Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990
• •
Oryggi umferðarinnar
og skylduskoðun bifreiða
eftir Arinbjörn
Kristinsson
Að undanförnu hafa orðið nokkur
blaðaskrif og umræður um gjaldskrá
og starfsemi Bifreiðaskoðunar ís-
lands. í þessari umíjöllun er lítið
rætt um stofnun, starf. hlutverk og
gildi Bifreiðaskoðunar Islands fyrir
bifreiðaeigendur og þjóðfélagið í
heild. í sumum blaðaskrifum hefur
komið fram nokkur misskilningur,
sem er fólginn í því að gera einfald-
an samanburð á gjaldskrárliðum
Bifreiðaeftirlits ríkisins annars veg-
ar og hins vegar hjá Bifreiðaskoðun
íslands. Hér er og á að vera um
gerólíka þjónustu að ræða, þótt hún
beri sama nafn, skylduskoðun bif-
reiða (í fortíð og nútíð).
Tildrög að breyttri
bifreiðaskoðun
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
hafði um langt árabil bent á, að
aðstaðan hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins
væri með öllu óviðunandi, bæði hér
í Reykjavík og enn frekar úti á
landi, og lagt til að ný, fullkomnari
og fjölþættari skyldúskoðun yrði
tekin upp. Þörfin á nákvæmara og
betra eftirliti með öryggisbúnaði bif-
reiða hefur farið mjög vaxandi hin
síðari ár. Kemur þar til fjölgun bif-
reiða, aukin umferð á vissum vegum,
tilkoma hraðaksturs, sem áður
heyrði til undantekninga. Markmiðin
með stofnun Bifreiðaskoðunar voru,
að taka upp viðtækari og nákvæm-
ari skoðun, þar sem notuð væru
fullkomnustu mælitæki’ við bestu
aðstæður í sérhönnuðu húsnæði eða
í sérstökum færanlegum skoðunar-
stöðvum, þar sem ekki væru tök á
að starfr'ækja fastar stöðvar. Brems-
umælingar skyldu gerðar á vélræn-
an hátt, sömuleiðis könnun á stýris-
búnaði bifreiða, könnun og mæling
á ljósabúnaði, ítarlegri skoðun á öll-
um öðrum öryggisbúnaði, svo sem
beltum, höfuðpúðum, sætum og
þurrkum, ásamt skoðun á öllum
undirvagni bifreiðarinnar.
Hér var því brýn þörf á ger-
breyttri starfsaðstöðu og tækjabún-
aði fyrir skylduskoðun bifreiða.
Þetta kallaði á mikið fjái-magn til
uppbyggingar húsnæðis og tækja-
kaupa. Tilgangurinn var að sjálf-
sögðu að skapa meira öryggi í um-
ferðinni og sérstaklega stuðla að
fækkun alvarlegustu slysa. Einnig
skyldu settar reglur um það, að
allir bílar, sem eiga aðaild að um-
ferðarslysum, verði teknir til sér-
stakrar skoðunar varðandi ástand
alls öryggisbúnaðar strax að slysi
loknu.
Stofnun Bifreiðaskoðunar
íslands hf.
Bifreiðaskoðun íslands_ hf. var
stofnuð í samráði við FÍB 1988.
Markmið hennar voru í meginatrið-
um þau sömu og FÍB hafði sett fram
varðandi skylduskoðun bifreiða.
