Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 JltargtiiiÞIafrffe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði ínnanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Víðtæk áhrif frá Persaflóa Augljóst er að heimsbyggðin öll á eftir að verða vitni að langvinnum deilum vegna innrásar íraka í Kúvæt. Á þess- ari stundu veit enginn hvaða stefnu deilan tekur. Dreginn hefur verið saman óvígur her í .Saudi-Arabíu og á höfunum í nágrenni íraks. Fer ekki á milli mála, að honum verður beitt af fullum þunga gegn Saddam Hussein einræðisherra. Víðtæk samstaða hefur myndast um efnahagsþvinganir gegn Irök- um og vonandi tekst að slæva þannig mátt Husseins að hann sjái sér þann kost vænstan að láta af ofríki sínu. Friðsamleg lausn hlýtur að vera kappsmál allra. Á hinn bóginn eru færð fyrir því sterk rök að eina leiðin kunni að vera sú að beita valdi til að koma ástandinu í viðun- andi horf. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna hefur samþykkt að valdi verði beitt við sérstakar aðstæður. Sú einstæða sam- þykkt er enn ein staðfestingin á því, hve samhuga þjóðir heims eru í fordæmingu sinni á Huss- eim Á sama tíma og leitað er allra leiða til að binda enda á hættu- ástandið vaxa umræður um það á Vesturlöndum, hvaða lærdóm- ur skuli dreginn af því. Nú þarf ekki lengur að taka stórákvarð- anir í alþjóðamálum með hlið- sjón af hinni gamalkunnu spennu milli austurs og vesturs. Bandaríkjamenn, Sovétmenn, Kínveijar, Bretar og Frakkar hafa neitunarvald í öryggisráð- inu og hefðu hver um sig getað hindrað hið sögulega samkomu- lag þar. Þótt þessi ríki séu sam- mála um meginstefnuna greinir þau á um áherslur og atriði i framkvæmd hennar, en láta þann ágreining ekki ráða ferð- inni. Fréttir berast af því að forystumenn í sovéska hernum hafí áhyggjur af því, hvílíka hernaðaraðstöðu Bandaríkja- menn og nánustu bandamenn þeirra hafa fengið við Persaflóa. Atburðirnir og viðbrögðin við þeim hafa þegar skapað nýjar aðstæður í heimsmálum. í Morgunblaðinu í gær kemur í fyrsta lagi fram, að George Bush Bandaríkjaforseti telur að bandamenn Bandaríkjanna eigi að leggja fjármuni af mörkum til að standa straum af kostnaði vegna aðgerðanna í Persaflóa. í öðru lagi telur Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, að framlag Evrópuríkja til lausnar Persaflóadeilunni sé ekki nægilega mikið, aðeins Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hafi staðið sig sem skyldi. í þriðja lagi vill Thatcher að stofnsáttmáli Atlantshafs- bandalagsins (NATO) verði endurskoðaður með það fyrir augum að sameiginlegar að- gerðir bandalagsþjóðanna tak- markist ekki innan landamæra þeirra. Jeane Kirkpatrick, fyrr- um sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og áhrifamaður meðal hægri manna í heimalandi sínu, tekur í sama streng og Thatcher. Tel- ur hún að tilveruréttur NATO sé beinlínis undir því kominn að það taki við stjórn hernaðar- mála í Mið-Austurlöndum af Bandaríkjamönnum. Þau atriði sem fram koma í máli Bush, Thatcher og Kirk- patrick snerta beint stefnumót- un og ákvarðanir íslenskra stjórnvalda. Þegar að því er hugað má minnast þess að Tyrkir eru aðilar að NATO og eiga landamæri að írak. Þar er talin hætta á átökum, sem hefðu bein áhrif á NATO og herstjórn- ir bandalagsins. Oskinni um fjárhagsstuðning er jafnt beint til ríkisstjórnar Islands og ann- arra og Atlantshafssáttmálan- um verður ekki breytt nema með samþykki allra aðildarríkj- anna. Það er ekki nýmæli að íslend- ingar leggi fram fé til sameigin- legra alþjóðlegra aðgerða sem miða að því að treysta öryggi og frið. Þá eiga islensk stjórn- vöíd að bregðast með jákvæðum hætti við hugmyndum' um breytingar á Atlantshafssátt- málanum er miða að því að gera NATO