Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 29 í ÞINGHLÉI STEFÁN F RIÐBJARNARSON Umferðarskattar — vegaframkvæmdir bensín ilítrans flnnkaupsverð dreifingar- kostnaður Af hverjum þúsund krónum, sem bíleigandi greiðir fyrir benzin, fara 660 krónur í opinbera skattheimtu, sem að stærstum hluta eru benzín- gjald og virðisaukaskattur. Vegaáætlun 1989—1992 var samþykkt á Alþingi 20. maí 1989. Tíu mánuðum síðar — í marz 1990 — leggur samgönguráð- herra fram á Alþingi sljórnart- illögu um 754 m.kr. lækkun vegafjár árið 1990. Tíunduð ástæða niðurskurð- arins var minni aukning á benzínsölu en ráð var fyrir gert. Engu að síður verða uinferð- artengdar tekjur ríkissjóðs á árinu 1990 langt umfram það sem varið verður til vegafram- kvæmda. I Ef gluggað er í tekjuáætlun fjárlaga ársins 1990 má finna eftirtalda tekjupósta, sem sóttir eru beint í vasa bíleigenda í verði ökutækja og eldsneytis: Gjald af bifreiðum og bifhjólum 1.030 m.kr. Innflutningsgjald af benzíni 3.290 m.kr. Bifreiðagjald 1.290 m.kr. Þungaskattur af díselbílum 1.285 m.kr. Samtalan af þessum tekjupóst- um er hvorki meiri né minni en 6.895 m.kr. Ótalin er drýgsta mjólkurkýr ríkissjóðs, virðisauk- inn. Ráðgerð benzínsala ársins er um 167 milljónir lítra (verð pr. 1.: kraftbenzín kr. 56,50 — blýlaust kr. 52,00). Virðisaukinn er hátt í fjórðungur benzínverðs. Ótaldar eru fleiri umferðartengdar tekjur, eins og skattheimta af verzlunar- og iðnaðarþjónustu við bílaflota landsmanna. II Bíleigendur greiða um- ferðarskatta beinlínis til að standa straum af viðhaldi og nýframkvæmd- um vega. Þeir hafa sætt Sig við þunga -skatt- byrði, að þessu leyti, þar sem vegakerfið er þjóðarbúskapn- um jafn mikil- vægt og æða- kerfið líkam- anum. En ekki verða allar kindur um- ferðarskattanna heimtar af Ijalli flárveitinga- valdsins í haust- réttir vegagerð- arinnar, þótt sauðfé sæki jafnan stíft að þjóðvegum. Fjárveitingar til vega- mála 1990 áttu að vera 5.250 m.kr. (rekstur Vegagerðar ríkis- ins meðtalinn) samkvæmt upphaf- legri vegaáætlun, en lækkuðu í 4.496 m.kr., samkvæmt breyting- artillögunni. Ljóst er því að dýrbít- ur ríkishítarinnar hefur hremmt skattkindur margar með eyrna- marki vegamála. Allir liðir upphaflegrar vegaá- ætlunar vóru lækkaðir, mismikið, en framlög til nýrra framkvæmda, til brúargerðar, til sýsluvega og til vega í kaupstöðum og kauptún- um hlutfallslega mest. Framkvæmdir við bundið slit- lag, sem gagnast þorra fólks hvað bezt, hafa hrapað á næstliðnum árum. Samkvæmt þingræðu um þetta efni, vóru þær þessar, mæld- ar í lengdarkm.: Árið 1987 308 km. Áríð 1988 254 km. Árið 1989 158 km. Árið 1990 108 km. Arið 1990 nær rétt rúmum þriðjungi ársins 1987 að þessu leyti. Slitlag á þjóðvegi er greini- lega ekki sama gæluverkefnið hjá samgönguráðherra og loftferðar- samningur við Sovét. III Sparnaður er dyggð. Ríkisbú- skapurinn á að gefa góð eftirdæmi í þeim efnum, ekki sízt á sam- dráttartímum í þjóðarbúskapnum. Opinber ferðkostnaður, opinber risna og margs konar annar opin- ber útgjaldaauki, langt umfram verðlagsþróun og greiðslugetu (samanber halla ríkissjóðs), þarf að sæta ströngu aðhaldi. Það er hins vegar umdeilanlegt að svelta heilbrigðiskerfið. Sem og að draga úr nauðsyn'.cgu vegaviðhaldi og mikilvægum vegaframkvæmdum, sem umferðinni er gert að greiða sjálfri og raunar langt umfram það. A sama tíma og stjórnarmeiri- hlutinn hjó enn og aftur í knérunn vegagerðarinnar aukast eyðslu- umsvif ráðuneytanna. Item kaup ríkisins á dagblöðum á kostnað skattborgara. Um það efni sagði Pálmi Jónsson (S-Nv) í þingræðu um vegaáætlun: „Tillaga er um að heimila að ríkissjóður kaupi til viðbótar við það sem áður hafði tíðkast 500 eintök af dagblöðum. Það er ekki verið að sjá eftir peningum þegar verið er að verja þeim til slíkra hluta, þegar verið er að kaupa af hálfu ríkisins dagblöð, sem helzt engir vilja kaupa og fáir lesa ... Þetta er gert þrátt fyrir þá háu styrki, sem veittir höfðu verið til útgáfu dagblaðanna af hálfu ríkis- sjóðs á öðrum stað í fjárlögunum". En það kann að vera verklag út af fyrir sig að holufylla kosn- ingaveg stjórnarflokkanna með óseljanlegum flokksblöðum. Brids Amór Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Starfsemi Bridsfélags Kópavogs hefst fimmtudaginn 6. september. Spilað verður hjá Lovísu í Þinghóli, Hamraborg 11, og hefst spila- mennskan kl. 19.45. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson. Fyrstu tvo fímmtudag- ana verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Bridsfélag Kópavogs er 30 ára um þessar mundir og hefur verið ákveðið að halda afmæl- ismót helgina 3. og 4. nóvember. Nánar um það síðar. Ný stjórn var kosin á aðalfundi félagsins í maí sl. og hefur hún skipt með sér verk- um. Formaður er Þorsteinn Berg, gjaldkeri Sigríður Möller, ritari Ragnar Jonsson, stigaritari Helgi Viborg og meðstjórnandi Hafliði Magnússon. Varamenn eru Trausti Finnbogason og Þröstur Ingimars- son. Hin nýja stjórn óskar spilurum velfarnaðar á komandi vetri, um leið og hún hvetur alla unga og gamla til að vera með. Bridsfélag Suðurnesja Sumarspilamennsku er lokið með sigri Jóhannesar Ellertssonar, sem hlaut alls 45 stig. Hann tryggði sér sigur síðasta kvöldið með þriðja — sæti í 16 para tvímenningi sem spilaður var sl. miðvikudag. Arnór Ragnarsson varð í öðru sæti með 44 stig, Grethe íversen þriðja með 34 stig og Karl Einarsson fjórði með 32 stig. Ein og áður sagði var spilað í 16 para riðli sl. miðvikudag og urðu úrslit þessi: Guðlaugur Sveinsson — Róbert Sigurjónsson 199 Ingimar Sumarliðason — Sigurður Davíðsson 193 Jóhannes Eilertsson — Grethe iversen 191 Erla Siguijónsdóttir — Oskar Karlsson 189 Hefst nú árleg bikarkeppni fé- lagsins. Afmæliskveðja: UnnurBjörns- dóttir frá Hvammi Aðeins fáein orð i tilefni af 90 ára afmæli Unnar Björnsdóttur frá Hvammi. Hún er fædd aldamótaárið 1900, og hefur fyllt níunda tuginn. Já, aldurinn er orðinn þetta hár. Hún er það gömul, að hún man eftir mér á fyrsta árinu, þegar hún bjó á Refs- stöðum með manninum sínum, Kristjáni Sigurðssyni, og syninum, Birni Aðils, á sama aldri og ég. Gaman er að heyra hana segja frá foreldrum mínum, sem bjuggu á móti