Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SBPTEMBER 1990 /f ég get e/cki einusinni borio þot -fram 6em era&þ’er. " > Ast er... .. . tvær hamingjusamar mannverur. TM Rog. U.S. Pat Off — all rights resorved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Það fer í taugarnar á mér að mamma þín skuli ætíð setja sig í dómarasætið ... HÖGNI HREKKVlSI ’A v'-atmi.** UPP MEÐ FEGUM)INA Bönnum umferd fallegra sUllluia Kæri Velvakandi- Mér er sagt af fróðum monnum að allt sé að fara andskotans til í alþýðulýðveldinu íslandi. Þa» kem- ur alveg heim og saman vlð þróun annars staðar i Þriðja he.minum. Samt sem áður eru islendingar me ólíkindum iðnir við að finna sér önnur viðfangsefm en þau að koma núverandi rikisstjorn Wvoldumog leita lausna á krónískum efnahags- vanda þjóðarinnar. (Hvað efna- hagsvandann varðar g*tu menn gert margt verra en að lesa Auð- legð þjóðanna eft.r Adam gamla Smilh. Sérstaklega hefðu stjórn- málamenn og hagfræð.ngar gott Núiactn áhveviuefni fólks, sem Til Velvakanda. Mig langar til að skrifa örfáar línur til Andrésar nokkurs Magnús- sonar, sem skrifaði í blaðið hjá ykk- ur þann 8. ágúst undir fyrirsögn- inni „Bönnum umferð fallegra stúlkna“. Andrés minn, yfir til þín. Fyrst og fremst hlýtur þú að vera algjör öreigi í dag, búinn að horfa á allar fallegu stúlkurnar sem hafa verið að spóka sig í veðurblíðunni í Reykjavík og hreinlega klesst fina og dýra bílinn þinn, þegar þú í raun- inni hefðir átt að hugsa um umferð- ina og beina allri athygli þinni að henni en ekki að stúlkunum. Þá varst þú bara að góna út um gluggann í vinnunni á allar fallegu stúlkurnar. Hvað svo? Jú, jú. Yfir- maður þinn er lengi búinn að fylgjst með þér og afköstin hjá þér voru orðin sama og engin, og í dag fékk hann nóg og sagði þér upp. Og þarna, Andrés, fauk . vinnan með útsýninu og fallegu stúlkunum. Nokkrar spurningar til þín Andrés. 1. Ert þú keyrandi á Trabant? 2. Keyrir þú þar sem þú sérð lítið af fólki og þar af leiðandi enga fallega stúlku? 3. Ertu á vinnustað þar sem útsý- nið er bara ruslapokar og engvir gluggar? 4. Býrðu kannski í hverfi þar sem hvorki sér til morgun- né kvöldsólar vegna þess að hús og blokkir skyggja á alla glugga hjá þér? 5. Þú biður um fegrunarviðurkenn- ingu til einstaklinga, fyrirtækja og gatna. Ég bara spyr þig vinur: Hvar vinnur þú og við hvaða götu býrð þú? Að lokum til allra á íslandi. Stelp- ur, upp með alla ykkar fegurð, þið eigið það skilið! Húseigendur og fyrirtæki, upp með allt hreinlæti og fegurð. Kristín Sóley Hellissandur: Sérstaklega góð ferðaþjónusta Til Velvakanda. Á undanförnum árum hafa tekið til starfa margir ágætir veitinga- og gististaðir úti á landsbyggðinni. Ég hef t.d. góða sögu að segja af minni reynslu. Við hjónin ferðuð- umst nú nýlega með hópi af fólki í rútu, 40 - 50 manns, vestur á Snæfellsnes. Við fórum hefðbundna leið fyrir jökul og skoðuðum marga fallega staði. En það er önnur saga. Pöntuð var gisting í gistihúsinu Gimli á Hellissandi. Þar var hægt að fá gistingu í herbergjum með baði, herbergjum með handlaug og svefnpokapláss með sturtu og eld- unaraðstöðu. Matur var pantaður fyrirfram á veitingahúsinu Sjólyst, einnig á Hellissandi. Hópurinn kom að veitingahúsinu kl. 9 um kvöldið, þar komum við inn í mjög notaleg- an og huggulegan veitingasal, disk- uð borð, blóm og myndir á veggj- um. Hópúrinn hafði pantað tvo rétti, kryddlegna ýsu og kjúklinga en innifalin var súpa og kaffi, allt á vægu verði. Ég pantaði fiskinn, hann var einstaklega bragðgóður og ljúffengur og var fram borið salat í skál með hveijum diski. Maðurinn minn fékk sér kjúkling og var hann einnig mjög góður. Þetta var allt mjög snyrtilega fram borið og gekk fljótt og vel að af- greiða þennan stóra hóp. Hægt var að fá léttvín og bjór með matnum. Einnig var boðið upp á dýrari mat, nautakjöt og þess háttar. Fólkið var mjög ánægt með matinn og þjónustuna. Við vorum upplýsti um að þetta væri fyrsta sumarið sem veitingahúsið væri