Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 35 Öli M. Einarsson vélstjóri - Minning Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Okkar ástkæri bróðir, Matti, er látinn. Þó alltaf sé erfitt að horfa á eft- ir ástvini yfír móðuna miklu, vill það oft verða enn sárara þegar menn eru hrifnir snöggt á brott, en það hefur gerst nokkuð oft í okkar fjölskyldu á undanförnum árum. Daginn áður en Matti lést hringdi hann í Jónu systur sína. Var hann þá þann sama dag að koma úr utanlandsferð ásamt sam- býliskonu sinni og lét vel af ferð- inni. Þótti hún hafa tekist vel. Var hann hinn hressasti og sagðist hlakka til að hitta öll systkinin á afmæli móður okkar sem varð niræð hinn 15. júlí síðastliðinn. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Daginn eftir var hann allur. Sláttu- maðurinn gefur engum grið. Kallið var komið. Matti hét fullu nafni Óli Matt- hías. Hann fæddist 18. febrúar 1927 á Ólafsfirði, sonur hjónanna Dagbjartar Sigvaldadóttur sem lifir son sinn og Einars Einarssonar sem er látinn. Þar ólst hann upp ásamt stórum hópi systkina. Alls voru þau níu, en tvö dóu í æsku. Halldór bróðir okkar lést svo af slysförum 16. apríl 1979 og var harmdauði okkur öllum er hann þekktu. Ungur að árum fór Matti til sjós og stundaði mestmegnis' síldveiðar framanaf. Á þeim árum hefur síldin vafalaust freistað margra ungra manna og allt það ævintýri sem henni fylgdi. Seinna lærði hann svo til vélstjóra og vann þá bæði á tog- urum og millilandaskipum. Um 1970 eftir að hann kom í land, hóf hann störf við síldar- og fískimjöls- ■ NVSV, Náttúruverndarfélag Suðvesturlands, fer í vettvangsferð kl. 16.30 á laugardag til að skoða árangur af starfi áhugafólks um uppgræðslu í norður- og vestur- hlíðum Selfjalls og nágrenni. Þar eru örfoka melar að breytast í gró- ið land vegna sjálfboðavinnu hjóna. Áburður, fræ og dreifíngarkostnað- ur var greiddur með peningum sem frúin fékk í afmælisgjöf í vor. Hjón- in stefna að áframhaldandi upp- græðslu næstu árin. Þau verða heimsótt í vettvangsferðinni og gengið með þeim um svæðið. Ahugafólk um uppgræðslumál er hvatt til að koma með í ferðina. Til leiðbeiningar þátttakendum verður settur upp vegvísir við þjóð- veginn við gatnamót síðasta af- leggjara til hægri áður en komið er að Lögbergsbrekkunni. ■ NVSV, Náttúruverndarfélag Suðvesturlands, stendur fyrir gönguferð á laugardag kl. 13.30 sem tengir saman Laugardal og Laugarnes. Gengið verður frá Húsdýragarðinum í Laugardal og gegnum íbúðarhverfið niður á Laugarnestanga, síðan með ströndinni og upp hjá Bjarnhóli til baka að Húsdýragarðinum. Til- gangur gönguferðarinnar er að vekja athygli á nauðsyn þess að gera fólki auðvelt að fara á milli Laugardalsins og Laugarnessins en það myndi gefa báðum svæðun- um aukið gildi um leið og þar mynd- aðist skemmtileg gönguleið. Nátt- úrufræðingar verða með í för og kynna jarðfræði og lífríki svæðis- ins. Komið verður við í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og málin skýrð og rædd. ■ JASSHLJÓMS VEITIN Gammar heldur tónleika í Heita pottinum, Duus-húsi, á morgun sunnudag. Á efnisskrá tónleikanna er nærri eingöngu íslensk frum- samin jasstónlist eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Hljómsveitina skipa þeir Þórir Baldursson á píanó, Björn Thoroddsen á gítar, Stefán S. Stefánsson á saxófóna, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Halldór G. Hauksson á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00. faint&friceya, ,.co<M&uý" JUDy LYNN syngur og vitnar á samkomum hjá okkur um helgina Laugardagskvöld kl. 20:30 Sunnudag kl. 16:30 Mánudagskvöld kl. 20:30 Nú má enginn láta sig vanta! Athufilé breyttan samkemutíma á sunnudefium - nú kl. 16:30 rCCJSINN Ain i i iM 2 réPAvcei Njáll Friðbjamarson Sandi - Minning verksmiðjuna Klett og starfaði þar allt til að hann réðst til bensínaf- greiðslu Olís við Ánanaust seint á síðasta ári. Þann 10. september 1960 kvænt- ist Matti Láru Ólafíu Jónasdóttur ættaðri frá Bíldudal. Áttu þau einn son, Einar, en hann er fæddur 4. mars 1953. Börn Einars eru þrjú, Matthías Pétur, Gísli og Lára. Eiga þau núna um sárt að binda og biðj- um við góðan Guð að græða sár þeirra. Við trúum að Guð leggi ekki meira á nokkurn mann en hann getur borið. Matti lést 25. maí 1990. