Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR BUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 í fyrsta þættinum í Maður lifandi! verðum við væntanlega einhvers vísari um stöðu íslensks gamanleikhúss sem lögnum hefur dugað íslenskum leikhúsum vel í eilífri baráttu þeirra við Mammon. A in- felldu myndinni er Árni Þórarinsson Er g’aman í íslensku gamanleikhúsi? Þáttaröðin Maður lifandi! um mannlíf og menningu að hefja göngu sína hjá Stöð 2 NÝ íslensk þáttaröð hefur göngu sína á Stöð 2 nk. föstudag. Hún ber yfirskriftina Maður lifandi! og er það ætlunin að fjalla um mannlíf og menningu í víðtæk- asta skilningi. Fyrsti þátturinn í röðinni nefnist Lengir hláturinn leikhúslífíð? Tilefnið eru frum- sýningar beggja atvinnuleikhú- sanna, þar sem á báðum stöðum er lagt upp með gamanleiki, ann- ars vegar Fló á skinni í Borgar- leikhúsinnu en hins vegar Orfá sæti þeirra Spaugstofumanna í Þjóðleikhúsinu. I þessum fyrsta þætti er fjallað um íslenskt gamanleikhús og rædd við ýmsa kunnustu_ gamanleikara landsins, svo sem Árna Tryggva- son, Bessa Bjarnason, Sigurð Sigur- jónsson og Orn Árnason, auk þess sem sýnd verða brot úr gömlum og nýjum gamanleikjasýningu. Umsjónarmaður þáttaraðarinnar Maður lifandi! er Árni Þórarinsson, sem tii skamms tíma var umsjónar- maður þessarar sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins, en þættirnir eru framleiddir af kvikmyndafélaginu Nýja bíó fyrir Stöð 2 og stjóm og upptöku annast Hilmar Odsson og Þorgeir Gunnarsson. Aðalstöðin: Vetrardagskrá með svipuðu sniði LITLAR breytingar verða á vetrardagskrá Aðalstöðvarinnar frá síðasta vetri. Dagskráin tók gildi um mánaðamótin og er spjallþætt- ir frá mánudegi til föstudags, auk helgarútvarps, þar sem sérstök áhersla er lögð á menninguna. Bjarni Dagur Jónsson, útvarpsstjóri segir ætlunina að leggja áherslu á talmál og tónlist í mýkri kantinum. * Amánudögum sér Kristján Frímann um þættina „Draumasmiðjuna", þar sem, eins og nafnið bendir til, verður fjallað um drauma og ráðið í merkingu þeirra. Á þriðjudögum verða spjall- þættir á léttu nótunum. Ekki er að fullu afráðið hveijir verða umsjón- armenn en þeir verða nokkrir. Á miðvikudögum sér Inger Anna Aik- man um þáttinn „Sálartetrið" og á fimmtudögum sér Jóna Rúna Kvar- an um þættina „Á nótum vináttunn- ar“. Á sunpudögum vérður þáttur frá kl. 13 til 19 sem verður helgað- ur listum og menningu. Að síðustu er ógetið þátta sem verða dagiega milli kl. 16 og 17 þar sem fylgst verður með því helsta sem er á döfinni. ■ Myndstjórn á fréttasíðum Morgunblaðs- ins er ómark- viss og dregur illa fram aðal- atriði frétta . að bvrlan varð m& Iom rWsneyti i sjóinn Svo litill vindur var á »trmn«bUdnun. ad pjrun gkiphrntsmönnum af Vöggi_GKJ)j_argafl af jkeri: Það var byrjað að flæða i möimuuum er við komumg-f Með því að skera til og birta myndirnar stærri gætu ýmsar ágætar myndir Morgunblaðsins notið sín margfalt betur. Myndir flytja líka fréttir „Mynd segir meira en þúsund orð,“ er margendurtekin „klisja“ sem höfð er yfir