Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 15 Framsal fullveldis til stofnana EES eftir Sigurrósu Þorgrímsdóttur Þær viðræður, sem nú standa yfir milli EB og EFTA-ríkjanna um myndun evrópsks efnahags- svæðis (EES) þeirra 18 ríkja, er standa að þessum tveimur banda- lögum, virðast mælast nokkuð mis- jafnt fyrir hér á landi. Eitt helsta áhyggjuefni þeirra, er tala gegn aðild Islands að EES, er að þau lönd, er gerast aðilar að EES munu þurfa að afsala sér hluta af full- veldi sínu til yfirþjóðlegra stofnana EES. En er ástæða til að hafa slíkar áhyggjur af því að framselja hluta fullveldis í hendur stofnana EES? Það er nokkuð ljóst, að ef EES verður að veruleika er nauðsynlegt að koma á fót sameiginlegum stofnunum fyrir allt efnahags- svæðið. Bæði aðildarríki EFTA og EB eru sammála um að slíkar stofnanir verði að vera byggðar upp á jafnréttisgrundvelli og stofn- aðilar EES verði að hafa jafnan rétt til þátttöku í þessum stjórn- stofnunum og fi-umkvæðisréttur liggi hjá báðum aðilum. Þær stofnanir sem aðilar eru sammála um að óhjákvæmilegt sé að koma á fót eru: í fyrsta lagi eftirlitskerfi, sem væri sjálfstætt og virkt. Slíkt kerfí er nauðsynlegt til að tryggja hagsmuni allra aðild- arríkjanna. Hlutverk þess væri m.a. að fylgjast með framkvæmd samningsaðilanna á reglugerðum EES og að hafa eftirlit á sérstökum sviðum s.s. samkeppni, ríkisstyrkj- um og opinberum innkaupum. í öðru lagi væri nauðsynlegt að koma á fót sjálfstæðum dómstól fyrir allt efnahagssvæðið. Hlutverk hans yrði 'm.a. að skera úr deilu- málum, sem varða brot á skyldum gagnvart EES-reglum og einnig að kveða upp bráðabirgðaúrskurði. Hvemig valdssviði og ákvarð- anatöku innan þessara stofnana yrði háttað er enn óráðið. Ef þess- ar stofnanir eiga að geta talist sjálfstæðar og vinna með hags- muni EES að leiðarljósi og þar með allra aðildarríkjanna í heild þurfa þær að fá fullt sjálfsfor- ræði. Sameiginlegar stofnanir EES munu því fá yfírþjóðlegt yfírbragð. Ríki, sem gerast aðilar að EES, myndu þá framselja eitthvert vald til þessara stofnana. Slíkt valda- framsal aðildarríkjanna yrði þó gert af fúsum og frjálsum vilja og í samræmi við stjórnlög hvers ríkis. ,Ríkisstjómir aðildarríkjanna yrðu ekki undir neinum kringumstæð- um neyddar af öðmm ríkjum til að framselja slíkt vald. Telji ríki sig ekki geta tekið þátt í slíku al- þjóðasamstarfí munu þau ekki vera þvinguð af öðrum ríkjum til sam- starfs. Ríkin em ekki að afsala hluta af fullveldi sínu fyrir fullt og allt, það vald er þau gefa eftir til yfírþjóðlegra stofnana geta þau afturkallað, ef þeim sýnist svo. Þær sameiginlegu stofnanir, sem komið yrði á fót með stofnun EES, er ætlað að vinna að hagsmunum allra aðildarríkjanna bæði sem heildar og ekki síður til að gæta þess að ekki verði gengið á hags- muni einstakra ríkja innan EES. Stofnanimar munu ekki vinna gegn hagsmunum ríkjanna. Hvert aðildarríki ætti einnig sína eigin fulltrúa í þessum stofnunum, sem tækju þátt í ákvarðanaferli, mótun og setningu