Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 ■ Þýski leikstjórínn Wim Wenders vinnur nú að mynd sinni „Until the End of the World“, sem tekin_er um allan heim eða á Ítalíu, í Frakklandi, Portúgal, Banda- ríkjunum, Japan, Astralíu, Þýskalandi, Sovétríkjunum, Kína og Malí. Kvikmyndatök- umaður er Robby Mnller en með aðalhlutverkin fer gimi- legur hópur leikara: William Hurt, Max Von Sydow, Solveig Dommartin (úr Hi- minninn yfir Berlín), Jeanne Moreau, Sam Neill og John Lurie („Down by Law“). ■ Þá erlstvan Szabo kom- inn í gang með nýjustu mynd sína, „Meeting Venus“, en framleiðandi er David Putt- nam. Með aðalhlutverkin fara Glenn Close og Erland Josephson. ■ Dustin Hoffman leikur Billy Bathgate í samnefndri bíómynd sem gerð er eftir skáldsögu bandaríska rithöf- undarins E.L. Doctorow (Ragtime). Leikstjóri er Rob- ert Benton en handritshöf- undur leikritaskáldið Tom Stoppard. Kvikmyndatöku- maður er Nestor Almend- ros. ■ Peter Bogdanovich leík- stýrirtvíeykinu Billy Wilder og Richanl Pryor í nýrri gamanmynd sem heitir „Another You“. ■ Indverski leikstjórinn sem gerði hina áhrifamiklu „Saal- am Bombay!“, Mira Nair er komin af stað með nýja mynd sem heitir „Mississippi Masala" og er með Denzel Washington í aðalhlutverk- Magnús í Ævintýrum Pappírs-Pésa; enginn Bjössi bolla. Magnús og úrilli nágranninn Leikarinn Magnús Ólafs son hefur skemmt börnum í tíu ár klæddur ýmsum gerfum en hann er ekki beint besti vinur barn- anna í nýjasta hlutverki sínu í myndinni Ævintýri Papp- írs-Pésa,'sem sýnd er í Há- skólabíói. „Ætli ég sé ekki endan- lega búinn að fyrirgera Bjössa bollu hlutverkinu með þessari mynd,“ sagði hann í stuttu spjalli um hlut- verk sitt en í myndinni leik- ur Magnús arfafúlan ná- granna sem er allur hinn ófrýnilegasti og hefur allt á homum sér. „Krakkar er kröfuhörð- ustu áhorfendurnir og ég vissi að ef þeir byrjuðu að skvaldra á frumsýningunni þá væri eitthvað að. En það mátti heyra saumnál detta á milli þess sem var hlegið og ég er ánægður með það,“ sagði Magnús. Magnús segist hafa unn- ið í heilt ár við þættina sem Ingaló á grænum sjó Asdís Thoroddsen leik stjóri myndarinnar Ingaló á grænum sjó segir að 7,2 milljóna króna fjár- veiting hins nýstofnaða Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðs tii myndar- innar sé um einn fimmti hluti áætlaðs kostnaðar við hana. „Ingaló“ er gerð af kvik- myndafyrirtækinu Gjólu hf. í samstarfi við Filminor í Finnlandi og Fuzzi Film í Þýskalandi en Ásdís segir hana fjalla um „stutt skeið í lífi Ingulóar, kannski ívið of frekrar stelpu norður á Ströndum, sem vinnur í upphafi myndarinnar á trijlu hjá pabba sínum“. Hun er hvorki gamanmynd né spennumynd en „von- andi mun fólki þykja gam- an að henni og hún vera sp_ennandi,“ sagði Ásdís. Hún sagði að talað hefði verið við leikarana Stein- unni Ólínu Þorsteinsdóttur (Litbrigði Jarðarinnar) og Ingvar Sigurðsson (Sér- sveitin) um að fara með tvö helstu hlutverk myndarinn- ar. Ásdís, sem bæði ieik- stýrir myndinni og skrifar handritið, hefur stundað nám í kvikmyndagerð við Þýsku kvikmynda- og sjón- varpsakademíuna í V-Berl- ín frá 1983 en margir minnast hennar eflaust í titilhlutverkinu í myndinni Skilaboð lil Söndru. Hún segist hafa fengið hug- myndina að „Ingaló“ í byrj- un síðasta árs. „Sagan kom fullsköpuð til mín og ég var enga stund að skrifa uppk- ast að handriti. Ég sýndi það gestakennara við skól- ann úti, austur-þýska handritshöfundinum Wolf- gang Kohlhaase, sem leist vel á og benti mér á hvað væri bitastætt í sögunni." Ásdís segir að áhugi sinn á kvikmyndagerð hafi váknað áður en hún lék í Skilaboðum til Söndru; Asdís Thoroddsen; sagan kom fullsköpuð til mín. hann kom yfír hana nokkr- um árum fyrr þegar hún var að horfa á gamla, fal- lega Kurosawa-mynd og komst að því að svona lang- aði hana líka til að gera - hvernig svo sem tii tækist. myndin er unnin uppúr en hlutverk nágrannans er það stærsta sem hann hefur leikið á hvíta tjaldinu. Hann sagðist ekki hafa gert sér neina grein fyrir hvernig myndin yrði. „Eg hafði ekk- ert séð af myndinni fyrir frumsýninguna og leið því ekkert vel á henni en ég er tiltölulega ánægður með árangurinn." IBIO Stórkostleg stúlka („Pretty Woman“), sem sýnd er í