þegar menn selja sig í stellingar til þess að segja eitt- hvað gáfulegt um ljósmyndina. Trúlega felst mikill sannleikur í þessari tuggu en því má hins vegar ekki gleyma að rétt eins og með þúsund orðum er auðveldlega hægt að komast hjá því að segja nokkuð, þá getur mynd auðveldlega verið merkingarlítil og víst er að með ýmsu móti má gera hana alveg merkingarlausa. Fréttaljósmyndir hafa löngum þótt mikil nauðsyn í flestum dagblöðum á Vesturlöndum og víðar og hafa flestir verið á einu máli um að góð fréttaljósmynd sýni á einfaldan og glöggan hátt kjarnann í þeirri frétt sem blaðið er að flytja. Til þess að frétta- mynd geti sýnt allt þetta þarf ekki einungis myndatakan að vera góð, heldur þarf einnig að huga að skurði hennar, staðsetningu í blaði og stærð. Morgunblaðinu, sem í sumu tilliti ber höfuð og herðar yfir önnur dagblöð hér á landi, eru mislagðar hendur í þess- um efnum. Myndstjórn á almenn- um fréttasíðum blaðsins er ómarkviss og of oft ófréttaleg og ekki kæmi það á óvart að annars ágætir ljósmyndarar blaðsins kunni þeim sem með hana fara, litlar þakkir fyrir. Séu tvær helstu fréttasíður Morgunblaðsins skoðaðar, þ.e. baksíðan og blaðsíða 2, þá er það sjaldan sem góðar fréttamyndir fá þar það pláss sem þær þurfa. Á bak- síðu virðast lit- skrúðugar myndir úr hvunnda- gstífinu, sem í raun flytja engar fréttir, hafa forgang. 28. ágúst sl. teygir sig yfir fjóra lesmáls- dálka litmynd af unglingsstrákum sem eru á reiðhjólum fyrir framan skrautmálaðan steinvegg. Myndin er falleg en segir ekki neitt. Ekki er myndatextinn heldur upplýs- andi því hann segir aðeins: „Ræðst við undir vegg.“ Á sömu síðu, fyrir neðan myndina er önn- ur mynd í lit sem nær yfir tvo dálka. Þar er á ferðinni ágæt fréttamynd sem sýnir eldtungur standa út úr íbúð á blokk á ísafirði. Sú mynd nýtur sín illa, í fyrsta lagi vegna þess að hún er of lítil og í öðru lagi þá ber hin myndin hana ofurliði. Myndin sem í raun flytur engar fréttir verður því aðalatriðið á þessari frétta- síðu. Myndstjórar Morgunblaðsins virðast hafa miklar mætur á lit- myndum. Sé baksíðumynd í lit nær hún svo til undantekningar- laust yfir fjóra dálka. Svart/hvít mynd er hins vegar sjaldan höfð svo stór þrátt fyrir að hún hafi mikið fréttagildi. 31. ágúst birtist skemmtileg mynd á baksíðu frá sögulegum fundi þar sem Flug- leiðum var afhent flugleyfi Arnar- flugs. Myndin nær að sumu leyti þeirri stemmningu sem maður getur ímyndað sér að hafí verið á þessum örlagafundi og þar sem fréttin er mikilvæg þá hefði mynd- in vel mátt vera stærri og þá hefði hún einnig notið sín betur. Annars er það einn helsti galli myndstjórnar á Morgunblaðinu að hnoða fréttamyndir niður í ekki neitt þannig að lesandinn þarf að rýna í þæf til þess að sjá hvað þær sýna. Á blaðsíðu 2 þann 30. ágúst birtist mynd frá einstök- um atburði sem verður lítið meira en svört klessa vegna þess að henni er ekki gefið nægjanlegt pláss. Þegar Sykurmolarnir halda sérstaka tónleika fyrir Mitterrand forseta Frakklands, Vigdísi Finn- bogadóttur og