Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR ÍSON’NUÖAÖlÍR 9. SEPTEMBER 1990 C 21 Markmiðið er betra blað - segir Kristján Þorvaldsson, annar nýráðinna ritstjóra Pressunnar Morgunblaðið/Sverrir „Við teljum að ýmsu megi breyta á Pressunni,11 segir Krislján Þorvaldsson, annar nýráðinna ritstjóra blaðsins. „VIÐ reynum að gefa út spenn- andi blað, allt í senn; hart, mjúkt og upplýsandi. En auðvitað kem- ur þetta allt í ljós og best að láta verkin tala. Markmiðið hlýtur alltaf að vera betra blað,“ segir Kristján Þorvaldsson, en hann og Gunnar Smári Egilsson eru nýráðnir ritsljórar Pressunnar. Öllum starfsmönnum blaðsins var sagt upp fyrir rúmri viku og hefur styrr staðið um ráðningu nýju ritstjóranna. Segja fyrrum starfsmenn blaðsins hana pólitíska og að gera eigi blaðið að málgagni Alþýðuflokksins í alþingiskosningum næsta vor. Kristján segir þessar ásakanir út í hött, ætluniii sé að breyta blaðinu til að auka sölu þess, og að Pressan verði ekki handbendi eins né neins. „Pressan verður fyrir lesendur. Sameiginlegt markmið eigenda og ritstjórnar er að gefa út betra blað, sem þýðir vonandi og aukna sölu,“ segir Kristján. Teljið þið eitthvað athugavert við efnisval og efnistök Pressunnar hingað til? „Það er ljóst að við teljum að ýmsu megi breyta.“ Aðspurður segist Kristján ekki hafa átt von á svo hörðum viðbrögð- um við ráðningu sinni. Segir hann að þrátt fyrir að hann skilji að vissu leyti sárindi fráfarandi starfsmanna Pressunnar, telji hann það ekki rétt- læta órökstuddar dylgjur í sinn garð. „Auðvitað hafa viðbrögð þeirra gert okkur Gunnari Smára erfiðara fyrir en ef okkur tekst að gefa út breytt og bætt blað, þá mun það vonandi' kæfa allar efa- semdaraddir.“ Kristján og Gunnar Smári taka til starfa 1. október og er gert ráð fyrir að þegar 4. október kveði við nýjan tón í innihaldi og útliti blaðs- ins. Ekki hefur enn verið gefið upp hveijir muni starfa við Pressuna, hvorki blaðamenn eða fastir dálka- höfundar. EDDA FOLK i fjölmiðlum ■ Edda Andrésdóttir hefur sagt fastri fréttamannsstöðu sinni á Sjónvarpinu lausri og les hún frétt ir í síðasta skipti í kvöld. Edda hefur verið með ann- an fótinn á Sjónvarpinu í 15 ár. Frá 1985 hefur starfað sem fréttamaður þar og síðustu 2-3 árin sem frétta- þulur og við dagskrárgerð. Um miðjan september mun Edda hefja störf við dagskrárgerð hjá Stöð 2. Mun hún sjá um fastan þátt sem verður á laugardagskvöldum. Sagði Edda of snemmt að segja til um efnihans. • ■ Helgi Már Arthúrsson frétta- maður á Stöð 2 mun heíja störf á frétta- stofu Sjón- varps um næstu mánað- armót. Er Helgi Már fyrsti frétta- maðurinn sem. fer frá Stöð 2 yfir á Sjónvarpið Helgi Maríanna ■ Maríanna Friðjónsdóttir, dagskrárgerðarmaður, tók í júlí síðastliðnum við starfi yfirmanns dagskrárgerðar hjá dönsku sjón- varpsstöðinni Kanal 2. Stjórnar Maríanna m.a. útsendingu á frétta- þætti stöðvarinnar sem er svipaður að uppbygg- ingu og 19:19 á Stöð 2 þar sem Maríanna starfaði. Nú standayfir miklar breyt- ingar á Kanal 2 og var fljót- lega stungið upp á Maríönnu til að stjórna dag- skrárgerð. Náðist í hana í byijun júlí þar sem hún var í fríí á Mall- orca og hóf hún störf seinna í sama mánuði. Mun hún starfa hjá Kanal 2 í minnst eitt ár. ■ Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, þykir líklegastur sem sigurvegari í Meistaramóti fjöl- miðla í golfi sem fram fer í Hólms- velli í Leiru á föstudaginn. Hann á þó örugglega eftir að fá harða keppni enda margir sterkir kylfing- ar á íslenskum fjölmiðlum og búist við góðri þátttöku í mótinu. Leikið verður í karla- og kvennaflokki, með og án forgjafar, og fjórir bestu frá hveijum miðli gilda í sveita- keppni. Þetta er í fyrsta sinn sem fjölmiðlamót er haldið í golfi en eftir þijár vikur verður haldið í annað sinn meistaramót í knatt- spyrnu á gervigrasinu í Laugardal en þar á Morgunblaðið titil að veija.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.