Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 C 33 Sverrir Vilbergs- son við vigtina sem vigtar allt upp í 30 tonn. Hjálmar Har- aldsson að snapa fréttir. „Auðvitað hafa hlutirnir breyst með tilkomu kvótalaganna. Neta- bátarnir eru í vandræðum með þorskinn því hann er of mikill í aflanum, þeir geta veitt hann en mega það ekki. Þá hefur afli einnig minnkað frá því sem áður var. Nú segja menn t.d. ekki frá því ef þeir fá 200 fiska í trossu til þess að hinir fara ekki á staðinn en áður fyrr hefðu menn þagað yfir þessu af skömm. Þá veiddust of 4-500 fiskar í trossu. Þá tala menn um tæknina sem hefur breyst alveg gífurlega í tímans rás um borð í skipum.“ . Kaffi og fréttir Hjálmar Haraldsson skipstjóri á Oddgeiri ÞH-222 er einn þeirra sem mætir á hveijum mprgni þegar hann kemur því við. „Ég kem fyrst og fremst til að fá fréttir. Báturinn er í klössun og ég lít í kaffi liingað áður en við í áhöfninni förum til Reykjavíkur. Nú og svo verða þeir einmana, vigtarmennirnir ef maður lítur ekki til þeirra.“ Það er því lítil hætta að einmana- leiki hijái karlana á vigtinni meðan fiskur kemur úr sjó við Grindavík. FÓ Berum virðingn fyrir legstöðum Til Velvakanda. 23. júní sl. var einstakur blíðviðr- isdagur í Reykjavík og nágrenni, svo að margir notuðu daginn til útiveru. Viðeyingafélagið var þennan dag úti í Viðey með sína árlegu Jóns- messuhátíð, sem var vel sótt að vanda og var ég undirrituð ein úr þeim hópi. Þarna var fjöldi Viðey- inga samankominn, sem jafnframt voru að huga að leiðum ástvina sinna, sem þar hvíla og gróðursetja þar blóm. Einnig var fjöldi annarra á öllum aldri í Viðey. Jónsmessuhátíðin byijaði með guðsþjónustu í kirkjunni, sem var þéttsetin. Við norðvesturhlið hennar er kirkjugarðurinn sem er mjög snyrtilegur, vel hirtur og með fal- lega hlöðnum gijótgarði í kring. í garðinum eru einnig vel upphlaðin leiði með legsteinum sem letrað er á hveijir þar hvíla og auðvelt er að ganga í kring um þau fyrir þá sem vilja lesa á steinana. En nú kem ég að kjarna þessarar greinar. Á meðan á guðsþjónustunni stóð voru börn að leik í kirkjugarðinum og þegar gengið var úr kirkju að lokinni guðsþjónustu, horfði ég á fullorðið fólk ganga ofan á leiðun- um, sem mér finnst sérstakt virð- ingarleysi við hina látnu og ástvini þeirra, þegar fólk gengur ofan á leiðum af tilefnislausu. Vinsamlegast gangið ekki á leg- stöðum hinna látnu og segið börn- um að í kirkjugörðum eigi að ríkja friðhelgi. Sigrún Einarsdóttir ANDLEG AUÐLEGÐ Til Velvakanda. EÉg vil heilshugar þakka fyr- ir skrif Einars Ingva Magnús- sonar um trúmál sem birtst hafa í Morgunblaðinu að undanförnu. Einar hefur að mínu áliti djúpan skilning, dýpri en margur prestur- inn, á Kristindómnum. Ég held að lærdómurinn nái aldrei að skapa þennan djúpa skilning hjá fólki heldur eiga erfiðleikar og lífsreynsla þar mestan þátt. Vona ég að Einar haldi áfram að miðla okkur af andlegri auðlegð sinni. Við lifúm í þjóðfélagi þar sem ýmsu er hampað sem ómerkilegt er, hver skrifar ekki undir það? Á hveijum degi er verið að hampa hinum og þessum í fjölmiðlum og okkur er sagt að þessir menn séu alveg afskaplega merkilegir. Þetta fólk hefur auglýst sig