hæfara til að bregð- ast við á hættutímum án tillits til landamæra. Sérhvert aðild- arríki hefur neitunarvald á vett- vangi bandalagsins. Það eitt á að tryggja, að ekki verði teknar ákvarðanir þar sem ganga þvert á hagsmuni einstakra ríkja. Afskipti NATO á fremur að miða við sameiginlega hags- muni aðildarþjóðanna en land- fræðileg mörk. í þessu máli þarf að huga vel að hveiju skrefí og haga framkvæmdinni þannig að hún stuðli að því að minnka spennu en ekki auka hana. Atlantshafsbandalagið er öflugasta friðarhreyfingin í sögu mannkyns, áhrifa þess á að gæta eins víða og frekast er kostur. Söngsveitin Fílharmonía. — .. . .. í. Söngsveitin Fílharmonía: C-moll-messa eftir Moz- art og söngnámskeið SÖNGSVEITIN Fílharmonía hefur 31. starfsár sitt 3. september nk. Aðalverkefni vetrarins verður flutningur á C-moil-messu eftir Wolf- gang Amadeus Mozart, K 427, sem flutt verður í Háskólabió með Sinfóníuhljómsveit íslands 10. janúar 1991. Jólatónleikar verða í Kristskirkju snemma á jólaföstunni. Ákveðið hefur verið að gangast fyrir námskeiði til undirbúnings og til að hvetja ungt fólk til inngöngu í kórinn. Á námskeiðinu verður kennd raddbeiting, nótnalestur og undirstöðuatriði í tónfræði. Með námskeiðinu vill söngsveitin gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast kórstarfinu og auka kunn- áttu sína um leið. Raddprófun fer fram í lok námskeiðsins og gefst þá þátttakendum kostur á að ganga til liðs við kórinn. Kórstjóri Fílharmoníu er Úlrik Ólason og verður hann kennari á námskeiðinu ásamt Margréti Pálmadóttur, aðalraddþjálfara kórsins, og Elísabetu Erlingsdóttur, óperusöngkonu. Námskeiðið hefst mánudaginn 3. september klukan 20 og verður kennt í húsi FÍH í Rauðagerði 27 í Reykjavík, mánudaga, miðviku- daga og fimmtudaga í tvær vikur frá klukkan 20-22.30. Þátttöku- gjald er 3.000 krönur. Kórinn getur bætt við sig góðu söngfólki, sérstaklega í karlaraddir. Æfingar hefjast á C-moll-messu að- Ioknu námskeiðinu í Melaskóla, mánudaginn 17. september klukkan 20.30 og verður æft tvisvar í viku á þeim stað, mánudaga og miðviku- daga í vetur. Að loknum tónleikum í janúar mun kórinn hefja æfingar á verk- efni til flutnings vorið 1991, en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvert verkefnið verður, eða hvar flutningur fer fram. Textíllistakonurnar átta sem opna í dag sýrnngu a verkum sínum í Hafnarborg, Hafnarfírði, til 16. septem- ber. Hafnarborg; Átta textíllistakomir opna sýningu ÁTTA textíllistakonur opna samsýningu á verkum sinum í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, laugardaginn 1. sept- ember. Listakonurnar sem sýna eru Björk Magnúsdóttir, Fjóla Kristín Árnadóttir, Helga Pálína Brynjólfs- dóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hulda Sigurðardóttij, Ingiríður Óð- insdóttir, Kristrún Ágústsdóttir og Ragnhildur Ragnarsdóttir. Þær hafa numið í myndlistarskólum hér- lendis, í Skotlandi og Finnlandi og tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis. Á sýningunni í Hafnarborg gefur að líta fjölbreytta textíllist, svo sem máluð og þrykkt myndverk og nytjalist. Sex af þeim átta listakonum, sem taka þátt í þessari sýningu, reka sameiginlega textílvinnustofu að Iðnbúð 5 í Garðabæ. Vinnustofan, sem starfrækt hefur verið frá árinu 1986, gengur undir nafninu „4 grænar og 1 svört í sófa“. Tvær af listakonunum reka eigin vinnu- stofur, þær Kristrún Ágústsdóttir, í Lækjargötu 8 í Hafnarfírði og Fjóla Kristín Árnadóttir í Blönduhlíð 31 í Reykjavík. Textílsýningin, sem er sölusýn- ing, opnar í dag, laugardaginn 1. september, og stendur til sunudags- ins 16. september. Sýningin eropir alla daga, nema þriðjudaga, frá kl, 14.00 til kl. 19.00. