Morgunblaðið - 19.09.1990, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 1990
35
BÍÓHÖLL
SÍMI 78900 - ÁLFABAKKA 8 - BREIÐHOLTI
FRUMSÝNIR TOPPMYNDINA:
HIN GEYSTVINSÆLA TOPPMYND DICK TRACY
ER NÚNA FRUMSÝND Á ÍSLANDI EN MYNDIN
HEFUR ALDELLIS SLEGIÐ í GEGN í BANDA-
RÍKJUNUM í SUMAR OG ER HÚN NÚNA FRUM-
SÝND VÍÐSVEGAR UM EVRÓPU. DICK TRACY
ER EIN FRÆGASTA MYND SEM GERÐ HEFUR
VERIÐ, ENDA ER VEL TIL HENNAR VANDAÐ.
DICK TRACY - EIN STÆRSTA
SUMARMYNDIN í ÁR!
Aðalhlutverk: Warren Beatty, Madonna, A1 Pacino,
Dustin Hoffman, Charlie Korsmo, Henry Silva.
Handrit: Jim Cash og Jack Epps Jr.
Tónlist: Danny Elfman. — Leikstj: Warren Beatty.
Sýnd kl. 4.50,7,9 og 11.10.
Aldurstakmark 10 ára.
HREKKJALOMARNIR 2
„DÁGÓÐ SKEMMTUN"
SV.MBL
QREMUNS2
THE NEW BATCH
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10. - Aldurstakmark 10 ára.
A TÆPASTA VAÐI2
★ ★ ★ MBL. - ★ ★ ★ DV.
Sýnd kl. 4,45,6.50,9,11.05. - Bönnuð innan 16 ára.
ÞRIR BRÆÐUR STORKOSTLEG FULLKOMINB
OGBÍLL STÚLKA HUGUR
Sýnd 5,7,9,11.10. Sýnd5og9.
Sýnd kl. 7.05 og
11.10.
BönnuA innan 16 ára.
Bíóborgin frumsýnir
í dag myndina
DICKTRACY
meðWARRENBEATTYog
MADONNU.
Bíóhöllin frumsýnir
í dag myndina
DICKTRACY
með WARREN BEA TTY og
MAD0NNU.
LAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
FRUMSÝNIR SPENNU-GRÍNMYNDINA:
Einstök spennu-grínmynd með stórstjörnunum Mel Gibson
(Lethal Weapon og Mad Max) og Goldie Hawn
(Overboard og Foul Play) í aðalhlutverkum.
Gibson hefur borið vitni gegn fíkniefnasmyglurum, en þegar
þeir losna úr fangelsi hugsa þeir honum þegjandi þörfina.
Goldie er gömul kærasta sem hélt hann dáinn.
Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.10
Bönnuð innan 12 ára. — Ath.: Númeruð sæti kl. 9.
AFTURTIL FRAMTÍÐARIII
Verið velkomin á martröð haustsins!
„...og nú fær Clive Barker loksins að sýna hvers hann
er megnugur..." „Náttfararnir eru stórkostlegir og
undirfagrar verur, og leggjast þar á eitt frjótt ímynd-
unarafl Barkers, færni hrellumanna og frábær per-
sónusköpun..." — ★ ★ ★ GE. DV.
„Þeir sem hafa gaman af hrollvekjum eiga örugglega
góðan dag..." — ★ ★★ FI. BÍÓLÍNAN.
„Nightbreed" - sannkölluð „gæsahúðarmynd"
AðalhL: Craig Sheffer, David Cronenberg og Anne Bobby.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. - Bönnuð innan 16 ára.
UPPHAF 007
Sýnd í C-sal
kl. 5,7,9 og 11.
Bönnuðinnan12 ára.
Tveir fuglar í skógi
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Á bláþræði („Bird on a
Wire“). Sýnd í Laugarás-
bíói. Leikstjóri: John Bad-
ham. Aðalhlutverk: Mel Gib-
son, Goldie Hawn.
Mel Gibson og Goldie Hawn
leika gamalt kærustupar sem
sífellt er að nagga hvort í
öðru á hröðum flótta undan
spilltri FBI-löggu og bófum
sem vilja þau dauð. Spreng-
ingum, skotbardögum, bílaelt-
ingaleikjum og öðru sem til-
heyrir grínspennumynd dags-
ins er raðað upp með jöfnu
millibili af hasarleikstjóranum
John Badham, skipulega að
vísu og kunnáttusamlega en
líflaust og algerlega fyrirsjá-
anlega þar til menn drífa sig
í hápunktinn undir lokin, sem
í þetta sinn er fundinn staður
í dýragarði, til að binda slaufu
á eltingaleikinn og púff, allt
er búið.
