Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 34
H 34 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 ÆSKUMYNDIN... ER AF ÞORGRJMIÞRÁINSSYNIFYRIRLIÐA VALS OG RITSTJÓRA ÍÞRÓTTABLAÐSINS ----- Léksérmeð tindátaog eldspýtustokka „HANN var afskaplega rólegur sem ungur dreng- ur og varð mjög sár í þau fáu skipti sem hann var ávítaður. Þá settist hann gjarnan út í horn og var þar lengi vel. Hann var og er systkinum sínum mjög góður og vildi allt fyrir alla gera,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir um bróður sinn og Vals-fyrirliðann Þorgrím, sem ásamt félögum sínum í Val varð bikarmeistari í knattspyrnu eftir harða baráttu við Vesturbæjarliðið KR á dögunum. Þorgrímur fæddist í Reykjavík þann 8. janúar árið 1959 og er því 32 ára að aldri. Hann er þriðji í röð fimm systkina þeirra Þráins Þorvaldsson- ar og Soffíu Margrétar Þorgrímsdóttur. Þorgrímur bjó í Reykjavík og Kópavogi fyrstu ellefu ár ævi sinnar. Síðan lá leiðin til Ólafsvíkur þar sem hann var til 18 ára aldurs. Hann gekk til liðs við Val fljótlega eftir að hann kom aftur suður og lauk stúdentsprófi frá MR árið 1980. Þorgrímur Þráinsson Sagan segir að Valsaramir hafi uppnefnt hann „sveitó" á sínum fyrstu árum með Val. Nú heiti hann Toggi meðal vina og Valsara, en Þoggi meðal systkina. Þegar móður hans fannst tíma- bært fyrir piltinn að leggja snuðið á hilluna, setti hann það orðalaust undir koddann sinn og fór ekki að sofa svo mánuðum skipti nema að ganga úr skugga um að snuðið /æri á sínum stað. Uppáhaldsleik- föngin voru tindátar og eldspýtu- stokkar sem afi hans og nafni, sr. Porgrímur V. Sigurðsson á Staða- stað, safnaði handa honum. Einu sinni byggði hann risastóran kast- ala úr stokkunum sem ekki mátti hreyfa við og þar af leiðandi mátti akki ryksuga svo dögum skipti. Sérkennilegur vani var hjá honum að borða aldrei skyr með skeið, heldur með guðsgöfflunum einum saman. Ungur hóf hann píanónám, en gafst fljótlega upp á því þar sem hann vildi heldur vera í glímu og KFUM. Ýmsar íþróttir stundaði hann á unglingsárunum svo sem sund, hlaup, spjótkast og fótbolta. Safnari var hann mikill og alltaf voru vasar hans fullir af alls konar dóti. Þegar dansleikir höfðu verið haldnir í Ólafsvík vaknaði hann gjarnan eldsnemma morguninn eft- ir til að leita að flöskum fyrir utan félagsheimilið og jafnvel peningum, sem fólk kynni að hafa týnt. Oftar en ekki kom hann með þó nokkrar upphæðir. Guðmundur Þorgrímsson, móð- urbróðir Þorgríms, sá um búskapinn á Staðastað og þar var Þorgrímur snúningastrákur nánast öll sumur fram á unglingsár. Nokkrar rollur voru á Staðastað, en aðallega var Rólegur Vildi heldur vera í glímu og KFUM en að læra á píanó. um kúabúskap að ræða auk veiði, dúntekju og rekaviðs. „Þannig að lífið í sveitinni var töluvert fjöl- breytt á þessum árum. Þorgrímur var dálítið einstakur krakki. Hann var óhemju duglegur, fljótur til verka og skildi allt vel. Það þurfti ekki að margtyggja í hann hlutina. Stundum áttaði ég mig ekki á því fyrr en um seinan að hann var búinn að vinna eitthvert verk, sem barn á hans aldri ætti ekki að gera. Til dæmis mokaði hann í heyblás- ara hjá mér einu sinni heilan dag þegar hann var aðeins sjö ára án þess að ég áttaði mig þá á því hversu ungur hann í rauninni var. Hann kvartaði aldrei heldur gekk í öll verk möglunarlaust og var snöggur til,“ segir Guðmundur. ÚR MYND AS AFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Bruni í brunagaddi að var norðan rok um 9 vind- stig og 10 stiga frost í Reykjavík mánudagsmorguninn 12. mars 1951. En við Ægisgarð við Reykja- víkurhöfn var yl að finna. Bryggjan var að brenna. V erksmiðj uskipið Hæringur, sem eitt sinn hafði verið skær vonar- stjama íslendinga í ný- sköpun atvinnulífsins var þar við bryggju og þennan dag lágu utan á honum þijú skip, strandferðaskip- ið Súðin, norskur hvalveiðibátur og togarinn Helgafell frá Vestmanna- eyjum. Um kl. 8. árdegis þegar vatnsaf- greiðslumaður hafnarinnar ætlaði að