Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBBR 1990 Handverk og hugsun Eyjólfur Einarsson: Nökkvi, 1990. Myndlist EiríkurÞorláksson Um þessar mundir heldur Eyjólfur Einarsson afmælissýn- ingu í Listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti. Sýningin er í tilefni af fimmtugsafmæli ljstamannsins, og er slíkt ekki verra tilefni sýn- inga en óljósari tímamót á listferli manna. í upphafi síns ferils fyllti Eyjólf- ur flokk listamanna sem komu fram á sjötta áratugnum með ljóð- ræna afstrakt í sínum myndum, og þá hver og einn með sínum eig- in hætti; hjá Eyjólfi voru þetta kraftmikil og litrík verk, sem vöktu verðskuldaða athygli. Fyrir rúmum áratug tóku þekkjanlegir hlutir síðan að birtast í verkum hans, og eins og sést vel á þessari sýningu, þá eru þær myndir ekki síður veisla fyrir augað; en þær eru jafnframt meira en það. Eyjólfur segir í viðtali sem tekið var í tilefni af opnun sýningarinnar að hann hafi alla tíð litið á sig sem handverksmann fyrst og fremst, auk þess sem hann leggur mikla áherslu á gildi efnisins og hlutverk skilningarvitanna í sköpun sinna mynda. Þessi fullyrðing er góð svo langt sem hún nær, en fyrir fram- an verkin læðist að áhorfandanum sá grunur, að hér sé fleira á ferð- inni. Sú spenna sem felst í teng- ingu formanna er ekki til komin af tilviljun, heldur af umhyggju listamannsins og listhugsun. Formin í myndunum eru ekki mjög margbreytileg, en eru nýtt á árangursríkan hátt. Pýramídar, bátskilir, sexkantar, skálar, rúllur og bréfskutlur eru ef til vill ekki spennandi í sjálfu sér, en eru hér ágætt hráefni í því samspili, sem listamaðurinn leitast við að skapa. Því ef hægt er að segja að mynd- imar á veggjunum í Nýhöfn eigi sér sameiginlegt einkenni, þá felst það í hinni síleitandi snertingu, sem tengir saman hin ólíku form, sem Eyjólfur setur inn á stóra lit- fletina. Stundum er þessi snerting þétt og ömgg, en í öðrum tilvikum veik eða ósýnileg; en víðast nær hún að skapa einhverja þá spennu milli formanna, sem ber uppi myndimar og laðar áhorfendur að þeim, án þess að hægt sé að skýra hvemig það gerist. Þessi áhersla á snertingu og tengsl formanna í verkunum er staðfest með þeim titlum sem lista- maðurinn hefur valið þeim: „Stefnumót", „Krossgötur" og „Snerting" bera öll vitni um þetta viðfangsefni, á meðan önnur eins og „Nökkvi“, „Sjávarháski" og „Bláskel" vísa til sjávar, sem er ótvíræður áhrifavaldur í verkum Eyjólfs, eins og hann hefur lýst. Og þó að titlar megi aldrei skyggja á verkin sjálf, þá velur hvér lista- maður þá vísvitandi um samspil þeirra við myndirnar sjálfar. Annað sem áhorfandinn verður fljótlega var við þegar sýningin er skoðuð í heild er hversu víða til- .vísun í landslag kemur fyrir sem baksvið þeirra forma, sem mynd- irnar fjalla um. í sumum verkum er þetta áberandi (t.d. í „Vatn“ (nr. 6), „f upphafi var hjól“ (nr. 3) og „Krossgötur" (nr. 9)), en annars staðar er þetta óljósara. Þetta baksvið tengir spennu verk- anna á vissan hátt raunheiminum — og þó; hið hreinskipta og \im leið draumkennda