Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 Gjaldeyrisfrelsi er forsenda framfara eftirJón Sigurðsson í dag, 1. september, tekur gildi ný reglugerð um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála sem ég undirrit- aði hinn 27. júlí sl. í tilefni þess- ara tímamóta vil ég gera nokkra grein fyrir þeirri nýskipan gjald- eyrismála sem felst í hinni nýju reglugerð. Reglugerðin er afrakst- ur af nokkurra mánaða ítarlegri endurskoðun á íslensku gjaldeyris- reglunum. Þetta verk var unnið af viðskiptaráðuneytinu og Seðla- bankanum í samráði við viðskipta- bankana og aðila í viðskiptalífinu. Niðurstaðan er nýskipan á grund- velli þeirrar stefnu að jafna mun innlendra og erlendra viðskipta með því afnema gjaldeyrishömlur. Evrópuþróunin Breytingamar á gjaldeyrisregl- unum eru í samræmi við þá þróun sem nú ríkir á þessu sviði um alla Evrópu. Þar hafa hömlur í gjald- ’eyrisviðskiptum ýmist þegar verið felldar brott eða unnið er að af- námi þeirra í áföngum. Breyting- arnar eru einnig í samræmi við þá meginstefnu sem mótuð var af norrærlu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði í efnahagsáætlun Norðurlanda fyrir tímabilið 1989- 1992. Til að koma í veg fyrir að breyt- ingarnar hafí í för með sér umrót á íslenskum fjármagnsmarkaði er sú leið farin að fella niður hömlur af gjaldeyrisviðskiptum í fyriifram tímasettum áföngum og binda heimildir stighækkandi fjárhæðum sem falla brott að fullu 1. janúar 1993. Með þessu móti er innlend- um aðilum gefinn hæfilegur tími til þess að laga sig að nýjum að- stæðum. Jafnframt eru í reglu- gerðinni varúðarákvæði sem heim- ila Seðlabankanum að stöðva fjár- magnsflutninga til og frá landinu ef nauðsyn ber til sökum óstöðug- leika í gengis- og peningamálum. Meginatriði breytinganna Meginatriði þeirra breytinga sem felast í reglugerðinni eru þau að ýmsar takmarkanir á gjaldeyri- sviðskiptum eru rýmkaðar veru- lega eða felldar niður nú þegar óg í áföngum er létt hömlum af langtímahreyfingum fjármagns á milli íslands og annarra landa þannig að þær verði frjálsar í árs- byijun 1993. Of langt mál yrði að rekja í smáatriðum allar þær breytingar á skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála sem ákveðnar eru í reglu- gerðinni svo hér verður einungis greint frá örfáum atriðum: * Fjárhæðarmörk vegna ferða- kostnaðar erlendis eru hækkuð í 200.000 kr. fyrir hvern einstakling í hverri ferð en falla niður í ársbyij- un 1993 (allar fjárhæðir í reglu- gerðinni breytast mánaðarlega skv. breytingum á gengi krónunn- ar). Hingað til hafa fjárhæðar- mörkin verið miðuð við jafnvirði 2.000 Bandaríkjadollara (120 þús. kr.) fyrir fullorðna og 1.000 doll- ara (60 þús. kr.) fyrir börn. Þá eru reglur um námskostnað rýmkaðar nokkuð þannig að þeir sem sækja námskeið sem vara allt niður í einn mánuð eiga rétt á slíkri yfirfærslu í stað sex mánaða áður. Allar tak- markanir á gjaldeyrisyfirfærslum til greiðslu námskostnaðar falla sömuleiðis niður eftir tæplega tvö og hálft ár. * Gjaldeyrisyfirfærslur vegna erlendra þjónustuviðskipta eru gefnar fijálsar en áður voru þær formlega háðar gjaldeyrisleyfi og innheimtu 1% leyfisgjalds. Inn- heimta leyfisgjaldsins fellur niður um næstkomandi áramót og við það lækkar kostnaður einstaklinga og fyrirtækja af gjaldeyrisviðskipt- um sem því nemur. * Innlendum aðilum er heimilt að fjárfesta í atvinnurekstri og kaupa fasteignir erlendis án sér- staks leyfis gjaldeyrisyfirvalda. Fyrst í stað eru þessar heimildir takmarkaðar við 3.750.000 kr. á ári fyrir fjárfestingu í atvinnu- rekstri og sömu fjárhæð fyrir kaup á sérhverri fasteign. Fjárhæðar- mörkin hækka strax um næstu áramót í 5.625.000 kr., í 7.500.000 kr. 1. janúar 1992 og falla niður 1. janúar 1993. * Erlendum aðilum er heimilt að flytja arð af atvinnurekstri og fasteignum úr landi. Jafnframt er þeim heimilt að flytja söluandvirði eignarhluta síns í fyrirtækjum og söluandvirði fasteigna úr landi án nokkurra takmarkana. Áður þurfti