Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 Fjórðungsþing Norðlendinga: Látum hugsanleg von- brigði vegna álvers ekki draga úr okkur mátt - segir Björn Sigurbjörnsson fráfar- andi formaður Fjórðungssambandsins „EG OSKA þess fyrir hönd Norðlendinga, að öll sú orka, samstaða og áhugi sem fram hefur komið um að byggja álver í Eyjafirði geti áfram nýst í öðrum málum hér á heimaslóð. Látum hugsanleg von- brigði vegna staðsetningar álvers ekki draga úr okkur allan mátt. Þá verður enn frekari ástæða til breiðrar samstöðu til uppbyggingar og leitunar að nýjum leiðum. Þá má segja: Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ Þetta sagði Björn Sigurbjörnsson fráfar- andi formaður Fjórðungssambands Norðlendinga í ræðu sinni við upphaf 32. þings sambandsins sem hófst á Sauðárkróki í gær. Björn Sigurbjörnsson sagði í skýrslu sinni sem hann flutti á þing- inu í gær, að bygging áivers væri það mál sem hvað heitast hefði brun- nið á sveitarstjórnarmönnum undan- farið. „Við landsbyggðarmenn telj- um að hér sé nánast um fjöregg byggðar utan höfuðborgarsvæðisins að ræða. í þessu máli eins og svo mörgum öðrum sem skipta lands- byggðina svo miklu máli verður að standa saman því ekki vantar að reynt sé að etja okkur saman með hinum furðulegasta hætti og þá er ekki alltaf vandratað til málflutn- ings,“ segir Björn. Hann sagði mikinn samhug ríkja um það á meðal landsbyggðarmanna að álver risi utan Stór-Reykjavíkur- svæðisins. „Við megum ekki líta svo á að með tilkomu álvers á Norður- landi sé þar með allur vandi leystur Félagsmálaráðuneytið: Urskurðir gefnir út Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út úrskurði sína á sviði sveit- arsljórnarmálefna, byggingar- og skipulagsmála 1986-1990. Félagsmálaráðherra er skylt að skera úr ef viss ágreiningur rís í sambandi við framkvæmd þygging- ar- og skipulagsmála. Úrskurðir ráðuneytisins á sviði byggingar- og skipulagsmála hafa mikið upplýs- inga- og fordæmisgildi fyrir sveitar- stjórnir og almenning og hefur fé- lagsmálaráðherra því ákveðið að birta einnig þá úrskurði sem kveðnir hafa verið upp á sviði byggingar- og skipulagsmála 1986-1990, segir í frétt frá ráðuneytinu. um ókomna framtíð. Alver getur verið gott með, við verðum að huga að almennri uppbyggingu atvinn- ulífsins, menntunarmöguleikum og slíku. Stóriðja getur verið fallvölt gæfa og ekki heppilegt að hafa öll egg í sömu körfu,“ sagði Björn. Askell Einarsson framkvæmda- stjóri fjórðungssambandsins ræddi einnig um stöðu landsbyggðar og byggðamálin í skýrslu sem hann flutti á þinginu. Hann sagði að á löngum ferli sínum í forsvari fyrir norðlenska byggðahagsmuni hefði hann aldrei orðið var meira vonleys- is hjá landsbyggðarfólki og nú, bú- seturöskunin virtist vera orðin nátt- úrulögmál. Hann sagði meginorsakir búseturöskunar á íslandi mega rekja til staðarvals fjárfestinga af erlend- um toga og með erlendri fjármögn- un. „Það fer fyrir mér eins og mörg- um dreifbýlismönnum, að óttast spennufall, ef svo fer að Suðurnesja- menn fá bættan missi þorskkvóta með álveri," sagði Áskell. „Hvernig sem fer með staðarval áliðju er ljóst að landsbyggðarmenn mega ekki láta hugfallast. Við verðum að treysta á okkur sjálf.