Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 fclk í fréttum Pedrito gefin hressing. KRAFTAVERK Jarðskjálftafórnarlamb fannst á lífí eftir 14 daga! Guö læknar Heilun með hjálp Guðs anda án lyfja eða lækningajurta. Bókaverð 7,80 DM. Upplýsingar: Universal Life, Postfach 5643, D-8700 Wurzburg, W-Germany. GoldStar símkerfin eru hvarvetna viöur- kennd fyrir gæði og hugvitsamlega hönnun. • Ótal möguleikar fyrir allar stæröir fyrirtækja. • Vönduö uppsetning og forritun. 100% þjónusta. • Tugir ánægöra notenda. • Síðast en ekki síst: Frábært verö. KRISTALL HF. SKEIFAN 11B-SÍMI 685750 Ath! GoldStar sirninn m/símsvara á kr.9.952.- Enn súpa margir seyðið af jarð- skjálftanum mikla sem varð á Filippseyjum á dögunum, en fjöldi manns fórst og eignatjón var gífur- legt. Á meðfylgjandi mynd er verið að stumra }rfir Pedrito Dy, sem fannst á lífi 14 dögum eftir skjálft- ann. Fágætt er að fómarlömb lifi svo lengi bjargarlaus við slíkar aðstæð- ur. Pedrito var staddur í kjallara Hyatt-gistihússins sem hrundi til grunna. Þegar hann sá í hvert óefni var komið, þreif hann æfingadýnu og lagði hana tvöfalda ofan á sig. Hrundi síðan heilt þak ofan á hann, en hann slasaðist ekki lífshættu- lega. Var þó eitthvað brotinn og marinn. Það sem hélt í honum líftó- runni var að hann gat drukkið regn- vatn sem seitlaði niður í kjallarann til hans. Einnig lagði hann eigið þvag sér til munns og telur það hafa gert gæfumuninn. „Ég hefði ekki enst einn dag til viðbótar, ég var að gefast upp og hafði sætt mig við dauðann,“ sagði Pedrito. í alla flokka hafin! ffi Skírteinaafhending laugardaginn 8. september frá kl. 12.00-14.00 Suðurveri, sími 83730 - Hraunbergi, sími 79988 MANNVONSKA jt Anægðu börnin“ í Irak sögð óttaslegin Frægt er orðið hvernig Saddam Hussein íraksforseti lék barnavin í sjónvarpsþætti í íraska sjónvarpinu á dögunum. Þar mætti hann föðurlegur og í jakkafötum að þessu sinni en ekki í stríðsgallan- um eins og venjulega, talaði hlýlega við hóp breskra barna í einar 50 mínútur og spurði þau spurninga eins og þessara: „Fáiði ekki nóg kornfleks?" „Fáiði ekki nóga mjólk?“ „Hafiði ekki leikið ykkur á hjólabrettum í dag?“ „Hafiði ekki farið í tölvuleiki í dag?“ „Er ekki farið einkar vel með ykkur gestina mína?“ Þessu svöruðu börnin ját- andi. Öllum sem á horfðu var hins vegar ljóst að þetta var engin gleði- stund. Amma og afi eins drengjanna, Stuarts litla Mortons, sem búa í Bretlandi, vissu lítið um afdrif drengsins og foreldra hans þar til þau sáu sveininn unga á skjánum í fréttatíma. Þau sögðu að hann hefði augljóslega verið dauðskelk- aður, en sýnt mikla stillingu við erfiðar aðstæður. Þau sögðu að Stuart væri að öllu jöfnu glaðlegur og fjörugur peyi, en þarna hefði hann verið stjarfur og fámáll. Kvöldið eftir sjónvarpsþáttinn umtalaða mættu íraskir spyrlar með nýjan hóp gísla í sjónvarpssal og tóku að yfirheyra þá. Þýðandi snar- aði tilsvörum þeirra jafn óðum yfír á arabísku. Hann snaraði hins veg- ar ekki lokasetningu hins 16 ára gamla Bandaríkjamanns Ians Loek- wood, er hann sagði: „En við við viljum gjaman fara heim strax!“ COSPER Vincent, Nicolette og Jackie. VELGENGNI Sjónvarpsþættir gerðir úr bókum Jackie Collins Rithöfundurínn Jackie Collins, sem er systir hinnar víðfrægu leikkonu Joan Collins, gerir það ekki síður gott en systirin. Hún þykir mjög fær á sínu sviði, en bækur hennar eru hasarkenndar og segja frá fólki sem lifir hinu ljúfa lífi í Hollywood og Los Angeles, þar sem fara sam- an áfengis- og lyfjaneysla, afbrot og fjölbreytilegt kynlíf. Nú hefur hún gert samning við NBC-sjónvarpsstöðina um gerð þáttaraða úr tveimur bóka sinna til viðbótar, en áður var búið að gera slíka þætti úr „Hollywood Wives“. Nú eru það bækumar „Lucky“ og „Chances“ sem fá þessa meðferð höfundinum til sannrar gleði því umtalsverður auður hennar mun að minnsta kosti tvöfaldast. Á með- fylgjandi mynd er Jackie lengst til hægri ásamt leikurunum sem fara munu með aðalhlutverkin, Vincent Irizarry og Nicolette Sheridan, sem mun á næstu dögum ganga að eiga Harry Hamlin úr þáttunum „LA Law“ fari ekkert úrskeiðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.