Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 4 Spánn: Dauðum höfrung- um skolar á land Madrid. Reuter. YFIR 120 dauðum og deyjandi höfnmgum hefur skolað á land á Spáni undanfarinn mánuð og gæti það bent til þess að meiri- háttar umhverfisslys hafi orðið. Vísindamenn telja að mörg þús- und dýr hafi drepist úr veiru- sýkingu og að mengun hafi veikt ónæmiskerfi þeirra. Lög- Mohawka-deilan í Quebec enn óleyst: Sljómvöld biðja her- menn að rífa virki Montreal. Reuter. ROBERT Bourassa, forsætis- ráðherra sambandsríkisins Quebecs í Kanada, ítrekaði á fimmtudag beiðni sína um að herinn yrði látinn rífa virki Mohawk-indíána í bænum Oka, skammt frá Montreal. Daginn áður virtist lausn vera í sjón- máli í deilunni er þjóðbræður indíánanna frá Kahnawake- verndarsvæðinu létu af stuðn- ingsaðgerðum sínum en þeir höfðu um hríð teppt umferð milli borgarhluta í milljóna- borginni Montreal. Óljóst er hvenær hermennimir láta til skarar skríða við Oka en margir óttast að til blóðbaðs geti komið. Færi svo yrði það mikill álitshnekkir fyrir ríkisstjórn Brians Mulroneys í Öttawa en hún hefur einnig átt í vök að veijast vegna sjálfstæðiskrafna í Quebec. Bourassa sagði að fulltrúar Iro- kesa-sambandsins, sem ættbálkur Mohawka á aðild að, hafí dregið sig út úr viðræðum sem höfðu að markmiði að fínna friðsamlega lausn á deilu Mohawka við bæjar- yfirvöld í Oka. Bæjarstjómin þar vildi láta leggja golfvöll á landi sem indíánar álíta heilaga jörð forfeðra sinna. Deilan hefur staðið í nær tvo mánuði og indíánar hafa notað tækifærið til að vekja athygli á ýmsum öðrum réttindakröfum sem þeir segja að aldrei hafí verið sinnt undanfamar aldir. Um 400 her- menn hafa umkringt virki indíána við Oka og þúsundir eru skammt undan í viðbragðsstöðu. Pólveijar vilja ræða aðild að EB Varsjá. Reuter. PÓLVERJAR vonast til þess að þeir geti á næsta ári hafið við- ræður við Evrópubandalagið (EB) um aðild að bandalaginu, að sögn Marcins Swiecickis ut- anríkisviðskiptaráðherra. regla á þyrlum og fiskimenn hafa séð mikinn íjölda höfr- unga fijótandi á yfírborði sjáv- ar en rannsóknir sýna að aðeins einn til þrír af hveijum hundrað höfrungum sem drepast rekur á land. Yfírdýralæknir dýragarðs í Barcelona, sem hefur krafið land- rekin dýr, vísaði á bug skrifum dagblaða að um „sjávaralnæmi“ væri að ræða, en sagði að sér virt- ist sem dýrin hefðu drepist úr veirasýkingu og að ónæmiskerfi þeirra hefði veikst af einhveijum orsökum. Sú staðreynd að aðeins ein teg- und dýra drepst útilokar að sjórinn sé allur eitraður en vísindamenn og umhverfísverndarsinnar skella samt skuldinni á iðnaðarmengun frá verksmiðjum við ströndina. Við fyrri rannsóknir á höfrang- um fannst mikið magn eiturefnis- ins PCB en það' er talið veikja ónæmiskerfíð og gera þannig líffærin viðkvæmari fyrir veira- sýkingum. Að sögn umhverfís- vemdarsinna er PCB dælt ólög- lega í Miðjarðarhafíð og þvert á reglur og samþykktir Evrópu- bandalagsins. Meira magn PCB hefur fundist í höfrangunum en fannst í selum sem drápust í þúsundatali í Norð- ursjó fyrir tveimur árum úr svip- aðri veirasýkingu og þeirri sem virðist hafa dregið höfrangana til dauða. Höfrangadauðinn er þriðji far- aldurinn sem heijar á lítil sjávar- spendýr á tveimur áram. Fyrir utan seladauðann í Norðursjó árið 1988 drapst fjöldi höfrunga fyrr á þessu ári í Mexíkóflóa og við austurströnd Bandaríkjanna. 