sé í sjálfsvald sett að greiða fyrir fjármagnsflutningum til iðnvæð- ingar og þjónustustarfa. Síðan seg- ir hann orðrétt: „Þessa stefnu boð- ar Sjálfstæðisflokkurinn og mun framkvæma þegar hann fær til þess völdin.“ Hér virðist Eyjólfur Konráð ekki hafa áttað sig á því að sú nýskipan gjaldeyrismála sem ákveðin var þegar ég undirritaði hina nýju reglugerð um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála hinn 27. júlí sl., eða nokkru áður en grein Eyjólfs Konráðs birtist, greiðir einmitt fyrir Ijármagns- flutningum til iðnvæðingar og þjónustustarfa. Þetta hefur því þegar verið gert og þurfti ekki Sjálfstæðisflokkinn til. Þá er rétt að geta þess að í undirbúningi er almenn löggjöf um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi sem einfaldar og rýmkar um skilyrði fyrir slíkri Ijárfestingu. í grein sem birtist í blaðinu 17. ágúst sl. leggur Stefán Friðbjarn- arson, þingfréttaritari Morgun- blaðsins, út af þingsályktunartil- lögu sem þingmenn Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram á Alþingi á síðasta þingi en hlaut ekki endan- lega afgreiðslu. í þessari þings- ályktunartillögu Sjálfstæðismanna var því m.a. beint til ríkisstjórnar- innar að gefa gjaldeyrisviðskipti frjáls. Stefán viðurkennir að vísu tilvist nýju reglugerðarinnar en telur hana einungis marka fá skref og smá í átt til fijálsra gjaldeyris- viðskipta. Ég er á öndverðri skoðun en sé ekki ástæðu til að eiga orða- stað við Stefán um huglægt mat á því efni en læt lesendum eftir að dæma um það í ljósi þeirrar lýsingar á nýskipan gjaldeyrismála sem gefin er hér að framan. En það er fleira í þessari þings- ályktunartillögu sem verður Stefáni að umræðuefni. í henni sagði m.a.: „Jafnframt er ríkis- stjórninni falið að falla frá sérstök- um fyrii-vara, sem gerður var af íslands hálfu við efnahagsáætlun Norðurlandá 1989-1992, sem hamlar á móti því að eðlileg tengsl skapist við viðskipta- og fjármál- alíf í nálægum löndum.“ í umfjöll- un Stefáns, sem og allri umfjöllun Sjálfstæðismanna um þenna um- rædda fyrirvara, þykir mér gæta of mikillar einföldunar og jafnvel misskilnings. í umræðum á Alþingi um ofan- greinda. þingsályktunartillögu benti ég á að mikilsvert væri fyrir okkur Islendinga að standa þannig að breytingum á gjaldeyrisreglun- um að þær yllu hér ekki koll- steypu. Fjármagnsmarkaðir á Norðurlöndunum eru mun þróaðri en hér á landi og á þeim tíma þeg- ar efnahagsáætlun Norðurland- anna var samþykkt bjuggu þessar frændþjóðir okkar þegar við rýmri gjaldeyrisreglur en giltu hér á landi. Þá má benda á að hér á landi höfðu á þessum tíma ekki verið gerðar vandlegar athuganir á áhrifum þess að rýmka gjaldeyris- reglurnar í samræmi við ákvæði efnahagsáætlunarinnar né hverra breytinga væri þörf á lögum, reglu- gerðum og auglýsingum á sviði gjaldeyrismála til að framkvæma þau áform sem tilgreind eru í efna- hagsáætluninni. Því var það skilj- anlegt að núverandi fjármálaráð- herra setti fyrirvara við þessar til- lögur þegar hann þurfti að taka afstöðu til málsins skömmu eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum. En aðstæður hafa smám saman verið að breytast á síðustu misser- um með sameiningu innlendra fjár- málastofnana, styrkingu innlends fjármagnsmarkaðar og bættu jafn- vægi í þjóðarbúinu. Fyrirvarinn Barn vatns og vinda í Norræna húsinu SYNING á grafíkverkum eftir eistneska listamanninn Kaljo Pollu verður opnuð í anddyri Norræna hússins sunnudaginn 2. septem- ber kl. 16.00. tryggði að það var eingöngu undir okkur sjálfum komið hvenær og hversu stór skref við vildum stíga á leið okkar í átt að fullkomlega fijálsum gjaldeyrisviðskiptum í stað þess að við værum bundin af tímaáætlun sem hentaði betur þeim sem lengra voru komnir í þessum efnum. Og breytingarnar sem nú taka gildi eru í meginatrið- um í samræmi við áformin í hinni norrænu efnahagsáætlun. Kristín Einarsdóttir, þingmaður Kvennalistans, hefur í tvígang á síðum blaðsins (23. ágúst og 28. ágúst) dregið í efa heimild mína skv. lögum til að gefa út reglugerð sem felur í sér gerbyltingu á skip: an gjaldeyris- og