Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Farðu að finna vini þína um helg- ina. Hikaðu ekki við að láta skoð- anir þínar í ljós á fundi sem þú tekur þátt í. Þig langar að slá þér upp í kvöld. Gættu þess að fara ekki yfir mörkin. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú iumar á nýjum hugmyndum í dag. Fjárhagshorfurnar fara batnandi hjá þér núna, en það er viss hætta á að þú eyðir of miklu í þágu heimilisins í dag eða til veisluhalda í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Þú hefur rétt fyrir þér í þvi sem þú hefur að segja. Ævintýraþráin í bijósti þínu ýtir undir að þú reynir eitthvað nýtt. Sumum þeirra sem þú umgengst í kvöld hættir til að ýkja eða raupa. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hg Þú ættir að kanna vandlega alla þætti fjárfestingar sem þú ert að velta fyrir þér fremur en að kasta þér út í eitthvert óvissuævintýri. Þér eða maka þínum hættir til að eyða of miklu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert með daufgerðasta móti fyrri hluta dagsins, en nýtur lífsins síðdegis í hópi fjölskyldu og vina. Reyndu að hafa hemíl á sjálfsánægjunni í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Þú leggur hart að þér núna og kemur öllu því í verk sem þú ætlaðir þér. Það er hætta á að þetta geti komið þér úr jafnvægi þegar þú ætlar að slappa af í kvöid. (23. sept. - 22. október) Nú er um að gera að snúa sér að tómstundamálunum. Þú ættir fremur áð krækja þér í svolitla útiveru en bjóða til þín gestum. Það gæti örðið fremúr hávært og fyrirgangssamt samkvæmi: Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú verður í önnum við ýmis verk heima við í dag. Þú stefnir hátt í iífinu, en átt til að Kta fram hjá ákveðnum hagkvæmnissjónar- miðum. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú nýtur þess að tala við maka þinn í dag, en öðrum sem þú hitt- ir hættir til að ýkja eða láta und- ir höfuð leggjast að standa við orð sín. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Þú ert í reglulegum vinnuham í dag og helgar starfinu allan tima þinn. Það er af hinu góða að fá auknar tekjur, en það cr einnig hugsanlegur kostur að draga úr eyðslu. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Rómantík og ævintýri verða á vegi þínum í dag. Góða skemmt- un, en mundu að ekki er víst að loforðin sem þér verða gefin verði efnd. Vertu ekki of auðtrúa. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Mundu að betur vinnur vit en strit og kapp er best með forsjá. Þú leggur hart að þér við að leysa ákveðið verkefni, en verður svo- lítið á í messunni. Forðastu óhóf. AFMÆLISBARNIÐ er sjálfstætt og fullt af sjálfstrausti. Þvi geng- ur gjama vel í viðskiptum og er frumlegt í hugsun. Stundum verður það að gæta sín á að sjálfshyggjan og sérgæðingshátt- urinn spiili ekki fyrir því. Það er heiit í starfl og leggur hart að sér tii að ná settum markmiðum. Það er mikilvægt að það sé ævin- lega trútt hugsjónum sínum . Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. GRETTIR TOMMI OG JENNI FERDINAND THE /AAILMAN PIP IT AGAlN! HEKEEP5 LEAVlNG U5 LETTER5 ADDRE55ED TO " BR0UJNIE CMARLE5" Pósturinn hefur gert það einu sinni enn! Hann heldur áfram að bera til okkar bréf stíluð á „Bjarna Kalla“. IVE TOLD HIM TI4IRTY TIME5 THERE'SNOONE UCPC Rt/ TUAT MAAáC I Ég hef sagt honum það þrjátíu sinnum, að hér er enginn með því nafni! TM05E LETTER5 WERE F0R y no ME.'TWAT'5U)HATPEG6V/ Y0U'rE JEAW CALL5 ME! l'M f not.Vou'RE "BR0UIMIE CHARLES'! \ ojeirp.. Þessi bréf voru til MÍN! Það er það sem Palla Jóns kallar mig. Ég er „Bjarni Kalla“!! nei, þú ert það ekki... Þú ert skrýtinn. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Úrslitaleikur Bandaríkjanna og Pakistans 1981. Spil 43. Þao eru ekki alltaf „stóru spil- in“ sem viðhalda áhuga áhorf- enda í bridskeppni. Stundum þarf aðeins eitt lítið grand. Suður gefur; enginn á hættu. Vestur Norður ♦ G52 VK963 ♦ 5 ♦ ÁG954 Austur ♦ 10964 4 73 ♦ AG54 V D1072 ♦ 1076 ♦ AKD98 ♦ 73 ♦ K6 Suður ♦ ÁKD8 ♦ 8 ♦ G432 ♦ D1082 Opinn salur. Vestur Norður Austur Suður Arnold Masood Levin Zia — — — 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass Pass Pass Lokaður salur. Vestur Norður Austur Suður Nishat Meckst. Nisar Rodwell — — — 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 1 grand 2 tíglar Pass Pass 2 spaðar Pass Pass Pass I lokaða salnum átti Rodwell ekki í nokkrum vandræðum með að taka 8 slagi í 2 spöðum — 110. Grandið virðist líka vera nokkuð traust, en Levin hitti á eitrað útspil, tígulníu! Hann vissi af 4-lit í blindum svo þetta gat tæplega kostað slag. Masood gaf Levin homauga, en lét þó lítinn tígul úr borðinu. Levin sá þá 5 slagi á tígul og einn á laufkóng. Enn vantaði slag og hann ákvað að sækja strax — spilaði hjartat- visti. Arnold drap á hjartaás og sendi lítið hjarta um hæl. Mas- ood drap á kóng og tók fjóra spaðaslagi. Levin sá fyrir sér að honum yrði spilað inn á tígul í lokastöðunni til að spila frá lauf- kóng, svo hann henti laufsex- unni við fyrsta tækifæri. Hann vissi ekki um hjartagosann. En Masood var líka með borð- tilfinninguna í lagi. Hann húrr- aði út laufdrottningu og þegar Arnold lét lítið án sýnilegra við- bragða, stakk hann upp ás og felldi kónginn — 180 í NS og 2 IMPar til Pakistans. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Cappelle la Grande í Frakklandi í sumar kom þessi staða upp í skák enska al- þjóðameistarans Mark Hebden (2.530), sem hafði hvítt og átti leik, og Frakkans Pichon (2.315). 26. Hb8! - Dxb8, 27. Rxf6+ - Kh8, 28. Rg5 (Eftir 28. Rxe8 — Dxe8 væri allt í sómanum hjá svarti. Hvítur lék ekki 26. Hb8! til að létta á svörtu stöðunni!) 28. - Hf8, 29. Dh5 - h6, 30. Dxf7! (Sérlega glæsilegt, eftir 30. — Hxf7, 31. Rxf7 er upp komið fá- séð mát með tveimur riddurum) 31. — Rc5, 32. Dg6 og svartur gafst upp, því hann er óverjandi mát, en 32. Dg8+! Hefði þó verið örlítið glæsilegra. Hebden sigraði á mótinu ásamt sovézkra stór- meistaranum Rashkovsky. Þeir hlutu báðir 7 ‘A vinning af 9 mögu- legum, en Englendingarnir Con- quest og Willie Watson komu næstir með 7 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.