kúltúrtröllið Jack Lang, menningarmálaráðherra Frakka, þá renna saman ólíkir menningarheimar þannig að úr verður einn af forvitnilegri at- burðum ársins sem verðskuldar ríflegra pláss en hefðbundna þijá dálka sem fullnægja t.d. frétt á borð við aðalfund Skógræktarfé- lags íslands með mynd af Vigdísi forseta og formanni skógræktar- félagsins, eins og sjá mátti tveim- ur dögum síðar á sömu síðu. Fleiri dæmi úr blöðum í sömu viku sýna vel hversu myndstjórn Morgunblaðsins áttar sig illa á hversu stærð mynda skiptir máli þegar þær eiga að sýna einhvern atburð. Þann 29. ágúst eru birtar tvær myndir af vörubílum vega- gerðarinnar sem ultu sama dag- inn. Hvorug myndanna nýtur sín í tveimur dálkum. Einhveijum hefði dottið í hug að birta aðra myndina og hafa hana þá stærri. 26. ágúst er síðan mynd af þyrlu að bjarga skipbrotsmönnum af skeri, troðið í einn lítinn dálk. Aðalatriði fréttarinnar verður eins og lítil teikning á frímerki. Að síðustu má nefna að mynd- stjórar Morgunblaðsins skera sjaldan myndir til þess að komast nær því sem myndin á að sýna. Þannig verður aðalatriðið ógreini- legra en ástæða er til. Dæmi um slíkt er þegar Andrew Bretaprins, hertoginn af Jórvík, og einn í röð erfíngja bresku krúnunnar, hjálp- ar honum Kristni, ljósmyndara á Þjóðviljanum, í sérstakan flug- búning. Þar hefði verið hægt að hafa aðalatriðið margfalt stærra án þess að myndin tæki meira pláss. Öll þessi dæmi eru tekin úr blöðum sömu vikunnar og sýna að hvað varðar myndstjórn á fréttasíðum blaðsins eiga ein- hverjir sitthvað ólært. Kunnátta virðist vera til í ríki Morgunblaðs- ins því myndstjórn íþróttasíða er allt önnur og markvissari en á fréttasíðum. Sé hins vegar um það að ræða að títtnefnd myndstjórn stafi ekki af fákunnáttu heldur að um með- vitaða stefnu blaðsins sé að ræða þá er málið öllu alvarlegra því það hlýtur að vera höfuðtilgangur fréttablaðs að skýra sem best og greinilegast frá aðalatriðum markverðra atburða, — einnig með myndum. BAKSVIÐ eftirAsgeir Fridgeirsson Líkafólk Tmaritaflóð, tvær sjónvarpsstöðvar, helgarútgáfur dag blaða, urmull útvarpsstöðva. Öll þessi fjölmiðlun okkar daga hefur á stuttum tíma breytt þjóðarsvip íslendinga. Áður var talað við fólk í fjöl- miðlum ef sérstök ástæða var til, nú eru viðtöl viðtal- anna sjálfra vegna, því viðtöl eru talin auka sölu blaðs og vinsældir varps. Tilefnið er aukaatriði. Sjónsvið sumra fjölmiðla er afar þröngt og er svo komið, til dæmis hjá sumum tímaritum, að sama fólk er farið að koma fram í forsíðuviðtölum aftur og aftur. Hringurinn hefur þannig lokast. Öllu sem er vinsælt hættir til að staðna. Þannig hætta viðtöl að vera áhugaverð þegar þau verða hvert öðru lík og stórkarlalegar fyrir- sagnir verða jafnframt mátt- lausar með tímanum. Tíðindamenn. eru margir lausir við hugkvæmni, vant- ar auk heldur hvort tveggja metnað og áhuga. Þeir búa sig lítt eða illa undir að ræða við viðmælendur sína, eru stundum framúrskarandi klaufar að stýra viðræðunum og skortir dómgreind á það hvað er merkilegt, hvað