Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 ISJAKIIK TÍMAR fyrir bókaþjóðina frá 1. september \IIUMS\lli\ SKATTUR fellur af öllum bókum á íslensku. Kauptu þér bók t' tilefni dagsins FÉLAG BÓKAÚTGEFENDA Johanna Spyri ■ W'm' .ÁtlA •• ÞROSKASOGUR AF UNGU FÓLKI Tvær góðar bækur sem eiga erindi við börn á öllum aldri: I pokahorninu, ný verðlaunasaga um dreng sem tekur á öllu sem hann á til að láta draumana rætast, og Heiða, sígilt verk úr heimi barnabók- menntanna sem fjallar um munaðarlausa stúlku og dýrmæta lífsreynslu í svissnesku Ölpunum. Umtalsverð verðlækkun Áður Frá l.sept. í pokahorninu Heiða 1.248 kr.- 998 kr,- 1.218 kr.- 978 kr- Til hamingju með 1. september 1990! HELGAFELL Síðumúla 6 • sími 688300 Tríó Reykjavíkur með tónleikaröð í Hafnarborg Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar og Tríó Reykjavíkur standa í vetur fyrir tónleikaröð í Hafnarborg. Fyrstu tón- leikarnir verða á morgun, sunnudaginn 2. september og hefjast kl. 20. Efnisskráin verður mjög fjölbreytt en auk verka gömlu meistaranna verður lögð áhersla á frumflutning íslenskra og erlendra verka og verður eitt þeirra frumflutt á morgun. Einnig kallar tríóið til liðs við sig hljóðfæraleikara, þar af þrjá á fyrstu tónleikunum. Eru tónleikarn- ir tileinkaðir minningu Dr. Sverris Magnússonar er lést í júní sl. en hann var ásamt konu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, frumkvöðull að stofnun Hafnarborgar. Tríó Reykjavíkur, sem var stofnað árið 1988, skipa þau Guðný Guð- mundsdóttir, fiðluleikari, Gunnar Kvaran, sellóleikari og Halldór Har- aldsson, píanóleikari. Á efnisskrá fyrstu tónleikanna er nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson; Hafnarborg- arkvartettinn, tríó í d-moll op. 49 eftir Felix Mendelssohn og kvintett í C-dúr op. 163 eftir Schubert. Þrír gestir leika á tónleikunum; Rdnald Neal fiðluleikari, Gayane Manasjaiij sellóleikari og Unnur Sveinbjamar- dóttir, lágfiðluleikari. Guðný Guðmundsdóttir, sem hafði orð fyrir tríóinu var fyrst spurð að því hvort ekki væri kyndugt að Tríó Reykjavíkur léki í Hafnarfirði? „Nei, við lítum í raun á Reykjavíkursvæðið sem eina stóra borg og hér er besta aðstaðan á svæðinu til tónleikahalds af þessu tagi. Hljómburður og flygill- inn hér eru afbragð enda er Hafnar- borg vinsæll tónleikastaður." A tónleikunum verður frumflutt verkið Hafnarborgarkvartettinn, sem er um margt sérstætt verk. Kemur þar fyrst og fremst til hljóðfæraskip- anin en verkið er skrifað fyrir tvær fiðlur og tvö selló. Guðný segir verk- ið létt og skemmtilegt, og falla vel inn í dagsskrána. Tónskáldið, Þor- kell Sigurbjömnson segir tríóið hafa beðið sig að semja verkið síðastliðið vor. „Á vorin er maður alltaf svo bjartsýnn, svo ég játaði beiðninni. Verkið er stuttur einþáttungur, svona einhvers konar sumarsamræð- ur og einkennist af þeirri bjartsýni sem ég var gagntekinn af í vor. Eg veit ekki til þess að verk hafi verið skrifuð fyrir þessa hljóðfæraskipan áður og skil eiginlega ekkert í því þar sem þetta er mjög skemmtileg samsetning," segir Þorkell. Hin verkin eru vel þekkt, nokkurs konar perlur tónbókmenntanna. Stærra verkið er strengjakvintett Schuberts fyrir tvær fiðlur, lágfiðlu og tvö selló. Segir Guðný það ævin- lega mikla ánægju að leika verkið, ekki síst með gestunum. Þau Ronald Neal og Gayane Manasjan munu síðan leika tríó Mendelssohns ásamt Halldóri Haraldssyni. Gestahljóðfæraleikaramir koma langt að. Neal og Manasjan frá Bandaríkjunum en Unnur frá Þýska- landi. Tvö hin fyrrnefndu leika með Kammersveit Dallas, hann sem kon- sertmeistari en hún sem einleikari. Neal er ennfremur stofnandi og stjórnandi tónlistarhátíðar í Killing- ton í Vermont, þar sem mörg íslensk ungmenni hafa notið leiðsagnar hans. Segjast Neal og Manasjan mjög ánægð með að fá tækifæri á að koma hingað til lands og leika með hinum íslensku hljóðfæraleikur- um. „Allir íslendingarnir sem við höfum hitt á tónlistarhátíðinni í Vermont hafa verið svo yndislegir og glætt áhuga okkar á því að