Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 ÍÞRÚmR -FOLX ■ MANNY Kaltz, fyrrum lands- liðsmaður V-Þýskalands í knatt- spyrnu, er kominn aftur til Ham- burger eftir stutta dvöl hjá Borde- aux í Frakklandi. Kaltz, sem er 37 ára, lék í tuttugu ár með Ham- burger. Hann hefur leikið 69 lands- leiki. I Margir framtíðarlandsliðsmenn Oj Englands verða í sviðsljósinu á Highbury í London í dag, þegar Arsenal og Tottenham leika. Gra- ham Taylor, landsliðsþjálfari Eng- lands, verður meðal áhorfenda. ■ RENE Higuta, hinn skrautlegi landsliðsmarkvörður Kolombíu, sem varð ekki að ósk sinni á HM á Ítalíu - það er að skora mark úr vítaspymu, fékk tækifæri til þess í 8-liða úrslitum í S-Ameríku- meistarakeppninni. Hann tók vítaspyrnu fyrir lið sitt Atletico Nacional í leik gegn Vasco da Gama frá Brasilíu, en brást boga- listin - lét veija frá sér vítaspyrn- ^ una. ■ NACIONAL lagði Vasco da Gama að velli, 2:0, og leikur gegn Olimpía frá Paraguay í undanúr- slitum, en Rivar Plate frá Arg- entínu leikur gegn Barcelona frá Ekvador. Um helgina Keila Laugardagsmót í keilu verður haldið í Keilusalnum, Öskjuhlíð í kvöld og hefst kl. 20. Seglbretti íslandsmótið í seglbrettasiglingum verður haldið í dag og á morgun. Keppt verður við Seltjamanes. Keppni hefst kl. 11 í dag og verður keppt í byij- enda- og meistaraflokki, bæði í braut- arkeppni og svigi. Eftir helgi TENNIS: Reykjavíkurmótið í tennis verður haldið á Víkingsvöilum dagana 5. til 9. september. Skráning er í síma 33050 og lýkur þriðjudaginn 4. sept- ember kl. 20. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA „Við förum til Reykjavíkur til að vinna“ „NÁUM við ekki að leggja ís- lendinga að velli í Reykjavík má allt eins reikna með tveggja ára niðursveiflu á ný hjá franska landsliðinu," segir Michael Platini, landsliðsþjálf- ari Frakka, sem leika gegn Is- landingum á Laugardatsvellin- um á miðvikudaginn kemur. Platini sagði að Islendingar væru erfiðir heim að sækja og hafi Frakkar mátt sætta sig við jafntefli, 0:0, í Reykjavík 1976 og 1986. „Við förumnú til Reykjavíkur til að vinna." Platini hefur gert góða hluti með franska landsliðið að undan- fömu, en Frakkar hafa leikið tíu leiki í röð án þess að tapa, eða frá 8. mars 1989. Skor- að nítján mörk en fengið á sig fimm mörk. Platini sagð- ist ekki óttast and- stæðinga sína í Evrópuriðlinum, Islendinga, Spánveija, Tékka og Aibani. „Ég sé enga ástæðu til að óttast keppinauta okkar um of, en í rauninni eiga öll liðin í riðlinum að Albönum undanskildum góða Þorfinnur . Ómarsson skrifar frá Frakklandi Bruno Martini, markvörður Frakk- lands. - segir Michael Platini, landsliðsþjálfari Frakka, sem teflirfram einum hættulegasta sóknardúett heims; Papin og Cantona Cantona og Papin hafa skoraði mikið af mörkum fyrir Marseille að undanfömu. er mjög leikinn knattspyrnumaður og átti hann stórleik þegar Mar- seille vann Bordeaux, 2:0. Papin, sem skoraði bæði mörk liðsins, er ekki sérstaklega leikinn með knött- inn, en hann er markvarðahrellir mikill - fljótur, skotviss og mark- heppinn með eiiidæmum. Frakkar búast við bjartri framtíð hjá franska landsliðinu, sem náði ekki að tryggja sér sæti í EM 1988 og HM 1990 á Ítalíu. Platini er dýrkaður og leggja Frakkar allt traust á að hann komi liðinu í fremstu röð á ný. Fyrsta skrefið í þá átt ætla Frakkar að stíga á Laugardalsvellinum, þar sem fyrsta hindrunin verður til staðar - lands- lið íslands. möguleika á að ná langt.