Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990
Kvennadeild Landspítalans fær brezka viðurkenningu:
Ástralskur læknir stundar
sérfræðinám við deildina
KONUNGLEGA fæðingar- og kvensjúkdómalæknastofnunin í Bret-
landi (Royal College of Obstetricians and Gynaecologists) hefur ný-
lega veitt kvennadeild Landspítalans viðurkenningu, sem felur í sér
að deildin telst hæf til að útskrifa sérfræðinga í fæðingar- og kven-
sjúkdómalækningum. Stephen O’Callaghan, ástralskur læknir i fram-
haldsnámi, er fyrstur erlendra lækna til að stunda sérfræðinám við
kvennadeildina. Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands,
segir að þetta séu mjög ánægjuleg tiðindi og alþjóðleg viðurkenning
á starfi kvennadeildarinnar og læknadeildar Háskólans.
Gunnlaugur Snædal prófessor,
yfirlæknir kvennadeildar Landspít-
alans, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að viðurkenning frá RCOG
gilti um allt brezka samveldið, og
því gæti kvennadeildin tekið þátt í
menntun sérfræðinga frá hvaða
samveldislandi sem væri. Bæði
væri deildin talin nógu stór, og einn-
ig hefði hún á að skipa mjög hæfu
starfsfólki. „Viðurkenningin þýðir
að deildin er nú fullur þátttakandi
í að sérmennta fólk í fæðingar- og
kvensjúkdómalækningum,“ sagði
Gunnlaugur. „Okkur þykir vænt um
að hafa fengið þessa viðurkenn-
ingu. Hún sýnir að deildin er vel
metin á erlendum vettvangi."
Gunnlaugur sagði að þótt deildin
hefði alla burði til að útskrifa sér-
fræðinga, vildu menn að íslenzkir
sérfræðingar tækju áfram síðari
hluta sémáms síns við viðurkenndar
erlendar stofnanir.
Stephen O’Callaghan frá Sydney
í Ástralíu er fyrsti læknirinn frá
brezku samveldislöndunum til að
nýta sér tækifærið og taka hluta
sérfræðináms síns hjá kvennadeild
Landspítalans. Hann sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að háskóli
sinn í Ástralíu gerði kröfur um sjö
ára starfsreynslu á kvennadeildum
áður en hann gæti útskrifazt sem
sérfræðingur. Fjögur ár hefði hann
verið í Bretlandi, og hefði viljað
koma til íslands til að kynnast nýj-
um aðferðum. O’Callaghan mun
dvelja hér í hálft ár og fer svo aft-
ur til Ástralíu að ljúka sérfræðinámi
sínu.
Hann sagðist lítið hafa vitað um
kvennadeildina áður en hann kom,
en hann hefði komizt að raun um
að þar væri veitt þjónusta í sér-
flokki og starfsfólkið væri mjög
gott. Aðspurður sagðist hann ekki
hafa lent í neinum vandræðum
vegna tungumálaerfiðleika, flestir
töluðu ensku og annar læknir væri
ávallt nálægur til að túlka eða út-
skýra.
VEÐURHORFUR í DAG, 19. SEPTEMBER
YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á suðvesturmiðum, Vest-
fjarða-, norðvestur-, norðaustur-, austur-, Austfjarða- og suðaustur-
míðum. Um 200 km suður af Hornafirði er 965 mb lægð á hreyf-
ingu austur. Veður fer kólnandi.
SFÁ: Á morgun verður norðvestanátt á iandinu, stinningskaldi eða
alihvasst austast en kaldi vestan til. Dáiítil él víða norðaustan-
lands, en þurrt í öðrum landshlutum. Sunnanlands verður víða létt-
skýjað. Svait í veöri.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðlæg étt og fremur
kait í veðri. Dálítil él norðaniands, en víðast léttskýjaö sunnanlands.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
■CAx
xL' j
a Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r / Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
9 , 5 Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær ad ísl. tíma hltl veftur Akureyri 1 slydda Reykjavtk 3 rigning
Bergen 10 alekýiaö
Helsinki 12 skýjaft
Kaupmannahöfn vantar
Narssarssuaq 3 helftskírt
Nuuk 1 slydda
Óstó 13 hálfskýjað
Stokkhólnriur 14 skýjað
Þóshöfn 8 alskýjaft
Algarve 28 skýjaft
Amsterdam vantar
Barcetona 26 téttskýjað
Berlln 13 rlgnlng
Chicago 11 skýjaft
Feneyjar 22 þokumöða
Frankfurt 10 skýjað
Qlasgow 15 rigníng
Hamborg 1B skýjað
Las Palmas 26 léttskýjað
London 17 skýjað
Los Angetes 19 skýjaft
Uixemborg 16 hélfskýjaft
Madrid 26 iéttskýjað
Malaga 26 alskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Montreal 6 skýjaft
NewYork 9 heiftskirt
Orlando 24 þokumóða
Parr's 18 léttskýjað
Róm 26 skýjaft
Vin 13 alskýjaft
Washington 11 léttskýjað
Winnipeg 14 alskýjað
Stephen O’Callaghan og Gunnlaugur Snædal.
