Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
C 11
Nýborg við Skúlagötu. Ljósmynd/Sveinn Þormóðsson
v-Y ^
%,. Á**- &y£- aZcsiÁC-, -la* >**«-
ccJý* ktía-c. Je /* * &■; &Y* nr£y~*7-*éá <J *rta*£S
3. ^ ^/
/Ity-rcöc.ÝÁ'' ^L>' yy £<-*<* ^ „ r ■
r <U^ccUoÍ3 Ptrrrcf g <yr£c^ íJo/Cj^ y/uc-t < ccj’
'Uc^c^. u«yjfa*a *«-
Í^Coí) fóyaa. U-a. iý< cUÍayoi -
C/a-rlPl^, £^<Aco*~*-
æ</acH i
Ljósmynd/Kaldal
Olafur Sveinsson sölustjóri.
íJL
Guðbrandur Magnússon forstjóri
Afengisverslunarinnar.
Hr. foretjárl Ouðbranður Kngnúaeon
o/p Áfengleverr.lun rffclnlna,
Reykjavíte,
20. Júní 1943
Bainkvimt aamtðlum aem vlð hBfum att um vínútlátln unðan-
farlð, eltrlfa og þár þetta bréf eða ekýrelu um reynslu mfna nf þelm.
Heglur þasr eem aðallega heflr vorlö farlö eftlr oru f
bréfi Dúmemúlorá^uneytlfilna frá 3o júní f.á. og byrjafv vnr nö frnm-
kvmma um mlöja^júlí R.á. Var mjc5g lítlð vfn látlö útl uton vlö þoeear
reglur frnm yflr mlöjan águGt og elne í oktober og núvo.aber a.l .
Víneknamtur: Fljátlega kora f ljúe (.0 ásákn raanna í vín
var meirl en evo, a" treyeto raacttl olmennt upplýolngum uru boðflgostaföölða
þegar um alíkt vnr að vxha, og för eg þá oö hvorfa frá regiunni um £ fl.
4-6 heilflöskur af sterku víni á
mánuði og tilsvarandi af léttari
vínum. Annars myndast fljótt nýtt
sprúttsölubrall... Karlmenn einir
ættu að fá vínkauparéttindi; og ef
til vill ógiftar konur sem reka sjálf-
stæðan atvinnurekstur . . . Aðrar
ógiftar konur hafa yfirleitt ekki
efni á vínkaupum og fáar þeirra sem
giftar eru. Mikill minnihluti kvenna
en karla neyta víns, sem betur fer.
Vínkauparéttindi kvenna eru þeim
því yfirleitt enginn raunverulegur
réttur, heldur viðsjál greiðvikni við
aðra sem finnst sinn skammtur of
lítill Auk persónuskammtsins ætti
að veita þeim firmum og einstakl-
ingum, sem hafa mikinn rekstur
og eignir, aukaskammt, sem miðað-
ist við upphæð greidda í beinum
sköttum til ríkis, bæjar og sveitarfé-
lags, næsta ár á undan. T.d. 1. fl.
af sterku víni fyrir hverjar 200 kr.
alt að 10.000 kr. eða mest 50 fl.
af sterkum vínum á ári og tilsvar-
andi af veikum. Skammtur þessi
mundi bæta úr þörf margra efnaðri
og umkomumeiri manna á risnu,
sem þeim finnst erfitt að leggja
niður, meðan vín er til í landinu.
Þessir menn sem hér um ræðir
reyndust og hættulegustu andstæð-
ingar bannlaganna sælu og munu
enn taka sinn rétt með röngu, fái
þeir hann ekki með réttu.“
í bréfi sínu lagði Ólafur áherslu
á að menn sættu sig frekar við
hömlur ef skynsamlega væri að
farið og meir væri undir hyggilegri
framkvæmd og eftirliti komið held-
ur en ströngum reglugerðarbákn-
um.
Skortur á spíritus.
Við samningu þeirra reglna sem
tóku gildi í októbermánuði var ekki
farið eftir varnaðarorðum Ólafs um
annmarka skömmtunar né heldur
um æskilega skammta. Karlmönn-
um var naumar skammtað en Ólaf-
ur hafði iagt til. — En aftur á
móti fengu konur smábragð á tung-
una. Afhending áfengisbókanna
hófst 2. október hjá sakadómara
„í Bindindishöllinni við Fríkirkju-
veg“, að sögn Morgunblaðsins. (Att
er við húsið Fríkirkjuveg 11 en sam-
tök bindindismanna áttu húsið og
höfðu þar aðstöðu en einnig var
hluti þess leigður undir skrifstofur.