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 25 Ritsafn Halldórs Lax- ness gefið út í Þýskalandi Þýskar útgáfur verka skáldsins til þessa orðnar rúmlega 80 BÓKAFORLAGIÐ Steidl í Þýskalandi hefur hafíð útgáfu á ritsafni Halldórs Laxness í nýrri gerð en áður hafa mörg útgáfufyrirtæki bæði í Vestur- og Austur-Þýskalandi gefíð út bækur skáldsins í mismunandi útgáfum. Sumar bókanna í nýja safninu hafa ekki áður komið á þýskan markað, aðrar eru nú þýddar á nýjan leik en nokkrar bókanna munu nú koma út í eldri þýðingum. Yfirbragð allra bókanna verður hið sama í ritsafninu og band þeirra vandað. Það er bókaútgáfan Vaka- Helgafell hf., útgefandi Halldórs Laxness hér á landi, sem annast sölu á útgáfúrétti verka skáldsins erlendis og hefur meðal annars haft milligöngu um þessar útgáfur bóka hans. í frétt frá Vöku-Helgafelli segir m.a.: „Fyrstu þijár bækumar í rit- safni Laxness hjá Steidl eru Vefar- inn mikli frá Kasmír, Kristnihald undir Jökli og Atómstöðin. Þetta er í fyrsta sinn sem Vefar- inn kemur út á þýsku en frumút- gáfa bókarinnar kom á markað hér á landi árið 1927. Prófessor Hubert Seelow sneri Vefaranum á þýsku en hann er jafnframt um- sjónarmaður þessarar nýju útgáfu á ritsafni Laxness í Þýskalandi. Seelow hefur einnig þýtt Atóm- stöðina og er þetta fyrsta útgáfa þeirrar þýðingar og að sögn þý- skra blaða mun vandaðri en þær sem fyrr hafa verið gefnar út. Kristnihaldið er gefið út í þýðingu Bruno Kress en sú þýðing hafði áður komið út í Austur-Þýska- landi. Geysimikill áhugi hefur verið á verkum Halldórs Laxness í Þýska- landi um langt árabil og eru sjálf- stæðar útgáfur verka hans í Vest- ur- og Austur-Þýskalandi orðnar samtals 50, og endurútgáfur þeirra bóka alls 31 eða 81 útgáfa i heild. Þessi útgáfusaga spannar nima hálfa öld eða frá því að Sjálf- stætt fólk kom út árið 1936, fyrst bóka Halldórs Laxness- á þýsku. Athygli þýskra íjölmiðla og al- mennings hefur mjög beinst að verkum Halldórs Laxness að und- anförnu ekki síst eftir að sýnd var í SDR-sjónvarpsstöðinni heimild- armynd Stöðvar 2 um skáldið og þann 20. ágúst síðastliðinn var kvikmynd Guðnýjar Halldórsdótt- ur, Kristnihald undir Jökli, sýnd á sömu rás á besta sjónvarpstíma. SDR-sjónvarpsstöðin stóð að gerð kvikmyndarinnar um Kristni- hald undir Jökli á sínum tíma. Myndir heitir í þýskri gerð Am gletscher og hefur stöðin nú tiln- efnt hana sem framlag sitt til þýskra sjónvarpsverðlauna þar sem valin verður besta myndin, besta handritið og veitt verðlaun fyrir bestu leikstjórnina." Steidl Romati ___________Halldór Laxness Halldór Laxness ?T a to aa WEBERVON STATION KASCHMIR Kitsafn Halldórs Laxness verður gefíð út í Þýskalandi. Bæn eftirherra Ólaf Skúlason biskup Þegar ég reit próföstum Þjóð- kirkjunnar bréf um síðustu helgi og fól þeim að ræða við presta próf- astsdæmanna um það, að í messum sunnudagsins yrði beðið fyrir friði í kirkjum landsins, var það ófriðar- hætta fyrir heim allan, sem var hvati þeirrar ákvörðunar. Hvorki hafði ég rætt við hóp svokallaðs „Jákvæðs átaks“, þegar það bréf var skrifað, né hafði ég hugmynd um það, þegar Valgerður Matthíasdóttir hringdi til mín og bað mig um að ræða við sig og nokkra aðra, að það væri þessi sér- staki hópur, sem hún var talsmaður fyrir. Á þriðjudaginn drukkum við séra Bernharður Guðmundsson, fræðslustjóri kirkjunnar kaffí með fimm manns á skrifstofu minni. Aldrei var einu orði minnst á þetta Jákvæða átak, svokallaða og ekki heldur í útvarpsþætti, sem þó stóð í tvær klukkustundir og biskupsrit- ari, séra Þorbjörn Hlynur Árnason, tók þátt í að ósk minni. Mér kemur það því óneitanlega spánskt fyrir sjónir, þegar Morgun- blaðið birtir stærðarmynd af þeim, sem telja sig vera frumkvöðla að biskupsbréfi til prófasta landsins og sérstakir fulltrúar kirkjunnar í guðsþjónustuhaldi