“ Umhverfismál voru aðalmál þingsins og voru haldnar fjórar framsöguræður þar um. Haukur Hafstað fyrrverandi fonnaður land- verndar ræddi m.a. um mengun, Júlíus Sólnes umhverfisráðherra Ijallaði um stjórnsýslulega þætti umhverfismála og gerði grein fyrir hinu nýja umhverfisráðuneyti og verkefnum þess. Hann kom m.a. inn á það í erindi sínu hversu langt Is- lendingar eru á eftir öðrum þjóðum hvað varðar sorphirðu og eyðingu, en á næstu árum yrði rækilega farið ofan í þau mál. Ingvi Þorsteinsson magister fjallaði um gróðurvernd og Sveinn Guðmundsson heilbrigðisfull- trúi ræddi um umhverfismál frá sjónarhóli sveitarfélaganna. Morgunblaðið/Sverrir Frá afhendingu heiðurslauna Brunabótafélags Islands. I aftari röð eru stjórn og forstjóri BÍ, frá vinstri Friðjón Þórðarson, Hreinn Pálsson, Guðmundur Oddsson sljórnarformaður, Ingi R. Helgason forstjóri BI, Andres Valdimarsson, Þórður H. Jónsson og Hilmar Pálsson. I fremri röð eru sr. Jón Bjarman, sem tók við heiðurslaunum sr. Þórhalls Höskuldssonar, Krislján Jónsson sem tók við heiðurslaunum Kristín- ar Jónsdóttur, Jón Geir Ágústsson og Steinar Waage, sem tók við heiðurslaunum EIsu Waage. Fimmta heiðurslaunahafanum, Þresti Þórhallssyni, verða afhent launin á Höfn í Hornafirði, þar sem hann keppir á Skákþingi Islands. Brunabótafélag íslands; Fimm einstakling- nni veitt heiðurslaun i I I FIMM einstaklingum voru í gær veitt heiðurslaun Brunabótafélags Islands. Heiðurslaunin hlutu Elsa Waage söngkona úr Reykjavík, Jón Geir Ágústsson byggingarfulltrúi á Akureyri, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Þórhallur Höskuldsson sóknarprestur á Akureyri og Þröstur Þórhallsson alþjóðlegur skákmeistari frá Reykjavík. Alls sóttu um 40 manns um heiðurslaun BI. Heiðurslaun BÍ eru árlega veitt umsækjendum, og samsvara launin í heild einum árslaunum yfirkenn- ara við menntaskóla^ Aðeins Jón Geir Ágústsson gat komið því við að veita heiðurslaun- unum viðtöku eigin hendi. Ingi R. Helgason, forstjóri BÍ, sagði það ánægjulegt að hin fjögur, sem ekki gátu komið, væru upptekin við þau störf, beggja vegna Atlantsála, sem heiðurslaunin voru veitt til. Elsu Waage voru veitt heiðurs- laun í þijá mánuði til að fullnuma sig í sönglist og stundar hún nú söngnám í Bandaríkjunum. Faðir hennar, Steinar Waage, veitti heið- urslaunum hennar viðtöku. Jóni Geir Ágústssyni eru veitt heiðurslaun í þijá mánuði til að gera honum kleift að kynna sér erlendis stjórnkerfi á sviði bygg- ingareftirlits, brunavarna og örygg- isþátta við mannvirkjagerð. Kristín Jónsdóttir myndlistar- maður hlaut heiðurslaun í tvo mán- uði í því skyni að gera henni kleift að taka boði um þátttöku í alþjóð- legri textílsýningu í Árósum nú í haust. Kristín er nú á leið til Árósa að setja upp sinn hluta sýningarinn- ar og veitti bróðir hennar, Kristján Jónsson, heiðurslaunum hennar við- töku. Þórhallur Höskuldsson hlaut heiðurslaun í tvo mánuði í því skyni að auðvelda honum að sinna rann- sóknarverkefnum á fjármálatengsl- um ríkis og kirkju og ráðstöfun á kirkjueignum. Þórhallur er þegar farinn til þessara rannsókna og er í Noregi. Sr. Jón Bjarman veitti heiðurslaunum hans viðtöku. Þröstur Þórhallsson hlaut heið- urslaun í tvo mánuði í því skyni að auðvelda honum þátttöku í skák- mótum erlendis. Þröstur keppir nú á Skákþingi Islands á Höfn í Horna- firði. Honum verða afhent heiðurs- launin þar á sérstökum stjórnar- fundi BI, sem haldinn er þar í sam- ræmi við þá venju, að halda árlega einn stjórnarfund utan Reykjavíkur. Skaddað- ist á auga 19 ÁRA piltur skaddaðist á auga í vinnuslysi í Straumsvík í fyrra- kvöld. Verið er að skipta um klæðningu á kerskála álversins. Fyrr um daginn hafði bygginga- maður misst framan af fingri þegar steypumót sem verið var að hífa vð nýbyggingu við Hjallabraun slóst til þannig að hönd hans klemmdist mílli mótsins og veggs. Austfírðingar ekki boðaðir til fundar með forstjórum álfyrirtækja: Ef álver rís á Reykjanesi komi aukinn fiskveiðikvóti í hlut landsbyggðarinnar - segir Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkamannafélagsins Arvakurs á Eskifirði JÓN