litaval nær að halda myndunum stöðugt á mörk- um draums og raunveruleika, og viðheldur þannig þeirri næmu snertingu ólíkra heima, sem skapar listrænt jafnvægi þeirra. Á sýningunni í Nýhöfn eru 13 olíuverk og 6 vatnslitamyndir. Þessar myndir Eyjólfs Einarssonar eru ekki aðeins gott handverk. Listamaðurinn hefur náð að skapa hér spennu með einföldum formum sínum og samspili þeirra, spennu sem ekki er auðvelt að skilgreina til fullnustu, en nær óneitanlega tökum á áhorfandanum og sýnir um leið fram á að góð myndlist byggir sjaldnast á hinu augljósa. Gallerí Borg: Málverka- uppboð á sunnudag 28. listmunauppboð Gallerís Borgar í samvinnu við List- munauppboð Sigurðar Bene- diktssonar hf. verður haldið sunnudaginn 2. september í Súlnasal Hótels Sögu og hefst kl. 20.30. Boðin verða upp 80 verk, þar af fjölmargar myndir gömlu meist- aranna. Má þar nefna Ásgrím Jónsson, Kjarval, Snorra Arin- bjamar, Þorvald Skúlason, Þórarin B. Þorláksson, Mugg, Kristínu Jónsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Jón Engiíberts, Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal og Svavar Guðnason. Af yngri höfundum má nefna Einar Hákonarson, Kjartan Guðjónsson, Hring Jóhannesson, Kristján Davíðsson, Louisu Matt- híasdóttur, Sverri Haraldsson, Valtý Pétursson og Erró. Verkin verða sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll laugardag og sunnudag kl. 14.00-18.00. Hafnfirskir skátar að hefja vetrarstarfið EFTIR viðburðaríkt sumar, þar sem 50. vormót Hraunbúa var fyrsta skátamót sumarsins og Landsmóta skáta að Úlfljótsvatni hápunktur- inn, hefja Hraunbúar sitt 66. starfsár 1. september. Skátamir og fjölskyldur þeirra ætla að hittast í Hraunbyrgi kl. 14, taka þátt í ýmsum störfum sem lýkur með grillveislu og kvöldvöku sem hefst kl. 20.00. Sama dag lýkur fyrsta sumri skátanna í rekstri tjaldsvæðis, en Skátafélagið Hraunbúar tók við rekstri á ársgömlu tjaldsvæði Hafn- arfjarðarbæjar sl. vor. Skátavellir, eins og skátarnir hafa nefnt tjald- svæðið, eru í fallegu umhverfi á Víðistaðatúni sem bæjaryfirvöld hafa verið að fegra undanfarin sum- ur. Mikill áhugi er fyrir skátastarfí um þessar mundir og mæta Hraun- búar þessum áhuga og auknum umsvifum með ráðningu fram- kvæmdastjóra sem mun sjá um all- an daglegan rekstur og aðstoða foringja félagsins. (Fréttatilkynning) 011 RH 01Q7A LÁRUS Þ. VALDIMARSS0M framkvæmdastjóri L I I C'U’lIO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON. HRL. loggiltur fasteignasali Á fasteignamarkaðinn eru að koma m.a. þessar eignir: Góð eign á góðu verði 6 herb. íb. á tveim hæðum við Asparfell 131,8 fm nettó. 4 rúmg. svefn- herb. Tvöf. stofa. Svalir og snyrting á báðum hæðum. Sérinng. af gangsvölum. Lyfta. Sérþvottahús í íb. Bílsk. Útsýni. Ný úrvalsíbúð í vesturborginni 2ja herb. á 1. hæð 73,5 fm. Sérþvottah. Svali. Geymslur í kj. Ágæt fullg. sameign. Skuldlaus. Laus fljótl. Sérhæð - stór bfiskúr - útsýni Efri hæð 4ra herb. í þríbýlish. við Ölduslóð Hf. Allt sér (inng., hiti, þvottah.). Ræktuð lóð. Skipti möguleg á einbýlishúsi eða raðhúsi í nágrenninu. Skammt frá Sundlaugunum 3ja herb. stór og góð kjíb. við Rauðalæk, samþ. Sérinng. Nýtt gler. Sérhiti. 