Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR sunnudagur 9. SEPTEMBER 1990 C 15 LÆKNISFRÆÐI/SÆ#// hurb nœrri hcelumf Fyrsti botnlangaskurður á landi hér TJNGUR læknir og nýkominn frá prófborði settist að á Einarsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu sumarið 1901. Hann hét Ingólfur Gíslason og var lengi síðar á ævi héraðslæknir á Vopnafirði og í Borgarnesi. eftir Þórorin Guðnason Hann hafði ekki þjónað héraði sínu nema í rúmt ár þegar hann veiktist hastarlega af botn- langabólgu og kom unnusta hans, sem átti heima á Akureyri, því í kring að hann var fluttur þangað á kviktrjám til Guð- mundar Hannes- sonar sem þá var héraðs- og spítala- læknir á Akureyri og þekktur orðinn fyrir snör handtök og góðan árangur skurðaðgerða. Ingólfur segir í bók sinni „Læknisævi" að nú viti enginn (bókin kom út 1948) hvernig flutn- ingur á kviktijám fór fram. „Lagð- ur var reiðingur á tvo stillta hesta, taumur aftara hestsins var bundinn við klyfberaboga fremri hestsins eða í tagl hans, sinn plankinn var settur á hliðar hestanna hvoru meg- in og endarnir festir með kaðal- lykkjum við klakkana. Síðan var kista með sjúklingnum í sett þvers- um á trén. Tveir hraustir menn urðu að ganga og styðja kistuend- ana og þriðji maður varð svo að ganga eða ríða á undan og teyma. - Hófst nú eitt af erfiðustu og óþægilegustu ferðalögum sem ég hef tekið þátt í.“ Eftir tvo daga, gistingu á Hálsi og feijun yfír eftirspurn. Alltaf er nokkur hreyfing á kenn- urum í starfí, lausar stöður auglýst- ar á vorin og er ætlast til að ráðn- ingum sé lokið í júnílok. Reyndin er þó jafnan sú að víða tekst ekki að ráða kennara fyrr en á síðustu stundu. Þetta veldur skólastjóm- endum erfiðleikum þegar á að fara að raða niður tímum og semja stundatöflur sem þyrfti ef vel ætti að vera að gera í júní. Að undan- fömu hefur því margur skólamað- urinn setið með sveittan skallann í kennaraleit og verið að púsla saman töflu. Áður en til skólasetningar kemur he§a kennarar undirbúning að vetr- arstarfinu. Kenni fleiri en einn sömu kennslugreinina þurfa þeir að sam- ræma kennsluna og í flestum skól- um er samin námsáæt'lun sem ber að kynna nemendum og foreldmm þeirra í upphafi vetrar. Þá er að huga að því hvað kom- ið hefur af pöntuðum bókum því stundum vill brenna við að bókum sem koma áttu út fyrir haustið seinki og truflar það verulega kennslustarfið á viðkvæmasta tíma. Þarf þá að grípa tii annarra úr- ræða. Kennarinn verður þá að tína til námsefni héðan og þaðan eða hreinlega að semja það sjálfur. Áður en nemendur eru boðaðir er þeim skipað í bekki, stundaskrár fjölritaðar og innkaupalistar samdir svo að tryggt sé að allir viti hvað þeir eiga að mæta með fyrsta kennsludaginn. Á fyrsta kennarafundi er venju- lega kosið í kennararáð sem er ráð- gefandi aðili að stjórn skólans og valdir trúpaðarmenn stéttarfélaga kennara. Á síðustu árum hefur ver- ið veitt fé til fleiri skólastarfa en beinnar kennslu. M.a. til að annast umsjón í bekkjum og foreldrasam- skipti, árganga- eða fagstjórn, um- sjón með sérkennslu og leiðsögn fyrir nýja og óreynda kennara. Þessu ber að fagna og nýta vel þegar í upphafi skólaárs. Ekki falla háar upphæðir í hlut hvers og eins en það er spor í rétta átt að viðurkenna að kennarastarfið er ekki aðeins framreiðsla námsefn- is heldur flókin