Morgunblaðið - 25.09.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 25.09.1990, Síða 1
64 SIÐUR B 216. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Þingið veitir Gorbatsjov óskorað tilskipanavald Hópur fólks kom saman í Moskvu í gærmorgun til að mótmæla áformum um að innleitt verði markaðshag- kerfi í Sovétríkjunum. Á borðanum lengst til hægri segir: „Við höfum enga trú á þér, Gorbatsjov.“ Á spjald- inu sem maðurinn ber fyrir miðri myndinni segir: „Höfnum stefnu Gor- batsjovs.“ Forsetanum falið að ákvarða hvern- ig markaðsbúskap verði komið á Moskvu. Reuter, dpa. ÆÐSTA ráðið, þing Sovétríkjanna, samþykkti í gær að veita Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins og forseta ríkis- ins, aukin völd til að takast á við kreppuna í sovésku efnahagslífí og vaxandi ólgu í samfélaginu, sem bæði er rakin til aukinnar þjóðernis- kenndar og síversnandi lífskjara. Með samþykkt þessari hefur Gorbatsj- ov verið fengið vald til að gefa út tilskipanir er varða flestöll megin- svið samfélagsins fram til 31. mars 1992. Þingið samþykkti fyrr um daginn, að kröfu Gorbatsjovs, að slá á frest atkvæðagreiðslu um hvern- ig innleiða beri markaðshagkerfi í Sovétríkjunum. Hinn 15. næsta mánaðar verða lagðar fram tillögur þar sem reynt verður að sætta sjónarmið hægfara afla með Níkolaj Ryzhkov forsætisráðherra í broddi fylkingar og róttækra er vilja snögg umskipti til markaðsbúskapar. í orði kveðnu mun forsetinn, með tilskipunum einum saman, geta kom- ið á nauðsynlegum breytingum til að unnt verði að innleiða markaðs- hagkerfi í Sovétríkjunum, æski hann þess. Sérfræðingar breska útvarps- ins BBC segja þó óljóst hvernig Gorb- atsjov geti hrint ákvörðunurh sínum í framkvæmd; engin skýr ákvæði séu um það. Gorbatsjov mælti sjálfur fyrir til- löguum um aukin vöid sér til handa og barði hnefanum ítrekað í ræðu- púltið er hann hvatti fulltrúa í Æðsta ráðinu til að samþykkja þær. Það gerði þingheimur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða; 305 þingmenn greiddu henni atkvæði sitt, 36 voru á móti én 41 fulltrúi sat hjá. Mun Gorbatsjov því framvegis geta gefið út tilskipanir er varða lög og reglu i Sovétríkjunum og efnahagsmál al- mennt; eignarrétt, hagstjórnun, fjár- lagagerð, íjármögnun og verðlags- mál. í ræðu sem Gorbatsjov flutti á þingi á föstudag sagði hann m.a. að nauðsynlegt kynni að reynast að fella tiltekin svæði í Sovétríkjunum undir beina stjórn forsetans vegna þess upplausnarástands sem þar blasti við. Virtist Gorbatsjov vera að vísa til fregna af því að gjörvallt fram- leiðslukerfið riðaði til falls sökum þess að yfirvöld í tilteknum hlutum ríkisins neituðu að láta af hendi hrá- efni fyrr en tryggt væri að umsamd- ar matvælasendingar bærust. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, Stakkaskipti Unnið er að undirbúningi að sameiningu Þýskalands á öllum hugsanlegum sviðum. Hér sést hvar austur-þýskur hermaður klæðist búningi „stéttaróvinar- ins“ eins og vestur-þýski herinn var kallaður þar eystra fyrir ári. Haft er á orði að brátt þekk- ist austur- og vestur-þýskir her- menn einungis í sundur á nær- fötunum því í byrjun fá austur- þýsku hermennirnir einungis nýja einkennisbúninga. A-Þjóð- veijár gengu formlega úr Var- sjárbandalaginu í gær og forseti V-Þýskalands, Richard