Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 25
MORG UNBLAÐIÐ MEIMNIIMGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 C 25 Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir KSPEED-metaJ sveitin góð- kunna Bootlegs, sem sendi frá sér breiðskífu á vegum Smekkleysu á síðasta ári, hefur nú gert útgáfusamning við Steinar hf., og fer í hljóð- ver til að. taka upp breiðskífu innan skamms, en sú plata á að koma út fyrir jól. MGEIRI Sæm og hljóm- sveit hans, Hunangstungl- ið héldu tónleika í Casa- blanca sl. fimmtudag, eftir langt hlé frá slíku. Tónleik- amir, sem voru afar vel sóttir, voru öðrum þræði haldnir til að kynna hljóm- sveitina, því á tónleikunum var yfirmaður hljómsveita- tengsla risafyrirtækisins A&M í Evrópu, Jimmy Young, sem fór af landi brott morguninn eftir tón- leikana. Geiri gerði fyrr á árinu kynningarsamning við A&M, en enn er of snemmt að segja hvað úr verður. Hitt er víst að Young var hinn ánægðasti með tónleik- ana og nú er bara beðið símtals að utan. DÆGURTONLIST Hvadgerapopparar ífríinuf Björk syngur jass Tilbreyting frá Sykur- molunumum. alls eru fimmtán meðlimir í sveitinni. Tónlistin er stór- sveitarsveifla og nú er sveitin að skipuleggja kab- arett sem setja á upp á Hótel Borg með tónlist og ýmsum skemmtiatriðum. Björk fæst einnig við annað en leika á klarinett með Konráði B., því fyrir stuttu tróð hún upp á tón- leikum á Hótel Borg með jasstriói Guðmundar Ing- ólfssonar, Guðmundar Steingrímssonar og Þórðar Högnasonar. Þar söng hún gamla íslenska og erlenda slagara fyrir fullu húsi og komust mun færri að en vildu. Um síðustu helgi héldu þau Björk svo í hljóð- ver og tóku upp fjórtán íslensk lög, en einnig voru- tónleikarnir á Borginni teknir upp. Úr þessum upp- tökum verður valið á plötu sem væntanleg er í nóvem- ber. Björk sagði að allt væri þetta til að fá tilbreytingu frá Sykurmolunum, en einnig hefði hún löngum haft gaman af gömlum íslenskum dægurlögum. Eini Sykurmolinn sem stendur utan við jasssveifl- una er Þór Eldon. Hann hefur þó haft nóg að gera, því hann stýrði upptökum á væntanlegri plötu rokk- sveitarinnar Bless, sem gefin verður út af Smekk- leysu/Rough Trade/Work- er’s Playtime um heim all- an og herma fregnir að fyrirframsala af plötunni ÞAjÐ getur verið þreytandi að vera i poppsveit og víst þurfa popptónlistarmenn frí líkt og aðrir. Hjá flestum er tónlistin þó ekki bara lifíbrauðið, heldur einnig helsta tómstundaiðja og þá vandast málið. Margir fara því að fást við tónlist með öðrum, og þá oft tónlist sem er lítið frábrugðin þeirri sem þeir senda frá sér yfirleitt, en aðrir fást við tónlist sem er sem ólíkust þeirri sem þeir hafa áður ieikið. anna í öðrum hlutverkum en jafnan áður, Björk leik- ur á klarinett, Sigtryggur raular að hætti Pranks Sin- atras, Bings Crosbys og Hauks Morthens, Bragi (Konráð B. er reyndar hin hliðin á Braga) leikur á trommur og er hljómsveit- arstjóri, Magga Ömólfs leikur á harmonikku og fiðlu og Einar Örn leikur á trompet í básarasveit jass- bandsins. Til viðbótar Syk- urmolunum eru Risaeðl- umar Magga Stína, sem leikur á sýlófón, og Dóra Wonder, sem leikur á saxó- fón, Kommi úr Skuggunum leikur á básúnu og Sigurjón úr Ham leikur á bassa, svo einhverjir séu taldir, því Sykurmolamir em helsta atvinnusveit í íslenska poppheiminum og fyrir skemmstu ákváðu sveitar- meðlim ir að.taka sér sum- arfrí, eftir þriggja ára nán- ast stans- lausa vinnu; tónleika- eftir Árna hald, við- Matthiasson töl, upp- tökur og æfíngar. Líkt og aðrir tón- listarmenn eiga þeir þó erf- itt með að láta tónlistina eiga sig í fríinu og til varð Jassband Konráðs B. Jassband Konráðs B. skipa meðlimir Sykurmol- ALLSEKKI AÐHÆTTA SAGA Hljóma úr Keflavík og síðar Trúbrots er að mörgu leyti saga íslenskrar popptónlistar sjöunda ára- tugarins. Sveitin var fyrsta íslenska