Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 Stefán Krisijáns- son fyrrv. íþrótta- fulltrúi - Minning Fæddur 30. júní 1924 Dáinn 1. september 1990 Af hverju? Af hverju endilega þú? Þannig spyijum við gjarna þegar við þurfum að sjá á bak fólki, sem manni finnst að eigi enn svo margt ógert. Stefán Kristjánsson var ekki hávaðasamur í starfí eða á manna- mótum. En hann stóð fyrir sínu hvar sem hann fór. íþróttamaður var hann af lífí og sál. Af því leyti má segja að það hafi verið vel við hæfi að hann féll frá mitt í leik þeirrar íþrótt- ar, sem hann síðari árin dáði mjög. En það var golfíð sem hann gaf sig æ meira að upp á síðkastið. Vissulega er langur tími liðinn síðan Stefán Kristjánsson byijaði sem aðstoðarmaður Jóns Þorsteins- sonar íþróttakennara, þá nýútskrif- aður íþróttakennari. En mér er enn í minni hvað þessi ungi maður náði strax góðum tökum á okkur, sem sumir vorum eldri en hann. Það voru ánægjuleg kvöld í húsi Jóns Þor- steinssonar hvort sem það var Jón sem kenndi okkur glímu eða Stefán sem kenndi okkur aðrar íþróttir. Því miður var sá tími, sem ég gat eytt í þessa íþróttagrein allt of stuttur. Og tíminn stendur ekki í stað. Hann hleypur frá okkur hraðar en við vildum. Og áður en varir er kom- ið kvöld í lífí okkar. En kvöldvökurn- ar nýttust mörgum vel í gamla daga. Þannig nýtist líka mörgum vel sá tími sem eftir er þegar brauðstriti lýkur. Og menn geta farið að velja sér verkefni eftir því sem hugur stendur til. En því miður, myrkrið skellur stundum yfír fyrirvaralaust. Og þá eru allar áætlanir úr lagi færðar. Það var mikil gæfa fyrir son minn er hann eignaðist að förunaut Jó- hönnu Stefánsdóttur, sem líkt og faði hennar, lætur ekki mikið yfir sér, en er þeim mun traustari, sem kynnin verða meiri. Slíkt fólk er mikils virði. Þau fátæklegu orð sem hér eru sett á blað eru lítil huggun harmi gegn. En innilega samúð mína og bama minna vildum við senda Kristj- önu og bömum hennar. Andres Guðnason Ármenningum kemur andlát Stef- áns Kristjánssonar, fyrrum íþrótta- fulltrúa Reykjavíkurborgar, á óvart. Stefán var vel á sig kominn, hress í viðmóti og ávallt reiðubúinn að lið- sinna sínu gamla íþróttafélagi,' Glímufélaginu Armanni. Sjálfur var Stefán einn af fáum alhliða íþróttamönnum, sem lagði stund á, og þjálfaði, nánast hvaða íþróttagrein sem var. Árum saman var Stefán ötull þjálf- ari hjá Glímufélaginu Ármanni og em margir fijálsíþróttamenn, hand- knattleiksmenn og skíðamenn úr okkar röðum sem syrgja í dag horf- inn leiðbeinanda_ sinn. Glímufélagið Ármann sýndi þakkir sínar í verki á 100 ára afmæli félags- ins þann 15. desember 1988, en þá var Stefáni afhentur heiðurskross félagsins og útnefndur heiðursfélagi. Minningu Stefáns Kristjánssonar er vel lýst í eftirfarandi erindi úr kvæði hinnar merku konu Rannveig- ar Þorsteinsdóttur fyrrum skíðakonu og heiðursfélaga Ármanns: Ármenningar, iþrótt göfug eykur gildi hins sanna manns. Stæltur þróttur, sterkur vilji er stefna, leið og takmark hans. Ávallt þeir, sem áfram keppa eru heill og sómi lands. Ármenningar, íþrótt göfug eykur gildi hins sanna manns. Glímufélagið Ármann sendir ekkju Stefáns Kristjánssonar, frú Kristjönu Jónsdóttur, svo og öllum aðstandend- um dýpstu samúðarkveðjur. Grímur Valdimarsson, formaður Glímufélagsins Ármanns. Vegferð Stefáns í jarðneskri til- veru er lokið, einn áfangi á langri leið í gegnum sviðin. Hvort sem við erum ung eða gömul, getur andlátið að höndum borið á hverri stundu. Mörgum ánægju- og hamingju- dögum hefir dauðinn spillt. Og aldrei gerir hann boð á undan sér, til þess að gera okkur aðvart, þess vegna standa eignir