starfrækt. Það sást líka utaná hús- inu, því miðað við hve húsið er nota- legt innan dyra þyrftu eigendurnir að ganga frá því jafn snyrtilega að utan. Að lokinni máltíð fórum við í gistihúsið Gimli. Það var snyrtilegt einbýlishús sem hefur verið innrétt- að sem gistihús. Þar var allt tandur- hreint innan og mjög aðlaðandi. Fólkið gisti ýmist í herbergjunum eða í skólastofu þarna rétt hjá í svefnpokaplássi. Þar var góð snyrt- iaðstaða og vel um allt gengið. Margir fengu sér morgunverð dag- inn eftir og var hann ágætur. Þenn- an gististað reka tvær ungar stúlk- ur, mjög liprar og þægilegar. Mér finnst sjálfsagt að láta þess getið sem gott er, nóg er um aðfinnslun- ar (sem eiga náttúrulega stundum rétt á sér). Ég vil þakka þessu ágæta veitingafólki á Hellissandi fyrir sérstaklega góðan viðurgjörn- ing í alla staði.' Ein úr ferðahópnum Víkverji skrifar ví hefur oft verið haldið fram að helsti kostur íslenska menntakerfisins sé, hversu margir sæki menntun sína til útlanda. Heim komnir færi nemendur með sér ólíka menningarstrauma og við- horf og þekkingu úr ýmsum áttum. Augljós er sá kostur að senda nem- endur út um allan heim að sækja sér þekkingu og því vekur það stundum furðu Víkveija hversu mikil áhersla er lögð á að koma á fót hér á landi alls kyns mennta- brautum sem í raun enginn grund- völlur er fyrir sökum fámennis. Það er fróðlegt í þessu samhengi að fylgjast með þeirri stefnu aðild- arríkja Evrópubandalagsins að beina fleiri nemendum til náms í öðru Evrópulandi en sínu eigin. Hér á íslandi finnst okkur eðlilegt og sjálfsagt að nemendur fari til út- landa í framhaldsnám, en áttum okkur ekki á því, að í EB-löndunum telst slíkt til undantekninga og enn frekar í Bandaríkjunum. Til að styrkja tengsl Evrópuþjóða og há- skóla þeirra var því stofnað til sk. Erasmus-áætlunar. Sú áætlun gerir reyndar ekki eingöngu ráð fyrir því að nemendur færi sig á milli landa, heidur einnig kennarar. Iheimi hraðra breytinga úreldist þekking og starfsnám á fáein- um árum, sérstaklega í þeim grein- um sem tengjast tækni á einhvern hátt. Tölvur eru t.d. hluti af starfs- umhverfi nánast allra starfsstétta og því snerta tæknibreytingar flesta á einhvern hátt. Kennarar sem ekki eru í beinum tengslum við vaxtar- brodda atvinnulífsins eru því nánast dæmdir til að dragast smám saman ' aftur úr og enda með því að standa samhliða nemendum sínum. Við stóra háskóla þar sem miklum ljár- munum og starfí er varið til rann- sókna og þróunar er þessu auðvitað á annan veg farið. Þar standa kenn- arar framar öðrum og hafa af ein- hveiju að miðla, sem ekki er til staðar í atvinnulífinu. Evrópu- bandalagið hefur annað verkefni í gangi, sem hefur það að markmiði að auka samstarf háskóla og fyrir- tækja, þannig að báðir njóti góðs af, sk. Comett-verkefni. íslendingar eru gjaldgengir í báðum þessum verkefnum og taka einhvern þátt í þeim, þó Víkveiji kunni ekki nógu góð skil á umfangi þess. Hins vegar finnst Víkveija augljóst að meiri áherslu ætti að leggja á samstarf og þekkingaröflun við erlenda skóla og fyrirtæki en gert er, ekki aðeins á háskólastigi, heldur einnig í iðn- og verknámi ýmiss konar. xxx ó það virki mótsagnakennt í fyrstu, þá er bein afleiðing hraðari tækniþróunar sú, að meiri áherslu þarf að leggja á grunnnám. Mikil breyting er í geijun í iðn- og tækninámi ýmiskonar, sem felst í því að kennsla ákveðinna aðferða og tækni dregst saman, en aukning verður á almennri menntun til að skapa traustari grundvöll að frek- ara námi úti í fyrirtækjum og ýmiss konar námskeiðum síðar á starfs- ævinni. Þannig eykst vægi t.d. stærðfræði og tungumála ásamt ýmiss konar altækri tölvuþekkingu. Að hluta til gerist þessi þróun nán- ast sjálfkrafa með því að unglingar sem fara í iðnnám koma í ríkari mæli úr fjölbrautaskólum með stúd- entspróf í stað þess að koma áður nánast undantekningalaust beint úr grunnskólanum eða gagnfræða- skóla eins og hann hét í þá daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.