Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
I HEIMSOKN HJA ELINU ESMET PEIMANI A SAUÐARKROKI
eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur
ELIN Esmet Peimani er fíngerð og hláturmild og segist
vera glöð að hafa komist „heim“ aftur eftir ársveru 1 ættl-
andi sínu, Iran. Þangað fór hún til að reyna að ganga frá
eignamálum á húseign Qölskyldunnar þar, en stjórnvöld
höfðu hótað að taka húsið af Qölskyldunni. Hún segist
hafa gengið milli manna í bákninu sem aldrei hefði verið
þyngra í vöfúm en nú og loks þegar hún hélt að allt væri
að verða klappað og klárt var henni neitað um vegabréf
sitt sem hún hafði þurft að leggja inn þegar hún keypti
flugmiða. Það er ekki á hreinu hvort henni var gert erfitt
fyrir vegna þess að hún er bahá’íi en þeir hafa sætt ofsókn-
um í Iran eins og kunnugt er, eða sakir stjórnleysis og
ruglings í kerfinu. En með aðstoð fulltrúa frá Sameinuðu
þjóðunum komst hún til Islands aftur og heim til Sauðár-
króks þar sem er heimili hennar og Baldurs Bragasonar.
Hún segist ekki hafa rætur sínar í íran lengur. Segir það
dálítið döpur en það er stutt í brosið og hún hlær: „Eins
og ég var með mikla heimþrá fyrst eftir að ég kom til
Islands. Stundum hélt ég að ég myndi bara ganga af vitinu.“
U
ún og Baldur
Sg Bj kynntust í pí-
lagrímsför
flf JWj Haifa 1974.
Hún hafði komið
þangað með nokkrum úr fjölskyldu
sinni í íran, hann ofan af íslandi.
Ég spyr: „Og var það ást við fyrstu
sýn?“
Þau hjónin horfa ástúðlega hvort
á annað. „Ja, við fórum alltjent að
skrifast á. Svo var ákveðið að ég
kæmi hingað til íslands og væri í
nokkra mánuði og við sæjum til.
Það var sumarið 1975 og veistu ég
var alltaf svo syfjuð því ég gat
ekki sofnað þegar var albjart. Mik-
ið fannst mér það skrítið.“
Eftir þessa fyrstu mánuði fór
Elin aftur til Irans og en hún hafði
unnið hjá olíufyrirtæki í Abadan.
„Ég átti rétt á að fá eftirlaun eftir
fimmtán ára starf svo að ég dreif
mig aftur til að öðlast þau réttindi.
En svo var fastmælum bundið að
við giftum okkur. Mamma mín grét
mikið þegar ég sagði henni það.
Henni og öðrum úr fjölskyldunni
fannst ég vera að fara lengra en á
hjara veraldar. 0g ég skil hvemig
henni var innanbrjósts en það varð
ekki aftur snúið. Við vildum þetta."
Svo giftu þau sig og ári síðar
fæddist sonur þeirra, Róbert Bahti.
Baldur var þá tannlæknir í Reykja-
vík, seinna fluttu þau sig um set
til Ólafsvíkur og síðar til Sauð-
árkróks 1983.
„Ég get alveg viðurkennt að mér
fannst ég svo yfirgefin og grét af
heimþrá. Þó var ekki það að ég
væri ekki hrifin af Baldri, en ég
saknaði svo fólksins míns. Mér
fannst stundum ég mundi verða
bijáluð úr einmanaleika. Fyrst þeg-
ar ég var hér var alltaf bjart en svo
þennan fyrsta vetur var alltaf
dimmt. Ofan á allan leiðann þetta
eilífa myrkur. Ég var ómöguleg og
kunni ekkert að tala íslensku og
fannst ekkert ganga að skilja hana.
Ég var svo langt leidd að ég skrif-
aði meira að segja heim til að láta
spyijast fyrir um hvort þá vantaði
ekki tannlækna. Baldur hefði ekki
átt í neinum erfiðleikum með að fá
vinnu í íran. En það kom ekki til.
Baldur átti tvo stráka á íslandi frá
fyrra hjónabandi og það stoppaði
hann í að hugsa um það í neinni
alvöru að flytja í burtu. En svo fór
ég að læra málið, vandist veðrátt-
unni, kynntist fólkinu. Og allt fór
smátt og smátt að breytast til betri
vegar.