Fyrsti fundur um stofnun Bifreiða-
skoðunar íslands var boðaður að til-
hlutan þáverandi dómsmálaráð-
herra, Jóns Sigurðssonar, í mars
1987. FÍB átti fulltrúa á þessum
fundi og lýsti stuðningi við það fyrir-
komulag á skylduskoðun bifreiða,
sem fyrirhugað var með stofnun
Bifreiðaskoðunar íslands. Félagið
átti einnig fulltrúa í nefnd þeirri sem
undirbjó stofnun bifreiðaskoðunar-
innar og hefur átt fulltrúa í stjórn
„Umferðarslysin hér á
landi eru talin kosta
3,5—4 milljarða króna á
ári, sem bifreiðaeigend-
ur bera einir.“
hennar frá upphafi. Þess vegna hef-
ur FÍB fylgst grannt með öllum
málum varðandi þróun og starf Bif-
reiðaskoðunar íslands. Fulltrúi FÍB
hefur lagt þar fram ýmis mál í sam-
ræmi við stefnu félagsins og fengið
þar mörgu framgengt en þó að sjájf-
sögðu ekki öllu. Bifreiðaskoðun ís-
lands er rekin lýðræðislega, allir
stjómarmenn ráða nokkru, en eng-
inn öllu. Þessi gerbreyting á fyrir-
komulagi skylduskoðunar bifreiða,
sem Bifreiðaskoðun íslands var ætl-
að að framkvæma, var eins og áður
segir að sjálfsögðu gerð til þess að
koma í veg fyrir a.m.k. sum af hin-
um hörmulegu umferðarslysum og
til geta kannað að hve miklu^leyti
bilanir í bifreiðum eru orsök slíkra
slysa. Á síðari árum hafa orðið of
mörg umferðarslys, þar sem ástand
bifreiðar hefur verið talið orsaka-
þáttur og það jafnvel skömmu eftir
að skoðun með gamla iaginu hafði
verið framkvæmd.
Ef litið er til þess að umferðarslys-
in hér á landi eru talin kosta 3,5—4
milljarða króna á ári, sem bifreiða-
eigendur bera einir, er auðséð að til
mikils er að vinna, til þess að koma
í veg fyrir þessa sóun. Hér er aðeins
litið tii fjármuna, en hinn þátturinn,
sem varðar líf og heilsu þeirra, sem
í umferðarslysum lenda, er þó miklu
stærri, þótt hann verði ekki metinn
í krónum.
SPARHD - SETJIÐ SAMAN SJALF
jöminn býður upp á gott og
fjölbreytt úrval efniviðar til
smíði á eldhús- og baðinnréttingum
og fataskápum.
Fagmenn okkar sníða efnið
eftir þínum þörfum.
Þú setur innréttinguna saman
sjálf(ur) og sparar þannig
peninga.
Komdu með þína hugmynd til
okkar - fagmenn aðstoða þig - 0
við að útfæra hana. Jk ,
BJORNINN
BORGARTÚNI28 S. 6215 66
m
Forvarnir umferðarslysa
Stofnun Bifreiðaskoðunar íslands
er tvímælalaust eitt stærsta skrefið,
sem opinberir aðilar hafa stigið, að
vegabótum einum undanskildum, til
þess að fækka alvarlegum umferðar-
slysum og ber vissulega að fagna
því framtaki. Rétt er að geta þess
að árið 1989 hækkaði skoðunargjald
um 700 krónur fyrir venjulega fólks-
bifreið, án þess að skoðunin breytt-
ist, en þó bættist við söluskattur og
verðbólguhækkun. Sumir telja að
þessi hagnaður árið 1989 sé óeðlileg-
ur. Hann hefur þó runnið til bifreiða-
eigenda, í formi nýrrar og öruggari
þjónustu og aukinnar verndar gegn
hörmungum umferðarslysa.
Rekstur bifreiðaskoðunar
íslands
Sá „dómur“ héfur verið kveðinn
upp, að Bifreiðaskoðun íslands sé
eitt verst rekna fyrirtæki á íslandi,
sennilega af því að það hefur
„grætt“ of mikið. Þetta er hinn
mesti misskilningur. Bifreiðaskoðun
íslands hefur verið rekin nákvæm-
lega eftir þeirri áætlun, sem henni
var sett. Að mati FÍB er sú áætlun
of hægfara og þyrfti að hraða, þann-
ig að uppbygging skoðunarstöðva í
öllum landshlutum verði lokið innan
þriggja ára og færanlegar skoðunar-
stöðvar orðnar nægilega margar til
að geta sinnt smærri stöðum og
dreifbýli. Ef sú væri raunin þyrfti
enginn að ferðast langa vegalengd
til þess að fá einkabíl sinn skoðað-
an. Einnig er það álit FÍB, að í öllum
landshlutum þurfti að skapast að-
staða til að skoða allar gerðir bif-
reiða. Til þess að svo megi verða,
veitir ekki af þeirri hækkun skoðun-
argjalds, sem orðið hefur þessi 2 ár.