viðskiptamála. í grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. ágúst sl. benti ég á að lögin um skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála kveða skýrt á um að það sé ráðuneytisins að setja reglur um fjármagnsgreiðslur svo og þjón- ustugreiðslur til annarra landa. Ég hef því ekki farið út fyrir Valdsvið mitt. Er og ljóst af lögunum og gögnum um aðdraganda þeirra, svo og samanburði við eldri lög sett í upphafi viðreisnartímans, að ætlunin með þeim var að auka fijálsræði í innflutnings-, útflutn- ings- og gjaldeyrismálum og veita stjórnvöldum víðtækar heimildir til að stíga nauðsynleg skref í þá átt. Ég er ekki eini viðskiptaráðher- rann sem hefur nýtt sér rétt sinn og talið sér skylt að framkvæma lögin eins og efni þeirra og andi stendur til. Má í þessu sambandi t.d. nefna ákvörðun fyrir nokkrum árum um rýmkaða heimild til að yfirfæra söluandvirði fasteigna við búferlaflutninga til útlanda. Ég sé ekki betur en að í þessum greinum Kristínar komi fram það lífsviðhorf að allt sem hún telur að ekki sé sérstaklega leyft í lögum sé bannað en ég er aftur á móti á þeirri skoðun að stjórnsýsla eigi fremur að byggjast á þeirri megin- reglu að það sé leyft sem ekki er bannað. Nýskipan gjaldeyrismála er jafnréttis- og framfaramál Hingað til hafa það einkum ver- ið hin stærri fyrirtæki landsins og þau sem hafa notið sérstakrar vel- vildar stjórnvalda sem hafa getað nýtt sér þá möguleika sem alþjóð- legur fjármagnsmarkaður hefur að bjóða. Með þeirri nýskipan gjald- eyrismála sem nú er að komast á verður umheimurinn opnaður al- menningi og fyrirtækjum í landinu og ýmsir lífseigir draugar frá haftaárunum loksins kveðnir niður. Ég er sannfærður um að þessar breytingar muni eiga stóran þátt í því að gera tíunda áratuginn að framfaraskeiði á sama hátt og breytingarnar á innflutnings- og gjaldeyrismálum í upphafi sjöunda áratugarins eiga mikilvægan þátt í núverandi lífskjörum þjóðarinnar. Höfundur er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hér er um að ræða 25 myndir úr tveimur myndaröðum: „Kodal- ased“ (Tjaldfólkið) og „Kalivági“ (Kalifólkið), en Kalivági þýðir mik- ill kraftur eða orka. Sýningin ber yfirskriftina Barn vatns og vinda. Sýningin er farandsýning. Það er „Stiftelsen Stockholms láns muse- um“, sem hefur sett saman sýn- inguna i samvinnu við Baltnesku stofnunina og listasafnið í Söder- tálje. Kaljo Pollu fæddist 1934 og stundaði nám í glerlist við Lista- stofnunina í Tallin. Hann hélt þó ekki áfram á þeirri braut heldur snéri sér að grafík. Hann hefur unnið sér sess í Eistlandi sem grafíklistamaður með sterka þjóð- ernisvitund. Hann hefur kynnt sér sérstaklega eistneska alþýðulist, menningu og sagnaarf og leitað fanga í finnsk-úgrískri þjóðfræði og þjóðháttum í Síberíu og Norður-Rússlandi. Þangað sækir hann myndefnið. Átrúnaður fólks- ins, hugmyndir þess um heiminn og sköpun hans, lifnaðarhættir og sérstök birta heimskautasvæðisins eru grunntónninn í myndaröð Kaljo Pollus. Með sýningunni fylgir sýningar- skrá á sænsku og hefur eistneska ljóðskáldið Jaan Kaplinski (fæddur 1941) skrifað textann í formi prósaljóðs. Gert hefur verið mynd- band, sem fylgir sýningunni. Þar er fléttað saman myndum Pollus, prósaljóði Kaplinskis og tónlist. Eistneska tónskáldið Eduard Tub- in hefur samið sónötu fyrir píanó með myndir Pollus í huga. Heitir verkið Norðurljósasónatan og er leikið af eistneska píanóleikaran- um Vardo Rumessen. Myndbandið verður sýnt við opnun sýningar- innar á sunnudag kl. 16.00. Vardo Rumessen kemur í boði Norræna hússins og heldur píanó- tónleika sunnudaginn 23. septem- ber og leikur píanóverk eftir eist- nesk tónskáld. Ennfremur heldur hann fyrirlestur um stjómmál í Eistlandi föstudaginn 21. septem- ber kl. 17.00. Sýningin stendur fram til 23. september. (Fréttatilkynning) CHEROKEE SARATOGA VOYAGER WRANGLER CATALYZERS KEER NATURE CLEAN. &CHRYSLER JÖFUR ÞEGAR PÚ KAUPIR BÍL Nýbýlavegi 2, sími 42600 STORSYNING Á CHRYSLER OG JEEP BILUM 1DAG LAUGARDAG OG ALLA NÆSTU VIKU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.