Innsk. blm.) Aðsókn var ekki mikil
fyrsta daginn en svo fór að næstu
daga urðu margir frá að hverfa
vegna örtraðar.
IBIÐSAL
DAUÐANS
Úthlutunum, leyfisveitingum og undanþágum fylgir gjarnan erill
og biðraðir. Sölukerfi Áfengisverslunarinnar reyndi umtalsvert
á þolrif bæði viðskiptavina og starfsmanna verslunarinnar.
Að sögn Sigurðar Bald-
urssonar hæstaréttar-
lögmanns og fleiri
áfengis neytenda var afgreiðslu-
máti á árunum 1942-43 með þeim
hætti að, þurfandi viðskiptamenn
fóru á skrifstofu Áfengisverslun-
arinnar á Lindargötu og báru upp
sitt erindi við starfsmenn, Sigurð
Bjarklind og Kolbein Högnason í
Kollafirði, eða sölustjórann sjálfan
Ólaf Sveinsson. Skrifstofan á
Lindargötunni, var á annarri hæð
og ekki var óalgengt að nokkur
þröng væri fyrir dyrum og um-
sækendur yrðu að sæta því að
bíða í biðröð í stiganum. Eftir að
mönnum hafði verið veit úrlausn
eftir efnum og ástæðum, var hald-
ið í áfgreiðsluna í Nýborg við
Skúlagötu. Verslunin var lokuð
en veittur skammtur var afgreidd-
ur gegnum Iúgu. Árið 1944 var
þjónusta nokkuð aukin. Úthlutun-
in fluttist til Nýborgar og þaðan
gengu menn inn í verslunina.
Sigurður Bjarklind afgreiðsiu-
maður þótti flestum mönnum ljúf-
ari og höfðinglegri í fasi og lét
lítt ágengni ýtni, og á stundum
skammir drykkfelldra viðskipta-
manna raska ró sinni. Kolbeinn
Högnason í Kollafirði var bóndi
að uppruna og upplagi en hafði
orðið að láta af búskap vegna
kreppunnar á fjórða ártugnum.
Kolbeinn var skáldmæltur vel og
liggja eftir hann nokkrar
ljóðabækur. Þar má m.a. finna
kvæði um starfið í áfengisverslun-
inni.
Kolbeini þótti það ekki nein
sérstök fremd að starfa í Áfengis-
versluninni; eitt sinn var hann svo
ávarpaður:
Áður Kolbeinn átti bú
uppí Kollafirði.
Kolbeinn svaraði að bragði:
í Áfenginu er hann nú
ennþá minna virði.
Kolbeinn Högnason í KoIIafirði.
Sigurður Bjarklind.
Menn urðu oftlega að bíða
nokkra stund eftir afgreiðslu á
„Svarta dauða“. Kolbeini þótti
varan og sumir tryggustu við-
skiptavinirnir ekki lífvænlegir:
Dauðasals þó dauf sé vist,
drepa skal hún aldrei mig.
Þar að kynnast fékk ég fyrst
framleiðslu, sem borgar sig.
Um dómsvald sitt við áfengis-
úthlutunina, kvað Kolbeinn:
Hér situm við og reiknum manna réttindi á
reizlu
í romm og Whisky tillitum - svo sem vera
ber.
Vor yfirstéttamenning á eiturlyfja neyzlu
hún á að hafa forrétdndi. Þannigvenjan er.
Mér fylgja vill það lengi, að mig illa teká að
temja,
því tilfinning er meir en lægni í mínum skut.
Við óréttlætið verð ég víst aldrei fús að
semja,
þótt yfirstétta sérgæðin kunni að eiga í hlut.
þeim herralegu mönnum ég heitið get ei
tiyggðum,
sem hafa vilja af áfengi það eitt, sem er bezt,
og halda, að það sé bezta tákn á betri manna-
dyggðum
að bera dýrstu vínin - og þjóra af þeim mest
Það eru ekki bara bindinds-
mönnum sem finnst eftirfarandi
kvæði sígilt og ennþá í fullu gildi
í Áfengis- og tóbaksverslun ríkis-
ins:
Allir þeir, sem okkur fínna, eru að villast.
Þeir, sem ekki alveg tryllast,
eru á góðum vegi að spillast.
Á árinu 1941 þótti mörgum horfa
til vandræða vegna drykkju lands-
manna og á Alþingi var t.a.m. lögð
fram tillaga til þingsályktunar um
að áfengisverslunum skyldi lokað á
meðan á ófriði stæði. Þetta þótti
mörgum þingmönnum þjóðráð en
svo fór samt að hún var felld í sam-
einuðu þingi með 19 atkvæðum
gegn 16.