upp. En svo segja aðrir: Glymur hæst í tómum tunnum. Það er eitt einkenni þessa þjóðfélags að ýmsir komast upp á lag með að gerast eins konar and- legir leiðtogar fólksins án þess að hafa til þess nokkra burði. Þessir sömu eru svo auðkeyptir af annar- legum öflum sem ekki hafa mann- kærieika og réttlæti að leiðarljósi. Stjórnmálamennirnir og þjónar þeirra, sem vel eru aldir, vísa veg- inn en gatan er ekki gengin tii góðs, það vitum við. Frumskógar- hugarfarið og fégi'æðgin ræður ferðinni hjá þessum litla forrétt- indahópi sem þjóðin heldur uppi. Því er það þakkarefni að heil- brigð rödd heyrist og nær til fólks- ins. Þakka ber það. Kristin kona Sovétríkja- forseti G Til Velvakanda. orbatsjov Sovétríkjaforseti og Bush Bandaríkjaforseti ætla að hittast í Helsinki á sunnudag- inn. Hins vegar verða þar vorki Sovétforseti né Sovétleiðtogi, ekki frekar en Bandaforseti eða Banda- leiðtogi, og vil ég biðja fréttamenn að muna eftir þessu nú um helgina og eftirleiðis. Og ennfremur þetta: Sem leiðtogi Sovétríkjanna er M.G. ekki óumdeildur, þótt hann sé gjarnan kallaður svo í erlendum blöðum og fréttaskeytum. En hitt er rétt og óumdeilanlegt, að hann er forseti Sovétríkjanna, því það er hans starf. E.Þ. Vantar stæði fyrir hjól Til Velvakanda. Ég er einn af þeim sem nota reiðhjól til að komast leiðar minnar til og frá vinnu. Þetta er heilsusam- legra en að aka bíl, veldur ekki mengun og sparar þar að auki bensín. Þó hjólreiðamenn séu þann- ig þjóðhagslega hagkvæmir er furðu lítið gert fyrir þá. Sérstakir hjólreiðastígar finnast, varla og umferðin sér til þess að lífshættu- legt er að hjóla alls staðar annars staðar en á gangstéttum. Stæðir fyrir hjól vantar víðast hvar þó Reykjavíkurborg sjái ekki í að byggja yfir bílastæði. Slík hjóla- stæði sjást víða erlendis, til dæmis við járnbrautastöðvar og aðrar op inberar byggingar, en eru því miður sjaldséð hér í borg. Væri ekki hægt að gera betur í þessum efnum? Hjólreiðamaður MALUN - MYNDLIST Síðdegis- og kvöldtímarfyrir byrjendurog lengra komna. Undirstöðuatriði í meðferð vatns- og olíulita. Myndbygging. Upplýsingar og innritun í dag og næstu daga. Kennari RÚIIO GÍSlflÚOttíf, listmálari, sími 611525. D/ÍLEIÐStSNIUING CASSON STÓRKOSTLEG OG SPRÍNGHLÆGILEG GAMANSÝNING mS? 5* GOMLU DANSARNIR OKKAR SÉRGREIN Á mánudögum í Hallarseli“, í>arabakka 3 í Mjódd Kl. 19.30-20.30 Byrjendahópur þar sem grunn- Kr. 4.700,- spor eru kennd ítarlega Kl. 20.30-21.30 Framhaldshópur Kr. 4.700,- Kl. 21.30-23.00 Opinn tími. Þú mætir þegar 500 kr. þér hentar og kvöldið kosfar (90 min.) aðeins Kennari: Helga Þórarinsdóttir. Undirleikari: Páll Kárason. BARNADANSANÁMSKEIÐ 3ja-4ra ára 5- 6 ára 6- 8 ára 9-11 ára kl. 16.15-16.45 kl. 16.55-17.25 kl. 17.30-18.15 kl. 18.20-19:20 kr. 2.400,- kr. 2.400,- kr. 3.600, kr. 4.600, Systkinaafsláttur er 25% Kennari: Elín Svava Elíasdóttir. Undirleikari: María Einarsdóttir. Kennsla hefst mánudaginn 24. september 1990. Þjóðdansar á fimmtudögum auglýstir síðar. ^UAG ' /UNt 'qS Við bjóðum upp á sértíma tyrir starfsmannafélög eftir samknmuiagi. Innritun og upplýsingar í símum 681616, 687464 og 675777.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.