bítlahljómsveitin og hafði drjúg áhrif á þá sem eftir fóru. Fyrrum með- limir sveitarinnar hafa flestir fengist við tónlist áfram, en dugmestir hafa verið, hvor í sinni áttinni, þeir Gunnar Þórðarson og G. Rúnar Júlíusson. Rúnar Júlíusson hefur starfað í Keflavík lengstum og rekur þar út- gáfufyrirtækið Geimstein. Hann hefur nú ákveðið að gefa framvegis eingöngu út tónlist á geisladiskum og kassettum og fyrsta merki um það er geisladiskur- inn Á ýmsum aldri, sem út kom fyrir skemmstu, þó hann hafi áður sent frá sér geisldiska. Á diskn- um er að finna end- urhljóðblönduð ýmis lög Rúnar hefur gert fræg gengum tíðina, t.a.m. Fraul- ein, Ham- ingjulag og All I Wanna Do. Lögin eru allt frá 1976 til 1985, .... en Runar Juliusson Rúnar sagði í stuttu spjalli • að hann væri ekki að kveðja; alls ekki. Hann hefði langað að koma einhveiju af gömlum upptökum sem hann á í fórum sínum á geisladisk. Frekari útgáfa væri svo fyrirhuguð á næst- unni á gömlu efni. Nýtt efni á einnig eftir að líta dagsins ljós, því hann væri að und- irbúa plötu með sveit sinni sem væntanlega yrði gefin fljótlega. Rúnar sagði lögin ut Alls ekki að kveðja. hafa hljómað mjög vel þeg- ar hann fór renna yfir safn- ið og að þau hefðu elst vel. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Reptilicus Héldum vissum frumkrafti þrátt fyrir stafrænar upptökur. Reptilicus út úti ÞAÐ er ein eftirlætis iðja poppfræðinga að fínna merkimiða til að hægt sé að setja á bása mismun- andi tónlist og hljómsveit- ir. Ein þeirra sveita sem erfítt hefur verið að stað- setja svo er Reptilicus, þó sumir hafí viljað kenna sveitina við „industrial“- tónlist. Reptilicus er dúett skip- aður þeim Guðmundi Inga Markússyni og Jó- hanni Eiríkssyni. Sveitin hefur sent frá sér snældu og átt nokkur lög á safn- snældum og eitt lag á geisladisksútgáfu World Domination or Death, sem Smekkleysa gaf út fyrir nokkru. Nú hafa mál hins- vegar svo skipast að sveitin hefur náð samningi við breska útgáfufyrirtækið Vinyl Experience, sem reyndar skipti um nafn fyrir stuttu og mun heita People Who Can’t framvegis, um að fyrirtækið gefur út plötu með Reptilicus í haust í Bretlandi og Evrópu. People Who Can’t er ört vaxandi fyrirtæki á svið framsæk- innar tónlistar. Fyrirtækið hefur á sínum snærum hljómsveitir á borð við De- ath In June, Coil, Whiteho- use og, síðast en ekki síst, Current 93, sem hélt eftir- minnilega tónleika hér á landi fyrir tveimur árum. Á plötunni verða sjö lög sem sveitin tók upp í sumar með aðstoð -Hilmars Arnar Hilmarssonar upptöku- stjóra, en einnig komu við sögu Birgir Baldursson. Guðmundur Ingi sagði í stuttu spjalli að tónlistin væri ekki eins elektrónísk og oft áður, en í grunnþátt- um væri hún söm við sig. „Platan kemur út í enduðum september. Fyrsta útgáfa verður á vínyl, en geisla- diskurinn kemur síðar. Við unnum mjög hratt og héld- um vissum frumkrafti þrátt fyrir stafrænar upptökur." Guðmundur sagði að haldnir yrðu útgáfutónleikar þegar þar að kæmi og einnig hefði þeim verið boðið að spila ytra. PLATA VIKUNNAR The American Way með Sacred Reich. Vaxtarbroddur rokksins hefur lengi verið í speed- eða trash-rokki. Þar hafa farið fremstar í flokki sveitir eins og Met- allica, og Slayer. Ný í framlínu trash-rokks er bandaríska sveitin Sacred Reich. The American Way er þriðja plata sveitar- innar og tvímælalaust sú besta hingað til. Tónlistin er einkar kraftmikil og skipting- ar á köflum ævintýra- lega hraðar og þéttar. Skarar nokkuð framúr rytmahluti sveitarinn- ar og þá sérstaklega trymbillinn. Textarnir eru á köflum sakleysis- lega einfaldir, en einn- ig bregður fyrir góður háðskum sprettum í garð bandarísks þjóð- félags. Gæðatrash, sem vel er fallið til að vekja áhuga þeirra sem lítt þekkja til slíkrár tónlistar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.