3. júní 1941 var öllum vínbúðum
áfengisverslunarinnar lokað. Dag-
inn eftir innti Morgunblaðið Guð-
brand Magnússon um ástæður lok-
unarinnar. „Birðirnar eru þrotnar
af styrjaldarástæðum. Erlend firmu
afgreiða hægar en áður og siglinga-
örðugieikana þekkja allir . . . Og svo
,er eins og skömtuninni hafí ekki
tekist að draga verulega úr neysl-
unni. En megin orsökin er þó skort-
ur á spíritus, en úr honum hefir
verið blandað það neysluáfer.gi, sem
mest hefir selst.“ ... — Hvenær
búist þjer við, að hægt verði að
opna aftur? „Um það verður ekkert
sagt að svo stöddrn En það verður
ekki gert fyrr en Áfengisverslunin
verður orðin sæmilega birg af þeim
vörutegundum sem hún verslar að-
allega með.“
Það tókst að útvega spíritus;
vínbúðirnar voru opnaðar 24. júní.
Neytendur gátu glaðst — að því
frátöldu að verðið hækkaði veru-
lega, t.d. hækkaði brennivínsflask-
an úr 11 krónum í 15 krónur. Við-
brögðin við opnun sölubúðanna létu
ekki á sér standa; Morgnnblaðið
greindi frá auknum drykkjuskaþ á
götum, og prestastefna sem haldin
var á Akureyri mótmælti einum
rómi opnun áfengisútsalnanna.
Áfengisverslunum var lokað aft-
ur eftir 10 daga, að ráði ríkisstjórn-
arinnar. Ástæðurnar má e.t.v. rekja
að hluta til þess að ráðamönnum
hafi staðið stuggur af því að hinn
nýi alþjóðlegi „kokteill" í landinu
yrði of áfengur — en eins og kunn-
ugt er tóku Bandaríkjamenn að sér
hervernd landsins um þetta leyti.
Bakdyramegin
Hinn virti bindindismaður og for-
ystumaður sjálfstæðismanna, Pétur
Ottesen, sagði allan almenning í
landinu hafa „fagnað röggsemi
stjórnarinnar“. En vorið eftir sá
hann sig tilknúinn ásamt fjórum
öðrum þingmönnum að flytja þings-
ályktunartillögu sem var dreift á
Alþingi hinn 7. apríl 1942. Lagt var
til að Alþingi skoraði á ríkisstjórn-
ina að kvika í engu frá lokun vín-
búðanna og láta allar tilslakanir
niður falla, í greinargerð segir m.a:
„Hefur það valdið sárum vonbrigð-
um, að ríkisstjórnina skuli nú upp
á síðkastið hafa hrakið nokkuð afr
leið þeirrar göfugu og giftusömu
ákvörðunar... Það var strax upp
úr áramótunum síðustu, sem fyrsta
ógæfusporið var stigið. Síðan hefur
í gegnum bakdyr vínbúðanna, sem
áður var hespa og lás fyrir, runnið
með vaxandi fallþunga allstríður
vínstraumur inn í samkvæmislíf
höfuðstaðarins. og víðar ... Hent
það slys að veita undanþágur um
vínútlát til notkunar í samkvæm-
um .. . Þá hafa ýmsir meiri háttar
broddborgar komizt upp á það
krambúðarloftið hjá ríkisstjórninni
að fá bakdyra megin vín til eigin
neyzlu á heimilum sínum og til risnu
þar.“ Þess vegna var Alþingi talin
bera skylda til að „leggja fram lið
sitt og krafta til að hið góða og
lofsverða áform ríkisstjórnarinnar,
sem lýsti sér í algerri lokun vínbúð-
anna, fái aftur að njóta sín“. Þess-
ari tillögu var vísað til allsheijar-
nefndar og fékkst ekki útrædd.
— En e.t.v. hefur þessi gagnrýni
á ríkisstjórnina, og óbeint á Áfeng-
isverslunina, haft nokkur áhrif. 30.
júní skrifaði dómsmálaráðuneytið
forstjóra verslunarinnar. „Hérmeð
tilkynnist yður, herra forstjóri, að
ráðuneytið hefir ákveðið, að.útsölur
áfengisverslunarinnar skuli vera
lokaðar fyrst um sinn svo sem ver-
ið hefir. En jafnframt er það ákveð-
ið að veita mönnum sérstök leyfi
til áfengiskaupa ... 1. Félögum í
samkvæmum líkt og verið hefir . . .
2. Félögum, firmum eða hópum
manna í samkvæmum vegna
merkra viðburða ... 3. Einstakling-
um á 25, 30, 35 o.s.frv. ára afmæl-