Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 Hefur tiu prófað veggtennis? Opnunartími Squash-klúbbsins frá 1. sept. 1990 er: Mánud.-föstud. kl. 11.00-14.00 og 16.15-22.15. Laugard. 10.00-16.45. Sunnud. 10.00-14.00. Nú er rétti tíminn til að panta sér tíma í veggtennis fyrir veturinn. Komdu og sjáðu glæsilegustu aðstöðuna í bænum. Ath.: Það er frír kynningartími. Lukku-Láki kemur ÞEYSANDI á Léttfeta c? &\NN oG FRABÆR FRUMSÝNING 't O: hj Á TEIKNIMVND SUNNUDAG ^ & LUKKU-LÁKI - OG DALTÓN-BRÆÐURNIR Sannkölluð skemmtun FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Sýnd í REGNBOGANUM í A-sal kl. 3 og 5 Hátíðatiíboð Fiöfva. 35 Lukku-Láka-bækur eru komnar út! Ekkert smáræði. Þær sem enn eru fáanfeear verða sefdar í Regnbosanum á einstöku verði, aðeins 500 kr. Einstök kiöri Skjótari en skugginn að skjóta undir það. Eins og gefur að skilja, gengur misjafnlega að fá fólk í slíkar auglýsingar og spilar þar stóran þátt um hvaða vöru er að ræða. „Fólk er ekki reiðubúið að leggja nafn sitt við vöru sem það þekkir ekki, eða þekkir af öðru en góðu. Þess þekki ég heldur ekki dæmi að menn hafi beinlínis boðist til þess að koma fram í meðmælaauglýsingum,“ segir Ólafur Stephensen. Halldór Guð- mundsson segir yfirleitt ganga ágætlega að fá fólk í þessar aug- lýsingar enda sé oftast um þess háttar vöru að ræða að flestir séu henni fylgjandi eða vitað að þeir sem fram komi í auglýsingunni hafi góða reynslu af hlutnum sem auglýstur er. En hver er svo reynslan af meðmælaauglýsingum? „Þær eru ekki áhrifaríkari en aðrar og boða engin algild sannindi. Meðmæla- auglýsingar eiga rétt á sér, svo lengi sem sá sem „vitnar“, hefur ástæðu til að mæla með vörunni. Sjálfur er ég ákaflega lítið hrifinn af auglýsingum þar sem engin vitneskja’ eða reynsla af vörunni virðist búa að baki,“ segir Hallur Baldursson. í sama streng tekur Halldór Guðmundsson, segir þær oft áhrifaríka leið, þegar þær eigi við vöruna sem auglýst sé. Ólafur Stephensen segir . áhrifamátt þeirra vera svipaðan og annarra auglýsinga. „Gengi þeirra er gott og slæmt eins og annarra auglýs- inga, oftar þó gott. Reynslan hefur sýnt að svona auglýsingar nái vel til þess hóps sem þeim er ætlað, fólk fínnur eitthvað sameiginlegt með sér og þeim sem fram kemur í auglýsingunni." Öm Svavarsson, kaupmaður í Heilsuhúsinu, hefur mikla og góða reynslu af meðmælaauglýsingum, segir stóran hluta sinna_ auglýs- inga vera af því tagi. „Ég reyni að nota þær ef ég get, því það er í öllum tilfellum betra að fólk sem hefur reynslu af því sem auglýst er, segi öðrum frá því.“ Öm segist þekkja eitt dæmi þess að fólk hafí boðist til að koma fram í auglýs- ingum. „Það var kona sem vildi ólm að ákveðin vara hjá okkur yrði auglýst þar sem hún hefði gert sér svo gott. Ég spurði hana hvort hún væri þá til í að koma fram í auglýsingunni og hún féllst á það.“ Trúverðugri? Eru meðmælaauglýsingar trú- verðugri öðrum auglýsingum? „Svarið er stutt og laggott, nei,“ segir Ólafur Stephensen. „Þær era einungis ein tegund auglýsinga, og geta eins og aðrar verið góðar og slæmar." Hallur Baldursson segir trúverðugleika meðmæla- auglýsinga fara eftir þeim sem fram komi í auglýsingunum. Og því megi ekki gleyma að auglýs- ingastofur reyni að gera allar aug- lýsingar sem trúverðugastar. Hall- dór Guðmundsson segir það ekki algilt að meðmælaauglýsingar séu trúverðugri en í mörgum tilfellum séu þær það mjög. Og hvað með ábyrgðina, ber sá sem fram kemur í auglýsingum einhverja ábyrgð á henni? „Orðum fylgir ábyrgð," segir Hallur Bald- ursson. „Þeir sem fram koma, bera ákveða ábyrgð og áhættu.