Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 BJARTIR TÍMAR fyrir bókaþjóðina frá 1. september VIRÐISUM SKVI'IIK fellur af öllum bókum á íslensku. Kauptu þér bók í tilefni dagsins FÉLAG BÓKAÚTGEFENDA Kostar nú kr. 1.500,- Kostaði áður kr. 1.868,- Lof heimskunnar Úr Lofi heimskunnar: „Skyldu vera til hamingjusamari menn en þeir, sem almennt eru kallaðir fífl, heimskingjar, bjálfar og einfeldningar? Þetta virðist í fljótu bragði heimskulegt og fjarstæðukennt, en íþví felst þó mikill sannleikur. Nú bið ég þig, heimski spekingur, að íhuga vendilega alla þá angist og sorgir, sem sundurkremja hjarta þitt daga og nætur, þá mun þérloksins verða Ijóst við hvílíku böli ég hlífi aðdáendum mínum. “ - Og ekki er verra að lesa bókina! Til hamingju með 1. september 1990! BÓKMENNTAFÉLAGIÐ Síðumúla 21 — sími 679060 Opið laugardag frá kl. 10.00-14.00 t ( Jíleöáur r a morgtm V________ Guðspjall dagsins: Mark. 7.: Hinn daufi og málhalti. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta fellur niður vegna safnað- arferðar Árbæjarsafnaðar um Rangárvelli. Brottför frá Árbæjar- kirkju kl. 9. Leiðsögumaður í ferð- inni verður Jón Böðvarsson. Mess- að verður að Breiðabólstað í Fljótshlíð kl. 14. Sr. Sváfnir Svein- bjarnarson prédikar. Kirkjukór Ár- bæjar- og Breiðabólstaðakirkna syngja. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. ÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Daníel Jónas- son. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermdar verða systurnar Eva Dis og Anna María Jóhannesdætur frá Lúxemborg, Teigagerði 1, Reykjavík. Altarisganga. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Org- anleikari Marteinn Hunger Friðriks- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13. Organleikari Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Hjalti Guðmunds- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30. í umsjón Ragn- heiðar Sverrisdóttur djákna. Organ- isti Guðný M. Magnúsdóttir. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Bæn fyrir friði. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Föstudag: Ind- landsvinir. fundur kl. 20.30 í safnað- arsal. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Guðsþjón- usta í messuheimili Hjallasóknar í Digranesskóla kl. 11. Sr. Ólafur Jóhannsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefáns- son. Kór kirkjunnar syngur. Mola- kaffi eftir stundina. Sóknarprestur. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Orgelleikari Ron- ald V. Turner. Fimmtudag 6. sept- ember: Kyrrðarstund í hádeginu. Orgelleikur, fyrirbænir, altaris- ganga. Léttur hádegisverður eftir stundina. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Svala Nielsen syngur einsöng. Organisti Marteinn Hunger Frið- riksson. Molasopi eftir guðsþjón- ustuna. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa Ný frímerki 6. sept. nk. ________Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Því miður hefur á stundum farizt fyrir að geta um ný frímerki, sem póststjórn okkar gefur út. Þeirra er vissulega getið í tilkynningum, sem berast dag- blöðum, en oft er ekkert nánar sagt frá þeim eða hvert tilefni var til útgáfunnar. Margir hafa hins vegar gaman af að vita eitthvað um þá hliðina. Næstkomandi fimmtudag koma þrjú ný íslenzk frímerki á markaðinn, ef svo má orða það. Fyrst er frímerki, sem sýnir merki Ferðamálaráðs Evrópu 1990 og hluta af Evrópukorti. Um þetta tilefni segir svo orðrétt í tilkynn- ingu Póst- og símamálastofnunar- innar: „Eins og kunnugt er gerð- ist ísland aðili að Ferðamálaráði Evrópu 1990 og eru aðildarríkin 18 talsins. — Hér er um að ræða gagnmerkt framtak til landkynn- ingar og eflingar skilnings þjóða í milli með auknum ferðalögum, en það er samstarfsverkefni EB og EFTA-landanna. Til að vinna að þessum verkefnum skipaði samgönguráðherra Landsnefnd íslands vegna Ferðamálaárs Evr- ópu og starfar hún að þessum málum í samvinnu við Ferðamála- ráð íslands og aðalstjórn Ferða- málaársins í Brussel. - Opnun Ferðamálaárs fór fram í Strasbo- urg þann 11. desember 1989 og hélt samgönguráðherra íslands opnunarræðu fyrir hönd EFTA- landanna.