7. Qktób«f 1989 Mótmaeli gegn stjórnvöidum varpa skugga á 40 ára afmæll A-Þýskalands «. nóv»mb»r1989 Berllnarmúrlnn fellur 18. oktábar 1«89 Honecker, lelötogl austur-þýskra kommúnlsta, hraklnn fré völdum 13,bóvornber 1989 Hans Modrow veröur forsætlsráöherra Austur-Þýskalands 3.:d«iémb*r 1989 Elnræöi kommúnista afnumiö 14, lýian 1990 "4+2"-viöræöur um örygglsmál 1$, m»r» 1990 Krlstlleglr demókratar vlnna fyrstu frjálsu kosnlngarnar I A-Þýskalandl 1. jull 1990 V-þysíd mark' lelair g’íiiii I Á:býskaláridí 18.JÚU 1990 Sovótmenn samþykkja aö sam- elnaö Þýskaland veröl I NATO 31. ágúat 1990 Úndirritun póiltlsks samelnlngarsáttmála i otrtöbarlBflO Sameinlng þýsku rlkjarina Reuter Innanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, Wolfgang Schaiible (t.v.) og Giinter Krause, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti Austur-Þýska- lands, undirrita sáttmála um sameiningu Þýskalands í Berlín i gær. Sameining þýsku ríkjanna staðfest Austur-Berlín. Reuter. SÁTTMÁLI um sameiningu þýsku ríkjanna var undirritaður í Berlín í gærdag. Þar með var rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir sam- runa ríkjanna, sem verða mun að veruleika þann 3. október nk. Sáttmálann undirrituðu Wolfgang Schaiible, innanríkisráðherra V- Þýskalands og Gunter Krause ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu, fyrir hönd austanmanna. Sáttmál- inn, sem er rúmar 1.000 blaðsíður, tekur m.a. til sköttunar, eignarrétt- ar og fjárfestinga útlendinga í aust- urhluta hins nýja Þýskalands. Á fímmtudagskvöld náðist loks sam- komulag um hvemig fóstureyðinga- löggjöfínni skyldi háttað og verða reglur þar um áfram rýmri í austur- hlutanum en gert er ráð fyrir því að löggjöfin verði samræmd eftir tvö ár. Þá urðu þeir Schauble og Krause einnig ásáttir um að skjöl öryggislögreglu austur-þýskra kommúnista, Stasi, skyldu áfram geymd í Austur-Berlín. Pólska fréttastofan PAP hafði þetta eftir ráðherranum í gær. Pólveijar hafa sendiherra í aðal- stöðvum EB í Brassel auk þess sem enn er í gildi samningur um samstarf er gerður var meðan kommmúnistar vora einráðir í Póllandi. írösk sljórnvöld segja enga gísla lengur á hernaðarlega mikilvægum stöðum: Nokkrir tugir vestrænna kvenna og barna þegar á brott frá Irak Bagdad, Ruweished, Stokkhólmi, London. Reuter. ÍRÖSK stjórnvöld harðneituðu því í gær að sett hefðu verið skilyrði fyrir því að konur og börn frá Vesturlöndum fengju að halda heimleið- is. Nítján ítalir, konur og böm, komu til Jórdaníu í gær og fóru fiest- ir akandi. Ein kvennanna kom með flugvél og sagði hún að embættis- menn væru lengi að blaða í stöflum af vegabréfum fólks sem vildi komast á brott. Upplýsingafúlltrúi í Bagdad sagði fréttamanni Reut- ers-fréttastofunnar að reynt væri að tryggja Irökum, sem bannað hefði verið að yfírgefa Bretland og Frakkland, brottfararleyfi en það væri ekki skilyrði fyrir því að loforð Saddams Husseins forseta um að sleppa konum og börnum yrði efnt. Fulltrúinn sagði einnig að rúmlega 200 konur og böm, sem flutt hefðu verið til hemaðarlega mikilvægra staða til að reyna að hindra mögulegar loftárásir Vestur- veldanna, hefðu nú verið flutt þaðan. Sænsk yfirvöld sögðust í gær ljóst hve margir karlar hafa verið vænta þess að sænskar konur og fluttir til hemaðarlega mikilvægra böm fengju að fara í dag, laugar- dag, og þota SAS-flugfélagsins átti að fara frá Stokkhólmi áleiðis til Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöldi. „Allmargir Svíar fengu vegabréfs- áritun í dag og við emm vongóð um að allir sem fara vilja fái áritun á laugardag