“ Halldór segir þá sem fram koma, taka siðferðilega ábyrgð, þeir myndu varla koma fram nema þeim væri alvara. En um annars konar ábyrgð væri ekki að ræða. Ólafur segir að því megi velta fyr- ir sér hver ábyrgð auglýsanda sé. „í auglýsingum má ekki vera með fullyrðingar sem ekki er hægt að standa við. Siðareglur auglýsinga- stofanna og lög um óréttmæta viðskiptahætti em sett til að forð- ast slíkt. Meðmælaauglýsingar velta ekki ábyrgð yfír á þann sem fram kemur í þeim, heldur beinir ábyrgð auglýsandans en skýrar í þann farveg að standa verði við það sem fullyrt sé.“ I ORÐI SEM Á BORÐI Séra Sólveig L. Guðmundsdóttir Þambaói mþlk á þessum tíma Jú, ég sagði svó sannarlega satt þegar ég kom fram í auglýsingunni um að mjólk væri góð,“ segir séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir en hún gekk þá með sitt þriðja barn. Sólveig segist þamba mjólk um meðgönguna en þess á milli sé hún enginn mjólkursvelgur. E kki veit ég hvers vegna leitað var til mín vegna þessarar auglýsingar og ég tók mér langan tíma til umhugsunar áður en ég samþykkti að vera með. En mál- staðurinn var góður og viðbrögðin við auglýsingunni einnig, þó að ég hafi hálft í hvoru áttt von á neikvæðum viðbrögð- um á þeirri forsendu að ég væri að taka þátt í einhverju skrumi. Ég geri mér fyllilega grein fyrir áhrifamætti auglýsinga, hann verð ég ekki síst vör við hjá börnunum mínum. Ég held að ef eitthvað er, þá séu meðmælaauglýsingar trúverðugri.“ Stefán Hilmarsson söngvari Mjólkurneyslan inn- an eólilegra marka Mjólk er góð“, segir þulurinn um leið og Stefán Hilmarsson dægurlagasöngvari lyftir vænu glasi af mjólk og sýpur á með ánægjusvip. Reyndar ekki alveg frá hjartanu, þar sem mjólkin er löngu orðin spenvolg af daglöngum hita ljósanna í upptökuverinu. En hitt ér rétt að Stefáni finnst mjólk mjög góð, ísköld. É g drekk töluvert af mjólk; þó innan allra eðlilegra marka,“ segir Stefán. Oft hefur verið farið fram á það við hann að hann taki þátt í auglýsingum af þessu tagi en Stefán_ segist sjaldnast játa slíkum beiðnum. „Ég vii helst ekki láta bendla mig við auglýsingar, það er ekki mitt starf.“ Helga Thorberg leikkona Erfitt oó neito Hressari á morgnana" sagðist Helga Thorberg vera af því neyta ginsengs. Sumum þótti það dulítið kyndugt þar sem Helga væri ekki þekkt fyrir að vera morgunglöð en hún segist geta staðið við fullyrðingu sína. „Staðreyndin er sú að ég er hressari á morgnana. Ég byijaði að taka ginseng þegar ég var ófrísk og drengurinn minn fæddist stór og sprækur. Síðan þá hef ég tekið það öðru hveiju og líkað vel.“ Helga segist ekki leggja það í vana sinn að koma fram í meðmælaauglýsingum en vegna vinskapar síns við innflytjandann og reynslu sinnar, hefði hún átt bágt með að segja nei. „Ég neita að vinna við þær auglýsingar sem mæla óhollri og skaðlegri vöru bót. Gildir þá einu hvort andlit mitt sést eða ekki, eða nafnið komi fram. Því kom það illa við mig þegar auglýsing sem ég las inn á fyrir mörgum árum var flutt aftur en hún var um matvöru frá Suður-Afríku. Viðskiptabann hafði verið sett á suður-afrískar vörur á þeim tíma sem liðinn var frá því að auglýsingin var fyrst flutt og þar til hún var pússuð upp á nýjan leik.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.