Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 911 RH 9197H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori Ll IOU“lIO/U KRISTINNSIGURJONSSON,HRL.loggilturfasteignasau' Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Til sölu - hagkvæm skipti Aðalhæð 4ra herb. í þríbýlish. við Barðavog. Töluvert endurn. Bílsk. Glæsil. trjágarður. Skipti æskil. á einbýlish. eða raðh. af meðalstærð í austurhluta borgarinnar. Má þarfnast nokkurra endurbóta. Iðnaðarhúsnæði við Höfðatún á 1. hæð 142 fm nt. auk lítillar geymslu í kj. og kaffistofu í risi. Laust 1. jan. nk. Nánari uppl. aðeins á skrifst. Góð íbúð við Rauðalæk 3ja herb. lítið eitt niðurgr. í kj. Hiti og inng. sér. Góð sameign. Nýtt gier o.fl. Skipti æskil. á stærri íb. t.d. I nágrenninu. í gamla góða Austurbænum Á aðalhæð í steinh. 3ja herb. ekki stór endurn. íb. Föndurherb. í kj. Laus strax. Verð aðeins kr. 3,8-4 millj. 2ja herb. góðar íbúðir við: Dúfnahóla. (Fráb, útsýni.) Stelkshóla. (Góður bílskúr.) Asparfell. (Fráb. útsýni.) Vinsaml. leitið nánari uppl. % Sérstaklega óskast á söluskrá 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir. Einkum með bílskúrum. Sérhæðir í borginni og nágr. og einbýlish. eða raðh. á einni hæð. Margs konar eignaskipti mögul. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign. Góðar íbúðir og sérhæðir óskast íVesturborginni Fjársterkir kaupendur. LAUGAVEGi 18 SÍMAR 21150 - 21370 AIMENNA FASTEIGNASALAN Sólheimar - háhýsi Félagasamtök - eldri borgarar Björt og rúmgóð 4ra-5 herb. íbúð á 8. hæð. Suðursval- ir. Laus. í húsinu er húsvörður. Tvær lyftur og góð sameiginleg aðstaða. íbúðin hentar sérlega vel fyrir aldraða og fatlaða, eða félagasamtök utan af landi sem vilja eignast orlofsíbúð í Reykjavík. 26600 Fasteignaþjónustan Amhintrmti 17, t. 2M00. já&gi Þorsteinn Steingrimsson. j lögg tasteignasali Sölumaður Kristján Kristjánsson, hs. 40396. Yale talíur Flestargerðirfyrirliggjandi Yale - gæði - ending Heildsöludreifing ® JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 V_____________________________________y Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga LANDSÞING Sambands íslenskra sveitarfélaga, hið 14. í röðinni, verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík 27. og 28. sept- ember. Þingið sækja um 300 fulltrúar og gestir hvaðanæva úr heiminum. Sigurgeir Sigurðsson, formaður sambandsins, setur þingið kl. 10.00 á fimmtudagsmorgun, en síðan flytja ávörp Jóhanna Sigurð- JAFNRÉTTISRÁÐ hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að ráðn- ing Ásbjarnar Sigurðssonar í stöðu fjármálafulltrúa hjá Sel- fossveitum brjóti í bága við lög um jafna stöðu og jafúan rétt kvenna og karla. Auk Ásbjarnar sóttu um stöðuna tvær konur og óskaði Sigurbjörg Karlsdótt- ir Schiöth eftir umsögn Jafn- réttisráðs um stöðuveitinguna. í niðurstöðu Jafnréttisráðs kem- ur fram það mat að báðir umsækj- endur Ásbjörn og Sigurbjörg séu vel hæfir til að gegna umræddri stöðu, en sú síðarnefnda hafi meiri menntun og lengri starfsreynslu við ýmis konar skrifstofustörf, m.a. við bókhald og fjárreiður. Síðan segir: „Jafnréttisráð get- ur ekki fallist á að þeir hæfileikar sem Ásbjörn Sigurðsson hefur að mati stjórnar Selfossveitna um- fram Sigurbjörgu Karlsdóttur Schiöth séu þess eðlis að þeir rétt- læti að gengið sé fram hjá þeim umsækjenda sem hefur