okkar, hreysti og líf á veikum fæti. Við erum aðeins sem gestir eða útlendingar, sem eigum að hverfa héðan af jarðnesku sviði aftur eftir skemmri eða lengri tíma til hærri sviða, etersviðið eða Paradísarsviðið. Við þurfum stöðugt að hafa það hugfast að við erum á leiðinni til hærri sviða. Við getum ekkert betra gert, þeg- ar við ætlum að fara að leggjast til svefns, en að fela okkur og ástvini okkar jarðneska sem framliðna vernd og varðveizlu Guðs, til styrktar og undirbúnings undir annað líf að loknu þessu, til sumarlanda kærleikans. Það er ekki hægt að sýna fram- liðnum vinum meiri ástúð en að biðja fyrir þeim, kveikja á kerti á heimil- inu. Þetta er dýrmætasta bróðurhönd aðstoðar sem við jarðneskir vinir getum veitt framliðnum. Ég skrifa þessi orð ekki alveg út í bláinn, því t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ARI LÁRUSSON frá Heiði, Langanesi, til heimilis á Heiðarvegi 23a, Keflavík, áður búsettur á Brimbakka, Bakkavegi 7, Þórshöfn, andaðist í Landspítalanum fimmtudaginn 6. september sl. Jarðar- förin verður auglýst síðar. Nanna Baldvinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, STEFÁN G. BJÖRNSSON fyrrverandi framkvæmdastjóri, Hrefnugötu 10, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12. septemb- er kl. 13.30. Sigríður Jónsdóttir, Ólafur W. Stefánsson, Björn S. Stefánsson, Jón Ragnar Stefánsson. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, . GUNNLAUGS ÓLAFSSONAR fyrrv. skrifstofustjóra, Álfheimum 50, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. september kl. 13.30. Oddný Pétursdóttir, Álfrún Gunnlaugsdóttir, ÓlafurGunnlaugsson, Margrét Ingimarsdóttir, Gylfi Gunnlaugsson, Ragnhildur Hannesdóttir og barnabörn. ElgiQfllaðuOAiijgi, dgjaðir,. Ji* *INGIMAR DAVÍÐSSON, J" Stórholti 5, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju mánudaginn 10. september kl. 13.30. Unnur Óskarsdóttir, Rúnar H. Ingimarsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, ^ HÖRÐUR BJARNASON fyrrverandi húsameistari ríkisins, sem lést 2. september, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. september nk. kl. 13.30. Katla Pálsdóttir, Áslaug G. Harðardóttir, Jón Hákon Magnússon, Hörður H. Bjarnason, Áróra Sigurgeirsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGÞÓR N. MAGNÚSSON, Nökkvavogi 1, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 11. septemb- er kl. 15.00. Jarðsett verður á Mosfelli. Hulda Bergþórsdóttir, Magnús Bergþórsson, Þórunn Jónsdóttir, Björn Bergþórsson, Anný Bergþórsson, Ragnhildur Bergþórsdóttir, Atli Elíasson, Konráð Bergþórsson, Gunnar Bergþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ÓLAFSSON læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. september kl. 13.30. Annella Stefánsdóttir, Stefán Ágúst Magnússon, Ragnheiður Ólafsdóttir, Ólafur Friðrik Magnússon, Guðrún Kjartansdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, fósturmóðir okk- ar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ÞÓRÓLFSDÓTTIR, Skipasundi 60, ■ Reykjavík, • verður jarðsett frá Langholtskirkju mánudaginn 10. september kl. 13.30. Kristján J. Einarsson,, Erna M. Kristjánsdóttir, Símon Ágúst Sigurðsson Ómar Á. Kristjánsson, Anna Björg Kristbjörnsdóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Sigþór Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabarn. ég hef verið svo gæfusamur að fá að eiga samleið með framliðnum vin- um í hálfa öld, eða frá frumbemsku. Það er heilagt og veglegt hlutverk, að koma skilaboðum á milli heim- anna. í fjörutíu ár hef ég þekkt Stefán kennara, því eiginkona hans, Krist- jana Jónsdóttir kennari frá