Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
C 7
það sem mér dettur fyrst í hug.
Mér fannst erfitt að kynnast íslend-
ingum í upphafí, íranir eru opnari
og fljótari að stofna til kynna. En
íslendingar eru góðir vinir þegar
þeir hleypa manni að sér. En það
varð oft alls konar misskilningur.
Til dæmis í sambandi við mat, hjá
okkur er siður að dekstra fólk og
vera alltaf að bjóða meira og þykir
bara sjálfsagt. Hér þótti mönnum
bara skrítið að ég skyldi alltaf vera
að hamra á þessu og létu ekkert
segja sér tvisvar ef þeir vildu
borða. Það voru svona atriði, alls
konar umgengnisvenjur sem voru
mér meira en lítið framandi og ég
botnaði ekki vitund í. Nú orðið
fínnst mér ég hafa hér mínar ræt-
ur. Ég á ekki heima í íran lengur.“
Þurftu konur að klæðast chad-
omum á þínum yngri ámm í íran?
„Konur vom látnar sjálfráða og
þær vom varla sýnilegar, nema
kannski í sveitunum. Flestar konur
fóm í chador þegar þær gengu í
bænahúsin. Mér fínnst chador ljót-
asti klæðnaður sem ég veit! Nú
sést ekki kvenmaður í Iran nema í
chador. Þegar ég var úti að reyna
að koma þessum eignamálum á
hreint var ég ekki í chador en ég
var í síðri kápu og varð að vera
með höfuðklút. Sjáðu, svona.“ Svo
hnýtir hún á sig klút og eldist sam-
stundis um tíu ár. „Bahá’íar em
umburðarlyndir gagnvart öðmm
trúarbrögðum og samkvæmt ba-
há’ítrú má ekki drekka áfengi. Það
sama á við um múhameðstrúna en
samt drekka margir, sem kalla sig
góða múhameðstrúarmenn, ótæpi-
lega áfengi. Ég er ekki ánægð með
svona tvöfeldni."
Astæðan fýrir að hún fór út í
fýrra var að húseign fjölskyldunnar
var á hennar nafni, því hún hafði
fýrir löngu tekið lán og lagt í húsið
en bróðir hennar hafði síðan séð
um að greiða það. En yfirvöld vildu
að hún kæmi út og hétu því að það
myndi ekki taka nokkra stund að
ganga frá því að færa húsið á nafn
bróðurins. En það fór á aðra lund.
„Auk þess var ég skjálfandi hrædd
að fara,“ segir hún. „En mér
fannst það voðaleg tilhugsun ef
húsið yrði tekið og þau ættu sér
engan samastað. I fyrstu leit allt
vel út en endaði með því að ég
þeyttist á milli skriffínna hvort sem
var í Shiraz eða Teheran og enginn
botn fékkst í málið. Loks ákvað ég
að það yrði við svo búið að standa
og ákvað að kaupa mér farmiða
heim. Þá varð ég að leggja inn vega-
bréfíð mitt og þegar ég kom að
sækja það neituðu þeir að afhenda
það. Þar með byijaði ein píslargang-
an enn og mánuðum saman fékk
ég ekki leyfi til að komast í burtu.
Svo tókst að fá yfirráð bahá’ía til
að beita þrýstingi og tveir menn frá
Sameinuðu þjóðunum hjálpuðu mér.
Þú getur ekki ímyndað þér hvað
mér létti. Ég hef líka sem betur fer
fengið fullvissu fyrir því að fjöl-
skylda mín heldur húsinu."
Elin segist kunna vel við sig á
Sauðárkróki. Það sé gott að eiga
sitt húsnæði, geta verið rólegur og
öruggur. Hún rifjar upp að eitt af
því sem hún saknaði í byijun var
grænmetið. „Lambakjötið matreið-
um við á annan hátt en ég hef
löngu komist upp á lag með það
íslenska og þegar ég var úti núna
steikti ég lambalæri í ofni á íslen-
skan máta og öllum fannst það
gómsæti hið mesta. Svo hefur fjöl-
skyldan sent mér þurrkað jurta-
krydd sem er mikið notað í okkar
matargerð.“
Hvað sérðu fyrir þér að gerist í
íran í næstu framtíð?
