Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 UMHVERFISIVIÁL //v/z er vaxtarbroddur vibskiptanna á alþjóbavettvangi? __________ Almenningsálit og umhverfisvemd í TÍMARITINU „Fjármálum“, sem gefið er útaf Verðbréfamarkaði Fjárfestingafélags íslands, þar sem fjallað er um verðbréfaviðskipti og peningamál, birtast annað slagið góðar greinar um umhverfis- mál og þá i beinum eða óbeinum tengslum við fjármál. I ritinu sem kom út í mars-apríl 1990 er t.d. athyglisverð grein með fyrirsögn- inni: Vaxtabroddur viðskiptanna er vemdun umhverfisins. Þar kveð- ur við nýjan tón um tengsl umhverfisverndar og viðskiptalifsins, sem er jákvæður í hæsta máta. Hér skal gripið niður í nokkra kafla þessarrar greinar sem byggð er á heimildum úr „Fort- une“, „Business Week“ o.fl. í upphafi greinarinnar segir: „Margir spá því að framundan séu ótrúlegir gró- skutímar í við- skiptum sem tengjast umhverf- isvernd. Og þá sé nákvæmlega sama hvaða stefna verði valin: Ef kemur til umhverfisvemdarvakningar sem allir hljóta að vona, þá mun það kosta gífurlega ijármuni að hreinsa til og breyta framleiðsluaðferðum. Ef það verður ekki gert og menn halda áfram að menga og ganga á forða jarðarinnar, þá verður nauð- synlegt að festa ámóta upphæðir í eftir Huldu Valtýsdóttur t.d. heilsugæslu fyrir almenning, nýjum framleiðsluaðferðum fyrir matvæli, hreinsunarbúnað ymis- konar og jafnvel súrefnisgrímum ... Nú þegar eru stórfyrirtæki farin að átta sig og veita háum flárhæð- um í starf tengt umhverfisvernd." Síðan eru nefnd nokkur dæmi um slíkt. T.d. hefur hamborgara- keðjan mikla „McDonalds" í Banda- ríkjunum, sem framleiðir hundruð milljón kílóa af pappa og plasti utan um matvæli sín á hveiju ári, að undanfömu lagt mikla áherslu á endurvinnslu pappírs og stefnir op- inberlega að því að vera í farar- broddi um umhverfisvemd. Fleiri dæmi em til tekin og síðar segir: „Önnur stórfyrirtæki byggja nánast alla markaðssetningu sína á um- hverfissjónarmiðum. Snyrtivöm- framleiðandinn „Body Shop“ er ágætt dæmi um það. Það fyrirtæki kynnir rækilega að allar vömr þess seu unnar úr náttúmlegum efnum og berst auk þess skipulega með umhverfissinnum að ýmsum mál- um. Allir starfsmenn em látnir vinna sem svarar hálfum vinnudegi í viku að umhverfísvemd. Þessi markaðsaðferð virðist duga ágæt- lega. „Body Shop“ hefur opnað 420 verslanir í 13 löndum á undanföm- um 13 ámm og hagnaður fyrirtæk- isins fyrir skatta á síðasta ári var um milljarður króna." 1 greininni er síðan ljallað um hvemig almenningsálitið hafi snúist umhverfisvemd í vil og þeir aðilar viðskiptalífsins sem ekki hafa tekið tillit til þessa breytta hugarfars hafi fengið að kenna á því. Minnst er á slysið sem varð þegar olíuskip frá Exxon rakst á sker við strendur Alaska svo geysilegt magn af olíu rann í sjóinn. Viðbrögð almennings vom þau að yfir 40% Bandaríkja- manna vildu hætta viðskiptum við fyrirtækið. Þó kostaði Exxon-fyrir- tækið um 60 milljörðum íslenskra króna til hreinsunarstarfa. Síðan segir í greininni: „Miklu fleiri fyrirtæki hafa lent í gríðarleg- um erfiðleikum vegna skeytingar- leysis í umhverfísmálum og kanske NÝJASTA DANSKA ORÐABÓKIN 887 blaðsíður - kr. 2.200 einmitt þess vegna eykst nú skiln- ingur á mikilvægi umhverfísmála hratt í viðskiptaheiminum." Tekið