og margbrotin mannleg samskipti. Fnjóská og Eyjafjörð komst „líkfylgdin", eins og Ingólfur lýsti þessu síðar, á áfangastað. Forvitnir Akureyringar slógust i för frá bryggju upp að spítala og voru boðnir og búnir til hjálpar. Guð- mundur og aðstoðarlæknir hans Steingrímur Matthíasson báru sam- an ráð sín og ákváðu að fresta að- gerð um sinn enda líðan þá bæri- leg, en fjórum dögum seinna þótti ekki lengur til setu boðið og lögðu þeir félagar þá í að gera fyrsta botnlangaskurð á íslandi. Þótt ótrúlegt kunni að virðast höfðu þekktustu skurðlæknar á síðari áratugum 19. aldar, sem um leið voru fyrstu áratugir nútíma- skurðlækninga, ekki hugað svo mjög að botnlanganum. Fáa óraði þá fyrir því að lítil tota út úr ristlin- um mætti valda öllum þeim ósköp- um sem af botnlangabólgu geta hlotist. En rétt fyrir og um 1890 komst málið samt nokkuð á dag- skrá og kynnu langminnugir les- endur þessara pistla að kannast við McBurney sem mestan þáttinn átti í að opna augu lækna fyrir hæt- tunni. Á námsárunum í Kaup- mannahöfn hefur Guðmundur Hannesson vafalítið séð til danskra lækna sem skáru upp sjúklinga með botnlangabólgu og hugsanlega að- stoðað einhvern þeirra. En víkjum nú aftur að lækninum unga og sjúkrasögu hans. Ingólfur var búinn að vera veikur í tíu daga og liggja á spítalanum í fjóra þegar læknarnir ákváðu 2. september að skera hann upp. Aðgerðin reyndist erfið, botnlanginn var ekki auð- fundinn því að bjúgur í næstu líffærum og samloðun þeirra af völdum hans torvelduðu, leitina. - ,á1's , -ítSi. aQ -x. Sjúkrahús Akureyrar 1902 (reist 1899). — Læknisbústaðurtil vinstri. Þegar hann loksins kom í ljós sást að hann var stokkbólginn og í hann var hlaupið veijádrep. Þegar búið var að fjarlægja botnlangann var örðugt að ioka gatinu eftir hann á ristlinum vegna bólgu og tók skurð- læknirinn því til bragðs að skilja þar eftir töng sem síðan stóð út úr magálssárinu. Bólgan hjaðnaði með tíð og tíma og sárið greri hægt og hægt en sjúklingurinn dvaldist á spítalanum i 3 mánuði eftir skurðinn og var þá borinn þaðan burt. Guðmundur Hannesson var ham- hleypa til allra verka og hafði mörg jám í eldi. Eitt þeirra var læknablað sem hann gaf út í nokkur ár, samdi allt sjálfur, handskrifaði og fjölfal- daði með frumstæðum tækjum sem þá voru fáanleg. Blaðið sendi hann kollegum sínum á Norður- og Aust- urlandi en engum öðrum. í því er m.a. ýtarleg lýsing á veikindum starfsbróður hans og lýkur henni með þeim orðum að Ingólfur sé nú heill á húfi og eigi mikinn heiður skilið fyrir að hafa lifað þetta allt afl 'v>' SKÓLASITVÉLIN í ÁR TA Gabriele 100 Vel útbúinn vinnuhestur fyrir námsmanninn sem velur gæði og gott verð. VERÐ AÐEiNS KR. 21.755,-staðgr. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig örugglega. EinarJ. Skúlason hf Grensásvegi 10, sími 686933 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT m wfónouNw Takmarkaður fjöldi nemenda hverjum tíma SKILAR BETRI ARANGRI HAFNARFJORÐUR 72 REYKJAVÍK Ármúla 17a sími 38830 Raðgreiðslur E Innritun frá kl. 13-19 Kennsla hefst 15. september Barnadansar Gömludansarnir Samkvæmisdansar Suðuramerískir (standard, latin) Félagar í FÍD og DÍ Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa LANDSBYGGÐIN: AUGLYST VERÐUR I VIÐKOMANDI BYGGÐARLAGI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.