Hesteyri í Jökulfjörðum, er náin frændkona mín, erum við þremenningar að skyldleika. Þegar ég nú minnist Stef- áns, finn ég vinhlýjan anda streyma til mín, hann var sá maður, sem öll- um var vel við. Honum var meðfædd geðprýði, og svo vinhlýtt viðmót bar með sér höfðinglega mildi. Stefán var kennari við mikinn orðstír í Laugamesskólanum, er ég var þar í skóla. Hann lét sér annt um að greiða götu ungra manna sem hann hugði efnilega, og þótti vænt um ef einhver virtist líklegur til að halda uppi heiðri íþrótta. Hvert sem litið er, stóðu að Stef- áni góðar ættir úr Aðaldal og af Tjörnesi í Þingeyjarsýslum. Stefán og Kristjana áttu friðsælt og vingjarnlegt heimili, með miklum menningarbrag liyar sem litið er. Þau hjón eiga fjögur mannvænleg börn, öll prýðilega menntuð og öll úrvals- hæfíleikum búin. Ég votta mína dýpstu samúð og minnumst þess að látinn lifir. Helgi Vigfússon Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þessi sannindi eru sífellt að minna á sig. Nú síðast við fráfall Stefáns Kristjánssonar fyrrverandi íþrótta- fulltrúa, Stóragerði 31 í Reykjavík. Hann kvaddi í þann mund er grösin voru að byrja að sölna í toppinn og stöku lauf að falla af tijánum rétt til að minna á að sumri væri tekið að halla að hausti. Hann hafði slegið upphafshöggið á 9. brautinni á Nesvellinum. Það hafði heppnast vel og annað höggið var í undirbúningi. Mið var tekið á flötina með blaktandi fánanum á stönginni. Þar átti kúlan að lenda. Golfið er skemmtileg íþrótt. Það veitir í senn hæfílega áreynslu, úti- veru og síðast en ekki síst afþreyingu fyrir þá sem lokið hafa mesta amstri ævinnar og eignast stundir til að sinna hugðarefnum. Það er ánægjuleg tilfínning að hafa slegið vel heppnað upphafs- högg, standa hjá kúlunni, meta fjar- lægðina, velja rétt jám og búa sig undir að senda kúluna inn á flötina. Þetta allt fékk vinur minn ti! margra ára að reyna á Nesvellinum áður en kallið kom. En annað högg- ið var aldrei slegið á níundu braut- ■ inni. Áður en að því kom hneig hann niður með golfkylfuna í höndunum. Það var um hádegisbil. Eftir það kom hann ekki til meðvitundar og var örendur um kvöldmatarleytið. Það er mikið áfall fyrir aðstand- endur og vini þegar fólk á góðum aldri og vel á sig komið andlega og líkamlega fellur frá svo skyndilega og óvænt. En þannig er nú þetta stundum. Röddin sem kallar fólk yfir móðuna miklu kemur oft og tíðum óvænt og er hvorki mild né hlý heldur „kulda- leg og djúp“ eins og Jón Helgason orðar það í kvæði sínu, Áföngum. I þeim fátæklegu svipmyndum sem hér verða dregnar upp er ekki ætlunin að rekja æviferil né ævistörf Stefáns Kristjánssonar. Reyndar kynntist ég honum ekki fyrr en við vorum komnir vel á miðj- an aldur sem kallað er. Að vísu hafði ég vitað af honum úr fjarlægð. Ég vissi að hann var Þingeyingur að ætt og uppruna, hafði lesið í blöðum um afrek hans í skíðaíþróttinni bæði hér heima og erlendis, einkum á, sjötta áratugnum. Þá var aitalað meðal kennara að íþróttakennarinn í Laugarnesskóla væri mjög stjórn- samur og góður kennari og liðtækur skákmaður í sveit kennara skólans sem stundum keppti við sveitir kenn- ara annarra skóla. En fyrst og fremst mundi ég samt eftir honum sem frá- bærum fimleikamanni í flokki Jóns ^ Þorsteinssonar. Þá voru fimleikar í | heiðri hafðir og úrvalsflokkar í þeirri - grein aufúsugestir hvar sem þeir komu til að sýna. Þá skipti miklu máli hver fór hæst í heljarstökki eða hvort sex eða sjö gátu staðið samtím- is í handstöðu á kistunni. Ég vissi að hann var kvæntur ágætri konu að vestan sem líka var íþróttakenn- ari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.