„Ef guð lofar þá tekst að draga
úr klerkaveldinu en það verður ekki
upprætt í einni svipan og hætt við
að þjóðin þurfi að líða mikið áður
en svo verður. Iran er ríkt land en
nú eftir langvinnt stríð er vöntun á
öllu, matur er skammtaður og þar
fram eftir götunum. Það er allt í
rústum. Fólkið hefur búið til landa-
mæri full haturs og eigingirni og
fordóma. Kannski rennur upp sá
dagur að mennirnir læra.“
FAXAFENl 14, NÚTlÐ, 108 REYIOAVÍK, SÍMAR 687480, 687580 *OG 37878
Ittttríhm daglega
frá kl. 10-20
Svona gerum við
Þoó sem vió kennum í vetur:
Barnadansar
gamlir og nýir er undirstaða fyr-
ir allan samkvæmisdans. Söng-
dansarog leikirog splúnkunýr
barnadans, verðlaunadans frá
Danmörku í sumar, Barna-
Lambada, sem Henný hefur
aðlagað íslenskum börnum.
Gömlu dansarnir
verða í vetur á föstudagskvöld-
um og auk gömlu, góðu dans-
anna, eins og vínarkrus, polka,
skottís, marsúrka, ræls og m.fl.,
dönsum við þar „party-dansa“
og gamla enska og danska
dansa, sem við ein kennum.
þar sem grunnurinn er 10 dans-
arnir í heimskerfinu. Fyrir börn,
unglinga og fullorðna. Þar geta
pörin, hjónin og vinirnir komið
saman og átt skemmtilega
kvöldstund í góðra vina hópi því
mikið er lagt upp úr félagslega
þættinum um leið og við öðl-
umst öryggi á dansgólfinu og
umgengni við annað fólk.
Skemmtilegirtímar. Allt það
nýjasta fyrir keppnisdansara.
Frábærir gestakennarar vænt-
anlegirívetur.
fyrir alla stráka og stelpur, unga
og gamla. Madonna verður með
í lagavalinu. Nýir dansar.
Mikiðfjör.
Suður-
amerískir
dansar
I « dansa og Mambo, Boggie, Salsa eru uppáhaldsdansar margra og enn fáum við nýjan dans í vetur, Soca, upprunninn frá eyjunum í Karíbahafinu, arftaki Lambada. Sértímar fyrir 10-12 ára og 13-16 ára. Rock’n Roll
91 S rMnS
borgarar
- Kaffikvörnin
þar sem kaffið er á könnunni
og dansað á milli sopanna og
spjalls, verður á föstudögum kl
16 í vetur. Dönsum létta og
skemmtilega dansa og hittum
góða félaga.
Jazzleikskólinn
ersérgrein okkar.
Þarfæreinstaklingurinn, börn
3ja-6 ára, að njóta sín óþvingaður
á dansgólfinu. Síðan við byrjuðum
á Jazzleikskólanum fyrir 6 árum,
hefur það sýnt sig og sannað,
að börnin fá góða undirstöðu í
tónlist og fyrir allan dans til
áframhaldandi náms.
Spennandi leikdansar, sem
börnin sýna ívor.
Jazzleikskólinn er sérgrein okkar.
Varist eftirlíkingar.
Jazzdans - Discojazz
-Freestyle
fyrir alla, sem vilja hreyfa
sig eftir nýjustu lögunum
„Vouge“ og „Hip-Hop“
og læra nýja dansa.
er alltaf einn af tískudönsunum.
Allir muna eftir lagi eins og
„Rock around the Clock“. Við
erum með fjöldan allan af nýjum
sporum og samsetningum, m.a.
eftirgestakennara okkar, Per
Henckell, og konu hans, Kitty frá
Danmörku, en þar kynntum við
okkur allt það nýjasta í rokk-
dansinum. Yngsta rokkpar
landsins kemur nýjum nemend-
um á sporið á kynningardegin-
um í Faxafeni 14 kl. 16 á sunnu-
dag.
Félagasamtök og starfsmannahópar verða
að hafa samband við okkur sem fyrst.
Einkatímar eftir samkomulagi.
Foreldrar: Gefið barninu ykkar bestu fáan-
legu undirstöðu fyrir áframhaldandi nám í
öllum dansi og tónlistarnám.
.E
Raðgreiðsiur ídansinum er lífsgleði og þar er hollog góó hreyfíng.
og annað. / danstímunum ert þú í góóum félagsskap.
<§)JW4
FAXAFENI 14. HÚSIÐ NÚTÍÐ O
Faglærðir danskennarar.
Nýtt húsnæði, sem liggurvel við íbúðarhverfum borgarinnar. Tveir kennslusalir. Næg bílastæði. Grensásstöð SVR er stutt frá.