Það þarf kannski ekki að
taka það fram að grínspennu-
myndin Á bláþræði er enn ein
formúlumyndin þar sem ekk-
ert kemur lengur á óvart og
er engu líkara en hafí bókstaf-
lega verið upphugsuð og fram-
kvæmd með það í huga að
víkja ekki frá klisjunni á
hveiju sem gengi. Hún er lýs-
andi dæmi um færibandavinn-
una í Hollywood; það er ekki
til í henni frumleg hugsun og
enda þótt hún sé ekki fram-
haldsmynd er hún óbeint
framhald hverrar einustu
grínspennumyndar undanfar-
ins áratugs. Spennan er hverf-
andi ef nokkur og eina grínið
er að hún lætur eins og hún
sé eitthvað alveg giænýtt.
Formúlumyndir geta svo-
sem boðið uppá dágóða
skemmtun en þá þarf eitthvað
meira á beinin en hér er sett
fyrir mann. Söguþráðurinn er
nánast enginn. Gibson missir
dulargerfi sitt sem vitni lög-
reglunnar og hittir um leið
stelpuna sem hann var með
fyrir mörgum árum, þau
leggja á flótta saman þegar
bófarnir, sem Gibson sendi í
fangelsi, koma á eftir honum
og flóttanum lýkur í lokaupp-
gjörinu í dýragarðinum. Þessi
bláþráður er einhvern veginn
teygður yfir alla myndina
kryddaður tilheyrandi látum
með vissu millibili og ástar-
hatursambandi Gibsons og
Hawn, sem orðið er gamalt
um leið og það byrjar.
Gibson sýnir það kannski
best í þessari mynd hvað hann
er orðinn takmarkaður leikari
eftir allar hasarmyndirnar í
Hollywood þar sem hann er
mest á hlaupum og er klipptur
á sjö sekúndna fresti en hefur
sjaldnast þurft að reyna veru-
lega á hæfileikana og síst
hér. Hawn er við sama hey-
garðshornið, eitruð í kjaftin-
um og að eilífu pirruð á kring-
umstæðunum hverjar sem þær
eru. Hvað þau varðar og
myndina í heild eru betri tveir
fuglar í skógi en einn í hendi.
ÍSLÆMUM FÉLAGSSKAP
TÍMAFLAKK
Það má segja Tímaflakki til
hróss^ð atburðarásin er hröð
★ ★ ★ SV. MBL.
★ ★ ★ HIi DV.
★ ♦ ★ÞJÓÐV.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
og skemmtileg ...
★ ★ '/, HK DV.
Topp framtíðarþriller fyrir
alla aldurshópa.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
LUKKU LAKIOG
DALTON-BRÆÐURNIR
NUNNURA
FLÓTTA
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
REFSARINN
Sýnd kl.7,9,11.
Bönnuö innan 16 ára.
Skjótari en skugginn
j Lukku Láki („Lucky
! Luke“). Sýnd í Regnbogan-
um. Frönsk/bandarísk
teiknimynd gerð eftir
teiknimyndapersónum
Morris og Goscinnys.
Regnboginn hefur byijað
sýningar á franskri/banda-
rískri teiknimynd fyrir börn
um hinn knáa kappa villta
vestursins, Lukku Láka.
Fjöldi bóka hefur komið út
■ á Islandi með æfintýrum
hans í skemmtilegri þýðingu
Þorsteins Thorarensens en
myndin, sem er frá 1983 og
unnin af Hanna Barbera fyr-
irtækinu í Hoilywood, er ein-
göngu bundin við viðureign
Lukku Láka og hinna al-
ræmdu Daldónbræðra, ógn
og skelfingu vestursins —
eða hitt þó heldur.
Höfundar Láka, Morris og
Goscinny, byggðu sögur
sínar á ameríska vestranum
eins og hann birtist í Holly-
woodmyndunum en þeir tóku
hann ekki sérlega alvarlega.
Fyrsta sagan sem þeir sömdu
saman birtist árið 1955 og
þar sem þeir voru báðir vel
að sér í vestraþjóðsögunum
gátu þeir skopstælt þær svo
hver maður gat hlegið að og
brátt urðu sögurnar mjög
vinsælar en aðalpersónan,
Lukku Láki, var þeirra út-
gáfa af ódrepandi hetjum
vestursins, einfarinn sem
ríður í bæinn til hjálpar og
hverfur svo í sólarlagið í
sögulok.
Teiknimyndin um Lukku
Laka heldur alveg kímni bó-
kanna en er full hæg í frá-
sögn og einstefnuleg í húmor
þar sem mest áherslan er
lögð á síendurtekin asnastrik
Daldónana en hún er bæri-
legasta skemmtun þeim
krökkum sem sjá vilja teikni-
myndir bókanna vakna til
lífsins á tjaldinu.
Hann hét ekki Lukku Láki
útaf engu eins og ljóslega
kemur fram í teiknimyndinni
og það veitir ekki af að hann
er skjótari en skugginn að
skjóta þegar kemur að þvi
að eiga við Daldónana, þótt
vitlausir séu. Með í sögunni
er svo einhver alruglaðasta
skepna veraldarsögunnar,
lögregluhundurinn Rattati,
skopútgáfan af Lassí og öðr-
um dáindishundum.