Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 C 9 Moskvu. Aftakan vakti gífurlega reiði, ekki sízt vegna þess að tveir kommissaranna voru einkavinir Len- íns. Ásakanirnar um að Teague-Jones hefði borið ábyrgðina birtust fyrst í blaði í Bakú. Greinin var eftir lög- fræðing úr flokki þjóðbyltingar- manna, Vadím Tsjækín, sem kvaðst hafa rannsakað málið rækilega og vitnaði í Fúntikov, sem þá var enn fangi í Askhabad. Fúntikov kvað Teague-Jones hafa sagt að nauðsyn- legt væri að skjóta kommissarana og látið í ljós ánægju með aftökuna, )ar sem hún væri „í samræmi við markmið ensku hermálanefndarinn- ar“. Jósef Stalín fordæmdi Breta fyrir morðin í apríl 1919 og ásökunum um hlutdeild Breta fjölgaði ört. í marz 1922 endurtók Tsjækín ásak- anirnar gegn Teague-Jones í bók og krafðist þess að hann yrði ákærður fyrir stríðsglæpi og leiddur fyrir al- þjóðlegan dómstól. Tsjækín var þjóð- byltingarmaður eins og Fúntikov og hafði því ástæðu til að hvítþvo vini sína í Askhabad. í Moskvu voru kommissararnir hylltir sem píslarvottar í „baráttunni gegn heimsveldisstefnu" og erlendri íhlutun. Trotsky endurtók allar ásakanir Tsjækíns í bók, skellti skuldinni á Teague-Jones og kvað hann hafa framið verknaðinn með „vitund og samþykki" brezkra her- yfirvalda. Aftakan var óspart notuð í áróðri bolsévíka gegn Bretum. Reginald Teague-Jones mun hafa tekið sér nafnið Ronald Sinclar ir skömmu eftir árás Trotskys í maí 1922. Um haustið afhenti hann brezka utanríkisráðuneytinu skýrslu um ásakanir Trotskys og þar hrakti hann þær lið fyrir lið. Skýrslan var afhent sovézka utanríkisráðuneytinu ásamt þeirri athugasemd að brezka stjómin teldi ásakanimar gegn Te- ague-Jones „tilhæfulausar“. Undir fölsku nafni Tyrkja, sem þeir héldu að hefðu þegar tekið bæinn. Ward, sem Te- ague-Jones hafði sent til Bakú, fór um borð einn síns liðs, vopnaður skammbyssu, og handtók Þjóðvetj- ana, sem vom fluttir um borð í rúss- neskt skip. Rússum fannst hins veg- ar nóg um afskiptasemi Wards og Teague-Jones sendi hann burtu. Bretar lögðu hald á nokkur kaup- skip í Enzeli og Dunsterville hers- höfðingi kom sér fyrir í einu þeirra, President Kruger. Þegar nefnd bolsévíka í Enzeli fann að því að þrílitur fáni Rússakeisara var við hún á skipinu var sætzt á að honum yrði snúið við þannig að rauð rönd yrði efst og hvít þar fyrir neðan. Rauðliðar athuguðu ekki að þannig leit fáninn út eins og fáni Serbíu. Dunsterville skrifaði: „Brezkur herhöfðingi sigldi um Kaspíahaf, eina hafið sem ekkert brezkt skip hafði farið um, á skipi sem bar nafn suður- afrísks forseta og fyrrtim óvinar og var á leið frá peréneskri ' höfn undir serbneskum fána tíl atf bjarga hópi Armena úr klóm- Tyrkja í rússneskum bæ, sem var a valdi byltingarmanna." ,’íi Armenamorð í Bakú Um miðjan september bmtust Tyrkir gegnum víglínuna við Bakú og Bretar hörfuðu. Tyrkir og Tatar- ar sóttu inn í vamarlausan bæinn og myrtu 15-20.000 Armena. Þá höfðu bolsévíkar haldið uppi árásum úr norðaustri á svæðið suð- austan við Kaspíahaf í heilan mán- uð. Samvinna Breta og yfirvalda í Askhabad var efld og Bretar sendu herlið og vistir til Meshed, nyrzt í Persíu. Ward særðist banvænu sári í bardaga við bolsévíka og Teague- Jones varð fyrir vélbyssuskoti. Teague-Jones