Sú kostnaðarhækkun er samt lítil í
samanburði við það mikla öryggi
sem skipulögð og vönduð skoðun
bifreiða um allt land mun skapa bif-
reiðaeigendum og öðrum þeim, sem
um vegina fara. Eitt slys gæti orðið
dýrara en sá tímabundni kostnaðar-
auki sem færi til þess að tryggja
örugga og vandaða skoðun á örygg-
isbúnaði bifreiða um allt land.
Fundarályktanir
Á stjórnarfundi í FÍB 15. septem-
ber sl., voru gerðar eftirfarandi
ályktanir:
„Fundurinn ályktar að hraða beri
uppbyggingu skoðunarstöðva, þann-
ig að henni verði lokið innan þriggja
ára. Þá telur fundurinn að skoðunar-
gjald beri að lækka sem nemur
verði ljósastillingar á þeim stöðum
á landinu, þar sem ljósakoðun getur
ekki farið fram samhliða aðalskoð-
un.“
Við þessar ályktanir má bæta, að
virðisaukaskatt ætti að afnema af
skylduskoðun bifreiða, sem er í raun
forvarnarstarf gegn hinum alltof
tíðu, hörmulegu og kostnaðarsömu
umferðarslysum. Slíkt forvarnar-
starf er virkur þáttur heilbrigðis-
þjónustu, en enginn þáttur þeirrar
þjónustu á að bera virðisaukaskatt.
Þá telur höfundur að endurskoðun-
argjald ætti að lækka eða leggja
niður.
Höfundur er formaður FÍB.
Morgunblaðið/Grímur Gíslason
Á bökkum Markarfljóts, þar sem landbrotið er mest. Frá vinstri:
Árni Johnsen, Sigurður Einarsson, Gunnar Marmundsson og Guðjón
Hjörleifsson. Á bak við þá má sjá hvernig fljótið er að brjótast í
vesturátt.
Vestmannaeyjar:
Áhyggjur vegna land-
brots Markarfljóts
Vestmannaeyjum.
EYJAMENN hafa töluverðar
áhyggjur vegna landbrots Mark-
arfljóts og óttast að vatnsleiðslan
til Eyja kunni að vera í hættu.
Vatnleiðslan liggur frá berg-
vatnsá í landi Syðri-Merkur yfir
Markarfljót, niður Landeyjasand og
yfir álinn til Eyja. Rétt neðan Mark-
arfljótsbrúar hefur fljótið verið að
ryðjast í vesturátt og hefur talsvert
landbrot orðið þar að undanförnu.
100 til 150 metrar eru nú frá fljót-
inu að leiðslunni og getur fljótið
verið fljótt að ryðja þá leið ef það er
í ham.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri
í Eyjum, Sigurður Einarsson, for-
maður bæjarráðs, og Árni Johnsen,
varaþingmaður, fóru ásamt Gunn-
ari Marmundssyni, starfsmanni]
vatnsveitunnar á fastalandinu, að
Markarfijóti fyrir skömmu til að
kanna ástandið. Á fundi bæjarráðs,
eftir ferðina, gerði bæjarstjóri grein
fyrir ferðinni og lýsti bæjarráð yfir
áhyggjum sínum með það alvarlega
ástand sem skapast getur í vatns-
málum Vestmanneyinga ef vatns-
leiðslan verður fyrir skemmdum.
Nú er unnið að athugunum á
hvernig bregðast megi við þessum
ágangi fljótsins til að veija vatns-
leiðsluna og hver kostnaður þess
verður. Ekki er talin hætta á að
fljótið geti valdið skemmdum á
henni í vetur en ljóst þykir að strax
næsta sumar verði að grípa til ein-
hverra ráðstafana.
Grímur
HRAÐLESTRARSKOLINNI10ÁRA