Sigurðsson, iðnaðarráðherra, segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna fulltrúar verkalýðsfélaga á Austurlandi hafi ekki verið boðaðir til fundar við forstjóra tveggja álfyrirtækja í Atlantal-hópnum, en forstjórarnir funduðu með fulltrúum verka- lýðsfélaga af Norðurlandi og Suðurnesjum á miðvikudag. Hann sagði að ekki væri ástæða til að draga þá ályktun af þessu að Reyðarljörður væri ekki lengur inn í myndinni hvað staðsetningu álvers snerti. Hrafnkell A. Jónsson, formaður verkamannafélags- ins Árvakurs á Eskifirði, segir hins vegar að þetta sýni að Reyðar- (jörður sé ekki inn í myndinni og hafi sennilega aldrei verið það. Ef álver rísi á Reykjanesi eins og allt virðist benda til þá sé ekki nema eðlilegt að meiri fískkvóti komi í hlut landsbyggðarinnar. Jón sagði að ráðuneytið hefði ekki skipulagt eða boðað þessa fundi, þó það hefði haft milligöngu um að útvega húsnæði og tengja menn saman. Hann benti á að tíminn hefði verið mjög naumur, þar sem annar forstjórinn hefði stoppað í einn dag og hinn í hálf- an. Aðspurður hvört þetta sýndi ekki svart á hvítu að Reyðarfjörð- ur væri út úr myndinni hvað stað- setningu álvers varðaði sagðist hann ekki vilja líta þannig á, þeir væru enn að skoða þessa þrjá staði og það væri ekki tímabært að túlka þetta þannig. „Leiksýningin er búin hjá Jóni og nú dregur hann tjöldin frá. Ég held það sé afskaplega einföld skýring á því að ráðuneytið hefur ekki séð ástæðu til þess lengur að hafa í gangi þessar blekkingar sem þeir hafa verið með og vænt- anlega hafa þeir ekki verið með Reyðarfjörð inn í myndinni í neinni alvöru," sagði Hrafnkell A. Jónsson í samtali við Morgun- blaðið. „Ég býst nú við að menn haldi svona flestir ró sinni,“ sagði hann aðspurður um viðbrögð Austfirð- inga. „Bæði finnst okkur þessi vinnubrögð heldur ósmekklegur leikur hjá ráðneytinu og síðan líta menn með miklum ugg til þess ef fer sem horfir að álverksmiðja verður byggð suður á Reykjanesi. Við vorum hér fyrir nokkrum dög- um á fundi hjá Sambandi sveitar- félaga á Austurlandi og þar voru okkur birtar mjög uggvænlegar tölur frá Byggðastofnun um byggðaþróun hér næsta áratuginn að óbreyttu. Jafn mikii fr.am- kvæmd á aðalþenslusvæðinu eins og bygging álverksmiðju er mun auka þessa byggðaröskun veru- lega. Það er alveg ljóst að það má ekki fækka fólki sem neinu nemur víða úti á landi meðal ann- ars hér fyrir austan til þess að við getum farið að tala um að byggð sé alvarlega í hættu.“ Hann sagðist ekki sjá annað en að sú krafa kæmi upp að tek- in væri upp stýring hvaða aðra þætti atvinnumála snerti en þenn- an, þar sem ríkið væri aðili að þessu máli og réði verulegu um staðsetninguna. Hann liti svo á að með þessu væri verið að( taka ákvörðun um að nýta vatnsaflið, sem væri auðlind á Austurlandi, suður á Reykjanesi. „Ég tel þá eðlilegt að aðrar auðlindir sem hugsanlega liggja betur við nýtingu hér eins og fiski- stofnar og til dæmis sú sauðfjár- rækt sem kemur til með að vera hagkvæmt að reka hér í landinu, að þeim verði beinlínis ráðstafað til nýtingar utan suðvesturhorns- ins. Ég teidi ákaflega eðlilegt að í kjölfar mikillar þenslu suður á Reykjanesi yrði kvótum í fiskveið- um, vinnslu loðnu- og síldarafurða beint inn á Austurlandið. Það hef- ur reyndar komið ljós að þeir geta ekki rekið neitt fyrirtæki almenni- lega suður á nesi, alla vega ekki í útgerð og fiskvinnslu, þannig að ég held það fari best á því að , við fáum að gera það hér út á landi þar sem þó hefur tekist að gera þetta þokkalega á einstaka stað,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson að lokum. -r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.