Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 39 Saddam notaði þetta tækifæri einn- ig til að halda ræðu þar sem hann kallaði alla vestrænu gíslana gesti Iraks og þeir væru óðum að verða hetjur vegna hlutverks þeirra í Persaflóadeilunni. „Þið, gestir mínir, eruð að koma í veg fyrir stríð,“ sagði Saddam meðal annars. Þetta athæfi íraka hefur verið harðlega gagnrýnt og talið til marks um hinn ómerkilegasta leikaraskap, þar sem börn og saklaust fólk sé notað til að svala yfirráðasýki ein- ræðisherrans. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jón Helgason og Birgir Orn Björnsson við vélina áður en þeir lögðu af stað áleiðis til Chicago. HEU3I JðNSSON LEIGUFUIG FLUGSKOLI Stuart litli Morton milli steins og sleggju. FLUG Gömul flugvél kveður essir ungu flugmenn hjá Flug- félaginu Odinair, Jón Helga- son og Birgir Öm Bjömsson, flugu þessari flugvél félagsins sl. mið- vikudag til Bandaríkjanna. Flugvélin er fyrsta flugvél félags- ins á flugleiðinni Reykjavík-Kulu- suk á austurströnd Grænlands er það hóf reglulegt farþegaflug á þessari flugleið árið 1981. Odinair er flugfélag Helga Jóns- sonar og fjölskyldu hans. Jón Helgason flugmaður er sonur hans. Flugferðinni vestur til Banda- ríkjanna átti að ljúka í Chicago. Þar fer flugvélin í skoðun. Ráðgert er að félagið selji flugvélina úr landi. Hún er af Mitsubishigerð, tekur 9 farþega. Millilenda átti í höfuðstað Græn- lands, Nuuk, en lenda síðan í Gæsa- flóa og halda áfram vestur. Var gert ráð fyrir 15 tíma flugi til ákvörðunarstaðar. Um leið og flugvélin hóf sig til flugs um hádegisbilið.lagði önnur tveggja nýrri flugvéla Odinair- félagsins af Jetstream-gerð af stað í áætlunarflug til Kulusuk. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS minnir á nokkrar útgáfubækur sínar á tímamót- um, þegar virðisaukaskattur fellur af íslenskum bókum, m.a.: íslensk orðabók íslenskir sjávarhættir, 1.-5. Kortasaga íslands, 1.-2. Passíusálmarnir Þingvellir Þjóðhátíðin 1974, 1.-2. Hafrannsóknir við ísland Umbúðaþjóðfélagið Góðar bækur! Lækkað verd! BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS, Skálholtsstíg 7. ENDUREISN Linda Blair hefur sig til virðingar á ný Leikkonan Linda Blair, sem gerði garðinn frægan aðeins 14 ára gömul í hryllingsmyndinni „The Exorcist", hefur nú verið hafin til vegs og virðingar á nýjan leik. Eftir að hafa skilað lilutverki sínu með glæsibrag í hrollvekjunni frægu, lá leiðin niður á botninn hjá henni. Hún þoldi ekki vel- gengnina og spennuna og sökkti sér í lyíjaneyslu og brennivíns- diykkju. Þegar þannig var komið bauðst henni ekkert annað en lítil hlutverk í lélegum kvikmyndum þar sem uppistaðan í hlutverkun- um var oftar en ekki að klæða sig úr hverri spjör og jafnvel fara í rúmið með hinum og þessum b-leikurum. Linda, sem nú er 31 árs, segist hafa afborið öll nektaratriðin ein- ungis vegna þess að það hafi aldrei runnið af henni víman. Hún hafi talið sjálfri sér trú um að hvert hlutverk sem hún fengi, hversu lélegt sem það var, væri skref á leiðinni á toppinn á ný. Loks hafi hún sem betur fer séð að sér, að hún þyrfti að taka sér tak fyrst, síðan gæti hún klifið stigann á nýjan leik. í öllu raglinu hafí hún nefnilega þrátt fyrir allt aldrei hætt að trúa því að hún væri ágæt leikkona og fleiri munu á þeirri skoðun. Nú þykir hún hafa sannað það með leik sínum í áströlsku spennu- myndinni „Dead Sleep“. Þar leikur Linda aðalhlutverkið, hjúkrunar- konu á geðsjúkrahúsi sem býst til að fletta ofan af mistökum lækna, sem snúast hart til varnar. Linda segir að ef til vill eigi hún að vera upp með sér að hvert mannsbarn sem fylgist með kvikmyndum skuli muna eftir henni úr „The Exor- cist“, en sannast sagn vilji hún helst gleyma hlutdeild sinni í þeirri kvikmynd, því þar hafi verið upp- hafið að ógæfu hennar. XJöfóar til JlA fólks í öllum starfsgreinum! Hlutverkunum fylgdi nær undan- tekingalaust sá hængur að fara úr fötunum, að minnsta kosti að ofan. HAGKAUP Opnunartími í vetur KRINGLA Mánud.-föstud. Matvörubúð Föstudaga Laugardaga 10-19 10-19.30 10-16 SKEIFA Mánud-fimmtud. 9-18.30 Föstudaga 9-19.30 Laugardaga 10-16.00 EIÐISTORG Mánud.-fimmtud. 9-18.30 Föstudaga 9-19.30 Laugardaga 10-16.00 HOLAGARÐUR Mánud.—fimmtud. 9—18.30 Föstudaga 9—19.30 Laugardaga 10-16.00 KJORGARÐUR Mánud-fimmtud. 9-18.00 Föstudaga 9-19.00 Laugardaga 10-H.00 HAGKAUP /4CCt t einni £enú HÝTT SÍMANÚMER ^aVSINGADÖlD^ éSHIn Kennslustaðir: Auðbrekku 17, Kópavogi og „Hallarsel“ við Þarabakka 3 í Mjódd. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar mánud. - laugard. ki. 10:00 - 19:00 dagana 1.-12. sept. í síma: 64 1111. Kennsla hefst fóstud. 14. sept. Kennsluönn er 15 vikur, og lýkur með jólaballi. Hinir frábæru SUPADANCE skór fyrir dömur og herra í öllum stærðum og gerðum. FÍD Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.