hafði tekið við öll- um störfum stjórnmálafulltrúa Breta á svæðinu austan Kaspíahafs í lok ágúst. Hann bar ábyrgð á öllum samskiptum og samningum við Ask- habad-nefndina og var tengiliður hennar og yfírmanns brezka herliðs- ins í Meshed, Mallesons hershöfð- ingja. Næstu fímm mánuði þurfti hann að hafa eftirlit með starfi stjórnar- irinar í Askhabad og neyddist til að skipta, sér af innanlandsmálum. Ham> fer hörðum orðum um yfir- menn sína á Indlandi, sem hafí hugs- að?um það eitt að láta fara vel um sig og reynt að skjóta sér undan ábyrgð: „í stað þess að vera stoltur af stöðu minni sem fulltrúi Stóra- Bret- lands sárskammaðist ég mín fyrir það auvirðilega hlutverk, sem ég var neyddur til að gegna. .. Ég hefði lagt á mig hvað sem var, ef við hefðum haft einhverja stefnu ... Þessi ringulreið dag eftir dag — annað er ekki hægt að kalla það — hlaut að enda með ósköpum." Aftaka kommissaranna Mál kommissaranna, sem varð Teague-Jones svo afdrifaríkt, kom upp eftir fall Bakú. Þar fóru þeir um borð í skip og kröfðust þess að verða fluttir til Astrakhan í norðri. Skipstjórinn sigldi hins vegar með þá austur til Krasnovodsk, þar sem þeir voru handteknir. Nefnd and- stæðinga bolsévíka í Krasnovodsk vildi losna við þá, því að fangelsið var fullt og návist þeirra gat komið af stað uppreisn. Nefndinni í Askhabad var tilkynnt þetta og að sögn Teague-Jones bað hún Malleson.hershöfðingja að taka við föngunum og senda þá til Ind- lands. Malleson hafí talið tormerki á því og lagt til að nefndin fyndi „einhverja aðra leið til að losna við þá“. í Askhabad mætti Teague- Jones á fund, sem Fúntikov, Kúrilev og fleiri héldu til að ákveða afdrif fanganna. Fúntikov lagði til að kommissararnir yrðu skotnir, en skoðanir voru skiptar. Teague-Jones kvaðst ekki hafa tekið virkan þátt í umræðunum og farið áður en fund- inum lauk. Sólarhring síðar sagði Fúntikov Teague-Jones „í trúnaði" að ákveðið hefði verið að skjóta fangana og að hann hefði sent mann til Krasnovodsk til að sjá um að það yrði gert. Teague-Jones tilkynnti Malleson þetta strax. Þremur dögum síðar kveðst Teague-Jones hafa fengið staðfest hjá Fúntikov „að meirihluti fanganna hefði verið skot- inn“. Hann tilkynnti Malleson það einnig. „Svona er öll sólarsagan frá mín- um sjónarhóli," segir Teague-Jones í bók sinni. Seínna kvaðst hann hafa komizt að því að Kúrilev hefði skipu- lagt aftökuna. Svartklæddi frelsarinn Einn helzti máttarstólpi stjórnar- innar í Askhabad var skuggalegur, svartklæddur náungi að nafni Dijúskin, kallaður „frelsarinn". Vopnaður lífvörður fylgdi honum hvert sem hann fór. Hann kom með bátnum til Krasnovodsk 10. septem- ber og fór þaðan rakleiðis til Ask- habad. Hann var lögfræðingur og þjóðbyltingarmaður og bolsévíkar í Tasjkent höfðu pyntað bróður hans til bana. Dijúskin varð yfírmaður rann- sóknarlögreglunnar í Askhabad og gekk svo langt í aðgerðum gegn grunuðum samverkamönnum bolsé- víka að flestum ofbauð að lokum. Hann hafði alltaf meðferðis skjalat- ösku og átti það til þegar hann ræddi við Teague-Jones að taka nafnalista upp úr töskunni, líta yfir hann og segja lágum rómi: „Já, ég held við handtökum hann í dag“ eða „Nei, við látum hann eiga sig í einn eða tvo daga.