þeim, á hinni hálflendunni. Unnur man sannarlega tímana tvenna. Þegar ég var víst innan tíu ára aldurs fór ég ásamt mömmu og Þóru Kristínu, systur minni, fram að Hvammi, þar sem þau bjuggu þá og lengi síðan. Mikið man ég vel eftir Unni. Hún var svo glöð og alúð- leg, og okkur fannst öllum hátíð að koma til þeirra. Bærinn var reisuleg- ur, þilin hvít. Allt umhverfið svo snyrtilegt. Maðurinn hennar var samstiga um að gera umhverfið aðl- aðandi. Túnið var slétt og nokkuð stórt, eftir því sem þá gerðist. Þetta var um hásumar og búið að hirða heyið af túninu. Það er mikil birta yfir þessari heimsókn. Brosið hennar og fram- koma öH átti stóran þátt í því. Ég veit, að hún geymir ljúfar minningar um Dalinn okkar fagra milli hárra fjalla. Þar var gott að búa fyrr á tíð, meðan fólk gerði litl- ar kröfur um þægindi og hver bjó að sínu. Það var gott að vera barn á Dalnum, og eiga þess kost að dvelja í nánu_ sambandi við hina lif- andi náttúru. Þetta átti víst að vera afmælis- kveðja frá mér til Unnar. Mér hefur dvalist nokkuð við Dalinn okkar, en þar dvöldum við lengi áður fyrr. Unnur fæddist þegar byijað var að rofa til í þjóðlífinu, eftir aldalanga kyrrstöðu. Nú hefur hún fylgst með mikilli framvindu, framförum skul- um við víst segja. En er fólk al- mennt talað ánægðara nú en þegar ég var að alast upp á Dalnum og þegar hún var húsfreyja í Hvammi? Eg man hana sem unga konu og allt til þessa tíma, þegar ellin sækir á. Ævin er svo sem ekki voða löng, þó maður verði níræður. Mestu varð- ár að geyma í sér hinn andlega eld. Hún hefur varðveitt hann. Lifi hún heil að lokastund! Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. VEITINGAHALLARVEISLAN FRÁ R. 790,- TTUÐ, GÚMSfET OG GIRNILEG Kjarabótaveisla Veitingahallarinnar heldur áfram meó enn fjölbreyttari og girnilegri matseöli alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga.' Fjölskyldan fær úrvalsmat á frábæru verói. FISKRÉ1IIR Fiskgratín hússins .................kr. 890 Djupsteikt ýsuflök Orly m/hrísgrjónum og karrýsösu .........kr, 790 Griilaóur lax m/hvitu smjöri og finl skornu grænmeti..............ki. 1.090 . Blandoðir sjávqrréttir m/hvítfquksbrauði ........... ...kr. 1.190 Steikl rauðsprettuflbk m/rækjum, sveppum og tomötum ............. kr. 860 Ristuö karladök m/paprikuostasósu og vínberjum.... ....:...kr, 810 KJOTRETTIR Heilsteikt lambafillet . m/rósmarín og hvitlauk..........kr. 1.390 Piparsieik m/piparsósu og bakaðrj kartöflu.............kr. 1.590 Folaldahnetusteik m/tveimur tegundum af kryddsmjöri............kr. 1.190 KVÖLnVERÐARRÉTTIR Gföðarsteikt lcmbalæri m/bearnoisesósu..............:..kr. 1.290 Fjolbreyttir barncréítir a vægu verði. Supa, brauð oq koffi innifalið i öllum réttum. Kaffihlaðborðið á sunnudögum er girnilegra og fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr með hnallþórum og brauðtertum. Kafflhlaðborð sem seint gleymist. l/eitingaha/larveisla fyrir aila 'fjölskylduna er Ijúf og ódýr tilbreyfíng. (^Etímahólliny Húsi versiunarinnor - simor: 33272-30400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.