meiri menntun og lengri starfsreynslu. Þeir hæfileikar eða sú þekking á 51500 Hafnarfjörður Víðihvammur Góð 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð, ca 120 fm auk bflsk. Brattakinn 3ja herb. íb. á 1. hæð í forsköl- uðu timburhúsi. Hverfisgata Flöfum fengið tii sölu eldra timbureinbhús, ca 150 fm. Mjög fallegur garður. Hraunbrún Einbhús (Siglufjarðarhús) ca 180 fm auk bílsk. Æskileg skipti á 3ja-4ra heb. íb. í Fif. Lækjarkinn HÖfum fengið tif sölu gott einb- hús sem er hæð og ris. Allar nánari upplýsingar á skrifst. Hraunbrún Höfum fengið til sölu stórglæsil. ca 280 fm eínbhús á tveimur hæðum auk tvöf. bílsk. ca 43 fm. Norðurbraut Efri hæð ca 140 fm auk bílskúrs. Neðri hæð ca 270 fm. Búið að samþykkja 3 íb. á neðri hæð. Hentugt f. byggaðila. Drangahraun Höfum fengið til sölu gott iðn,- og/eða versl.-/skrifsthúsn., 765 fm á tveimur hæðum. Fokhelt. Vantar - vantar Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og' 4ra herb. íb. í Hafnarfirði. Ámi Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn., símar 51500 og 51501. v__—^ ardóttir, félagsmálaráðherra, og Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arstjórnar Reykjavíkur. Flutt verður skýrsla um starf- semi sambandsins síðasta kjörtímabil og kynntar tillögur til breytinga á lögum sambandsins. A fyrri degi þingsins fjallar Jón G. Tómasson, borgarritari, um hlutverk sveitarstjórnarmanna, Tómas Ingi Olrich, menntaskóla- tölvuhugbúnaði sem þar er rakin, eru þess eðlis að þeir falla á engan hátt undir hefðbundna starfslýs- ingu fjármálafulltrúa fyrirtækis eða stofnunar. Á það skal einnig þent að samkvæmt starfsauglýs- ingu eru ekki gerðar kröfur um slíka tækniþekkingu, enda venja að fyrirtæki kaupi þessa þjónustu af sérstökum tölvufyrirtækjum.“ kennari, flytur erindi um sveitarfé- lögin og umhverfismál og Kristó- fer Oliversson, skipulagsfræðing- ur, ræðir um fjármál sveitarfélaga. Helgi Númason, bæjarendurskoð- andi í Hafnarfirði, kynnir reikn- ingsskil sveitarfélaga, og Þórður Skúlason, sveitarstjóri og nýráð- inn framkvæmdastjóri sambands- ins(> fjallar um hlutverk þess. Á síðari degi þingsins ræða þeir Guðmundur Arni Stefánsson, bæj- arstjóri í Hafnarfírði, og Kristinn V. Jóhannsson, framkvæmdastjóri í Neskaupstað, um helstu stjórn- tæki sveitarstjóma, og Steingrím- ur J. Sigfússon, samgönguráð- herra, flytur erindi um samgöngur og jafnvægi í byggð landsins. í síðasta erindinu fjallar Davíð Oddsson, borgarstjóri, um hlut- verk sveitarfélaga næsta áratug- inn, verkefni, þjónustu og fjármál. Landsþing sveitarfélaganna eru haldin fjórða hvert ár eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar. Það fer með æðsta vald í málefnum sam- bandsins og kýs því 9 manna stjórn og 25 manna fulltrúaráð, sem kemur saman árlega. Rétt til setu á þinginu eiga fulltrúar allra sveit- arfélaga landsins, sem era 204, 30 bæir og 174 hreppar. Baltnesk tónlist Tónlist JónÁsgeirsson Norræna húsið stóð fyrir fróð- legum tónleikum sl. sunnudag, þar sem leikin voru píanóverk eftir tónskáld frá Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Flytjandi var Vardo Rumessen en hann er kennari við Tónlistarháskól- ann í Tallin. Eins og fleiri tónlist- armenn frá baltnesku ríkjunum hefur Rumessen verið atkvæða- mikill í stjórnmálum enda voru tónleikarnir helgaðir því mark- miði að leiða