koma til Islands. Hér er sérstakt andrúms- loft sem við fundum þegar í flugvél- inni á leið hingað. Allir virtust þekkja alla og meira að segja Ronald þekkti eina flugfreyjuna sem var gamall nemandi hans,“ segir Gayane Mana- sjan. Þau hafa leikið verk Mend- elssohns og Schuberts ótal sinnum en segjast ekki fá leið á þeim. „Hall- dór er fjórði píanóleikarinn sem við leikum Mendelssohn með í ár, og hver þeirra hefur gætt verkið nýjum Morgunblaðið/Þorkell Höfundar, leikstjórar og aðrir aðstandendur sýninga Borgarleikhússins leikárið 1990-1991 á svölum leikhússins. Fjögnr íslensk verk frumsýnd hjá Borgarleikhúsinu á leikárinu SJÖ leikverk verða frumsýnd á næsta leikári Borgarleikhússins, þar af Qögur íslensk verk. Æfíngar eru hafnar á þremur verkefnum en fyrsta frumsýning haustsins verður 20. september næstkomandi þegar Fló á skinni eftir Frakkann Georges Feydeau. Ekkert barnaleikrit verður sett upp á þessu leikári. Fló á skinni var fyrst sýnt hér á landi fyrir 17 árum í Leikhúsi Reykjavíkur. Það er eitthvert vinsæl- asta verkefni Leikfélagsins og gekk í þijú ár fyrir fullu húsi. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson en hann leik- stýrði einnig uppfærslunni fyrir 17 árum en þýðinguna gerði Vigdís Finnbogadóttir. Meðal leikara eru Árni Pétur Guðjónsson, Ása Hlíf Tónleikar Mörtu Guðrún- á sunnudag MARTA Guðrún Halldórsdóttir sópran og Gísli Magnússon píanóleikari halda tónleika í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ nk. sunnudag, 2. sept- ember, kl. 17.00. Á efnisskránni eru sönglög eftir Schubert, Brahms, Mendelssohn og Strauss. í Morgunblaðinu í gær voru tón- leikarnir sagðir verða á laugardag en ekki sunnudag. Beðist er velvirð- ingar á þeim mistökum. Svavarsdóttir og Guðmundur Ölafs- son. Önnur frumsýning haustsins verð- ur 30. september á Litla sviðinu. Það er verk eftir ungan höfund, Hrafn- hildi Hagalín Guðmundsdóttur, sem nefnist Meistarinn. Verkið fjallar um reynslu og tilfmningar þriggja per- sóna, metnað þeirra og hæfileika, sérkenni og fordóma. Þetta er fyrsta leikverk Hrafnhildar. Leikendur verksins eru Elva Ósk Ólafsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson. Um miðjan október verður síðan frumflutt annað íslenskt verk, Eg er hættur! Farinn! eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur. Verkið, sem er fyrsta sviðsverk Guðrúnar, hlaut fyrstu verðlaun í flokki leikrita fyrir fullorðna í leikritasamkeppni Leikfé- lags Reykjavíkur sem efnt var til í tilefni af opnun Borgarleikhússins. Yrkisefnið er íslenskt nútímalíf, kímið og áleitið verk um fár fjöl- skyldulífsins. Leikstjóri er Guðjón Pedersen og meðal leikenda eru Edda Heiðrún Backman,_ Eggert Þorleifsson og Guðrún Ásmunds- dóttir. Verkið verður á Stóra sviðinu. Um áramótin verður frumsýndur nýr söngleikur á Stóra sviðinu eftir Ólaf Hauk Símonarson og Gunnar Þórðarson í leikstjórn Pétur Einars- sonar. Neyttu á meðan nefíð stendur er vinnuheiti söngleiksins. Leikurinn gerist í Reykjavík og segir frá manni sem hefur byggt stórt hótel sem gengur illa að borga og reka. í byijun mars verður frumsýnt á Stóra sviðinu leikritið 1932 eftir Guðmund Ólafsson sem jafnframt er leikstjóri. Verkið íjallar um at- burði í íslenskri þjóðfélagsþróun og er í senn fjölskyldu- og samfélags- saga. 1932 hlaut önnur verðlaun í leikritasamkeppni Leikfélagsins í til- efni af opnun Borgarleikhússins. Köttur á heitu blikkþaki eftir bandaríska leikskáldið Tennessee Williams í leikstjóm Stefáns Bald- urssonar verður sett upp á Stóra sviðinu en frumsýningardagur hefur ekki verið ákveðinn. Leikurinn gerist í Suðurríkjum Bandaríkjanna og yrkisefnið er ást, auður, völd og öf- und. Þýðinguna gerði Örnólfur Árnason. Loks verður tekið upp leikrit um miðjan október ^em naut mikilla vin- sælda á síðasta leikári, Sigrún Ást- rós eftir.Willy Russell. Leikstjóri er Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir fer með eina hlutverkið en þýðinguna gerði Þrándur Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.