“ Frímerki þetta, sem virðist eft- ir mynd að dæma vera nokkuð skemmtilegt, er hannað af Finni Malmquist. Er merkið offset- prentað hjá BDT International Seeurity Printing Ltd., High Wycombe, Buckinghamshire í Englandi. Er það í fyrsta skipti, sem þessi prentsmiðja prentar íslenzkt frímerki. Eftir nafni prentsmiðjunnar að dæma ætti ekki að búast við því, að gölluð frímerki sleppi út á markaðinn frá henni. Verðgildi þessa frímerkis eru 30 krónur. Þennan sama dag fáum við svo enn tvö ný Iandslagsfrímerki í þann fallega flokk slíkra merkja, sem Þröstur Magnússon hefur teiknað og hannað fyrir póst- stjórnina á liðnum árum. Að þessu sinni voru valin nokkuð ólík mynd- efnj. Á lægra verðgildinu, sem eru 25 kr., er mynd af Hvítserki í V-Húnavatnssýslu. Um hann seg- ir svo: „Þessi klettadrangur eða klettahella er 15 metrar á hæð í flæðarmáli við vestanverðan botn Húnafjarðar. Brimið hefur sorfið þrjú göt í helluna og lagað hana svo að hún líkist þrífættri ófreskju sem styður trýninu niður.“ Ekki þarf hér miklu við að bæta, enda býst ég við, að margir kannist við þennan sérkennilega klettadrang við austanvert Vatnsnesið bæði af eigin sjón og svo fallegum ljós- myndum, sem víða hafa birzt. Hitt frímerkið, sem er að verð- gildi 200 kr., sýnir mynd af Lóma- gnúpi í V-Skaftafellssýslu „sem er rismikill fjallsnúpur 688 metrar á hæð yfir sjávarmál, vestanvert við Skeiðarársand," eins og segir Nýju frímerkin 6. sept. í tilkynningu póststjórnarinnar. Enn fremur segir svo: „Hann er í röð hæstu strandbjarga á Is- landi. Talið er að Lómagnúpur hafi áður náð í sjó fram.“ Við þessa lýsingu mætti svo sem bæta töluverðu. Alkunnur er draumur Flosa.í Njálu um bergrisann í Lómagnúpi, sem hann sá koma út úr gnúpnum og kalla til sín inn í gnúpinn menn Flosa, sem höfðu staðið með honum að brennu Njáls og sona hans. Kom og í ljós, að þeir voru allir feigir. Landslagsfrímerki þessi eru eins og hin fyrri prentuð hjá Co- urvoisier S.A. í Sviss í svonefndu rastadjúpþrykki. Skoðanakönnun um fallegasta íslenzka frímerkið 1989 Póststjórnin hefur gert heyrin- kunng úrslit í könnun meðal við- skiptavina Frimerkjasölunnar og annarra þeirra, sem áhuga höfðu á að láta skoðun sína í ljós, um þrjú fallegustu frímerki ársins 1989. Um 3.000 seðlar bárust til póststjórnarinnar. Fallegasta frímerkið fékk 1.191 atkvæði og var það smáörk, útgefin 9. okt. í tilefni Dags frímerkisins og í samb. við NORDIU 91. Myndefni hennar er hluti landabréfs Olaus Magnus af Norðurlöndum, útgefið 1539. Raunar eru þetta þrjú frímerki í einni örk. Vissulega er örkin sérkennileg, en að mínum dómi er hún engan veginn falleg- asta íslenzka frímerki ársins 1989. En hvað um það? í öðru sæti var svo Skeggi við Arnar- fjörð, sem var annað landslags- merkja, sem út kom 20. sept. Þriðja fallegasta frímerkið var svo valið það, sem ég hefði sett í fyrsta sætið, fuglafrímerki með mynd af sólskríkju, útgefið 2. febrúar. Ég sakna þess, að póst- stjórnin gefur ekki upp hvað þessi tvö frímerki ferígu mörg atkvæði. Var ekkert síður ástæða til þess en tíunda allrækilega, hvemig þátttaka dreifðist meðal fimm efstu landa. Alls bárust seðlar frá 51 landi. Flest voru atkvæðin frá Danmörku 538, V-Þýzkalandi 467, íslandi 332, Svíþjóð 329 og Noregi 290.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.