Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 12
r\ 12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 um og 20, 30 o.s.frv. starfsafmæl- um, svo og til brúðkaupa og meiri háttar brúðkaupsafmæla, þó eigi nema heilum éða hálfum tug. 4. Til reisufagnaðar íbúðarhúsa eða annarra stærri og varanlegri bygg- inga. Einnig þegar nýjum vélbátum eða stærri skipum er hleypt af stokkunum eða einhvetju meiri háttar mannvirki eða afreki er lok- ið. 5. Áfengi til risnu skal yfirleitt ekki veita. Þó er heimilt að veita nokkurn skamt til risnu þegar hlut eiga að mjög stór fyrirtæki, félög eða opinberar stofnanir. Allar undanþágur, sem að fram- an greinir, ber að veita með sér- stakri varúð. Er rétt að miða við gestafjölda þar sem það á við og má magnið ekki fara fram úr 'A flösku af sterkum drykkjum á mann eða tilsvarandi af borðvínum eða heitum vínum. Að því er snertir vín til risnu má veita hinum stærstu fyrirtækjum eða stofnunum alt að sem svarar 6 flöskum af sterkum drykkjum á mánuði. . . Eftirlit með áfengisveitingum á opinberum veit- ingastöðum er rétt að auka. Skal eftirlitsmaður (eftirlitsmaður á þessum tíma var Helgi Jónasson frá Brennu, móðurbróðir bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Innsk. blm.) auðkenna dagsetning- arstimpli þær flöskur er hann lætur af hendi við veitingaþjóna, en þjón- ar skili síðan flöskum aftur, tómum eða fullum þegar að loknu sam- kvæminu ... Allar beiðnir um und- anþágur til áfengiskaupa eða áfengisveitinga skulu vera skrifleg- ar...“ Ekki að tilefnislausu Það reyndist ýmsum erfiðleikum háð að framfylgja reglum dóms- málaráðuneytisins. Tæpu ári seinna, hinn 26. júní 1943, skrifaði Ólafur Sveinsson skýrslu um reynslu sína af þeim, svo og um vínútlátin almennt. „Fljótlega kom í ljós að ásókn manna í vín var meiri en svo, að treysta mætti ai- mennt upplýsingum um boðsgesta- fjölda þegar um slíkt var að ræða, og fór eg þá að hverfa frá reglunni um ‘A fl. skammt á mann og mynda reglur um fastan vínskammt við ákveðin tilefni. Þetta gafst betur og skapaði meiri festu og réttsýni í úthlutunarstarfinu. Var þetta smám saman fast kerfi... 1. Ris- gjöld: íbúðarhús 2-3 fl. á íbúðarher- bergi eftir stærð. Geymslu og verk- smiðjuhús 4. fl. á 100 fermetra gólfflöt... 2. Afmæli: Einstakling- ar 25-45 4-6 fl. 50 ára og eldri 6-10 fl. Konur þriðjungi til helmingi minna. Vínið oftast látið úti rétt fyrir afmælið. 3. Starfsafmæli ein- staklinga 20 ára eða meir, hámark ‘A flaska á ár. . . 4. Brúðkaup: Oftast 10-20 fl. Silfur- oggullbrúð- kaup svipað, önnur hjúskapar af- mæli þriðjungi til helmingi minna. 5. Sameiginlegir fagnaðir starfs- hópa eða félaga 'A fl. til 1 fl. á mann, og þá í síðara tilfellinu miðað við að maðurinn hafi gest. Kvenfólk helmingi minni skammt en karl- menn ... Töðugjöld eða sláttulok og fjallskil var látið út á, frá því um 20. ágúst og til septemberloka 1-4 fl. á bú, oftast 2 fl... Verði þessi úthlutun endurtekin í sumar, þarf að búa betur um hnútana. T.d. fela einum manni í hverri sveit (hreppstjóra eða oddvita) að votta á umsóknirnar að rétt sé frá skýrt... Almenn úthlutun fyrir hátíðar fór fram 3 fyrstu vikur des- embermánaðar sl. Oftast 1 fl. á karlmann og 'A fl. á kvenmann. Mun á þennan hátt hafa verið af- greitt vín til um 10.000 einstaklinga á þessu tímabili." Kaup og sala kvenna Ólafur fór einnig í skýrslu sinni nokkrum orðum um reynslu undan- farinna ára, m.a: „Leynisala á víni vex í sömu hlutföllum og höftin, sem sett eru á löglega sölu þess . . . Þegar bókarskömmtunin komst á færðist leynisalan mjög í aukana og hertók fjölda fólks, sem ekki neytti sjálft víns, en sá sér hag í að hirða og selja sinn vínskammt. Þessi faraldur lagðist svo fast á kvenfólkið að í stað þess að vera áður í mesta lagi 5% af viðskipta- mönnunum í vínbúðinni hér urðu konur á nokkrum tíma upp í 30% oft í meiri hluta síðari hluta hvers mánaðar. Fyrst eftir að vínbúðinni var lokað í júlí 1941 mun hafa ver- ið fremur lítið um leynivínsölu vegna vínskorts, en þegar fram á haustið leið óx hún svo að hún mun aldrei hafa verið meiri en veturinn 1941. Var þá enginn skortur á víni ef nægir peningar voru í boði og allt smyglað. Eftir að Áfengisverzl- unin byijaði að selja vín að nýju fór snemma að bera á því að ýmsir reyndu og tókst stundum að afla sér vínkauparéttinda með meira og minna fölskum gögnum ... svo sem frægt er orðið um leyfisbréf fyrir giftingum ... Reynt að veijast með ýmsu móti. Hætt að láta úti vín í brúðkaup nema óyggjandi væri að með feldu væri. Afmælisskammtar almennt minkaðir, einkum kvenna.