og flugvélin fái lendingar- leyfí,“ sagði Anita Matejovksy, tals- maður sænska utanríkisráðuneytis- staða s.s. samgöngumannvirkja og vopnaverksmiðj a. Hálf milljón flóttamanna frá írak pg Kúvæt stefnir nú til landamæra íraks og írans; 200.000 að auki em á leið til tyrknesku landamæranna, að sögn talsmanna Neyðarhjálpar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDRO). Fólksstraumurinn veldur yfirvöldum í nágrannalöndum íraka miklum erfíðleikum og SÞ hyggjast m.a. senda fjölda rútubíla til Irans sem opnaði landamærin fyrir flótta- fólki.um miðjan ágúst. íranir höfðu þá tekið boði íraka um friðargerð í Persaflóastríðinu sem lauk með vopnahléi fyrir tveimur áram. Tug- þúsundir iranskra stríðsfanga hafa komið til landsins frá írak undan- farnar tvær vikur. Flóttafólkið á leið til Tyrklands er flest Pakistanir, Bangladeshar og Kínveijar en farandverkamenn frá Egyptalandi, Indlandi og fleiri þriðjaheimslöndum hafa einkum reynt að komasttil Jórdaníu;þarlend stjómvöld hafa þegar tekið við meira en 200.000 flóttamönnum eftir innr- ásina í Kúvæt. Um 90.000 era enn í Jórdaníu, að sögn talsmanna SÞ, því að hægt hefur gengið að koma fólkinu, sem oftast er bláfátækt, áleiðis til heimkynna sinna. Ýmsar hjálparstofnanir og einstök ríki, þ.ám. Bandaríkin og Kanada, hafa sent hjálpargögn til notkunar í bráðabirgðabúðum flóttafólksins. Talsmenn SÞ segja heimalönd fólks- ins oftast vera illa undir það búin að taka við því; skortur sé á tjöldum, mat, lyfjum og framtíðarhúsnæði auk þess sem atvinnuleysi sé mikið í sumum löndunum. Mörg þúsund útlægir Kúvætar hafa komið til olíuríkja við Persa- flóa, einkum Sameinuðu furstadæm- anna og Saudi-Arabíu. Útlæg ríkis- stjórn Kúvæta ræður yfir gnægð íjár sem fjárfest hafði verið erlendis og mun aðstoða fólkið. Stjórnvöld í olíuríkjunum hafa einnig tekið fólk- inu vel. Frelsissamtök Palestínumanna: tns. Naji al-Hadithi, aðalupplýsinga- fulltrúi íraksstjórnar, sagðist ekki vita hvort fólkið, sem haldið var föngnu við hernaðarlegu skotmörk- in, væri allt komið til Bagdad til að fá brottfararleyfi hjá yfírvöldum. Talið er að skrifræði hafi einkum valdið því að tafír hafa orðið á því að verulegur fjöldi kvenna og barna fengi brottafararleyfi. Karlar - yfir átján ára aldri fá ekki að fara og vitað er að allmargar konur hyggj- ast ekki yfirgefa landið heldur verða áfram hjá mökum sínum. Ekki er Saudi-Arabar hætta fjárstuðning'i SAUDI-ARABAR hafa ákveðið að hætta öllum fjárstuðningi við Frelsissamtök Palestínumanna (PLO), að sögn danska blaðsins Jyllandsposten. Framlög Saudi- Araba og Kúvæta hafa undanfar- inn áratug verið ríflega helming- ur alls stuðnings við samtökin sem tekið hafa afstöðu með Saddam Hussein íraksforseta í Persaflóadeilunni. Áður höfðu stjórnvöld í Saudi- Arabíu sagt að farandverkamenn úr röðum Palestínumanna myndu ekki fá dvalarleyfí sín framlengd en hundruð þúsunda Palestínu- manna hafa starfað í landinu. Heimildarmenn hjá PLO segja að samtökin hafí síðastliðin tíu ár fengið samanlagt stuðning sem nemur hálfum öðram milljarði Bandaríkjadala (rúmlega 80 millj- örðum ÍSK) frá vinveittum ríkjum. Leiðtogi PLO, Yasser Arafat, sætir nú vaxandi gagnrýni meðal frammámanna Palestínumanna á hernumdu svæðunum, sem ísraelar ráða, en Arafat hefur m.a. neitað að fordæma innlimun Kúvæts í ír- ak. Margir Palestínumenn telja að Arafat hefði átt að reyna sigla milli skers og bára í Persaflóadeilunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.