og bænargjörð. Og lýsi ég því yfir, að þetta svokall- aða jákvæða átak hefur aldrei verið nefnt á nafn í þessu sambandi og kemur mér því algjörlega í opna skjöldu. Það sem við séra Bernharður ræddum við einstaklinga, sem báðu um fund með mér, var einvörðungu stríðshættan og nauðsynin að sam- einast í bæn. Stuðning þeirra þáði ég vitanlega og þótti gott, að sem flestir gengju til kirkju og tækju Áfram gefín gjald- frestur af vsk. í tolli Fjármálaráðherra hefur gefíð út reglugerð um að áfram skuli gefínn eins mánaðar gjaldfrestur á virðisaukaskatti af innfluttum vörum í tolli, en áður hafði staðið til að fella hann niður um mánaðamótin. Þessi ákvörðun er meðal annars til komin vegna þrýstings frá verzluninni og aðilum vinnumarkaðarins, sem töldu að vöruverð myndi hækka ef gjaldfresturinn yrði felldur niður. Þá telur fjármálaráðuneytiö að óbreytt fyrirkomulag muni stuðla.að bættum skattskilum. Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að gjald- fresturinn stuðlaði að lægra vöru- verði. Ef innflytjandinn yrði að greiða virðisaukaskattinn þegar í stað, auk þess að lána smásalanum andvirði vörunnar um einhvem tíma, eins og algengt væri, yrði hann að taka lán til þess að geta staðið skil á skattinum. Kostnaðinum af lántö- kunni yrði þá að velta út í verðlagið. „Þarna er verið að koma til móts við óskir verzlunarsamtakanna. Menn þurfa ekki að nýta sér gjaldfrestinn frekar en þeir vilja, en ef þeir eiga ekki peninga, geta þeir fengið gjald- frest. Við teljum að ef gjaldfresturinn yrði afnuminn myndi það leiða til hækkunar vöruverðs," sagði Magn- ús._ í fréttatilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu segir að reynsla af gjald- frestinum sé góð. Sérfræðingar ráðu- neytisins telji að verðlag muni hækka um '/2% ef hann verði felldur niður. Þá telur ráðuneytið að það skilyrði fyrir gjaldfresti, að innflytjandi sé skuldlaus við ríkissjóð, stuðli að betri skattskilum. Fjármálaráðuneytið telur að vegna þessarar ráðstöfunar muni 300-500 milljónir af áætluðum skatttekjum ríkissjóðs á árinu færast yfir á næsta ár. „Utlánageta bankakerfisins eykst að sama skapi af þessuni sökum. Lausafjárstaða bankanna er nú góð og þeir geta aukið útlán verulega um leið og eftirspurn eykst eftir láns- fé. Aukinn greiðsluhalli og aukin útlánageta bankanna vegna þessarar ráðstöfunar gæti hugsanlega stuðlað að þenslu í framtíðinni. Hins vegar skiptir nú mestu að koma í veg fyrir efnisleg eða táknleg tilefni til verð- hækkunar. Vel gengur að fjármagna halla ríkissjóðs í ár á innlendum láns- fjármarkaði, og hægt er með öðrum aðgerðum í peningamálum að eyða áhrifum framlengingarinnar á útlá- nagetu bankanna ef þörf er talin á,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. friði þátt í guðsþjónustuhaldinu. En ég talaði við annað fólk vegna þessa sunnudags. Það voru for- stöðumenn og leiðtogar kristinna trúarhópa og trúfélaga utan þjóð- kirkjunnar. Nefni ég Alfred Jolson, biskup kaþólskra, Einar Gíslason í hvítasunnusöfnuðinum, Björn Inga Stefánsson í Veginum, Gunnar Þor- steinsson í Krossinum og leitaði eftir samtali við fulltrúa Aðventista. Þetta eru þeir einu hópar eða full- trúar samtaka, sem ég ræddi við. Aliir þessir lýstu yfir áhuga sínum á því að taka þátt. í kristinni bænagjörð fyrir friði í heiminum. Ég vil koma þessu á framfæri vegna einkennilegrar myndbirting- ar í Morgunblaðinu og rangrar túlk- unar samtals, sem ég átti við hóp fólks, sem ég vissi ekki annað en hefði komið til mín sem einstakling- ar en ekki í umboði eins eða neins. Sem slíkum tók ég á móti þeim og þakkaði áhuga þeirra og stuðning. Og finnst einnig furðulegt, að bréf, sem ég reit fjölmiðlum er falið í viðtali við áðurnefnt fólk. Ég vona, að þetta verði