EES-reglna. Fulltrúar aðildarrílq'anna gætu því gætt hagsmuna síns ríkis allt frá upphafi ákvarðanatöku innan stofnana EES. Ríkisstjómir framselja vald til annarra stjómstiga innan ríkisins, t.d. til sveitar-, bæjar- og borgar- stjórna, til fylkja þegar um ríkis- sambönd er að ræða eða til yfír- þjóðlegra stofnana. Þegar ríkisstjómir framselja vald til annarra valdastofnana er það gert til hagsbóta fyrir land og þjóð en ekki til að skerða hag þeirra. íslendingar hafa átt aðild að alþjóðastofnunum og framselt vald til slíkra alþjóðastofnana sem hef- ur þá um leið haft í för með sér takmarkanir á íslensku ríkisvaldi. Hér er um að ræða alþjóðastofnan- ir eins og Sameinuðu þjóðirnar, en ísland ásamt öðmm aðildarríkjum er skylt að fara eftir fyrirmælum sem öryggisráðið samþykkir á „Þegar ríkisstjórnir framselja vald til ann- arra valdastofnana er það gert til hagsbóta fyrir land og þjóð.“ gmndvelli ákveðinna greina Sátt- mála SÞ. íslendingar hafa einnig allt frá 1958 viðurkennt bindandi lögsögu Mannréttindadómstólsins og þar með framselt endanlegt dómsvald í slíkum málum til Mannréttinda-" dómstóls í Evrópu og er okkur skylt að hlíta dómi hans. Annað Sigurrós Þorgrímsdóttir glöggt dæmi um valdaframsal íslensks ríkisvalds og e.t.v. það sem hefur haft hvað mest áhrif hér á landi er þátttaka okkar í Alþjóða hvalveiðiráðinu. íslendingar hafa undirgengist þær takmarkanir á hvalveiðum sem voru samþykktar í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Telji íslensk stjórnvöld hag okk- ar fyrir borð borinn í Hvalveiðiráð- inu getum við sagt okkur úr því og afturkallað um leið valdafram- sal okkar til þessarar stofnunar. ísland er Evrópuríki og eitt af aðildarríkjum EFTA. Því er sjálf- sagt að við tökum þátt í viðræðum við EB um evrópskt efnahags- svæði við hlið annarra EFTA-ríkja og höfum áhrif á mótun þess allt frá upphafi. En víkja þó hvergi frá þeim fyrirvörum sem íslensk stjómvöld hafa sett fram í samn- ingum okkar hvað varðar t.d. að- gang útlendinga að auðlindum okkar, fjármagnsstreymi hingað til lands, fjárfestingar útlendinga hér á landi ásamt fleiri þáttum. Ef EES verður að veraleika og þeir fyrir- varar sem íslensk stjórnvöld settu yrðu samþykkir, yrði það fysilegur kostur fyrir okkur Islendinga. Höfundur er stjórnmála fræðingur. STÓRÚTSALA TEPPI - MOTTUR - DÚKAR - FLÍSAR - PARKET Teppi úr rúllum: 15 - 30% afsl. Stór teppastykki: 25 — 50% afsl. Smá stykki og teppabútar: 40 — 70% afsl. Stök teppi og mottur: 20 — 30% afsl. Gólfflísar og vðggflísar: 20% afsl. Gólfdúkar 20% afsl. Korkflísar 15% afsl. □ 0 EURð- KREDIT Nýtt kortatímabil Allt að 11 mánaða greiðslukjör RAÐGREIDSLUR Boen parket 15% afsl. af 1. fl. preketi. Bjóðum einnig takmarkað magn af eikarparketi í B-flokki á aðeins kr. 2.560.- fm Öll gólfefni og þjónusta á einum stað Útsölunni lýkur laugardaginn 8. september. TEPPABUÐIN OPIÐ FRA KL. 10-15 LAUGARDAGA GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S-91 681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.