birt- ingarhæft o.s.frv. Svokallað frelsi fjölmiðla, þar sem allt á að vera svo eðlilegt og hrátt og óunnið og beint, hefur stórlega ýtt undir fúsk hjá þeim - sem gera viðtöl. Þannig eru margar mannlífs- myndir í sjónvarpi, útvarpi, blaði eða tímariti iðulega bragðlausar, bókstaflega ónýtar og betur gleymdar en geymdar. Ég hef því miður heyrt, til dæmis í ríkisfjöl- miðlunum, sem ég hef fylgst nokkuð með að undanförnu, viðtöl sem fátt hafa dregið fram annað en vankunnáttu og dómgreindarleysi stjórn- enda og auk þess jafnvel til- burði þeirra til að troða sér fram fyrir viðmælendurna. Það litla sem ég hef fylgst með hinum svokölluðu fijálsu stöðvum er sjaldnast skárra. Það er ekki auðvelt að taka gott viðtal. Það er grát- legt að stjómendur fjölmiðia skuli ekki hafa meiri metnað en svo að birta á prenti eða í hljóði klaufaleg viðtöl eftir tíðindafólk sem ýmist kann fátt til verka eða hefur ekki fengið neina þjálfun í list- inni. Hér bregst stjórn fjöl- miðlanna. Nú er rétt að taka fram að hjá mörgum fjölmiðlum eru starfandi tíðindamenn sem kunna iistina að taka viðtal. Þeir vita að fátt verð- ur gott án undirbúnings og úrvinnslu og ailt tekur þetta tíma, vinnu og þolinmæði. Af og til birtast þannig vel gerð viðtöl, en dæmin um hið gagnstæða eru svo óskaplega mörg. Það er slæmt þegar hið vonda skyggir á það góða. Af og til birtast viðtöl sem grípa athygli manns alla, maður situr sem límdur við skjáinn, útvarpið eða biaðið. Mig langar til að nefna hér sérstaklega tvö viðtöl úr sjónvarpi ríkisins sem gripu mig föstum tökum fyrir skemmstu og margir hafa sagt mér sömu reynslu sína. Fólkið í landinu hefur hingað til aðallega verið um miðjan aldur eða meira, oft afreks- fólk eða þrautseigir einstakl- ingar sem hafa á löngum tíma skarað fram úr öðrum á einhveijum sviðum. Þætt- irnir sem hér um ræðir voru um margt óvenjulegir. Þarna voru viðmælendur á óvenju- legum aldri í svona fullorð- innadagskrá og spyrlarnir höfðu gott lag á að draga upp með þeim eftirminnileg- ar mannlífsmyndir og iær- dómsríkar. Hér voru viðmælendurnir afar ungir menn, að vísu miklir afreksmenn hvor á sínu sviði, en það er þó að- eins ein hlið þeirra. I fyrri þættinum sat skákdrengur- inn Helgi Áss Grétarsson á spjalli við Illuga Jökulsson en í hinum síðari var sund- kappinn Ólafur Pétursson á tali við Sonju B. Jónsdóttur. f Báðum tókst stjómendunum að draga fram skýra mynd af þessum ungu mönnum og sýna á þeim margar hliðar til viðbótar list þeirra, sem var þó trúlega aðaltilefnið. Báðum tókst drengjunum að sýna áhorfendum að ungt fólk hefur merkilega lífssýn og ekki ómerkari viðhorf og skoðanir en „gamla“ fólkið í landinu. Þeir buðu af sér þokka sem er óvenjulegt að sjá í fjölmiðlum, þar sem venjan hefur lengi verið sú að meðhöndla krakka sem kjánaprik og unglinga sem vandamál. Sjónvarpið, Helgi, Ólafur, Sonja og Illugi eiga heiður skilið fyrir að sýna og sanna að ungt fólk er líka fólk. Sverrir Páll Erlendsson swr. m jtm j-sps* 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.