í ljós sérkenni balt- neskrar listar, sem hlýtur að vera mikilvægur þáttur í sjálf- stæðisbaráttu baltnesku þjóð- anna. Áþján og undirokun er ekki aðeins efnahagsleg og stjómmálaleg, heldur einnig að hamla gegn sjálfstæði í hugsun og listrænni sköpun. Það hefur fram að þessu tekist gagnvart baltnesku ríkjunum, að því leyti að Vesturlandabúar þekkja lítið sem ekkert til menningarviðleitni baltverja. Nú er tekið að rofa til og þá berast til eyrna raddir, sem gefa til kynna að baltverjar séu enn til sem þjóðir, sem er kraftaverk, að þær skuli hafa lifað af al- þjóðahyggju kommúnismans. Þetta hefðu íslenskir tónlistar- menn mátt hafa í huga, með því að fjölmenna á tónleika Rumess- en. Flutt voru verk eftir Kalnins, Ciurlionis, Saar, Tobias og Tub- in. Allt eru þetta höfundar sem meira eða minna hafa týnst Vesturlandabúum í mannhaf Sovétríkjanna og því er heim- sókn Rumessen ekki aðeins mik- ilvægur tónlistarviðburður, held- ur og kennslustund til upprifjun- ar um frelsis- og menningarbar- áttu okkar íslendinga. Fluttar voru fyrst tvær prelúd- íur eftir Alfreds Kalnins (1879- 1951) en hann var frá Riga og rektor tónlistarháskólans þar í borg. Eftir hann liggja um 700 tónverk og þar af um 300 ein- söngsverk. Annar í röðinni var Mikalojus Konstantinas Ciurlion- is (1875-1911), frá Varena í Lit- háen en hann var fyrst og fremst listmálari og einnig ágætt tón- skáld. Ciurlionis var dulspeking- ur, sem áleit að náttúran væri frumkraftur að þeim listgreinum sem hann stundaði. Eftir hann voru leiknar fjórar prelúdíur, mjög sérkennileg og falleg tón- verk. Þriðja tónskáldið sem Ru- messen kynnti var Mart Saar (1882-1963) frá Eistlandi. Hann nam tónsmíðar hjá Rimskí-Kor- sakov og safnaði eistneskum þjóðlögum, svo sem heyra má í þeim 400 kórverkum sem hann samdi. Eftir hann lék Rumessen þrjú verk, tvær prelúdíur, sem voru nokkuð litaðar af blæbrigð- um sem Debussy notaði, en þriðja verkið, Masúrki í h-moll (1908) er sérlega skemmtileg tónsmíð. Annar nemandi frá Rimskí-Korsakov, Rudolf Tobias (1873-1918), átti verk á tónleik- unum en það var Valborgamessa (1910) sem er eins konar próg- amverk, þó nokkuð erfítt, er Rumessen lék mjög vel. Síðasti höfundurinn á þessum gagnmerku tónleikum var Euard Tubin (1905-1982) frá Eistlandi. Tubin flúði til Svíþjóðar í lok heimsstyijaldarinnar síðari og varð sænskur ríkisborgari 1961. Tubin lagði mikla áherslu á að kynna nútímatónlist og stjómaði m.a. frumflutningi á Sálmasin- fóníunni eftir Stravinski í Eistl- andi árið 1936. Tvö verk voru leikin eftir Tubin en það fyrra var Tvær þjóðvísur frá heimal- andi mínu (1947) og það síðara Sónata nr. 2. Þessi sónata var nefnd „Norðurljósasónatan“ (1950), sem er túlkun á þeim áhrifum sem hann varð fyrir er hann sá norðurljós í fyrsta sinn. Sónatan er nokkuð laus í formi en á köflum fallega unnið verk og vandasamt í flutningi. Rumessen er sérkennilegur en góður píanisti og var flutningur hans á sónötunni eftir Tubin, Prelúdíunum eftir Ciulionis, Masúrkanum eftir Saar og Val- borgarmessu Tobiasar mjög góð- ur og nokkuð í að missa fýrir þá, sem ekki gáfu sér tíma til að leggja við eyra þegar mikið lá við fyrir baráttubræður okkar baltvetja. Jafnréttisráð um stöðuveitingu hjá Selfossveitum: Brýtur í bága við lög um jafna stöðu kynjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.