4ra herbergja íbúð við Sporhamra Úrvalsíb. á 2. hæð 129 fm. Fullbúin undir trév. nú þegar. Sérþvottah. Bílsk. Frág. sameign. Byggjándi Húni sf. Vinsamlegast kynnið ykkur frábær greiðslukjör. í Neðra-Breiðholti - hagkvæm skipti Til kaups óskast 3ja-4ra herb. íb. í Neðra-Breiðholti. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. með frábæru útsýni í Hólahverfi. Góð milligjöf í peningum. í þríbýlishúsi við Melabraut Jarðhæð 4ra herb. 106 fm. Allt sér. Skuldlaus. Ný vistgata. Endaraðhús - hagkvæm skipti Á einni hæð rúmir 150 fm við Yrsufell. Nýr sólskáli. Góður bílsk. meö kj. 4 svefnherb. Eignaskipti möguleg. í lyftuhúsi í Heimunum t.d. við Sólheima óskast til kaups góð 3ja-4ra herb. íb. helst með útsýni. Rétt eign verður borguð út. Einbýlishús eða raðhús á einni hæð 100-150 fm óskast til kaups. Margsk. eignaskipti mögul. • • • Opið ídag kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti. _____________________________ LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASAIAH Umsjónarmaður Gísli Jónsson Nafnið Ingvi kemur fyrir í fomum sögum, stundum ritað Yngvi, og er Freysheiti. Til var og gerðin Ynguni, og samsetn- ingin Yngunar-Freyr kemur fyrir. Sænski nafnfræðingurinn Erik Henrik Lind segir í miklu verki sínu um norræn nöfn fyrir 1500: „I formen Ingi har namn- et fortlevat i Sverge ock derifrán överförts til Norge ock Island.“ Við þetta er það að athuga að orðið ingi kemur reyndar fyrir sem samnafn í fornum íslenskum kveðskap í merking- unni konungur. Eitthvað guðlegt eða konung- legt er því við nafnliðinn Ing-, en óvíst um nánari skýringar. Ég leyfi mér að skýra nafnið Ingibjörg, svo vinsælt sem það hefur verið, á svipaðan hátt og Ásbjörg, Guðbjörg og Þor- björg, það er að segja „guðleg eða konungleg björg“. Ingvi (Yngvi) var ekki haft að skírnamafni á íslandi öldum saman, enginn hvorki 1703 né 1801, og kannski aldrei fyrr. Ef til vill er Ingvi Runólfsson á Litluheiði í Vestur-Skaftafells- sýslu, fæddur 1831, fyrstur. Á fyrri hluta 20. aldar tók nafnið að verða sæmilega al- gengt (127 svo skírðir árin 1921-50 og 5-8 í flestum ár- göngum nú upp á síðkastið). Ingvar(r) eða Yngvar(r) er náttúrlega af sömu rótum og því söm óvissan um nákvæma þýðingu. Að vísu má vel hugsa sér að síðari liðurinn sé orðinn til úr *harr<*harjaR =her- maður. Ingvar (Yngvar) kynni þá að vera „guðlegur eða kon- unglegur hermaður“, og má sættast á minna. Ástæðan til þess að ýmist er I eða Y í upp- hafinu er sú, að v-ið gat valdið hljóðvarpi (i>y), en gerði það ekki alltaf. Ingvar (Yngvar) var víst sjaldgæft að fornu. Tveir eru nefndir í Landnámu, og var annar þeirra faðir Beru, móður Egils Skalia-Grimssonar. Eng- inn er í Sturlungu. Árið 1703 voru þrír, en fjölg- aði er kom fram á 19. öld, eink- um á Suðurlandi. Árið 1910 vom menn með þessu nafni prðnir 207 (49 þeirra fæddir í Árnes- sýslu). Nefndir svo 1921-50 voru 237 sveinar. í