Ég er fædd í suðurhluta írans,“
segir hún aðspurð. „Ólst að mestu
upp í Shiraz. Ég hafði áhuga á að
leggja fyrir mig kennslu en af því
ég var bahá’íi komst ég ekki í kenn-
Baldur, Elin Esmet og Róbert Bahti.
aranám. Við gátum iðkað okkar trú
á þessum tíma að mestu óáreitt en
við gátum ekki fengið vinnu hjá
ríkinu né heldur komist í sumar
námsgreinar í háskólunum ef við
vorum bahá’íar. Stundum var sagt
við okkur: Ef þið afneitið trú ykkar
og segist vera múhameðstrúar eru
ykkur allir vegir færir. En ég gat
ekki hugsað mér það. Eftir að ég
lauk framhaldsskóla tæplega tvítug
fékk ég vinnu hjá olíuvinnslufélagi
í Abadan-. Yfirmaðurinn var útlend-
ingur og setti ekki fyrir sig hverrar
trúar ég var. Bahá’íar eru fjölmenn-
astir í íran, voru hálf milljón, en
margir hafa flúið ofsóknir klerka-
veldisins."
Hún segir að það sé útbreiddur
misskilningur að klerkaveldið hafí
ekki verið voldugt í Iandinu fyrr en
eftir að Khomeini sneri heim.
„Klerkaveldið hefur alltaf haft
mjög mikil áhrif. A tímabili snerist
keisarinn gegn bahá’íum en Eisen-
hower beitti sér fyrir því að hann
hætti því. En samkomuhús okkar
voru brotin niður og margir voru
hræddir. Svo var Khomeini senður
í útlegð upp úr þessu því hann lét
mjög að sér kveða og keisarinn
óttaðist þau tök sem hann hafði á
fólki. Hann var í írak í fímmtán
ár og þó margir íranir þekktu hann
vissi umheimurinn ekki af honum
fyrr en keisarinn neyddi íraka til
að reka hanri burt og hann komst
til Frakklands þar sem fjölmiðlar
bjuggu til úr honum alþjóðaveru
eins og allir vita. Annars hef ég
alltaf trúað því að keisarinn hafi
viljað bæta kjör fólks og breyta
mörgu, sumt varð hann að gera _
tilneyddur, sumu hafði hann sjálfur
áhuga á. Hins vegar stóð mörgum
beygur af SAVAK, leynilögreglu
hans, en eftir að ég var úti núna
held ég að SAVAK hafi bara verið
blávatn miðað við það sem er núna.“
Baldur fór riokkrum sinnum til
írans með Elinu að hitta fjölskyldu
hennar. Honum fannst menn búa
vel víða, einkum eftirtektarvert
hvað hagur manna í sveitunum var
góður. Fjölskylda Elinar var í góð-
um efnum en blandaði sér ekki í
stjómmál enda er það í andstöðu
við trú bahá’ía. „Þegar fór að halla
undan fæti hjá keisarastjórninni og
Khomeiniæðið hófst voru systur-
dætur mínar sem voru múslímar
oft að ásaka fjölskyldu mína fyrir
að taka ekki þátt í baráttunni gegn
keisaranum.“ Hún segir að sumir
hafí vonað að betra þjóðfélag
myndi verða til á rústum þess sem
var bylt með keisaranum. „Það var
mikil spilling og ólga og margir
sættu ofsóknum. Eftir á að hyggja
er ég sárfegin að hafa farið og
ekki þurft að horfa upp á eða
ganga í gegnum þær hörmungar
sem hafa orðið hlutskipti margra í
fjölskyldu minni og annarra."
Hún segir að kommúnistar og
gyðingar hafi ekki átt sjö dagana
sæla síðustu valdaár keisarans og
það sé ekkert vafamál að kommún-
istar hafi tekið þátt í byltingunni
og kannski gert sér vonir um sneið
af kökunni þó þeir hafi verið hala-
klipptir. „Ég ólst upp við tiltölulega
eðlileg skilyrði og kannski veitti
maður ekki athygli þessari bullandi
óreiðu sem var á mörgum sviðum.
En svo eftir að ég var sest að hér
og fór að fylgjast með því úr fjar-
lægð sem var að gerast setti oft
að mér hroll. Samt ætlaði ég ekki
að skilja fanatíkina og ofstækið
þegar ég kom út. Fylgst með fólki
eins og glæpamönnum, símar hler-
aðir og allt þar fram eftir götunum.
Þó var Khomeini dáinn og menn
biðu átekta. Margir voru dauðfegn-
ir þó þeir þyrðu ekki að láta það í
ljósi. Rafsanjani er áreiðanlega
skárri en kannski er hann of frjáls-
lyndur fyrir ofstækisklerkana."
Finnst þér íslendingar og íranir
ekki harla ólíkar þjóðir?
„Jú, mér fannst það í fyrstu. En
samt er margt líkt. Bókmenntahefð
rík hjá báðum, sögur og ljóð á
hvers manns vörum. Kannski er það