Morgunblaðið/Emilía
Breytingar á lögum um stjórn fískveiða:
Óheimilt að flytja veiði-
heimildir til næsta árs
ÓHEIMILT er að veiða 5% umfram úthlutað aflamark þessa árs
og draga þann umframafla frá aflaheimildum næsta árs, eins og
leyft hefur verið undanfarin tvö ár. Jafnframt er óheimilt að flytja
veiðiheimildir þessa árs til ársins 1991. Þetta stafar af því, að
núgildandi lög um stjórn fiskveiða falla úr gildi um áramótin.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
sent frá sér frétt, þar sem vakin
er athygli á því að lög um stjórn
fiskveiða falli úr gildi um áramót-
in. Þar kemur meðal annars fram,
að af þessum sökum sé óheimilt
að veiða 5% umfram úthlutað afla-
mark eða aflahámark ársins í ár
og draga þann umframafla frá
aflaheimildum næsta árs, eins og
gilt hafi síðustu tvö ár. Jafnframt
sé óheimilt að flytja veiðiheimildir
þessa árs til ársins 1991.
í frétt ráðuneytisins eru út-
gerðaraðilar minntir á að stöðva
veiðar þegar úthlutuðum aflaheim-
ildum sé náð, þannig að ekki komi
til sviptingar veiðileyfa og upptöku
afla.
Jafnframt er áréttað, að flutn-
ingur aflamarks milli skipa taki
ekki gildi fyrr en ráðuneytið hafi
staðfest móttöku tilkynningar um
flutning. Þar af leiðandi verði allar
tilkynningar um flutning afla-
marks að hafa borist ráðuneytinu
áður en veiðar hefjast og tilkynn-
ingar sem berist eftir þann tíma
verði ekki teknar til greina.
NATO:
Formaður
hermála-
nefndar
í heimsókn
FORMAÐUR hermálanefndar
Atlantshafsbandalagsins, Vigleik
Eide hershöfðingi, kom í gær i
heimsókn til Islands ásamt eigin-
konu sinni í boði Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráð-
herra.
Eide mun eiga viðræður við ut-
anríkisráðherra, heimsækja varnar-
stöð Atlantshafsbandalagsins á
Keflavíkurflugvelli og fara í skoð-
unarferð til Þingvalla, Gullfoss og
Geysis.
Heimsókninni lýkur 21. septem-
ber.
Vont veður á
Snæfellsnesi
Borg I Miklholtshreppi.
HÉR hefur verið mikið hvass-
viðri í allan dag og snjókoma til
fjalla.
Fjallvegir voru fljótlega erfiðir
umferðar. Litlir bílar sem ætluðu
um Kerlingarskarð og voru ekki
með keðjur sneru við vegna sleipu.
Áætlunarrútan sem átti að fara til
Ólafsvíkur um Fróðárheiði. varð að
fá annan bíl til aðstoðar með fram-
drifi.
I Staðarsveit var fárviðri og varla
keyrandi þar. Þegar þetta er skrifað
er veður heldur farið að lægja, þó
mikill stormur sé ennþá, en úrkom-
an minni. Páll
Ólöf Þórarinsdóttir
Framkvæmda-
stjóri Islenska
dansflokksins
ÓLÖF Þórarinsdóttir hefur ver-
ið ráðin framkvæmdastjóri ís-
lenska dansflokksins til eins árs
frá fyrsta september vegna íjar-
veru Salvarar Nordal. í ágúst
sl. lauk Ólöf meistaragráðu í
stjórnsýslufræðum á sviði
sljórnunar opinberra stofnana
og stofnana sem ekki eru reknar
í ljárgróðaskyni frá Washing-
ton-háskóla í Seattle í Banda-
ríkjunum.
í fréttatilkynningu frá Þjóðleik-
húsinu segir, að í námi sínu innan
þessa sviðs hafi Ólöf lagt sérstaka
áherslu á rekstur listastofnana og
lokaverkefni hennar sé nú notað
sem kennsluefni í stjórnun lista-
stofnana á meistarastigi við Wash-
ington-háskóla. Verkefnið fjallar
uum hinar ýmsu hugsanlegu leiðir
innan þess opinbera jafnt sem
einkageirans til fjármögnunar nýs
konsertshúss fyrir Seattle-borg.