Bíóborginni og Bíóhöilinni, er komin yfir 40.000 manns í aðsókn og farin að slaga upp í vinsældir James Bond hér á landi. Hún er líka metaðsókn- armynd í Bandaríkjunum og hefur það komið mörg- um á óvart hvemig þessi nútíma Öskubuskusaga hefur rokið upp vinsælda- listann enda áttu fáir von á allri velgengninni. En þessi „draumur hvers karlmanns um að geta keypt sér fallega stelpu og hverrar stelpu um að geta eytt hundruð- um þúsunda í búðarápi", eins og vikuritið „Time“ Iýsti myndinni, hefur sann- arlega slegið í gegn. KViKMYNDIR Verba þœr nýrri og nýrri? Heimsdreifingunni hmðud í NÝLEGU hefti hins bandaríska vikublaðs „Variety", sem er oft kallað biblía skemmtanaiðnaðarins vestra, er forsíðugrein um þróun hjá stóru kvikmyndaverunum í Hollywood í þá átt að flýta eins og hægt er dreifingu biómyndanna um heiminn, jafnvel svo að muni t.d. að- eins tveimur dögum á frumsýningu í Bandaríkjunum og frumsýningu sömu myndar í Japan, en áður gat liðið ár. í október í Frakklandi. Við þekkjum þessa þróun vel því undanfarin ár hafa nýju myndirnar komið æ fljótar til íslands vegna m.a. aukinnar samkeppni. „Ástandið eins og það var í „Variety“ er einnig tal- að um að auglýsingakostn- aður í sambandi við Evrópu- dreifinguna hafi hækkað til muna á undanfömum árum í kjölfar aukinnar sam- keppni og Friðbert sagði að Eftir því sem tekjurnar af sölu stórmyndanna aukast og verða stærri part- ur af heildartekjum, þykir bandarískum dreifinga- raðilum æ þýð- ingar- meira að sam- stilla al- heims- dreif- inguna við dreifinguna innanlands. Og Evrópumarkaðurinn t.d. tekur vel við sér; í V-Þýska- landi er bandarísk stórmynd frumsýnd samtímis í allt að 300 bíóum. Fyrif fimm árum voru í mesta lagi 60 eintök af hverri mynd í gangi þar í einu. Nefnt er sem dæmi að nýjasta Tom Cruise-mynd- in,„Days of Thunder" hafi eftir Arnald Indriðason verið frumsýnd í Japan að- eins tveimur dögum eftir bandarísku frumsýninguna. Árið 1976 tók það „Star Wars“ ár að komast til Jap- ans. „Die Hard 2“ kom til Taiwan og Thailands minna en tveimur vikum eftir frumsýninguna í Bandaríkj- unum og „Total Recall" byijaði í Bretlandi og V- Þýskalandi tveimur mánuð- um eftir frumsýninguna vestra, byrjaði nýlega á Spáni og verður frumsýnd fyrir nokkrum árum þegar nýjar myndir voru lengi að berast hingað var óeðlilegt og stafaði að hluta af ein- angrun okkar og skorti á samkeppni. Nú eru fleiri sjónvarpsstöðvar, mynd- bandavæðing og gervi- hnattarsjónvarp er komið til sögunnar svo þrýstingur- inn á að sýna nýjar myndir fyrr í bíóunum er sífellt að aukast," sagði Friðbert Pálsson forstjóri Háskóla- bíós í samtali. kostnaður bíóanna hér á landi við að setja upp mynd og kynna hefði einnig auk- ist verulega með fjölgun útvarps- og sjónvarpstöðva því nú þurfi að auglýsa á mun fleiri stöðum. „Afleið- ingin gæti orðið sú að miða- verð verði að hækka þótt ekkert bendi til að það muni gerast en nú hefur miðinn kostað 400 krónur í eitt og hálft ár,“ sagði Friðbert. Himinninn yflr Aðalvík Þýski leikar- inn Bruno Ganz dvaldi á íslandi í um vikutíma fyrir stuttu og lék lítið hlutverk í mynd Frið- riks Þór Friðriksson- Friðrik Þór á tali við Bruno í Aðalvíkinni. ar, Börn náttúrunnar. Kvik- myndaliðið var þá statt vestur í Aðalvík á Horn- ströndum en Bruno var fluttur þangað í þyrlu fyrir tökur í einn dag. Leikarinn kom hingað til lands gagngert til að leika í myndinni en hann og Frið- rik Þór þekkjast vel og Bruno hafði lýst yfir áhuga sínum á að koma hingað til lands í sumar og fara með smáhlutverk í Bömum náttúrunnar. Friðrik Þór vildi lítið gefa upp um hlut- verkið en nefndi að það væri tilvísun í Himinninn yfir Berlín, Wim Wenders- myndina. sem Bmno fór með aðálhlutverkið í, svo það getur allt eins verið að hann sé e.k. engill eða draugur. Tökur hafa gengið mjög vel að sögn Friðriks Þórs, kvikmyndaliðið hefur kynnst íslensku veðurlagi eins og það gerist best og verst „sem hentar myndinni mjög vel“ en í Aðalvíkinni var hópurinn nánast sam- bandslaus við umheiminn og þyrlur og gúmmíbátar voru helstu fararskjótarnir. Hópurinn fer næst til Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði þar sem verða tekin upphafsatriði myndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.