sérstakt leyfi fyrir slíkum ýfir- færslum og án efa hefur það átt sinn þátt í að fæla erlenda aðila frá því að Ieggja fé í atvinnurekst- ur hér á landi. * Innlendum aðilum er heimilt frá 15. desember nk. að kaupa erlend markaðsverðbréf og gefa út og selja markaðsverðbréf er- lendis í annarri mynt en íslenskum krónum. Erlend verðbréfaeign er í fyrstu bundin við 375.000 kr. fyrir hvern einstakling (en ekkert hámark er séu keypt skuldabréf sem t.d. ríkissjóður eða Landsvirkj- un hefur gefið út erlendis) en þessi Kammersveit Seltjarnarness Tónlist Jón Asgeirsson Tónleikar Kammersveitar Sel- tjarnarness, undir stjórn Sigur- sveins K. Magnússonar, voru haldnir í Seltjarnarneskirkju sl. fimmtudag. Á efnisskránni voru tvær svítur eftir Stravinskíj, tón- les og aría (Ah! Perfido) eftir Beethoven, sem Signý Sæmunds- dóttir söng og Serenaða nr. 1 í D-dúr, eftir Brahms. Svíturnar eftir Stravinskíj eru raddsetningar höfundar á tveimur flokkum píanólaga, þeim einu sem hann samdi fyrir „fjórar hendur" og þannig skipað, að önnur röddin er höfð sérlega létt, t.d. eins og í „Fimm einföldum lögum“ er efri röddin eins og fyrir byijanda en í „Þremur einföldum lögum“ er neðri röddin fábrotin en meginmál verkanna lagt í hendur mótleik- ara. Þennan mun má heyra skemmtilega útfærðan í einföld- . um tóntiltektum einstakra hljóð- færa og gefur verkunum grínagt- ugt og gamansamt yfirbragð. Verkin voru ágætlega leikin, þó gera hefði mátt meira úr gaman- sömu innihaldi þeirra. Konsertaríuna „Ah! Perfído“ samdi Beethovén er hann var á ferð í Prag árið 1796. Það var eitt af vandamálum meistarans að hann náði aldrei að herska yfir ítölskunni sem söngmáli og mun hann hafa leitað til Salieri á árunum 1801 til 2 og samið nokkra söngva, dúetta og tersetta við ítalska texta. í aríunni (,Ah! Sigursveinn K. Magnússon Perfido" má heyra margt sem minnir jafnvel á Gluck, eins og t.d. upphafstónhendinguna við „Per pieta“. Signý Sæmundsdóttir söng aríuna af glæsibrag, einkum þá sérkennilegu og rismiklu viðbót við texta sem ekki er að finna í óperutextanum um Akilles, eftir Metastaio, en úr þeirri óperu er umrædd aría. Lokaverkefni tónleikanna var Serenaða nr. 1, í D-dúr, op. 11, eftir Brahms. Serenaða þessi var upphaflega í uppkasti sem oktett, sem Brahms síðar breytti fyrir kammersveit en eftir ýmsar til- raunir ritaði hann verkið fyrir fulla hljómsveit. Það kann að hljóma einkennilega en Brahms var strax mjög persónulegur í píanóverkum sínum, þó svo virðist sem hann hafi átt í nokkru basli með það framan af, þegar hann fékkst við ritun hljómsveitartón- listar. Serenaðan er ágætt verk og reyndar að stærð og gerð eins konar sinfónía. Kammersveit Selt- jarnarness lék Serenöðuna af al- vöru og á köflum nokkuð vel, sér- staklega blásararnir, undir stjórn Sigursveins K. Magnússonar. Vel hefði mátt hafa meiri mun á hraða kaflanna, t.d. voru skérsóþættim- ir of hægir. Menúettamir voru sérlega fallega leiknir og sömu- leiðis margt í fyrsta kaflanum, sem er viðamesti og best samdi þáttur verksins. Jón Sigurðsson „Breytingarnar sem nú taka gildi eru í megin- atriðum í samræmi við áformin í hinni nor- rænu efnahagsáætlun.“ fjárhaið hækkar strax um næstu áramót í 562.500 kr., í 750.000 kr. 1. janúar 1992 og fellur loks niður 1. janúar 1993. Þá er verð- bréfasjóðum sem reknir eru af verðbréfafyrirtækjum sem_ aðild eiga að Verðbréfaþingi íslands heimilt að kaupa erlend verðbréf innan tiltekinna fjárhæðarmarka og geta einstaklingar og fyrirtæki keypt hlutdeildarskírteini í slíkum verðbréfasjóðum án sérstakra fjár- hæðarmarka. Með þessu gefst al- menningi, sjóðum og fyrirtækjum tækifæri til að ávaxta fé sitt ann- ars staðar en á íslandi og dreifa þannig áhættunni af verðbréfaeign sinni auk þess sem innlendir aðilar sem keppa um hylli innlendra sparifjáreigenda þurfa framvegis að keppa við þau kjör sem í boði eru af jafntryggum fjárfestingum erlendis. * Erlendum aðilum er heimilt að kaupa markaðsverðbréf sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands og gefa út markaðsverðbréf hér á landi í íslenskum krónum eða er- lendri mynt. Þá er þeim heimilt að flytja til útlanda vexti og annan arð af verðbréfaeign svo og sölu- andvirði slíkra bréfa en hingað til hefur þurft sérstakt leyfi til þess og mun það án efa hafa dregið úr áhuga þeirra á að kaupa innlend verðbréf. Framvegis geta því inn- lendir aðilar sem þurfa t.d. á láns- fjármagni að halda gefið út skulda- bréf hér á landi og selt þau til erlenda aðila. * Innlendum aðilum er heimilt að taka erlend lán án þess að til- greina sérstaklega tilefni slíkrar lántöku ef ekki kemur til ábyrgð innlendrar fjármálastofnunar á láninu. Þá er innlendum aðilum heimilt að veita erlendum aðilum sambærileg lán. Fyrst í stað tak- markast lánsfjárhæðin við 3.750.000 kr. á hveiju almanaks- ári fyrir hvern einstakling. Um næstu áramót hækkar fjárhæðin í 5.625.000 kr., í 7.500.000 kr. 1. janúar 1992 og fellur loks niður 1. janúar 1993. í framtíðinni verð- ur því einstaklingum heimilt að taka lán í erlendum banka til að fjármagna bifreiða- eða húsakaup og fyrirtækjum að taka venjuleg rekstrarlán, svo dæmi séu nefnd. * Innlendum aðilum er heimilt að opna bankareikninga erlendis samkvæmt svipuðum reglum og gilda um gjaldeyrisreikninga í inn- lendum bönkum og sparisjóðum. Innstæður eru í fyrstu takmarkað- ar við 750.000 kr. en mörkin hækka í 1.500.000 kr. um næstu áramót, í 3.750.000 kr. 1. janúar 1992 og falla niðui' í ársbyijun 1993. * Reglur um gjaldeyrisyfir- færslur af ýmsu tilefni, t.d. vegna gjafa og greiðslu arfs, eru rýmkað- ar úr 14.000 kr. í 200.000 kr. Þá eru reglur um gjaldeyrisyfirfærslur vegna búferlaflutninga rýmkaðar verulega þannig að innlendir aðilar geta yfirfært verðmæti eigna sinna til útlanda um leið og þeir hafa sest þar að. Um samkeppni milli ferðaskrifstofa Athugasemd frá formanni Félags íslenskra ferðaskrifstofa Stór hluti þjóðarinnar nýtir sér þjónustu ferðaskrifstofa ár hvert, m.a. til sólarlandaferða. Nánast undantekningalaust kaupa menn sína ferð að vel athuguðu máli, eft- ir að hafa gert samanburð á milli tveggja eða fleiri ferðaskrifstofa um verð og innihald þessara ferða. Öllum þessum farþegum er vel kunnugt um hve hörð samkeppni ríkir á milli ferðaskrifstofa og að sömu niðurstöðu hafa margir kom- ist einungis með að skoða auglýs- ingar frá ferðskrifstofum sem er hreint ekki svo lítið af. Ef það skyldi nú samt vefjast fyrir einhveijum hvort ferðaskrif- stofurnar eiga í samkeppríi vil ég benda á einfalda leið til að ganga úr skugga um þetta. Sem sé að verða sér úti um bæklinga frá nokkrum ferðaskrifstofum, helst einnig frá í fyrra og gera saman- burð. Þá kemur í ljós mjög mikil fjölbreytni í verði og innihaldi ferða, og mjög mismunandi verðbreyting- ar á milli ára. Sömuleiðis að þar sem tvær ferðaskrifstofur eru með sams konar ferð, t.d. sólarlandaferð á sama stað og sama hótel, er verð- ið alls ekki það sama. Það þarf því ekki djúpvitran mann til að sjá að allt tal um sam- ráð við verðlagningu á sólarlanda- ferðum er út í hött. Þvert á móti hefur samkeppni milli ferðaskrif- stofa haldið verði í lágmarki og jafnvel neðan við lágmarkið ef marka má afkomu ferðaskrifstofa á síðasta ári. Til dæiríis um hvernig ferðaskrif- stofum hefur tekist til með samn- inga og verðlagningu þetta árið vil ég nefna að hjá þeirri ferðaskrif- stofu sem ég þekki best til hefur verð sólarlandaferða frá í ágúst í fyrra, þegar bæst lætur, lækkað í krónutölu um 13,2% en mest hækk- að um 12%. í 8 tilfellum af 11 er um að ræða verðlækkun milli ára. Þá eru teknar þær ferðir sem nú er verið að selja, þ.e. september- . brottfarir, og einungis skoðað verð þar sem sama hótel er í boði bæði árin. Á sama tíma hefur lánskjaravísi- tala hækkað um 14,4% svo hér munar 2,2—27,6 prósentumstigum sem er hreint ekki slæmt innlegg í þjóðarsáttina. Reykjavík, 22. ágúst 1990, Karl Sigurlyartarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.