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Þegar við systkinin og íjölskyldur okkar komu saman var alltaf líf og fjör og lundin létt. Áttum við saman margar góðar stundir. Var þá gítar- inn gjarnan gripinn, spilað og sung- ið fullum hálsi, enda fjölskyldan söngelsk. Það eru minningar sem við geymum í hjörtum okkar um ókomna tíð. Sambýliskona Matta síðastliðin 4 ár er Elín Áróra Jónsdóttir, indæl kona sem við teljum hafa verið mikið lán fyrir hann að kynnast og er missir hennar mikill. Við systkinin og móðir okkar, sem nú dvelur á Hornbrekku-heim- ilinu á Ólafsfirði, kveðjum með sá- rum söknuði bróður okkar og son og óskum honum blessunar Guðs í nýjum heimkynnum. Elsku Ella, Einar, Matti Pétur, Gísli og Lára, Guð blessi ykkur öll og styrki. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Blessuð sé minning Matta bróður okkar. Jóna og Badda Fæddur 4. ágúst 1903 Dáinn 21. ágúst 1990 Nú er hann afi okkar Njáll Frið- bjarnarson, Sandi í Aðaldal, farinn burt úr þessum heimi en það sem hann skilur eftir sig okkur til handa er gott veganesti og margar hlýjar og yndislegar minningar. Alltaf var jafn gott að koma í sveitina til afa og ömmu og sjá þau sitja á koffortinu í eldhúsinu og haldast í hendur. Þetta ástríki sem þau sýndu hvort öðru í svo ríkum mæli sýndu þau okkur einnig og velferð okkar var þeim alltaf ofar- lega í huga. Þau gáfu sér tíma til að sinna okkur í daglegu amstri og lofuðu okkur að fylgjast með og taka þátt í verkunum í sveitinni. Þær urðu margar veiðiferðirnar á bátnum út á vatnið og vitjanirnar í minkagildrur og kríuvarpið. Afa- strákana tók hann með sér á gæsa- skytterí og í leit að eggjum sem þeir síðan blésu úr og komu hagan- lega fyrir í söfnunum sínum, sem afi sýndi mikinn áhuga. Göngutúr- arnir og náttúruskoðunin með afa voru stórkostlegar stundir, enda bjó hann yfír óendanlegum fróðleik um dýra- og jurtaríkið, sem hann þreyttist aldrei á að miðla okkur af. Þegar hvíldarstund gafst spilaði hann við okkur eða sagði sögur, bæði ferðasögurnar sínar og gömul íslensk ævintýri. Og alltaf vildum við fá að heyra Loðinbarðasögu, sem öðlaðist alveg sérstakt líf í hans meðförum. Síðustu árin var afi nánast blind- ur og sat þá gjarnan í stólnum sínum við ofninn og hlustaði á tifíð í klukkunni. Alltaf íýlgdist hann þó vel með öllu sem gerðist, enda var amma óþreytandi að lesa fyrir hann. Einnig hlustaði hann mikið á útvarpið og fylgdist þar með frétt- um og íþróttum, sem hann hafði alltaf mikinn áhuga fyrir. Og alltaf virtist afi una glaður við sitt. Hann þurfti ekkert veraldarvafstuV, bara að vita að fólkinu hans liði vel, og yfír þyí vakti hann allt til síðasta dags. ' Við biðjum Guð að styrkja elsku ömmu, því að hennár söknuður er mikill, og kveðjum afa með hlýhug og þakklæti fyrir öll árin sem við fengum að eiga með honum. Barnabörn og barnabarnabörn $ kX M; ^Ballettskóli Jk. ^ Lausir Framhalúí E^du "" M tímar ettri 2 Schevin9 yý1 ■ þrælBott attiirshópuai íi Skúlalún'4 kerii Meðlimur í Fólagi íslenskra listdansara. Innritun frá og með mánudeginum 3. september í síma 38360 frá kl. 12-16. Kennsla hefst um miðjan september. Fjölbreytt og skemmtilegt kerfi fyrir alla aldurshópa frá 4ra ára. Afhending skírteina í skólanum laugar- daginn 15. september frá kl. 13-16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.