ekki til að spilla samhug íslenskrar þjóðar vegna bænar fyrir friði og fólk fylli kirkjur og samkomustaði og feli Guði í Jesú nafni framtíð sína og annarra. Hér fer í heild bréf biskups um bæn fyrir friði í heiminum: „Fátt virðist brothættara en friðurinn. Stór orð á merkum stundum verða sem hjóinið eitt, þegar raunveruleikinn þrýstir Ólafur Skúlason myndum og fregnum af styrjöld- um og eyðingu fram fyrir svo til hvern einasta mann. Fleiri falla á vígvöllum en við gefum okkur tíma til að hugsa um dagsdaglega. Hætta án beinna styrjalda er líka víða. Ofbeldi og jafnvel morð virðast við hvers manns dyr. Þó fer ekki á milli mála að ógnartíðindi úr Austurlöndum skjóta öllum skelk í bringu. Eng- inn fær umflúið hugsanir um endurtekningu þess, sem eitt sinn lagði borgir í rúst, tvístraði fjölskyldum og ógnaði jafnvel heilum kynþáttum með útrým- ingu. Þótt svo virðist, sem barist sé um olíu í Arabalöndum og hefur vitanlega áhrif á afkomu allra barna jarðarinnar, er ekki síður verið að berjast um hug en olíu. Hatrið getur ekki síður eytt en byssukúla. TilUtsleysi tærir eiris og eiturvopn. Eg hef því skrifað öllum pró- föstum Þjóðkirkjunnar og beðið þá um að koma þeim tilmælum á framfæri við presta, að sérstak- lega verði beðið fyrir friði í guðs- þjónustum komandi sunnudags, þess annars september. Og í bæn felist ákall um að hugur hreins- ist af hatri og byssur hætti að spúa eldi, að beðið sé um lotn- ingu fyrir lífi og skilningi á því, að hörmungar eins heimshluta vitja allra fyrr eða síðar. Ég hef einnig snúið mér til annarra kirkjudeilda hér á landi og beðið um stuðning við bæn- arákaUið. Hefur málaleitan minni alls staðar verið tekið af fullum skilningi og samstarf feg- insamlega þegið. Einnig hef ég skrifað höfuðbiskupum hinna Norðurlandanna og skýrt þeim frá þessu áformi okkar og lagt til að norrænar þjóðir sýni sam- stöðu í því að virkja þjóðir í bæn um frið. Fjölmiðla- og listafólk hefur einnig lagt þessu máli öflugan *■ og góðan stuðning og þakka ég það og höfða til þjóðarinnar allr- ar um þátttöku í bænarákalli fyrir friði á jörðu. Þeir sem geta sæki guðsþjónustu í kirkju sinni, en aðrir hlýði á útvarpið sitt eða leggi bæninni lið í einrúmi. Við fréttum af hermönnum, sem halda til hugsanlegra orr- ustusvæða. Sem betur fer eru engin slík á íslandi. En leggjum okkar fram í annars konar bar- áttu, baráttu bænarinnar fyrir friði og bróður- og systurþeli. Samstaðan skiptir miklu: Sam- huga þjóð frammi fyrir Guði skiptir alla máli.“ Leiðrétting vegna sam- eiginlegrar bænastundar í TILEFNI af viðtali sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 31. ágúst, undir yfirskriftinni: „Sameiginleg bænastund fyrir friði“, viljum við taka eftirfar- andi fram: I viðtalinu segir: „Það er hópur- inn Jákvætt átak sem átti frum- kvæðið að þessari hugmynd." Þetta viljum við undirrituð leið- rétta. Þjóðkirkjan, undir foiystu herra biskups íslands, Olafs Skúlasonar, á frumkvæðið að þessu átaki og er það stórkostlega jákvætt átak hjá Kirkjunni til að sameina alla landsmenn í bæn fyrir heimsfriði. Hópurinn sem rætt var við í umræddri grein er aðeins einn af mörgum ólíkum hópum sem bisk- upinn hefur átt viðræður við. Undirritaðir tóku að sér sem ein- staklingar, er tengjast fjölmiðlum, að vera tengiliðir og vekja at- hygli á þessu þarfa framtaki kirkj- unnar. Undirritaðir vilja hvetja alla landsmenn til þess að sameinast undir merkjum kirkjunnar ogtaka þátt í sameiginlegri bæn í húsi drottins. Við hörmum þann misskilning sem kemur fram í umræddri blaðagrein og við undirrituð ber- um alfarið ábyrgð á. Valgerður Matthíasdótt- ir, Edda Björgvinsdóttir, Inger Anna Aikman, Guðrún Óladóttir, Guðmundur Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.