Morgunblaðið - 19.09.1990, Síða 5

Morgunblaðið - 19.09.1990, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990 5 Nýr stjómandi fíkniefnadeild- ar lögreglu BJÖRN Halldórsson hefur verið skipaður lögreg'lufulltrúi vð fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Hann tekur við starfi Arnars Jenssonar sem fer til starfa í forvarnadeild lögreglunn- ar og sinnir þar meðal annars vímuvörnum. Björn Halldórsson var skipaður úr hópi fimm umsækjenda að tillögu lögreglustjóra. Hann var áður rann- sóknarlögreglumaður við fíkniefna- deildina, við Rannsóknarlögreglu ríkisins og þar áður eftirmaður Arn- ars Jenssonar sem varðstjóri lögregl- unnar á Egilsstöðum. Smásöluálagning lyfla lækk- ar um sex til sjö prósent Lyfjaverðlagsnefnd: LYFJAVERÐLAGSNEFND hefur samþykkt lækkun á smásöluá- lagningu lyfja, þannig að áætluð meðalálagning verður nú á bilinu 58-59% í stað 65% álagningar áður. Eftirleiðis fer smásöluálagning- in stiglækkandi eftir því sem heildsöluverð lyfjanna er hærra, en áður var um sömu álagningu á öll lyf að ræða. Þá hefur lyfjaverð- lagsnefnd samþykkt að auka þann afslátt sem apótek veita Trygg- ingastofnun ríkisins um 50%, og er áætlað að það þýði hátt í 200 milljóna króna útgjaldalækkun hins opinbera vegna lyíjakaupa. Að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar, formanns lyfjaverðlags- nefndar, verður eftirleiðis 63% smásöluálagning á lyf, sem kosta 800 kr. eða minna í heildsölu. Á lyf sem kosta á bilinu 801 kr. til 3.000 kr. í heildsölu verður álagn- ingin 57% að viðbættum 48 kr. til jöfnunar, á lyf sem kosta á bilinu 3.001 kr. til 5.000 kr verður 50% álagning að viðbættum 258 kr., á lyf sem kosta á bilinu 5.001 kr. til 15.000 kr. verður álagningin 40% að viðbættum 758 kr., og á lyf sem kosta yfir 15.000 kr. í heildsölu verður smásöluálagning- in 30% að viðbættum 2.258 kr. til jöfnunar. Sagði Guðmundur að miðað við ákveðnar forsendur væri áætlað að meðalsmásöluálagning lyfja samkvæmt þessu verði á bil- inu 58-59%. Samkvæmt fyrri samþykkt lyfjaverðlagsnefndar hafa apótek veitt tryggingastofnun ríkisins afslátt af reikningum sínum það sem af er þessu ári, og hefur nefndin nú samþykkt að sá afsláttur verði framvegis 50% meiri en hann hefur verið hingað til. Að sögn Guðmundar er gert ráð fyrir að þetta þýði hátt í 200 milljóna króna lækkun á kostnaði hins opinbera vegna lyijakaupa. Þá var samþykkt í lyfjaverðlags- nefnd með 4 atkvæðum gegn 1 að lækka heildsöluálagningu lyfja úr 15,5% í 13,5%, en þar sem ekki var um samhljóða samþykkt í nefndinni að ræða mun heilbrigðis- ráðherra skera úr um það hvort heildsöluálagningin verður lækkuð eða ekki. Sjálfstæðismenn í Reykjavík: Akvörðun um próf- kj ör tekin í kvöld FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík kemur saman til fundar í kvöld kl. 20.30. Fyrir fundinum liggur tillaga frá sljórn fulltrúaráðsins um að prófkjör verði haldið vegna komandi alþingis- kosninga. Um 1.400 manns hafa rétt til að sækja fundinn, sem haldinn verð- ur í Súlnasal Hótels Sögu. Verði tillaga stjórnarinnar samþykkt óbreytt, verður prófkjörið haldið dagana 26.-27. október næstkom- andi. Rétt til þáttöku í því munu eiga allir flokksbundnir sjálfstæðis- menn í borginni og þeir, sem skrá sig í flokkinn prófkjörsdagana. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu á fundinum. Fundarstjóri verður Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfull- trúi. HYUNDAI TÖLVUR FRAMTIÐARINNAR !! ENGINN BÝÐUR BETUR! Við þurfum ekki að bjóða HYUNDAI tölvurnar á sérstökum tilboðs- eða af- sláttarverðum, því vegna sérstakra samninga við HYUNDAI um magninn- kaup á þessu ári getum við boðið mun lægri verð en gerast á öðrum tölvum í sambærilegum gæðaflokki. Dæmi: Gerð 16 TE (PC) Vinnsluminni 640 KB vinnsluhraði 10 Mhz Verð frá kr. 55.455 eðakr. 49.900« Gerð 286 E (AT) Vinnsluminni 1 MB vinnsluhraði 12 Mhz Verð frá kr. 80.122 eðakr. 72.110« Gerð 386 SX Vinnsluminni 1 MB vinnsluhraði 16 Mhz Verð frá kr. 130.900 eða kr.11 7.81 0« Gerð 386 C Vinnsluminni 2 MB vinnsluhraði 20 Mhz Verð frá kr. 186.010 eða kr.168.010« Gerð 386 N Meö CACHE minni Vinnsluminni 2 MB vinnsluhraði 25 Mhz Verð frá kr. 235.678 eSakr212.110, ATHUGID: HYUNDAI tölvurnar eru til á lager og til afgreiðslu STRAX, ekki eftir 4 eða 6 vikur! Tæknival er rótgróið, öflugt fyrirtæki með 25 manna starfslið, sem leggur metnað sinn ( 1. flokks þjónustu. Þú ert því í góðum höndum hjá okkur! HSTÆKNIVAL SKEIFAN 17 108 REYKJAVlK SÍMI91 681665 Söluaðilar: Tölvutæki/Bókval, Akureyri Vfkurhugbúnaður, Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.