“ Platini hefur náð að byggja upp sterkan kjarna í franska liðinu, sem leikur létta og fallega knattspyrnu og em leikir liðsins því mjög opnir og skemmtilegir. Leikmenn meist- araliðs Marseille em áberandi í lið- inu, en sjö leikmenn koma þaðan í sautján manna landsliðshópi Frakka. Platini segist þó ekki byggja lið sitt upp á leikmönnum eins liðs, heldur bendir á að þrír landsliðsmennirnir hafa gengið til liðs við Marseille í sumar. Franska liðið verður örugglega skipað sömu leikmönnum og léku gegn Pólveijum, 0:0, í París á dög- unum, nema hvað Jean Marc Ferr- eri frá Bordeaux meiddist í leik gegn Marseille á miðvikudaginn. Bruno Martin mun standa í markinu, en hann átti stórleik gegn Pólveijum. Fyrir framan hann verða þeir Amaros, fyrirliði og Cosoni frá Marseille ásamt hinum 19 ára Petit frá Mónakó. Ef Platini lætur lið sitt Ieika með „sweeper" má búast við að Sauzee, Mónakó, eða gamla kempan Femandez, Cannes, leiki í þeirri stöðu, en þeir leika vanalega á miðjunni. Aðrir miðvallarleik- menn eru Pardo, Marseille, Perez, París St. Germain og líklelega Blanc frá Montpellier, sem tæki stöðu Ferreri. Papin og Cantona Rúsína í pylsuenda liðsins eru þeir Jean-Pierre Papin og Eric Can- tona frá Marseille, sem skipa sterk- asta sóknardúettinn í franskri knattspyrnu. Þeir hafa skorað níu af tólf mörkum Marseille í frönsku 1. deildarkeppninni, þar af Papin sex. Þeir eru ólíkir leikmenn, en vinna vel fyrir hvor annan. Cantona Michael Platini. Kópavogsvöllur 2. deild Breiðablik - Selfoss í dag kl. 14:00 BYKO AUK/SlA k10d11-156 HANDKNATTLEIKUR Landsliðsþjálf- ari Spánar med medfyrirlestur Fræðslunefnd HSÍ efnir til jjjálf- araráðstefnu í húsnærði ISÍ í Laugardal og íþróttahúsinu við Kaplakrika 6. til 9. september. Landsliðsþjálfari Spánveija, Javier Garcia Cuesta, verður með fyrirlest- ur á ráðstefnunni og einnig Attjsa Joosa frá Ungveijalandi og Erwin Lanc, forseti alþjóða handknatt- leikssambandsins, IHF. íslenskir fyrirlesarar verða Þor- bergur Aðalsteinsson, landsliðs- þjálfari, Einar Þorvarðarson, Þor- björn Jensson, Þorgils Óttar Mathiesen, Eyjólfur Bragason og lavier Garcia Cuesta. Kjartan K. Steinbach. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í ráðstefnunni verða að tilkynna þáttöku á skrifstofu HSÍ eigi síðar en n.k. þriðjudag. KNATTSPYRNA Strákamir vom óheppnir í Wales Drengjalandsliðið í knattspyrnu var óheppið að tapa, 0:1, fyrir Wales í fyrri leiknum í Evrópu- keppni unglingalandsliða. Leikið var í Newport í Wales. íslensku leikmennirnir höfðu góð tök á leikn- um, en urðu fyrir því óhappi að senda knöttinn í eigið mark rétt fyrir leikslok. Seinni leikurinn fer fram á íslandi 24. september. ís- lenska liðið þarf að vinna með tveggja marka mun til að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina sem fer fram í maí 1991.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.