þjóðskrá 1982 'heita 376 Ingvar (Yngvar) að- alnafni eða einu, og algengt er það í síðustu árgöngum, t.d. 18 árið 1982. ★ Ur orðasmiðju Sigurðar skólameistara (1878-1949). Erlend orð eru stundum sett í sviga: 1. aðdáunargáfa, 2. and- úð (antipathy), 3. bókóður, 4. brautskrá (dimittera), 5. dæmi- gerður (typisk), 6. erfiðisgildi, 7. geðflækja (kompleks), 8. hjartariti (kardiograf), 9. hraðsvörull, 10. hugerni (men- talitet), 11. kjarnstaka (epi- gram), 12. listvirkur, 13. nám- herkja, 14. róttækur (radikal), 15. siðblindur (amoralsk), 16. siðleifð (tradition), 17. sjálf- hverfur (egocentrisk), 18. skaphöfn (karakter), 19. skop- sæi, 20. veiðisprækur, 21. lýð- kær (populær). ★ Skopstæling er íslenskt orð yfir það sem Forn-Grikkir nefndu parodíu (af pará=við hliðina á og ode=söngur (óða). Skopstæling er náttúrlega háðs- leg eða gamansöm eftirlíking alvarlegs kveðskapar. Háðfugl- inn Aristófanes (um 450-385 f. Kr.) var meistari þessarar list- greinar með Grikkjum. Islendingar hafa oft beitt þessari aðferð. Jónas Hallgríms- son skopstældi rímur óspöram, og frægar era Þerriblaðsvísur Hannesar Hafsteins (1861- 1922), en þar skopstældi hann 16 íslensk skáld frá síðari öldum. Hér verða svo látnar fylgja tvær yngri skopstælingar, og þykir óþarfi að sýna hina stældu fyrirmynd: a) Stormur æðir striður, steypist Akrafjall. Yfir landið líður lítill piparkall. (Þórbergur Þórðarson; og er þetta þá líka gott dæmi um andstæður, sem verða naumast öllu meiri.) 553. þáttur þ) Eg lít í anda liðna tík sem lést úr miltisbrandi. Sú ljósmórauða, loðna tík, hún lenti út í Bolungarvík og lifði í hundastandi og lifði í hundastandi. (Óþekktur höfundur.) Nú hefur heldur en ekki hlaupið ofvöxtur í „aðgerðimar“ í máli okkar, svipað og þegar allir voru í „stakk búnir“, svona „pípulagningalega séð“, eins og maðurinn sagði. Aðgerð getur auðvitað þýtt athöfn eða framkvæmd. Mest hefur það þó verið notað um að taka innyfli úr físki, svo og um lagfæringar bæði á hlutum og mönnum. Sjúklingur fer t.d. í aðgerð. Ofvöxtur „aðgerðanna" nú kemur fram í því, að þessu orði er hnýtt aftan í alla skapaða hluti, og verður úr merkingarlít- ill eða merkingarlaus hali, rétt- nefndur hortittur. Ekki linnir fréttum í vörpum (sem sumir kalla ljósvakamiðla) af inn- heimtuaðgerðum hins opinbera, fyrirhuguðum verkfallsaðgerð- um eða ofbeldisaðgerðum hér og hvar. Hér dygði oft að tala um innheimtu, fyrirhugað verkfall (verkföll), og svo of- beldi. Ef „aðgerðatalinu" linnir ekki, má búast við því, að sagt verði í dagskrárkynningu í út- varpinu að Sigvaldi Júlíusson muni annast „lestraraðgerðir“ í fréttatíma. ★ Áslákur austan kvað: Og það sagði Sigfimiur svali strax: við setjum einn milljarð í alilax; með prfesting flinka við framleiðum minka og gerum togaratug út frá Halifax. Auk þess legg ég til að orðið „söluaðili“ verði sett í geymslu, en seljandinn endurreistur. P.s. Vek athygli á góðri grein nafna míns Sigurðssonar í síðustu Lesbók um ýmis orð í sambandi við bíla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.