afgreiða vatn á Hæring, varð hann var við að frosið hafði í kran- anum. Þessi starfsmaður vafði olíu- bleyttum tvisti kringum kranann og bar síðan eld að. Tveimur mínút- um síðar varð hann þess var að eldurinn úr tvistinum hafði læst sig í bryggjuna. Slökkviliðinu var sam- stundis gert aðvart en „eldurinn náði undraverðri útbreiðslu og var allur undir bryggju- plönkunum,“ sagði Morgunblaðið daginn eftir, 13 mars. Málning flagnaði af Hæringi og eldur komst í einn klefa á bátaþil- fari en hann var skjót- lega slökktur. Erfiðlega gekk að slökkva eldinn því nær ógjörlegt var að vinna á honum ofan frá. Landfestar Hærings voru skomar í sundur með logsuðutækj- um. Um tíuleytið orðið það lág- sjávað að bátar gátu komist inn undir bryggjuna og gekk nú greiðar að vinna á eldinum. Slökkviliðs- stjóri taldi að um kl. 13 hafi hann verið endalega kæfður. í þetta sinn fór betur en á horfð- ist. Fyrstu athuganir bentu til þess að burðargrind biyggjunnar væri lítið skemmd. Reykinn leggnr yfir bæinn. Myndin er tekin við Ingólfsgarð þar sem varðskip Landhelgisgæslunnar liggja nú við bryggju. SMÁVINUR VIKUNNAR GAMMAYGLA/(AUTOGRAPHA GAMMA) HINGAÐ til lands berst Qöldi útlendra slæðinga. Flestir þeirra berast hingað með varn- ingi af ýmsu tagi, en sumir koma af sjálfsdáðum, fljúgandi á éigin vængjum yfir hafið. Sumar tegundanna koma hing- að reglulega á hverju ári. Ein þeirra er gammayglan. * Islandsferð verður að teljast mikið afrek hjá þessum smáu kvikind- um. Til þess að ná hingað þurfa þau vissulega góðan meðbyr. 'Stundum slæðist hingað verulegur fjöldi af gammayglum, einkum á haustin. Þær fara að sjást um miðj- an september, en langflestar berast hingað í október. Þær geta einnig borist hingað á vorin og eiga það þá til að verpa hér og gefa af sér nýja kynslóð að hausti. Lirfumar eru mjög fjölhæfar í fæðuvali og eiga því auðvelt uppdráttar. Gammaygla á hins vegar enga möguleika á að lifa af íslenskan vetur, en aðalheimkynni hennar í Evrópu eru í Miðjarðarhafslöndum. Gammaygla ef meðalstór ygla ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ... ‘B'JARNI TRA ^VOGI Bjami Jónsson frá Vogi í amræíum um tóbaksvarnir. 7. ágúst 1913 á Alþingi. Ef eg ætti yfir unglingi að ráða, vildi eg ráða því sjálfur, hvernig eg æli hann upp, hvort eg sendi hann í búð fyrir mig eftir vindlingum. Vil eg að löggjafarvaldið láti það hlutlaust. með um 4 sm vænghat. 1 ramvæng- ir hennar eru flikróttir, brúnir og grábrúnir, en á þeim miðjum er lítill hvítur flekkur af mjög einkenn- andi lögun. Hann er sláandi líkur gríska bókstafnum gamma og af því er íslenskt heiti tegundarinnar dregið. BÓKIN Á NÁTTBORÐINU PLATAN ÁFÓNINUM MYNDIN ÍTÆKINU Hulda Waage fram- kvæmdastjóri * Eg er að lesa æviminningar séra Árelíusar Níelssonar __ sem komu út fyrir síðustu jól. Árelíus skrifar þær sjálfur og ferst það vel úr hendi. Ég les mikið, einna helst þjóðsögur og ævisögur, enda komin á þann aldur að ég hafi gaman af slíkum bókum. Skáldsögur lít ég einnig í en hef ekki eins gaman af. j Ragnars- B| ' móðir Það er stutt síðan ég lauk við „Vindmyllur guðanna" eftir Sidney Sheldon. Hann er mjög góð- ur höfundur, ég hef lesið allar bæk- urnar eftir hann. Þegar tími gefst til, reyni ég að grípa í bækur en það er þó ekki nógu oft. Síðast hlustaði ég á „Bandalög 2“ og svo „Eitt lag enn“ með Stjóminni. Ég hlusta frekar oft á plötur, til dæmis safnplötur. * Eg er alæta á myndbönd og leigi mér töluvert oft myndir. Eg sá nýlega spennumyndina „The Abyss“ sem var mjög góð og svo K-9000, en þótti hún ekkert sér- stök. * Eg set annað slagið plötur á fón- inn og þá oft einhveija góða nýbylgju eins og til dæmis R.E.M. En sú plata sem ég hef oftast hlust- að á að undanförnu er nýjasta plat- an hans Lenny Kravitz. Hún er mjög góð. * Eg leigi mér nær aldrei mynd- bönd, en horfi töluvert á stutt tónlistarmyndbönd. Þau sem ég sá síðast voru með Silinni hans Jóns míns og Síðan skein sól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.