“ Gagnrýni Ólafur fór nokkrum orðum um þær aðfinnslur sem hefðu iðulega heyrst um úthlutunarskipulagið, „sumar hvatvíslegar og ómerkar, en aðrar á meiri eða minni rökum' reistar... 1. Seinleg afreiðsla og óhæfileg bið fyrir viðskiptamenn. Til þess að bæta úr því þarf aukið húsrúm 'Og fleira áfgreiðslufólk. 2. Að mönnum sé gert misjafnt undir höfði við sömu tilefni, og er það rétt. Það má búast við að togaraeig- andi þurfí að sýna meiri risnu af sér á fimmtugsafmæli sínu, heldur en verkamaður sem hjá honum vinnur, við sama tækifæri. Verk- stjórinn, skipstjórinn og vélstjórinn verða einhvers staðar á milli hinna tveggja. Þannig er stöðugt reynt að taka tillit til stöðu og persónu umsækjanda og fínnst mér það eðli- legt og sjálfsagt. .. Að skipulagið væri stirfíð og óeðlilegt, t.d. gæti sjötugur maður eða kona fengið svo og svo mikið vín út á afmæli sitt... En hinsvegar geti heiðursmaður (sem flestir eru og allir þykjast vera) ekki fengið eina til tvær flösk- ur, hvað sem honum liggur á... Þessar aðfínnslur voru tíðastar meðan upphaflegu reglunum var stranglega fylgt. En sljákkuðu eftir því sem fijálslegar hefír verið í sak- irnar farið.“ Ólafur hafði á því orð í skýrslu sinni að úthlutunarstjórar yrðu að hafa svigrúm til að beita eigin dóm- greind en ekki þræða bókstafínn af smámunasemi og taldi að í flest- um tilvikum hefði þokkalega til tek- ist. En aftur á móti yki úthlutunar- kerfí mjög vinnu starfsmanna: „Troðningur á skrifstofunni er stundum til vandræða og vinnan þrældómur. Á það bætist svo sífelt ónæði heima, vegna þess að menn vilja eðlilega losna við troðning- inn ... Þetta er afleitt, ekki síst vegna þess að maður þarf á allri sinni dómgreind og viljaorku að halda í afgreiðslunni, þar sem stöð- ugt er verið að vega og mæla í skjótri svipan og stöðugt þarf að brynja sig fyrir margvíslegum og stundum mjög lævíslegum áróðri sumra umsækjenda.“ í eftirmála skýrslunnar sem er dágsettur 10. júlí, var vikið að reynslunni af því að veita flestum úrlausn sem vildu kaupa vín, „láta út á andlitið eða passann“: „Þeim sem ölkærir voru hættir við að koma aftur og aftur. Þá var farið að setja rauðan dagsetningarstimpil á vega- bréf þeirra (hér er átt við persónu- skilríki eða sérstakt vegabréf sem gefíð var út á stríðsárunum. Innsk. blm.) er fengu vínið ... Nú standa yfír sumarfrí og óska margir eftir að kaupa vín í því tilefni. Við Segj- umst ekkert láta í því tilefni, en þeir sem koma með óstimplaða passa fá út á þá 2-3 fl. ef þeir óska þess, aðrir 1-2 fl. eftir því hve oft og hvenær passarnir hafa verið stimplaðir." Fijáls verslun? Eftir því sem næst verður komist giltu þessar úthlutunarreglur Áfengisverslunarinnar fram í ágúst 1945. Árangur og afleiðingar eru umdeilanlegar. Líklegt er að sum- um nútímamönnum þyki fyrir- greiðsla Áfengisverslunarinnar í naumara lagi. En á það ber einnig að líta að margir gátu útvegað sér veigar eftir öðrum leiðum. Ýmist erlendan innflutning eða þjóðlegan heimilisiðnað. Þrátt fyrir hófsemi starfsmanna Áfengisverslunarinnar bera við- skiptavinir þeim vel söguna. T.d. segir Sigurður Baldursson hæsta- réttarlögmaður viðskipti sín við starfsmenn hafa verið vandræða- laus og ánægjuleg og hann fengið það áfengismagn sem farið var fram á. — Að vísu hefði hann einn- ig bergt af öðrum uppsprettulind- um, en skólafélagi hans starfaði í apóteki. 7. ágúst 1945 tók ný reglugerð gildi um sölu og veitingar áfengis. Þessi reglugerð hefur mótað þá verslunarhætti sem hafa tíðkast fram á síðustu ár. Sala til einstakl- inga, sem aldur hafa til, varð „fijáls“. FASTEIGN Á SPÁNI Verð frá fsl. kr. 1.600.000,- Aðeins 30% útborgun. Einstök afborgunarkjör. Ódýrar ferðir fyrir húseigendur. Kynningarfundir á Laugavegi 18 alla virka daga. Einnig á sunnudögum frá kl. 15.00-18.00. Sími 91-617045. Komið í kaffisopa og kynnið ykkurmálin. G. Óskarsson & Co. ANITECHSöoo HQ myndbandstæki ,,LONG PLAY" 14 daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð- lausfjarstýring, 21 pinna ,,EuroScart“ samtengi „Long play" 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sumartilboð 29.950.- stgr. Rétt verð 36.950.- stgr. Afborgunarskilmálar (H FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 Laugavegi 41, s. 13570. Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 14181. Teg. 1034 Litir.- Svart eða Mocca leður Stærðir: Nr. 41-47 Með loftpúða í sólum Verö kr. 8.360,- Ecco-skór gæðana vegoa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.