er sem dæmi risafyrirtækið „Pacific Gas & Electric". Forstjóri þess barð- ist gegn umhverfisverndarsamtök- um um nánast hvað sem var fyrir svo sem áratug með lögfræðingaher sér við hlið. Nú metur hann stöðuna öðruvísi og ráðleggur öllum stjóm- endum að hafa umhverfissjónarmið í huga í allri ákvarðanatöku — að hafa umhverfissérfræðinga í vinnu og að veita þeim völd. Þetta á ekki að vera vegna þess að það sé ili nauðsyn, segir hann, heldur einfald- lega vegna þess að það kemur sér vel fyrir fyrirtækið. Síðan er farið nokkrum orðum um vaxandi hag fyrirtækja sem starfa á hreinsunarmarkaðinum í Bandaríkjunum, t.d. sorpeyðingar- fyrirtækjunum. Heildarveltan hjá þeim ku vera nú fímmtán hundruð milljarðar á ári og talin muni auk- ast um 25% á næstu 5-6 ámm. Hið sama er sagt vera uppi á teningnum um allan heim. Þetta eru að sjálf- sögðu góðar fréttir. E.s. Ef til vill breiðist þessi hreinsunaralda til þeirra þjóða sem bjóða Norður-Evrópubúum hvað ákafast í sólarlandaferðir til sín. Hjá þeim mörgum hvetjum er um- gengni slík að mönnum finnst þeir staddir á sorphaug allt sumarfríið. Oftast er sæmilega þrifalegt á af- girtum hótellóðum, en um Ieið og komið er út fyrir þær blasir ósóm- inn við. Heimamenn eiga afkomu sína víða undir því að til þeirra lað- ist ferðamenn. Vanræksla á þessu sviðj gæti orðið þeim dýrkeypt. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ferðaskrifstofur ættu ekki að fara að gera þær kröfur að sveitarfélög á viðkomandi stöðum kippi þessum hreinsunarmálum í viðunandi horf, áður en þær hvetja fólk til að eyða þar sumarleyfi sínu. Það er varla nóg nú orðið að birta bara myndir í auglýsingabækling- um af vel búnum hótelherbergjum og matsölum. Allar upplýsingar um sorphreinsun og umgengni á al- mannafæri vantar. Hver ætlar að vera fyrstur að bæta þeim upplýsingum við? Skyldi það ekki geta orðið viðkomandi ferðaskrifstofu hagstætt? SKÓLAMÁL///vaö gefur námsskráin kennurunumfrjálsar hendur? Skólaundirbúningur ÞÓTT skólarnir heíji ekki störf með nemendum fyrr en í byrjun september hafa skólastjórnendur og kennarar ekki setið auðum höndum i allt sumar þótt þeir að sjálfsögðu eigi sitt sumarfri eins og aðrar stéttir. Þegar nemendur fengu frelsi í vor þurfti að gera skýrslur um vetrarstarfið, fjölda kennsludaga, fjarvistir nemenda og kennara og helstu viðburði í skólalífinu. á var gengið frá bókápöntunum til Námsgagnastofnunar og síðasta hönd lögð á grófa starfs- áætlun fyrir næsta vetur. Þótt nám- skrá segi í stórum dráttum hvernig náminu skuli hag- að hefur kennar- inn sem betur fer dálítið svigrúm og val sem ætti að auka honum frum- kvæði o g efla sjálfsvitund hans. Námskeið fyrir kennara hefjast á vegum Endurmenntunardeildar Kennaraháskólans og fleiri aðila strax í júní og standa til ágústloka. Ætlast er til að kennarar ástundi símenntun og eru námskeiðin liður í því enda gert ráð fyrir í grunn- skólalögum og kjarasamningum að kennarar nýti 152 stundir á sumri til endurnýjunar og undirbúnings. Það verður að segja kennurum til hróss að aðsókn að þessum nám- skeiðum hefur verið mjög mikil. í vor kom í ljós að fjármunir sem ætlaðir voru til þessara námskeiða í sumar nægðu ekki til að svara eftir Gylfa Pólsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.