“ Ástandið við Kaspíahaf gerbreytt- ist þegar vopnahlé við Tyrki var samið 31. október. Daginn eftir tók brezkt herlið Merv við Mið-Asíujárn- brautina, en fékk skipun um að sækja ekki lengra. Hinn 17. nóvem- ber sótti rússneskt og brezkt herlið inn í Bakú. Um miðjan janúar 1919 kom Dijúskin upp um samsæri bolsévíka um að steypa nefndinni í Askhabad. Foringi þess var enginn annar en Fúntikov, þótt hann væri úr Þjóð- byltingarflokknum sem fór með völdin. Fyrrverandi félagar hans hik- uðu við að taka hann af lífi, en rauð- liðar skutu hann í fangelsinu í Ask- habad um leið og þeir náðu völdun- um, fyrir þátt hans í byltingunni sumarið áður. Almenningsálitið snerist gegn Dijúskin. Ráðizt var á hann á götu, en hann hélt áfram útrýmingum. Hópur Daghestana réðst á hús hans og nokkrir þeirra féllu fyrir kúlum indverskra varða hans. Að lokum neyddist hann til að flýja undir vopn- aðri vemd til Tíflis, þar sem hann lézt úr taugaveiki. _v . .. Einkavinir Leníns fv't- v Teague-Jones fór frá/ Askhabad með sérstakri lest á undan brezka herliðinu, sem hörfaði til Persíu 14. til 15. apríl. Þá var tiltölulega stutt síðan fréttir af morðunum á komm- issörunum í Bakú höfðu borizt til Síðan reyndi „Sinclair“ aldrei að bera hönd fyrir höfuð sér þrátt fyrir ítrekaðar áakanir rússnesku stjórn- arinnar og sovézkra sagnfræðinga. Ótti við hefnd bolsévíka virðist hins vegar ekki hafa verið eina ástæðan til þess að hann skipti um nafn. Hann virðist einnig hafa gert það til þess að geta haldið áfram að starfa fyrir brezku lejmiþjónustuna. Talið er að það geti verið skýring- in á ýmsum ferðalögum hans í Mið- austurlöndum og Austur-Asíu á ár- unum milli heimsstyijaldanna, m.a. ferðinni i Ford-bifreiðinni, sem hann lýsti í bók sinni Ævintýri í Persíu skömmu áður en hann lézt. Teague-Jones kvæntist Völju Alexévu, sem hann hafði kynnzt þegar þau fóm með sama skipi til Bakú í júlí 1918. í bréfi 1922 lýsir hann áhyggjum hennar af því hvað orðið hafí um foreldra hennar. Hjónaband þeirra varð skammlíft. Valja virðist hafa starfað fyrir brezku leyniþjónustuna í mörg ár. Seinna gekk Teague-Jones að eiga þýzka konu, Taddy. Hann átti barn með hvomgri konunni. Árið 1941 varð Ronald Sinclair vararæðismaður í New York og hann mun hafa stundað ýmiss konar leyni- þjónustustörf í stríðinu. Að því loknu settist hann í helgan stein og flutt- ist með Taddy til Miami Beach. Fyr- ir 20 ámm settust þau að á Spáni og þar áttu þau heima unz þau neyddust til að flytjast til Englands vegna veikinda Taddy. Hún lézt skömmu síðar. Valja hafði samband við Sinclair þegar hún frétti að Taddy væri lát- in. Hann var vel efnum búinn, en hún bjó við þröngan kost í London og hann bauð henni að búa hjá sér í Plymouth. Hjúkrunarkona hans tók eftir því að Valja kallaði hann alltaf „Reggie“, en ekki „Ronnie" eins og allir aðrir. Hann lét eftir sig rúma hálfa milljón punda þegar hann dó 16. nóvember. Viku síðar kom sannleikurinn um„Ronald Sinclair" fram í minn- ingargrein 1 The Times, 70 ámm eftir atburðinn 1 Bakú. Frekar ósenn- ilegt virðist að hann hafí verið viðrið inn morðin. Trúlega hefur hann þótt þægilegur blóraböggull, en sagn- fræðingar munu líklega lengi deila um hvað raunverulega gerðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.