Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 32
i2 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SÚNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 Á FÖRIMUM VEGI „Sctur ej'nhver- hér? " * Ast er... ... að gleyma ekki blóma- dögunum. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1990 Los Angeles Times Syndtca t e Ég var búinn að segja: Það verður gert við stigann áður en einhver meiðir sig... Með ,, morgunkarnriu HÖGNI HREKKVÍSI Bjarni Þórarinsson við skrifborðið. Grindavík: Haftiarvogin miðlar fréttum Grindavík. AR SEM útgerð er mikil eins og í Grindavík fer ekki hjá því að á hafnarvoginni hittast margir og þar eru sagðar fréttir af afla- brögðum og öðru. Það er því oft líflegt á vigtinni þegar margir eru samankomnir. Sverrir Vilbergsson hafnarvörður var á vakt þegar tíðindamann Morgunblaðsins bar að garði. „Hér er oft mikil traffík, sérstak- lega á morgnana. Menn koma í kaffi þegar rólegt er og hitta félag- ana. Menn tala um allt sem kemur fyrir í þjóðfélaginu. Það er svo að stundum er hæpið að hér sé vinnu- friður og mest eru lætin þegar stjórnmálaumræða er í gangi.“ Hús hafnarvogarinnar er komin nokkuð til ára sinna en hún hóf starf í núverandi húsnæði árið 1964 og Sverrir sagði að húsið lægi und- ir skemmdum. „Auk þess er galli að sjá ekki yfir höfnina eins og nú er en við gerum okkur vonir til að komast í húsnæði nær höfninni. Við á vigt- inni eigum að hafa yfirumsjón með afla sem berst á land og því er slæmt að hafa ekki yfirsýn yfir höfnina." Allur fiskur í gegn „Hér á allur fiskur að fara í gegn,“ sagði Bjarni Þórarinsson hafnarstjóri, „og við vinnum skyldustarf fyrir sjávarútvegsráðu- neytið vegna kvótakerfisins. Þó hefur fiskmarkaðurinn heimild til að vigta fisk en verða að koma upplýsingum til okkar.“ Bjarni sagði að. vigtin væri sam- komustaður fyrir sjómenn og oft væru sagðar sögur frá fýrri tímum þegar menn máttu veiða! Víkverji skrífar Spegill, spegill, herm þú mér ... var eitt sinn sagt. Þessi gamal kunnu orð komu upp í huga Víkverja þegar hann gluggaði, með og ásamt þorra þjóðarinnar, í sam- félagsspegilinn, blöðin, í vikunni. Hvernig lítum við íslendingar út í þessum samtímaspegli, fjölmiðlun- um? Getum við verið stolt af þeirri samfélagsásýnd sem þar birtist? Og sýnir spegillinn rétta mynd — eða skekkir hann myndina? Hver kannast ekki við fyrirsögn eins og þessa: Ellefu ára dreng misþyrmt í Reykjavík? Eða aldraðri konu veittur áverki á eigin heimili? Eða aðför að leigubílstjóra/stætó- stjóra? Eða maður rotaður og rænd- ur í miðbænum? Rúmlega fimm hundruð verkefni voru skráð í dagbók Reykjavíkur- lögreglunnar um síðastliðna helgi, flest tengd ölvun. Svipað háttarlag blasir við utan höfuðborgarsvæðisins sem innan. A baksíðu DV í vikunni voru tvær hegðunar fyrirsagnir: 1) „Skrílslæti í Olafsvík" og 2) „Keflavík: Upp- selt í fangaklefa". I síðari fréttinni sagði: „Mikil ölvun og ólæti voru í Keflavík aðfaranótt laugardags. Lögreglan hafði í nógu að snúast að hirða menn af götunum og stinga þeim inn ... " í stað Ólafsvík/Keflavík hefði gétað staða nánast hvaða staðar- nafn sem er. Víkveiji dagsins spyr: er ekki kominn tími til að sporna hressilega gegn því að íslenzkt sam- félag hrapi lengra niður en orðið er? xxx Víkveiji man þá tíð, enda ekkert unglamb, að heimili og skólar Iögðu metnað sinn í að kenna ung- um sem eldri það sem þá voru kall- aðir mannasiðir, það er háttvísi í orðum og hegðan og samskiptum við aðra. Þessi háttvísi, sem í háveg- um var höfð fyrr á tíð, náði til allra þátta daglegrar breytni, s.s. fram- komu við náungan, talsmáta, borð- siða, klæðaburðar, almennrar um- gegni, raunar alls sem mótar og sýnir persónuleika einstaklingsins. Víkveiji sér víðast dæmi þess að gamalgróin háttvísi, sem er aðal sæmilega siðaðs fólks, heldur enn velli hjá þorra manna, yngri sem eldri, þrátt fyrir afsiðandi uppá- troðsiu sumra fjölmiðla, þ. á m. sjónvarpsins. Sá hópur virðist á hinn bóginn stækkandi og setja of mikinn svip á samfélagið, því miður, sem til- einkar sér háttu og hegðan fólks í dapurlegustu skuggahverfum er- lendra stórborga. Sjónvarpið flytur hin lakari eftir- dæmin inn á heimilin í vali kvik- mynda, þótt fleifa komi til. Eiturlyf- in kóróna síðan ósóman. Mál er að linni. Víkverji veltir vöngum yfir því, þegar hann hugleiðir vaxandi hrottaskap í samskiptum fólks, jafnvel bama og unglinga, hvort heimilin og skólarnir, sem eru ann- að heimili ungviðisins, hafi brugðizt í mikilvægu uppeldis- og mótunar- starfi sínu síðustu ár og áratugi. Er máske tímabært að háttvísi eða almennar samskiptareglur — það sem áður hét mannasiðir — verði sérstök kennslugrein í grunn- skólum og jafvel framhaldsskólum landsins? Að sjálfsögðu leggur þorri foreldra og kennara áherzlu á þessi efni — en betur má ef duga skal, sem dæmin sanna. Prestar þjóðkirkjunnar, sem flestir halda uppi margs konar ungl- ingastarfi, leggja og dijúgan og hollan skerf til mótunar ungviðis- ins. Mikilvægt er að styrkja ungl- ingastarf kirkjunnar og kristinna trúfélaga með öllum tiltækum ráð- um. Sama máli gegnir um íjölmörg samtök, s.s. skáta- og íþróttafélög, sem hafa kjörorðið, heilbrigð sál í hraustum líkama, að leiðarljósi. Engin innistæða í banka framtíð- arinnar gefur þjóðfélaginu ríkulegri arð en sú, sem fer til þess að þroska og mennta börn og unglinga, þ.e. til að byggja einstaklinginn upp sem heiðarlegan og dugmikinn þjóðfé- lagsþegn. Flest okkar, Víkverji ekki undan- skilinn, hefðu og gott af því, að horfa í eigin barm — til að betrum- bæta eigið háttalag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.