von Weizsácker, undirritaði lögin um sameiningu ríkjanna tveggja sem taka gildi 3. október nk. stærsta lýðveldis Sovétríkjanna, brást hinn versti við á laugardag er ljóst þótti að Gorbatsjov hygðist beita sér fyrir því að völd forseta yrðu aukin. Síðar um daginn var gefin út sérstök yfirlýsing Forsætisnefndar Æðsta ráðs Rússlands þar sem seg- ir, að sögn sovésku APiV-fréttastof- unnar, að ekki sé unnt að líða það að forseta Sovétríkjanna sé veitt slíkt vald. Verði Gorbatsjov á hinn bóginn tryggð aukin völd muni Æðsta ráðið og forseti Rússlands grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar reynist til að vernda fullveldi lýðveldisins'. Sjá „Gorbatsjov boðar . . .“ á bls. 24. Persaflóadeilan: Hótanir Saddams draga úr vonum um friðsamlega lausn Bagdad, SÞ, Jerúsalem, Nikosíu. Reuter, dpa. FRIÐARVONIR í Persaflóadeil- unni dvínuðu mjög um helgina eftir harðar árásir Saddams Huss- eins Iraksforseta á Vesturveldin á sunnudag og hótanir um árásir á nágrannalöndin. Francois Mit- terrand Frakklandsforseti ávarp- aði í gær allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna í New York og lagði fram áætlun í fjórum liðum til lausnar á Persaflóadeilunni. For- setinn sakaði Saddam um þver- girðingshátt en sagðist þó ekki hafa gefið alla von um friðsam- lega lausn upp á bátinn. Mitt- errand sagði að írakar hefðu beð- ist afsökunar á því að ráðist var inn í franska sendiráðið í Kúvæt- borg en sú afsökun hefði borist undarlega seint. Efnahagslegu refsiaðgerðirnar gegn írökum verða gerðar víðtækari á næstu dögum og látnar ná einnig til flugumferðar. Heimildarmenn telja að aðgerðirnar séu nú farnar að þrengja mjög að írökum. írönsk stjórnvöid skýrðu frá því að þau hefðu handtekið 29 manns er reynt hefðu að smygla matvælum til ír- aka. Litið er á handtökurnar sem merki um að klerkastjórnin sé stað- ráðin í að hlíta viðskiptabanni SÞ á íraka, þrátt fyrir blíðmæli milli ríkjanna tveggja eftir að samið var um frið í Persaflóastríðinu fyrir skömmu. Hafez ai-Assad Sýrlands- forseti framlengdi viðræðum sínum við ráðamenn í Teheran í gær og reynir hann að fá þá til að taka harðari afstöðu gegn Saddam. íraksforseti var mun herskárri en fyrr í ávarpi sínu á sunnudag. „Ef við álítum að verið sé að kyrkja írösku þjóðina, að einhveijir vilji gera út af við hana, munum við kyrkja alla árásarmennina," sagði Saddam í ávarpi sínu. „Olíulindirn- ar, löndin á þessu svæði, ísrael, munu bera skaðann af átökunum.“ Hussein Jórdaníukonungur sagðist í viðtali við breska blaðið Guardian, óttast að atburðarásin í Mið-Austur- löndum gæti orðið eins og í Evrópu er fyrri heimsstyijöldin hófst 1914; menn gætu misst stjórn á atburðun- um og stríð skylli á þótt enginn æskti þess. Olíufatið yf- ir 40 dollara London. Reuter. OLÍUVERÐ á Rotterdam- inarkaði fór í fyrsta sinn í nær tíu ár yfir 40 Banda- ríkjadollara fatið í gær. Verð á breskri Norðursjávar- olíu, sem helst er miðað við, var skráð 40.35 dollarar fatið og hefur ekki verið hærra síðan í desember 1980; hækkunin á einum sólarhring var um þrír dollarar. Olíuverð hefur nú lið- lega tvöfaldast síðan írakar réðust inn í Kúvæt 2. ágúst sl. Verðfall varð í kauphöllum í New York í gæt' vegna vaxandi stríðshættu við Persaflóa. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.